Norðurland


Norðurland - 30.06.1977, Blaðsíða 1

Norðurland - 30.06.1977, Blaðsíða 1
NORÐURIAND Álverksmiðjur og útlend stóriðja 24. tölublaS fimmtudagur 30. júní 1977 2. árgangur Hugsjónir forstjóra byggðadeildar Á ráðstefnunni um norðlenska iðnþróun á Húsavík í lok aíð- ustu viku lýsti Bjarni Einars- son forstjóri byggðadeildar Framkvæmdastofnunarinnar og fv. bæjarstjóri Akureyrar yfir þeirri eindregnu skoðun sinni, að koma þyrfti upp þrem stóriðjuverum í sam- starfi við útlendinga í Norður landskjördæmi vestra og ál- verksmiðjum við Eyjafjörð og við Reyðarfjörð! Taldi Bjarni þetta nauðsyn legt til að byggja á orkudreif ingarkerfi um landið. Jafn- framt lýsti hann yfir, að hann teldi norðlendinga hafa hent slys í orkumálum þegar hætt var við að fullvirkja Laxá. Vöktu þessar yfirlýsingar byggðadeildarforstjórans at- hygli og umtal, en í álitum starfshópa var yfirleitt mælt gegn stóriðju. Ráðstefnan var haldin á veg um Fjórðungssambands Norð Framhald á bls. 6. Dalborgin siglir inn Dalvíkurhöfn. (Ljósm: Rögnvaldur Friðbjömsson.) Fullkominn rækjutogari bætist í flota Dalvlkur Vinnur úr aflanum á djúpmiðum Nýr togari dalvíkinga, B/v Dalborg EA 317, kom til heimahafnar sl. laugardags- kvöld og er þetta fyrsti ís- lenski togarinn sem sérstak- lcga er búinn til veiða og vinnslu á rækju. Mun togar- inn stunda rækjuveiðar á djúpslóð kringum landið og verður aflinn frystur um borð. Dalvíkingar tóku á móti togaranum með viðhöfn og héldu ræður við það tækifæri Valdimar Bragason bæjar- stjóri á Dalvfk og Jóhann Ant Tilkynnið þátttöku\ í Sumarhátíðinni á Breiðumýri Nú er aðeins rúm vika til Sumarhátíðar Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands kjördæmi eystra. Föstu- dagskvöldið 8. júlí munu að komast í bO með öðrum. Mótsgjaid verður 500 kr. fyrir fólk eldra en 15 ára. Eftirtaldir fulltrúar há- tiðarinnar taka á móti þátt onsson framkvæmdastj. Sölt- unarfélags Dalvíkur sem er eigandi togarans. Á sunnudag var togarinn sýndur almenn- ingi. Togarinn Dalborg er keypt ur frá Ítaiíu, þar sem hann var smíðaður 1971, en gerðar voru á honum nökkrar breyt- ingar nú í Danmöhku auk þess sem settur var nýr vinnslu- og frystibúnaður um borð. Togarinn er 278 brúttólestir að stærð, mesta lengd hans er 39.3 metrar og breidd 8 m og stærð frystilestar 235 fermetr- ar. f honum er 1000 ha Deutz aðalvél og tvær MWM hjálp- arvélar, 177 hö hvor, 3 Samifi kæliþjöppur, Norwinch tog- vinda, Décca ratsjár, Simrad dýptarmælar og vinnslubún- Framhald á bis. 6. Fyrsta heila úthaldsárið Fyrsta heila úthaldsári Snæ- fells EA 740 er nú lokið. Hef ur skipið reynst vel og allt gengið áfallalaust. Heildarafl- inn varð 2.586 tonn, og er það nökkuð yfir meðallag á Norð- urlandi. Aflinn fór svo til all- ur til frystihússin's í íHrísey, lítið eitt til frystihússins á Dalvík, og ein söluferð var farin til Klakksvíkur í Fær- eyjum. Aflaverðmæti var alls kr. 151.370.000.00 og háseta- hlutur um kr. 2.590.000.00. Snæfeliið við þryggju i Hrfsey Fresta gerð kjarasamn ings bæjarstarfsmanna Bæjarstjórn Akureyrar stað- festi á síðasta fundi sínum eftirfarandi bókun kjara- nefndar bæjarins um aðal- kjarasamninginn við Starfs- mannafélag bæjarins: Hlé verður gert á viðræð- um til undirbúnings nýjum að alkjarasamningi Starfsmanna félags Akureyrarbæjar og bæjarstjórnar Akureyrar. Við ræður hefjast þó að nýju ekki síðar en um miðjan ágúst nk. Vegna þess dráttar, sem verð- ur á samningsgerð, samþykkir kjaranefnd að kjarabætur, sem um verður samið í vænt- anlegum kjarasamningi (aðal kjarasamningur og sérsamn- ingur) verði greiddar frá 1. júlí 1977, eins og ef samning ur hefði verið undirritaður fyrir þann dag. 4% launahækkun, sbr. gild andi samninga verði greidd 1. júlí 1977 og hækkun verðlags uppbóta samkvæmt samningi uns nýr aðalkjarasamningur hefur verið undirritaður. þátttakendur slá upp tjöld' tökutilkynningum: um stnutn á hátíðarsvæð- Ólafsfirði: Björn Þór inu við Breiðumýri, á laug Ólafsson, simi 6-22-70. ardag verður ýmislegt til skemmtunar, svo sem gönguferð, leikir, íþróttir og skemmtiatriði sem fé- lögin i kjördæminu sjá um, en hátíðin stendur fram á sunnudag. Skipulag hátíð- arinnar miðast við að börn jafnt og fullorðnir geti not ið þess sem fram fer. Til að auðvelda undir- búning þarf fólk að til- kynna þátttöku sina hið fyrsta, og gefa upplýsingar um hvort það hefur laust bilpláss eða hvort það þarf Dalvík: Rafn Arnbjörns- son, sími 6-13-58. Akureyri: Skrifstofa AI- þýðubandalagsins, Vilborg eða Kristin, sími 2-18-75. Farið verður með rútu frá Akureyri. Húsavík: Kristján Páls- son, sími 4-11-39. S.-Þing.: Erlingur Sig- urðarson, Grænavatni, Mý vatnssveit. N.-Þing.: Angantýr Ein- arsson, Raufarhöfn, simi 5-11-25, Lnnið að stækkun sim- stöðvarinnar á Akureyri IMýJa hverfið kemst í samband í haust Þeir sem bíða eftir sima á Ak ureyri og höfðu pantað hann fyrir 1. júni sl. mega gera ráð fyrir að fá hann í haust, en aðrir verða að bíða þangað til næsta sumár, þegar stöðin verður stækkuð um 800 núm- er. Að sögn Gylfa Más Jóns- sonar tælknifræðings hjá sím- stöðinni á Akureyri er þegar farið að undirbúa þessa stækk en ómöguleet að segia un, hvenær hún kemst endanlega í gagnið. Verður að skipta verkinu í áfanga og gera ákveðnar breytingar á eldri stöðinni, sem nú er, áður en hægt er að ráðast í stækkun- ina. Miklar framkvæmdir eru framundan á þessu sumri, þám. lagning nýs stofnstrengs út í nýja hverfið í Glerér- þorpi og tenging Svalbarðs- strandar við sjálfvirka kerfið. Verða ein 30 númer á Sval- barðsströnd tengd við kerfiff í haust og á sama tíma eiga íbúar nýja hverfisins að fá sína síma svo og þeir aðrir akureyringar sem lagt höfðu inn pöntun á síma fyrir 1. júní þetta ár. Verða þetta alls eitthvað á annað hundrað númer, en síðan verður eng- inn möguleiki á fjölgun fyrr en aðalstækkunin hefur verið framkvapmH >istill um þjáðernisfræði-3. síða -Fréttirog myndir frá Raufarhöfn " opna og 8. stða y

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.