Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 03.07.1928, Blaðsíða 2

Norðlingur - 03.07.1928, Blaðsíða 2
2 NORÐLINGUR Síldarei n kasalan. Síðborin reglugerð á döfinni. Alt á huldu enn nieð sölu og verð. Um annað mun nú ekki meira rætt meðal útgerðarmanna, sjó- manna og atvinnurekenda yfir höf- uð, en síldareinkasöluna nýju, sem nú fer hvað af hverju að koma fil framkvæmda. Varla hittast svo tveir menn, sem að einhverju leyti eiga afkomu sína í surnar undir því, hvernig einkasalan ræðst, að beir minnist ekki fyrst og'fremst á hana. Útgerðarmenn vegna þess, að þeir eru í raun og veru að gera út í blindni; vetkafólk vegna þess, að það óttast, að mjög lítil atvinna verði við söltun í landi, og önnur störf, sem af henni leiða. »Norðlingur« hefir reynt að afla sjer nokkurra upplýsirrga um það, hverriig horfurnar væru — hvernig fyrirkomulag alt yrði, hvað væri þegar selt, hvað einkasalan mundi borga síldarsaltendum, er þeir af- hentu henni síldina, hvað mikið yrði saltað o. s. frv., — en fengið þau svör, að enn væri ekki hægt að segja neitt .ákveðið. Og það sem vitað væri, segðist ekki. Pað eitt er staðreynd, að reglu- gerð fyrir síldareinkasö'una er í fæðingunni. Og er hún, að flestra dómi, nokkuð síðborin. Var það stjórnarráðsins að semja hana eins og aðrar reglugerðir. En sennilega hafa ráðherrarnir ekki treyst síldar- viti sínu, því að þeir fóru þess á leit við útfluíningsnefndina, að hún semdi reglugerðina, Hefir hún nú, í samvinnu við framkvæmdastjórana Þingmálafundur á Sauðárkróki á sunnudaginn. Lítil frægðarför hjá sendimönnum stjórnarinnar. Á sunnudaginn hjeldu þingmenn Skagafjarðarsýslu, Magnús Guð- mundsson og Jón Sigurðsson, þing- málafund og leiðarþing á Sauðár- tvo, — einn hefir verið erlendis síð- an í vor — lokið því verki. Er reglugerðin nú í stjórnarráðinu til álits og samþyktar. Og er búist við, að ráðherrarnir muni »liggja á henni« fram til miðs þessa mánað- ar. Þegar reglugerðin er komin, segja forráðamenn einkasölunnar, er fyrst hægt að segja eitthvað ákveðið og byggja á föstum grund- velli. »Norðlingur« hefir átt tal við einn framkvæmdastjórann. Ljet hann í veðri vaka, að eitthvað væri selt af síld, en tók þvert fyrir að segja hvað mikið eða við hvaða verði. Ekki gat hann heldur gefið nein ákveðin svör við því, hvað einka- salan mundi greiða fyrir síldina, þegar útgerðarmenn afhentu henni hana; það færi eftir því, hvað miklu fje einkasalan hefði yfir að ráða. Sú tilhögun er vitaskuld geysilega erfið fyrir útgerðarmenn. Með hverju eiga þeir að borga vinnu- laun og annan kostnað? Blaðið grenslaðist eftir því, hvort einkasalan mundi ekki taka fult til- lit ti! samninga, sem gerðir hefðu verið um síidarsölu áður en einka- sölulögin gengu í gildi. Var svarið á þá leið, að samkvæmt lögunum mætti enga tunnu út flyíja nema í gegnum einkasöluna. En álitamál væri það, hvort dómstólar mundu líta svo á. — Nú er að bíða, og sjá hvað reglu- gérðin segir. króki, Óiafur Thors alþingismaður var á ferðalagi þar í sýslunni og sat fundinn og talaði þar af hálfu íhaldsmanna. Þingmennirnir höfðu skorað á Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, að sitja þennan fund og ennfremur þingmálafundi, sem haldnir hafa verið nú fyrir stuttu á Hvamms- tanga og Blönduósi, og haga fund- artíma og fundarstöðum eftir því, sem honum væri þægilegast. En kjarkur dómsmálaráðherra er líklega NORÐLINGUR (kemur út annan hvorn dag) Ritstj. og ábyrgðarm.: JÓN BJÖRNSSON. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 103. Sími 226. ' Áskriftargjald kr. 1,00 á mánuði í lausasölu 10 aura eintakið. að þverra, því að hann tók ekki áskoruninni, en sendi af hendi stjórnarinnar til andsvara og varnar Hannes Jónsson dýralækni. Enn- fremur fór hjeðan vestur á fund- inn Brynleifur Tobiasson kennari til frekara trausts og halds stjórn- inni og Framsóknarflokknum. En eftir símfrjett af Sauðárkrók í gær hefir för hans orðið með litlum veg og smárri frægð. Var svo sagt, að hann hefði verið orðinn mjög aðþrengdur upp á það síðasta. Stóðu á honum mörg vopn og hvöss, og bar hann fá eða engin af sjer. Til umræðu komu á fundinum flest hin merkari þjóðmál og þing- mál, og stóð hann frá því kl. 3 e. h. á sunnudaginn til kl. 4 á mánu- dagsnóttina. Með þingmönnum íhaldsflokksins töluðu síra Arnór á Hesti og Sigurður bóndi Björnsson á Veðramóti, en Gísli Magnússon frá Frosíastöðum með fulltrúum Framsóknar. En mjög hafði það verið skakkur skinnaleikur. Var af- staða þeirra Hannesar og Brynleifs flótti einn og undanhald allan fundinn. Eins og vænta mátti, var yfir- gnæfandi meirihluti fundarmanna fylgjandi þingmönnum kjördæmisins. Virtist ekki biása byrlega fyrir Brynleifi við næstu alþingiskosn- ingar. En á því er nú raunar eng- inn sjerlega hissa. Benedikt Elfar söngvari heldur hljómleik einhvern tíma í þessari viku. Hefir hann ekki haldið sjálfsfæðan hljómleika hjer síðan um jól. Bæjar- búar og gestkomandi menn hjer eiga von góðrar listar, þar sem er söngur söngur Elfars.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.