Norðurland - 12.11.1976, Blaðsíða 1

Norðurland - 12.11.1976, Blaðsíða 1
Nýr kafli í útgáf u- sögu sósíalista 1. tölublað Föstudagur 12. nóv. 1976 1. árgangur Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn í hinu nýja, glæsilega húsi Þjóðviljans að Síðumúla 6. Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri Varar við frumvarpi um nýja vinnumálalöggjöf Aðalfundur Alþýðubandalags ins á Akureyri var haldinn 9. október í Alþýðuhúsinu. Fund urinn var vel sóttur og gengu nokkrir nýir félagar inn. Ný stjórn félagsins var kosin og skipa hana eftirtaldir félagar: Formaður Steinar Þorsteins- son, varaform. Hilmir Helga- son, ritari Böðvar Guðmunds- son, gjaldkeri Höskuldur Stef- ánsson, og meðstjórnendur þau Þóra Þorsteinsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Jóhann Ólason. og Þóra Þorsteinsdóttir. Til vara- voru kosnir Þröstur Ás- mundsson, Jón Daníelsson og Bragi Sigurgeirsson. Á þessurn félagsfundi var mættur Arnmundur Bach- mann og flutti hann ákaflega fróðlegan fyrirlestur um það frumvarp, sem Gunnar Thor- oddsen hyggst leggja fram á alþingi á næstunni um stéttar félög og vinnudeilur. í lok fundarins var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Almennur félagsfundur í Alþýðubandalaginu á Akur- eyri, 2. nóv. 1976, skorar á öll aðildarfélög ASÍ að standa saman gegn tilraun núverandi ríkisstjórnar til að skerða verk fallsrétt frá því sem nú er með „frumvarpi til laga um stétt- arfélög og vinnudeilur". Var- ar fundurinn við frumvarpinu í heild og telur, eins og mál- um er nú háttað á alþingi, að einungis órofa samstaða verka lýðsstéttarinnar geti komið í veg fyrir að það verði að lög- um." S. Þ. Á að veita hrauni á Mývatnssveit? Deilt um byggingu og legu varnargarða við Kröflu Hugmyndir iðnaðarráðuneytisins og ráðamanna við Kröflu um varnargarða ofan stöðvarhússins og rás fyrir hugsanlegan hraunstraum í átt að Bjarnarflagi mundu leiða til þess, ef til goss kæmi, að hraunrennslinu yrði í rauninni veitt á Mývatns- sveit. Hafa sveitarstjórn og almannavarnarnefnd sveitarinnar andmælt þessum ráðagerðum. Steinar Þorsteinsson, formað- ur Alþýðubandalagsins á \k. Það má segja að vetrarstarf félagsins hafihafist með þess- um aðalfundí og þó frekar seint sé farið af stað, standa vonir til að starfsemin verði öflug. Kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund, sem haldinn er nú um þessa helgi í Reykjavík, fór fram á félagsfundi, þriðju- daginn 2. nóv. Kosnir voru sex fulltrúar: Böðvar Guð- mundsson, Helgi Guðmunds- son, Hilmir Helgason, Kristján Arason, Steinar Þorsteinsson Hugmyndir iðnaðarráðuneyt isins sem nú eru uppi eru að byggja varnargarð í botni dals ins fyrir ofan stöðvarhúsið í Leirbotnum og jafnframt að gera rás fyrir hugsanlegt hraunrennsli, sem lægi í áttina að Bjarnarflagi, en þarmeð væri í rauninni verið að veita hrauninu á sveitina og, þótt undarlegt megi teljast fyrir iðnaðarráðuneytið, fyrst af öllu á Kísiliðjuna. Þessar ráðagerðir hafa vakið mikla óánægju mývetninga og var málið tekið fyrir á sameig inlegum fundi sveitarstjórnar og almannavarnarnefndar sveitarinnar í þessari viku. Var þar samþykkt, að þessir aðilar gætu ekki fallist á þessa tilhögun nema það yrði þá amk. byrjað á varnargörðum nær til að ' verja byggðina. Kom fram, að jafrtvel þótt gerðir yrðu garðar þeir norðan og austan Reykjahlíðar, sem talað hefur verið um, mundu þeir aðeins bjarga Reykjahlíð og umhverfi, en aðrir hlutar sveitarinnar, svosem Vogarnir yrðu eftir sem áður óvarðir. Rétt er að geta þess, að sér- fræðingar Raunvísindastofnun arinnar eru einnig á þeirri skoðun, að ofannefnd rás fyr- ir hraunstrauminn mundi auka á hættu fyrir sveitina. Þessar hugmyndir eru eins- og draugur, sem sækir að okk- ur aftur og aftur og varnirnar við Kröflu virðast alltaf mið- ast við lítið gos rétt við Leir- hnjúk, þótt engin lifandi sála treysti sér í rauninni að segja fyrir um hvort gera eigi ráð fyrir gosi né hvernig það mundi þá hegða sér. — Erl. 75 rjúpur yfir daginn Rjúpnaveiði er nú í algleym- ingi hér norðanlands og fer misjöfnum sögum af aflanum. Frá Húsavík fréttum við af stærstu veiðinni til þessa: Kristbjörn Árnason, skipstjóri á aflaskipinu Sigurði, brá sér á fjall og fékk 75 rjúpur yfir daginn! Með þessu blaði hefst nýr kafli í útgáfusögu sósíalista á Norð urlándi. Blaðið NORÐUR- LAND hefur göngu sína og kemur í stað Alþýðubanda- lagsblaðsins. Lengi hefur staðið til að gera umtalsverðar breytingar á blaðaútgáfu Alþýðubanda- lagsins hér í kjördæminu. Gefa blaði þess nýtt og þjálla nafn, gera það fjölbreyttara og betra útlits en hið gamla var. í því skyni hefur verið keypt offset-prentvél. Því mið ur reyndist ekki fært að hefja prentun í hinni nýju vél nú þegar, þar sem enn er eftir að afla viðbótartækja er þarf til offsetprentunar. Það sem ræður mestu að einmitt núna er ráðist í um- ræddar breytingar, er að nú í haust gafst okkur kostur á að ráða að blaðinu nýjan rit- stjóra með mikla reynslu í blaðamannsstarfi. Hinn nýi ritstjóri, Vilborg Harðardótt- ir, hefur urn árabil verið blaða maður á Þjóðviljanum og rit- stýrði Sunnudagsblaði hans fyrst eftir að það kom út í breyttri mynd. Hún er 1. vara maður Alþýðubandalagsins á Alþingi, fyrir Reykjavík. Út- gáfustjórn býður Vilborgu vel komna til starfa og væntir góðs og árangursríks sam- starfs við hana. Reynslan af starfi ritnefnd ar við AB-blaðið hefur sann- að okkur ágæti þess fyrir- komulags. Við NORÐUR- LAND mun verða starfandi ritnefnd og sjá um stóran hluta af efni blaðsins. í rit- nefndinni eiga þessir' sæti: Helgi Guðmundsson, Þórir Steingrímsson, Böðvar Guð- mundsson, Soffía Guðmunds- dóttir og Þröstur Ásmundsson. Auk þess höfum við aflað okk ur samstarfsmanna á ýmsum, stöðum í kjördæminu og' Ótt- ar Einarsson í Kaupmanna- höfn og Þráinn Bertelsson í Stokkhólmi munu einnig leggja okkur lið. Af þessu sést að útgáfustjórn hefur þegar fengið til starfa við blaðið all stóran hóp fólks, sem að stað- aldri mun skrifa í það. En hvers konar blað verður þá NORÐURLAND? Við hugsum okkur að blaðið verði öflugt kjördæmisblað og flytji mikið af fréttum úr kjör dæminu. í því mun verða nokkuð af föstum Iiðum. Sum- ir teknir í arf frá AB-blaðinu eins og Pistill vikunnar. Við munum leggja áherslu á víð- tæka umfjöllun um ýmis þjóð mál eftir því sem kostur er. Norðurland verður ekki fréttablað á landsmælikvarða, nema að því ieyti sem við vilj um taka fréttir eða atburði til umfjöllunar. Von okkar er sú að þessi breyting mælist vel fyrir hjá lesendum, og að Norðurlandi takist að verða öflugur mál- svari alþýðustéttanna um langa framtíð. Útgáfustjórn.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.