Norðurland - 12.11.1976, Blaðsíða 4

Norðurland - 12.11.1976, Blaðsíða 4
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Rilnefnd: BöSvar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Soffía Guð- mundsdóttir, Þórir Steingrímsson, Þröstur Ásmundsson. Ritstjóri: Vilborg Harðardöttir (ðbm.) Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875 Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins Álver við Eyjafjörð Um fátt er nú meira rætt og ritað hér um slóðir en ný framkomnar upplýsingar um að hannað hafi verið álver við Eyjafjörð. Látið er í veðri vaka að nauðsynlegt sé að rannsaka hitt og þetta til þess að fá úr því skorið hvort óhætt muni að reisa þetta fyrirtæki í firðinum. Sagt er að gera þurfi margháttaðar mengunarrannsókn- ir, félagsfræðilegar athuganir og þar fram eftir götunum. Eftir að þessum rannsóknum á að vera lokið, þá á að taka ákvörðun, að sögn byggða á vísindalegum grunni, um það hvort af byggingu verksmiðjunnar verður. Með vinnubrögðum af þessu tagi, að sveipa endanlega ákvörðun í hjúp vísindalegra athugana, er hætt við að margur leiðist á villigötur í afstöðu sinni til álversins. Fyrst og fremst af því að hinar vísindalegu athuganir taka ekki mið af öðrum rölcum sem eru þó afar mikilvæg í málinu. Um árabil hefur verið viðurkennt að ein af meginástæð- unum fyrir farsælli atvinnuþróun hér í byggðinni sé sú að atvinnuvegirnir séu í höndum heimamanna. Áhersla hefur verið lögð á að byggja upp iðnað sem byggir á hrá- efnisnotkun af svæðinu að langmestu leyti. Atvinnustarf- semin hefur verið í eðlilegu samræmi við vistfræðilegar forsendur og atvinnuþróunin hefur verið afar farsæl, vegna þess að hún hefur gerst án stökkbreytinga, og hefur að mjög litlu leyti borið svip af athafnasemi spekúlanta. Álver í eigu erlends auðhrings er ótvírætt fjandsamlegt þessari þróun. Það mun raska fjölmörgum grónum þáttum í eyfirsku samfélagi. En hvað fæst þá í staðinn? Jú atvinnurekstur sem lýtur allt öðrum lögmálum en hér ríkja og íslendingar geta engu ráðið um, jafnvel þó að þeir verði taldir eiga meirihlutann í fyrirtækinu. Framleiðsla verksmiðjunnar byggir á hráefnisöflun sem íslendingar ráða engu um. Framleiðslan verður seld á mörkuðum sem meðeigandinn einn ræður yfir. Síðast en ekki síst hefur bygging og starfræksla stór- iðju fyrirtækja undir stjórn útlendinga það í för með sér að sífellt stærri hluti af gjaldeyrisviðskiptum kemst í hendur aðila sem enga hagsmuni aðra, eða rót eiga í ís- Iensku samfélagi. Þessu til viðbótar ætti almenningur að gera sér grein fyrir því að innan örfárra ára verða erlendir aðilar eig- endur að meira auðmagni í atvinnurekstri á Islandi en landsmenn sjálfir, ef nú fer fram sem horfir. Auðhringarnir byggja verksmiðjur sínar í mörgum löndum og sækjast fyrst og fremst eftir löndum þar sem vinnuafl og orka eru á lágmarksverði. Þeir gæta þesjs jafnan að heildar afkastageta fyrirtækjanna allra, sé svo miklu mciri en framleiðslan sjálf, að þeim veitist auð- velt að draga úr framleiðslunni á einum stað og auka hana á öðrum eftir því sem henta þykir frá sjónarhóli auðhringsins. Til viðbótar við allt þetta mættu menn svo hugleiða siðferðileg rök, eins og þau að ál er eitt allra mikilvæg- asta efnið sem notað er til hergagnaframleiðslu. Alþýðubandalagið mun berjast gegn þessum áformum og skorar á alla sem andvígir eru álverinu, félagssamtök og einstaklinga, að láta málið til sín taka. hágé. .J..J. .J..J..J..J.*J.»J..J..J.*JmJ. .J..J..J..J..J..J. .J. »J. .J. .J..J..J. .J..J..J..J. .J..J. »J. .J..J. .J. .J. T T I ? T T T ? ? ? T T T T T T X T T T x T T T T T T ? T T T T T T T T T T T T ? Í | I x I ? I Liney Helgadótftir skrifar: 10% þorpsbúa i tónlisftarnámi Raufarhöfn, 10. nóv. - Laug- ardagurinn 3. október var merkisdagur á Raufarhöfn. Þá kom Sinfóníuhljómsveit hingað og hélt tónleika. Efn isskrá hljómsveitarinnar var geysigóð og undirtektir góð- ar. Húsfyllir var enda þótt unnið væri í frystihúsinu. Sama kvöld var svo haldin árshátíð Alþýðubandalags- ins og tókst hún með ágæt- um. Um 90 manns mættu við borðhaldið og fleiri bættust við síðar um kvöldið. — Skemmtiatriði voru fjöl- breytt, ma. tóku til máls gest irnir Stefán Jónsson alþingis maður og Heimir Ingimars- son fv. sveitarstjóri og Einar Kristjánsson rithöfundur frá Hermundarfelli las úr verk- um sínum. Særún Stefáns- dóttir söng einsöng og margt fleira var til skemmtunar. Unnið langt framá kvöld Skuttogarinn Rauðinúpur hefur aflað afbragðs vel það sem af er þessu ári. Mikil vinna hefur því verið í frysti húsinu, oft unnið til kl. 11 á kvöldin og á laugardögum líka. Hjá bátunum hefur aftur á móti verið fremur tregur afli í sumar og tíð með af- brigðum stirð í haust og hafa veiðar því að mestu legið niðri. Menningarviðburður Merkur viðburður gerðist í menningarmálum Raufar- hafnarbúa í haust er stofn- aður var hér tónlistarskóli og tók hann til starfa 1. októ- ber. Skólastjóri er Margrét Bóasdóttir og kennir hún jafnframt við skólann, en aðrir kennarar eru Jóhann Jósefsson harmonikuleikari frá Ormarslóni og Orthuls Trunner, ungur austurríkis- maður. 47 nemendur stunda nám í skólanum eða um 10% þorpsbúa, bæði börn og full orðnir. Tíðarfar hefur verið með eindæmum gott frá því snemma í vor, en í byrjun október fór loksins að rigna og má heita, að rignt hafi stanslaust síðan. Nýr sveitarstjóri um áramót Heimir Ingimarsson sveit- arstjóri lét af störfum um miðjan september og gegnir Björn Hólmsteinsson odd- viti störfum sveitarstjóra framað áramótum, en þg tek ur við starfinu nýráðinn sveitarstjóri, Sveinn Eiðsson. Hafnar eru framkvæmdir við varanlega gatnagerð í Frétta- bréfið Líney Helgadóttir. ? þorpinu, en lítið miðar hins- vegar áfram byggingu sund- ? laugar og íþróttahúss. 'f Söfnun til húsnæðismála ? vangefinna á vegum Hjálpar ? stofnunnar kirkjunnar er í ? gangi hér sem annars staðar ? á landinu og hefur gengið ij! vel. Geta má þess, að sjó- menn af skuttogaranum Rauðanúp hafa gefið 40 þús. | kr. og mætti vissulega reisa X veglega byggingu ef allir ís- | lendingar verða jafn örlátir. | Alþýðubandalagið á Rauf- ? arhöfn er nú í þann veginn X að hefja vetrar starfið. — !*! Líney. X WiM**4«h***«***h«h*m»mIm!********»m'h«**»* ********* ****************************************** *************** *♦* *** 33«, þing ASÍ Mý stefnuskrá i móftun og vinnulöggjöfin rædd Þrítugasta og þriðja þing Alþýðusambands fslands verður hald- ið á Hótel Sögu í Reykjavík um næstu mánaðamót eins og kunnugt er. Fyrir þinginu liggur fjöldi málaflokka. Er reiknað með að þingið standi í fimm daga. Sýnist þegar Ijóst að þing- fulltrúar vcrða að nýta tímann mjög vel ef þeim á að takast að fjalla ýtarlega um öll þau mál sem fyrir þinginu liggja. STEFNUSKRÁ OG NÝ VINNULÖGGJÖF Án alls efa eru tvö mál mik- ilverðust og umfangsmest á þinginu. Þar er um að ræða frumvarp til laga um stéttar- félög og vinnudeilur, sem fé- lagsmálaráðherra hefur látið semja og hyggst leggja fyrir Alþingi í vetur. Hitt málið er drög að stefnuyfirlýsingu fyr- ir Alþýðusambandið. Fjölmörg stéttarfélög hafa þegar ályktað gegn hinu nýja frumvarpi til laga um stéttar félög og vinnudeilur. Virðist ljóst að almenn andstaða sé innan verkalýðshreyfingarinn ar gegn frumvarpinu. Fyrir þinginu liggur að ákvarða við brögð verkalýðshreyfingar- innar við frumvarpinu, komi til þess að það verði lagt fram á Alþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir margvíslegum breytingum á núgildandi lögum og ber í heild sinni svipmót fjandskap- ar við verkalýðshreyfinguna. Verði það að lögum hefur starfsaðstaða og verkfallsrétt- ur verið svo skertur að með öllu er óviðunandi. Á það mun reyna hvort verkalýðshreyfingin reynist í stakkinn búin til þess að verja réttindi sín ef ráðherra leggur frumvarpið fram óbreytt, því ekkert nema harkaleg and- staða hreyfingarinnar getur hindrað hægri stjórnina í að koma þessu áformi sínu í fram kvæmd. Þá duga ekki funda- samþykktir einar. Það afl sem í hreyfingunni býr er það eina sem að lokum skilst. NÝ STEFNUSKRÁ FYRIR ASÍ Merkasta nýmælið á þing- inu verða þó stefnuskrárdrög þau sem fyrir þinginu liggja. Ekki af því að framlagt plagg sé í öllu óaðfinnanlegt. Þvert á móti þarf að gera þar á margvíslegar breytingar. Heldur af hinu að um árabil hefur Alþýðusambandið ekki átt sér neina heildar stefnu- skrá að vinna eftir heldur mót að afstöðu sína til mála hverju sinni sem þau hafa verið á dagskrá. Því ber að fagna fram komnum drögum þó ófullkomin séu og taka þau til rækilegrar umfjöllunar. Undanfarið hafa drögin og ýmis önnur plögg verið til um ræðu í verkalýðsfélögunum. Hefur í ýmsum verkalýðsfé- lögum verið fjallað all ræki- lega um drögin og má gera ráð fyrir að fram komi fjöldi breytingartillagna. Eins og áður sagði liggur fjöldi mála fyrir þinginu. Ekki er rúm til að geta þeirra hér að sinni en nánar verður þar um fjallað síðar. — hágé 4 — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.