Skólablaðið - 01.12.1932, Qupperneq 4
-4-
urinn vakinn upp frá dauðum, ef svo má
segja. Maður hefur Þó ekki orðið Þess
áskynja enn sem komið er, nð hann væri i
lifendc tölu. Vonandi sýnir hann Þoð Þó
brátt.
Tónlistin er svo dásamlega fögur og guð-
dómleg list, að Það verður að sýna henni
verðskuldaða virðingu. Það Þarf steinhjarta
eðo skilningsleysi með afbrigðum, til Þess
að verða. ekki heiili ður af henni,
Sagt er, að eitt sinn, er "næturgalinn
frá Astralíu'' vsr að syngja,--hafi maður
nokkur, sem almennt var talinn harðjakj
hinn mesti, farið að skæla - Þetta dæmi sýn-
ir mæta vel hin göfgandi áhrif tónlistar á
mannssólina. Enginn veit hve mörg sundur-
kramin hjörtu hún hefur glatt og jafnvel
lifgað við. Yfirleitt mun hún veita mönnum
langtum meiri huggun og hugsvölun í sorgum
Þeirro, heldur en huggunarhjal flestra
presta, sem oft gerir ekkert gagn og stund-
um hefur gagnstæð áhrif við Það, sem til var
ætlast. Eg fyrir mitt leyti vildi mikið
heldur láta spila"Moonlight" eða "Appas-
sionata", é grnmmofón, ef ekki vill betur
yfir mér dauðum, heldur en Þessa æfagömlu
og hundleiðinlegu "rollur", sem nú tíðkast.
Að endingu vil ég geta Þess, að æskilegt
væri, að okkar ágæta og landfræga kór léti
sem oftast'YiI sin heyra öllum, sem hlýða
á til óblandinnsr ánægju, er mér óhætt að
segja.
Lifi svo tónlistinn meðan heimurinn er
við liði.* 1 - sem hún hlýtur að gera.
H. G.
STEFNUMÖTIf).
Appollon knéféll með kvöldsvip á brá,
- hann kastaði dreyrrós a-hyl. -
Og nóttin óf húmtjöld um heiðloftin blá,
með hógværö og sefandi yl.
En svo var um Ægir sem andavaka lá,
oð órótt hann bylti sér til.
Eg stóð undir húsvegg i húmsælum krók,
með hjartað brennandi af Þrá.
Og höndunum ýmist um höfuðið tók,
eða hringsnérist til og frá.
Eg beið, en hver stund mina sturlun jók
-Það var stúlka, sem ég var að fá, -
Hún ákvað Það svona að hitta mig hér
- og hún var svo dæmalaust góð
Eg gekk að Þvi visu að hún gætti að sér,
- hún var gallalaust kaupmannablóð.1
Eg vissi Þá ekki að vifatryggð er,
svona við Það að falla úr móð.
Loks tók ég með ákefð að berja mitt brjóst,
minn barlómur ágerðist mjög.
Af hafi bar nistandi nætxirgjóst
og norðaustan skúradrög.
Hún vanrækti að koma, mér varð Það nú ljðstt
ö vei, hvilik UrðarlögJ
Með kehgboginn hrygginn ég [ialtraði heim,
- var hreint og beint drepandi kalt.
En á miðri leiðinni nætti ég Þeim,
og meira en Það skildi allt.
Þar studdist h'ún kafrjóð og broshýr við beim
- Það var bilstjóri. Lánið er valt.
Eg man að ég svaf ekki neitt Þessa nótt,
en nötrandi kveið minum hag.
Svo tók ég Þá hörmungar hitasótt,
með hósta á Þriðja dag.,
Þá reis ég aftur úr rekkju skjótt.
Nú raula ég mitt harmalag.
St. B.
VETRARKVELD í SVEIT.
Grein undir Þessu nafni birtist i fyrsta
tölublaði "Skólablaðsins, Þetto ár. Eg ætla
að taka Það fram, að öskar Bemhord Bjama-
son, sem er höfundur greinarinnar, er sveita-
maður. Þegar ég las grein Þessa, kom mér margt
i hug. Það sem'ég fór fyrts og fremst að hugsa *
um, var að sá maður, og Það sveitamaður, sem
skrifaði nið um islenzt sveitalif, hann hlyti
að vera ákaflega efnisfátsakur, og um leið
varð hann að hafa sterka löngun til að koma
fram einhvemveginn. Sveitalifið islenzka mun
flestum Þeim, er til Þekkja, vera einkar kært,
og er Það Þvi undarlegur sveitamaður, sem leit-
ast við að ófrægja Það á allan hátt. Eg mun
nú reyna að benda á helstu atriðin, sem mér
Þóttu athugaverð i áður nefndri grein.
Snemma i grein Þessari segir höfundur með-
al annars: "Aldrei hefi ég fundið eins til
einverunnor og útilokunar frá umheiminum, eins
og á vetrakveldi i islenzkri gamaldags sveita-