Norðlingur

Issue

Norðlingur - 28.08.1928, Page 3

Norðlingur - 28.08.1928, Page 3
NORÐLINGUR 3 Fisk Lifur ferskan og saltaðan, nýja og gamla kaupir Ingólfur Árnason, Siglufirði. }eg undirrituð held námskeið í matreiðslu síldar í Brekku- götu nr. 9 á Akureyri. Bý til yfir 30 rjetti úr síld. Nám- skeiðið hefst 10. sept. n. k. og stendur þriggja vikna tíma. Pátttakendur gefi sig fram á skrifstofu báejarstjórans á Akureyri. Til lands og sjávar. Björg Sigurðardóttir. Veðurútlit (tvö næstu dægur): Suðvesturland: Breytileg átt, víðast austan, sumstaðar skúrir. Faxaflói: í dag og nólt norðaustan og norðan gola, víðast þurt, sennilega skúrir á Reykjanesi. Breiðifjörður og Vestfirð- ir: í dag og nótt norðaustan og norðan gola, þurt veður. Norður- land: í dag og nótt hægur norð- austan, þurt veður. Norðausturland: í dag og nótt norðan kaldi, úrkoma, kalsaveður. Austfirðir: f dag og norðan gola, skúrir í útsveitum. Suð- austurland: í dag og nótt norðaust- an gola, þurt veður. Sjera Skúli Skúlason fór ekki með Drotningunni síðast eins og sagt var hjer í blaðinu. Breyttist ferða- áætiun hans á síðustu stundu, og var gerður á honum augnskurður hjer af syni hans Helga Skúlasyni augnlækni. Búíst er við að hann verði orðinn ferðafær eftir hálfan mánuð. Staka. Ekki er göfugt gáfnafar. — Grenjar í bræði fánýtt svar orðavösull Ingimar, — a I i k á I f u r Framsóknar. X. Frú Mysz Gmeiner syngur í kvöld í Akureyrar Bíó. Eftir viðtök- uro þeim, sem hún fjekk hjer á laug- ardagskvöldið, má vænta. mikillar að- sóknar. Ummæli um söng hennar þá birtast hjer á öðrum stað í blaðinu. Alþingishátíðarnefndin fór til Ringvalla á sunnudaginn var, og auk nefndarmannanna Geir Zoéga vega- málastjóri, Sigfús Einarsson og skrif- ari nefndarinnar, Jón Sigurðsson. Verður nefndin þar þangað til í dag og ætlar hún að athuga þar ýmislegt viðvíkjandi hátíðahöldunum 1930, svo sem: ræðuhöld, söngflutning, vegabætur og bygging húsa, 400 refi hefir Refaræktunarfjelagið að Svignaskarði í Borgarfirði. Fastar bíiferðir eru nú frá Borg- arnesi til Blönduóss í hvert sinn, sem Suðurland kemur til Bbrgarness. Far- ið kostar 35 kr. þessa leið. Sannkallaðir brennumenn hafa verið á ferli í Reykjavík á laugardags- uóttina var. Kveiktu þeir, að áliti slökkviliðsstjóra og yfirlögregluþjóns, f tveim húsum við Laugaveginn sam- tímis. En svo heppilega tókst til, að vart varð við eldinn áður en hann -gerði nokkurn skaða. Ekki mun háfa hafst upp á þessum brennuvörgum enn. Kjötverðið. Pað var með lægra móti í fyrrahaust eins og kunnugt er. Búist er við, að það verði enn lágt í haust, en þó ekki útilokað, að það hækki eitthvað frá því sem þá var. En fuilvíst mun það ekki vera. Síldaraflinn, Hann hefir verið mjög tregur síðustu viku, svo að það eru aðeins fá skip, sem leggja upp hjer við Eyjafjörð, sem bætt hafa við afla sinn frá þvi að hann var síðast talinn hjer í blaðinu á þriðjudaginn var. En til glöggvunar og saman- burðar, á afla skipanna eru þó talin hjer öll skipin, eins þau, sem ekki hafa bætt neinu við. Er þá aflinn þessi: Sindri 3093 tunnur (var skakt talinn síðast með 1633), Sjö- stjarnan 1085, Lotti 387, Flóra 665, Pingey 691, Sandve 758, Hjalieyrin 975, Helga 954, Hvítingur 932, Krist- ján 1598, Líf 734, Bláhvalurinn 444, Valur 795 (er hættur veiðum að sögn), Vonin 462, Gerpir 980, And- ey 727, Rán 1707, Bris 127 og Kol- beinn ungi 267, Sum þessara skipa hafa Iagt i bræðslu nokkrar tunnur síðustu viku, Rán mest, um 200 tunnur. Svört silkislæða tapaðist í Bótinni á fimtudags- kvöldið. Finnandi skili á at- greiðslu Norðlings gegn fund- arlaunum. MUNDLOS-saumavjelar eru bestar. Fást í verslun Norðurland.

x

Norðlingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.