Norðurland


Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 1

Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 2. árgangur Fimmtudagur 29. september 1977______33. tölublað Hver öðlast Hjalteyrina? Borunum hætt við Grísará Aftur reynt við neðra vatns kerfið að Laugalandi Borunum eftir heitu vatni við' Grísará hefur nú verið hætt eftir „þriggja vikna stöðugt basl við hrun og laus jarðlög“ eins og Gunnar A. Sverrisson hitaveitu stjóri Akureyrar sagði í samtali við NORÐURLAND. Hefur gufuborinn Dofri nú verið fluttur að Laugalandi þar sem gera á næstu tilraun. Grétar Jónsson verkstjóri hjá Jarðborunum sagði á þriðju- dagskvöldið að verið væri að ljúka flutningi borsins og yrði hann nú settur upp rétt austan við prestsetrið á Laugalandi. Fimmtán manns vinna við Dofra á þrískiptum vöktum. Gunnar A. Sverrisson sagði að sjálfhætt hefði verið við Grís- ará og hefðu jarðfræðingar Orkustofnunar ráðlagt það. Um líkur á vatnsfundi við Laugaland sagði Gunnar að þær væru töluverðar en spurn- ingin væri hvernig komast mætti framhjá þeim lausu jarð- lögum sem alltaf eru að festa borinn og gera bormönnum lífið leitt. Nú er svo komið að það vatn sem fundist hefur samsvarar 60% af vatnsþörf Hitaveitu Ak- ureyrar. Við spurðum Gunnar hvort menn væru bjartsýnir á að Framhald á bls. 6. Mjölgeymsla síldarverksmiðjunnar á Hjalteyri sem brann. Aðeins lítill hluti hennar (um fjórðungur) var endurbyggður en auðvelt væri að byggja yfir þann hluta sem sést hér á myndinni. Ljósmynd Egill Bragason. r; Líkur á að sáttatillagan verði felld hjá BSRB Afstaða samninganefndar fær hvarvetna stuðning Glæsilegur fundur BSRB á Akureyri sl. föstudags- kvöld tók undir afstöðu samninganefndar banda- lagsins, sem lýst hefur yfir eindreginni andstöðu við tillögu sáttanefndar í kjara deilu BSRB og ríkisins og hvatt til að hún verði felld. Allsheijaratkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram sunnu daginn 2. og mánudaginn 3. október. Sáttatillagan gerir ráð fyrir litlu meiri launahækkun en til- boð ríkisins, sem vísað var á bug, eða 9-16% hækkun júlí- launa í stað 7,5% og engu meiri hækkun en ríkistilboðið í fjór- um neðstu launaflokkunum. Krafa BSRB um endurskoðun- arrétt og verkfallsrétt á samn- ingstímabilinu ef grundvelli vísi tölunnar er raskað er ekki tekin til greina og orlofslengingin sem bæjarstarfsmenn á Reykjanesi og víðar hafa samið um, þe. að laugardagar teljist ekki með, er ekki í sáttatillögunni. Tillagan gerir ráð fyrir hækk- un á nætur- og helgarvinnu- taxta, en ekki á almennu vaktaálagi. Vísitölubætur eru í tillögunni ráðgerðar í prósent- um, en ekki krónutölu, 1,5% 1. nóv., 3% 1. des. (þó ekki lægri en 5000 kr.), 3% 1. júní 1978,3% 1. sept. ’78 og 3% 1. júní 1979. Gert er ráð fyrir 30 þús. kr. viðbót á desemberlaun starfs- manna sem hafa náð 20 ára starfsaldri og styttingu kennslu- skyldu hjá kennurum í 1.-6. bekk grunnskóla um eina stund. Vel sóttir fundir Samninganefnd BSRB Qall- aði strax í síðustu viku um sáttatillöguna og hvatti til að hún yrði felld. en síðan voru haldnir fundir um helgina í N orðurlandskj ördæmunum báðum, á Austurlandi og á Vestfjörðum og nú í vikunni á Vestur- og Suðurlandi, í Reykja vík og nágrenni. Hafa fundirnar verið mjög vel sóttir og undirtektir við afstöðu samninganefndarinnar eindregnar, þannig að líkur benda til að tillagan verði felld. - Á fundinum á Akur- eyri, sem haldinn var á Varð- borg á föstudagskvöld komu á þriðja hundrað manns. Þangað komu frá stjórn BSRB Harald- ur Steinþórsson varaforseti bandalagsins, örlygur Geirsson form. stjórnarráðsstarfsmanna og Valgerður Jónsdóttir form. samninganefndar Hjúkrunarfé- lags íslands, en auk þeirra töluðu á fundinum Hörður Ólafsson kennari, Guðmundur Gunnarsson, Þorvaldur Jóns- son símamaður og Agnar Árna- son form. Starfsmannafélags Akureyrarbæjar. Voru ræðu- menn sammála um að fella bæri tillöguna, og var ríkjandi alger stuðningur við afstöðu samn- inganefndarinnar. Þeir Haraldur Steinþórsson og örlygur Geirsson skýrðu afstöðu samninganefndarinnar á BSRB fundum á Húsavík og Dalvík, sem einnig voru vel sóttir og einhugur ríkjandi. Um 80 manns komu á fundinn á Húsavík, en þar töluðu auk Haraldar Þorgerður Þórðar- dóttir og Þráinn Þorgeirsson og á Dalvíkurfundinn komu 25 frá Dalvík og Ólafsfirði, en þar töluðu auk þeirra tveggja Svan- hildur Björgvinsdóttir, Óttar Proppé og Jón Halldórsson. Kosið á sunnudag Allsherjaratkvæðagreiðslan um sáttatillöguna hefst kl. 2 á sunnudaginn og stendur þann dag og mánudag 3. okt. kl. 2-9 sd. Á Akureyri verður kosið í Oddeyrarskóla, á Dalvík og Ólafsfirði í skólunum þar, á Laugum í pósthúsinu, Húsavík í barnaskólanum, Kópaskeri á símstöðinni og á Raufarhöfn og Þórshöfn fer kosning fram í barnaskólunum. Mörg tilboð hafa borist í fyrrverandi eignir Kveldúlfs hf. á Hjalteyri sem Landsbanki íslands hefur haft umráðarétt yfir sl. 11 ár, sum tilboðin í allar eignirnar en önnur í einstakar eignir. Stefán Pétursson lögfræðing- ur fékk það verkefni að kynna sér tilboð og hagi þeirra sem að þeim standa og skilaði hann skýrslu um þau til bankaráðs. Hefur málið síðan verið „í at- hugun“. Nú hefur þó frést að banka- ráð muni fjalla um tilboðin í fyrramálið, föstudag, og verður þá væntanlega tekin afstaða til þess hverjum þrotabú Kveld- úlfs verður selt og til hvaða nota. Á meðan úrskurðar banka- ráðs er beðið geta menn stytt sér stundir við að kynna sér sögu Hjalteyrar og umsvifa athafna- manna þar á stað en í opnu NORÐURLANDS er í þessari viku að finna grein eftir ungan námsmann um það efni og er hún prýdd fjölda mynda sem hann tók. Fundur Alþýðu- bandalagsins Félagsfundur Alþýðubandalags ins á Akureyri, verður haldinn í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 13. okt. nk. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. Kosning fulltrúa á lands- fund AB. Félagsgjöld. Vetrarstarfið kynnt. Hvert er hlutverk lífeyrissjóð- anna? Jón Ingimarsson. Fyrirspurnir og umræður. Stjórnin. Frá fundi BSRB á Varðborg á Akureyri. Langar þig til Kína? Sértu heppinn áttu möguleika á því með miða í Happdrætti NORÐURLANDS. - Sjá síðu 8 Margir eru forvitnir um framtíð Hjalteyrar. Fortíðin er líka ahuga- verð. Um hana má sjá sitt hvað í opnu. Nýtt rækjustríð að hefjast? For- ráðamenn á Kópaskeri eru ómyrk- ir í máli í greinargerð. Sjá 3. síðu

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.