Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 5
I -5 skipulagi sinu er að vinna börn verkalýðs- i ins til fylgis við sig, með Því að ala Þau upp i borgaralegum hugsunarhætti. Slikt upp- eldi, sem hlýtur að vera til gagns fyrir yfirstéttina eina, fá bömin i bamaskólum, "sunnudagsskólum", borgaralegum iÞróttafé- - lögum, skátafélögum o. s. frv, Með Þvi að senda böm sin i sunnudaga- skóla, skátafélög og önnur borgaraleg félög, hjálpar verkalýðurinn yfirstéttinni til Þess að gera börnin að verkfærum i höndum hennar, verkfasrum, sem verður beitt gegn Þeirra eig- in stétt, verkalýðnum.- Ahrif yfirstéttarinn- ar á verkiýðsæskuna er sterkust i skólunum, bæði vegna námsgreinanna og kennaranna. Kennarar i hinum borgaralegu sJjilum eru flestir ekkert annað en umboösmenn yfirstétt- arinnar, sem beint eða óbeint vinna henni Þægt verk. Námsgrein eins og t.d. hin borg- aralega sögukennsla elur á Þjóðarrembingi og fegrar ránstyrjaldir og nýlendukúgun. Og utan skólans eru "bamagúðsÞjónustvir", bió, dagblöð, bækur og borgaraleg æskulýðs- félög. Skátafélögunum og hinum borgaralegu iÞróttafélögum. er nær undantekningarlaust scjórnað af ákveðnum fasistum, sem undir yfirskini föðurlandsástar og alÞjóðlegs biæðralags ala upp böm verkalýðsins i anda yfirstéttarinnar og ota Þeim siðan út i baráttu gegn Þeirra eigin stétt,innanl3nds sen utan, og Þá fyrst og fremst gegn verka- lýð Sovét-Rússlands. - Aðalhlutverk alheims- móts skáta (Jamboree), sem haldið verður i fasistalandinu... Ungverjalandi, i sumar, er undj.rbúningur undir nýtt imperialistiskt strið,- öteljandi dæmi eru til Þess, að skát- ar hafi barizt við hlið lögreglu og yfir- valda gegn verkalýðnimi og verið verlí’alls- brjótar i verkföllum. Þaó er einnig sannað, að skátar standa i sambandi við leynilög- reglu auðvaldsins i Sovét-Rússlandi, og eru Þeir notaöir Þar sem njósnarar. - Stööugt vex nauðsyn Þess, að safna verka- lýðsæskunni i félagsskap i andstöðu við afturhaldsfélög borgaranna,og hefir i flestun löndum verið hafin slik starfsemi. Hér á landi hefir A.S.V. gengist fyrir stofnun ungherjahreyfingar. Ungherjahreyfingin vekur börn verkalýðsins til skilnings á stéttar- stöðu Þeirra og nauðsyn vérkalýðsbaráttunn- ar. Ungherjar berjast gegn afturhaldsuppeldi og Þjóðernishroka, en fyriTbræðralagi allra kúgoðra stétta gegn sameiginlegum óvini Þeirra, alheimsauðvaldinu. Ungherjahreyfing- in kennir verkalýðsæskunni, að verkalýðurinn j á ekkert föðurland, fyr en hann ræður yfir framleiðslutækjunum og hefir tekið völdin í sinar hendur, eins og stéttarbræður hans i Rússlandi. Ungherjahreyfingin kennir verkalýðsæskunni, að alÞjóðlegt bræðralag undirstéttanna og miskunnarlaus stéttarbarátta sé óumflýjanleg nauðsyn, Þangað til að upp úr baráttu Þess--' ari vex Þjóðskipulag Það, kommunisminn, sem útrýmir hungri og neyð, striði og aðrráni, um aldur og æfi, K. H R I Ð. Eg hafði satt að segja búist við, að vorið væri komið fyrir fullt og allt. Veðrið var búið að vera svo yndislegt núna siðustu dag- ana,- Það var lika komið fram i april. En i kvöld hamast hriðin á Þakinu og frost- rósimar eru alltaf að fikra sig lengra og lengra upp eftir gluggarúðunum i herberginu minu. Það er illt að Þurfa að fara út i Þetta veður,en hjá Þvi verður ekki komist. Bréfið, sem ég var að ljúka við að skrifa heim, verð- ur að komast i póstkassann i kvöld. Póstur- inn leggur af stað i fyrramálið. Kannske lit ég inn á Borg eða Land, úr Þvi ég er komimniður i bæ. Eg hafði hvort sem er ekkert við að vera heima, og Þá er eins gott að eyða Þessu leiðinlega kvöldi einhvers- staðar, Þar sem hægt er að gleyma hriðinni og dánum voyiúrn um vor og sólskin. Það er talsverðum erfiðleikum bundið að komast áfram móti veðrinu. Á Landakots- hæðinni er svo hvasst að mér liggur við falli,- Eg skil annars aldrei i Þvi, að menn 3kulu komast eftir Túngötunni óskadd- aðir og án Þess að missa höfuðfötin, Þegar á annað borð vindur er að nokkru ráði. Það er fámennt i Austurstræti núna. - Það er gamallt lögmál, sem gildir alltaf og allstaðar, að Þar sem er fámennt, er lika góðmennt. Eg hefi nú reyndar litiö af góð- mennskunni að segja i Þetta skifti, A horninu við Vöruhúsið standa tveir strákar. Þeir rifá kjaft við sjálfa sig og bölva veðrinu. Ojæja, greyin, Þeir hafa vist ekkert annað að gera nú i atvinnuleys- inu. Þegar ég er kominn framhjá, senda Þeir mér tóninn; •Eg sé vist landabruggari ofan úr sveit, sem sé nú kominn til bæjarins, til

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.