Norðurland - 12.11.1976, Blaðsíða 7

Norðurland - 12.11.1976, Blaðsíða 7
DAGBÓk VIKUNIMAR ... • Um helgina Fræðslunefnd Alþýðubanda- lagsins: Leshringur í fræði- kenningu sósíalismans og sögu hinnar faglegu og pólitísku verkalýðshreyfingar hefst að Eiðsvallagötu 18 á morgun, laugardag, kl. 5 síðd. Þingeyingafélagið: Aðalfund- ur félagsins verður haldinn að Hótel KEA sunnudaginn 14. nóv. kl. 16. Kvennadeild Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi held ur árlega skemmtun sína sunnudaginn 14. nóv. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Miðasala hefst kl. 19. IOGT: Bingó á Hótel Varð- borg í kvöld, föstudaginn 12. nóv., kl. 8.30. Góðir vinningar, þám. flugfar Akureyri-Reykja vík-Akureyri. — Stjórnandi Sveinn Kristjánsson. Skógræktarfélag Tjarnargerð- is heldur afmælisfund sinn laugardaginn 13. nóv. kl. 20.30 að Byggðavegi 145. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri, hefur hlutaveltu í Laxagötu 5 laugardaginn 13. nóv. kl. 3 eh. Góðir munir. Forsala númera hefst nokkru fyrr en opnað er úr þrem bíl- um á staðnum. FVSA: Félagsfundur hjá Fé- lagi verslunar- og skrifstofu- fólks verður haldinn að Brekkugötu 4 laugardaginn 13. nóv. kl. 13.0. Fundarefni: Frv. til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Drög að stefnu- skrá ASÍ. • Sýningar Málverkasýning Einars Helga- sonar í Iðnskólanum kl. 8.30 föstudagskvöld. Opin laugar- dag, sunnudag og mánudag kl. 10—24. • Leikhús Leikfélag Akureyrar sýnir Karlinn í kassanum í kvöld, föstudag, og sunnudag. Frum- sýning á Sabínu nk. föstudag 19. nóv. • Næsta vika IOGT St. Brynja nr. 99 heldur fund í Varðborg mánudaginn 15. nóv. Venjuleg fundarstörf. Árni Valur Viggósson sér um fundarefni. Bridgefélag Akureyrar: Sveita keppnin hefst þriðjudaginn 16. nóv. kl. 20. Spilað verður í Gefj unarsalnum. Geðverndarfélagið: Skemmti- kvöld með dansi í félagsheimil inu Hvammi mánudaginn 15. nóv. Opið hús fyrir aldraða: mið- vikudaginn 17. nóv. kl. 15 að Hótel Varðborg. Veitingar og íjölbreytt dagskrá. • Börn söfnuðu fé handa Elliheimilinu Nýlega barst Elliheimili Ak- ureyrar að gjöf kr. 2.000.00 frá börnunum Kristjönu og Margréti Vilhelmsdætrum, Þóru Ester og Hönnu Björk Bragadætrum, Birni Þorgeirs- syni og Sigríði og Sigrúnu Valdemarsdætrum, en þessu fé höfðu börnin safnað með hlutaveltu. Stjórn E.H.A. fær ir börnunum bestu þakkir fyr- ir hugulsemina. • Nýir bæklingar Tryggingastof nunar - innar Tryggingastofnun ríkisins hef ur sent frá sér nýja útgáfu af upplýsingabæklingum um bótarétt samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hér er um að ræða endur- prentun á eldri bæklingum með þeim breytingum, sem orðið hafa frá útgáfu þeirra, en bæklingurinn um atvinnu- leysisbætur í fæðingarorlofi er nýr, þar sem lög um fæð- ingarorlof tóku ekki gildi fyrr en 1. janúar 1976. Bæklingana má fá frá skrif stofum Tryggingastofnunar- innar, Laugavegi 114, Reykja vík, og umboðsmönnum henn- ar úti á landi, sem eru sýslu- menn og bæjarfógetar, hver í sínu umdæmi. • Skipt á nöfnum og númerum gatna Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt nokkrar breytingar á götuheitum og númerum húsa í Glerárhverfi. Verður götuheitið Steinholt lagt nið- ur og gatan nefnd Lyngholt og númer húsanna við þessar göt ur breytast og verða sem hér segir: Lyngholt 12 verður nr. 1 Lyngholt 11 verður nr. 2 Lyngholt 10 verður nr. 3 Lyngholt 9 verður nr. 4 Lyngholt 8 verður nr. 5 Lyngholt 7 verður nr. 6 Lyngholt 6 verður nr. 7 Lyngholt 5 verður nr. 8 Lyngholt 4 verður nr. 9 Lyngholt 3 verður nr. 10 Lyngholt 2 verður nr. 11 Steinhohlt 1 verður Lyng- holt 13 Steinholt 3 verður Lyng- holt 15 Fagranes (Hörgárbraut 2) verður Lyngholt 16 Steinholt 8 verður Lyng- hohlt 26 Steinholt 12 verður Lyng- holt 30. AA- SÍMI 2-23-73. • Laugardagsmyndin eftir Kuroswaa Laugardagsmynd Borgarbíós að þessu sinni er eftir jap- anöka kvikmyndastjórann Akira Kurosawa og nefnist Saga júdókappa. Myndin er gerð 1943 og segir frá Sugara Sanshiro, nemanda í jiujitsu- skóla. Hann heillast hinsvegar að annarri sjálfsvarnaríþrótt, júdó, og snýr sér að henni. Brátt verður hann með fær- ustu mönnum í þeirri grein, en hættir til að misnota kunn áttu sína. Ekki er rétt að rekja hér efni myndarinnar, en hún ætti að vera við hæfi bæði þeirra sem gaman hafa af vel leikn- um, hörðum átökum og hinna sem áhuga hafa á vönduðum kvikmyndum, því Kurosawa er óumdeilanlega einn af snill ingum japanskrar kvikmynda 'listar. Það er mjög ánægjuleg við leitni Borgarbíós að koma til móts við óskir kvikmynda- unnenda á Akureyri með sýn- ingu „laugardagsmyndanna", sem venjulega eru þær sömu og áður hafa verið „mánudags myndir“ Háskólabíós. Sýning artími laugardagsmyndanna er kl. 5 síðd. • Segja „þingflokka- blöðin“ þegja þunnu hljóði Blaðinu hefur borist fréttatil- kynning frá „Landhelgissam- tökunum“, stofnuðum í sept. sl., sem segjast vera „fjölda- samtök fólks úr öllum vinn- andi stéttum landsins“ — með „ólíkar pólitískar skoðanir, en á það sameiginlegt að vilja vinna gegn allri rányrkju og þá fyrst og fremst rányrkju á íslenskum fiskimiðum". Ekki er ljóst af fréttatil- kynningunni hverjir standa að þessum nýju samtökum né hvort þau hafa leitað eða vilja samstarf við þau samtök um verndun landhelginnar sem þegar eru starfandi og stofnuð voru í fyrravetur af Lúðvíki Jósepssyni, Pétri Guðjónssyni og fleirum. En „blöð þing- flokkanna“ eru sögð hafa „þagað þunnu hljóði“ og öll sett þar undir einn hatt. Upp- lýsingar um hin nýju samtök veitir Anna Jónsdóttir, Þóru- felli 8, Reykjavík, í síma 73093. Auglýsið i Morður- landi Síminn er 2-18-75 Akureyrar auglýsir eftir fólld til starfa við skóladagheimili, sem taka mun til starfa í byrjun janúar 1977. Ósk- að er eftir forstöðumanni/konu með uppeldis- fræðilega menntim (fóstru, kennara) og starfs- fólki m. a. við mötuneyti. Nánari upplýsingar verða veittar á Félagsmála- stofnun Akureyrar, Geislagötu 5, sími (96)21000. Skriflegar umsóknir skulu hafa borist fyrir 25. nóvember nk. Aðstoð verður veitt við útvegun húsnæðis á Akur- eyri, ef þörf er. íjjjM&b Leikfélag Akureyrar Karlinn 1 kassanum LÍTIL ÍBÚÐ ÖSKAST eða gott herbergi með eldunarplássi. Uppl. í síma 2-18-75 Skopleikur eftir Arnold og Bach. Sýningar þessa viku: Föstudag. Sunnudag. Árbókin 1975 SABlNA í næstu viku. Helstu heimsfréttir er komin. Miðasalan opin kl. 5—7 daginn fyrir hvem sýn- ingardag og kl. 5—8.30 sýningardaginn. Bókaverslunin EDDA SlMI 1-10-73 Akureyri Opið hús fyrir aldraða verður á hverjum miðvikudegi frá 10. nóv. til og með 15. des. kl. 15 að Hótel Varðborg. Veitingar og fjölbreytt dagskrá, svo sem söngur, upplestrar, leikir, föndur, kynnisferðir, kvik- myndir, spilað, teflt og dansað. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Félagsmálastofnun Akureyrar F.V.S.A. F.V.S.A. Félagsfundur verður haldinn í Félagi verslunar og skrifstofu- fólks að Brekkugötu 4 laugardaginn 13. nóvember kl. 13.30. Fundarefni: Frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Drög að stefnuyfirlýsingu A.S.I. Stjðrnin SVEITAKEPPIMI BRIDGEFÉLAGS AKUREYRAR hefst þriðjudaginn 16. nóvember. — Tilkyxma þarf þátttöku sem fyrst og helst fyrir sunnudags- kvöld. — Stjðrnin. NORÐURLAND — 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.