Norðurland


Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 2

Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 2
Hilmar Indriðason F. 4. júní 1931, d. 16. sept. 1977 Nokkur kveðjuorð „swing“-músík líður ekki úr minni, né gleðistundir þeirra ára, þegar teygað var stærst af bikar lífsgleðinnar. Þá unnum við í síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn og þágum margan greiðann á heimili hans og Birnu. Þar var alltaf glatt á hjalla, ekki síst fyrir kímni, spaugsemi og smitandi hlátur Hilmars. Æ síðan hélt hann við okkur vináttu og tryggð, meiri en við flesta óvandabundna. Hilmari var margt vel gefið, aflasæld og hreysti, félagslyndi og hjálpfýsi, en þó var honum varnað að njóta gengis í lífinu, sem efni stóðu til, vegna ofur- valds þess konungs sem leikur hirðmenn sína harðar en aðrir konnngar. Þar átti Hilmar við stóran vanda að stríða og stóð ekki réttur eftir. Því eru örlög hans og ævilok dapurleg. Frá- fall hans hlýtur að vera fjöl- skyldunni sársaukafullt. Hilm- ar var þannig í samskiptum við sína nánustu að margar og sterkar tilfinningar hlutu að vakna. Sárastur er missirinn kannski fyrir Helga litla, sem nú saknar hlýrrar föðurhandar, enda var Hilmar meö atbngð- um barngóður. Við vottum Birnu, börnun- um og öðrum ástvinum dýpstu samúð. f okkar huga ber hans bestu hliðar hæst. Ánægju- stund við bridgeborðið, sum- arnótt á handfærum og seiðandi harmonikkutónar rista djúpt í hafi endurminninganna við end uróm af gamansemi og glað- værð. Og aldan frá kjölfarinu hnígur ekki á stuttri mannsævi. Þökkum samfylgdina. Vertu sæll félagi. Angantýr og Óttar. AKUREYRARBÆR Heimilis- þjónusta Starfsfólk óskast til heimilisþjónustu frá 15. okt. eða 1. nóv. nk. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 5. október. Upplýsingar veitir Edda Bolladóttir í síma 21377. Á fögru haustkvöldi, í veðri eins og þau verða best og blíðust í september á Norðurlandi eru trillukarlarnir að koma að á Raufarhöfn. Þetta sinn vantar einn í hópinn. Báturinn er bundinn milli bryggjanna - ein mesta veiðiklóin er kólnuð, einn snjallasti fiskimaðurinn hefur drukknað í höfninni, örskammt undan fjörunni þar sem hann sleit barnsskónum. Við kynntumst Hilmari áung lingsárum okkar, óreyndir skólastrákar, hann var greind- ur, lífsglaður og lífsreyndur, hugarheimurinn nær ósnortinn af skóla og bókviti en því fyllri af straumum, stormum og lífi. Viðhorfin og lífernið voru langt frá allri hversdagsmennsku. Hann lék flestum betur á harmo nikku - kannski hefur enginn íslenskur harmonikkuleikari spilað fyrir margbreytilegri hóp á dansleikjum - það var undra- vert hvað stuttir og digrir sjómannsfingurnir voru liprir á hnappanikkunni og ekki voru útsetningarnar aldeilis af lakari endanum. Hans taktfasta FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR. Frá Hússtjórnarskóla Akureyrar Vetrarstarfsemin hefst 3. október með áður aug- lýstum námskeiðum. Auk þess verða námskeið í síldar- og fiskréttum og í haustverkum (þ.e. fryst- ingu, niðurlagningu og áleggsgerð) Upplýsingar í síma 1-11-99 milli klukkan 2-4. SKÓLASTJÓRI. ^ ■ ■ -- -------------------------- - - ■ að Víði Haldi einhver að hér á landi þrífist ekki pólitísk spilling umfram það sem gengur og gerist i auðvaldsheiminum í kring um okkur, þá ætti sá hinn sami að rifja upp mál, sem mjög var umtalað fyrir fáum árum síðan og kennt við Ármannsfell. Svo ætti hann að lesa ásakanirnar sem nýlega birtust í Dagblaðinu vegna kaupanna á Víðishúsinu, en þar er því haldið fram að viss hluti kaupverðsins eigi að renna beint í sjóði Sjálfstæðis- flokksins, þannig að seljandi hússins og Sjálfstæðisflokkur- inn skipti með sér mismun- inum á matsverði þess og söluverði. Þessar ásakanir eru að sjálfsögðu alvarlegri en svo, að hægt sé að afgreiða þær með neitandi svari frá þeim sem þær beinast að, einkum þó þegar þess er gætt að þeir Dag- blaðsmenn munu þekkja köngulóarvefi Sjálfstæðis- flokksins betur en gengur og gerist. Það eru engan veginn fullnægjandi endalok þessa máls þó að Dagblaðið gangi í sig af ótta við meiðyrðalög- gjöfina, því að eftir stendur sú staðrevnd að hússkrifli þetta var í júní sl. af innkaupa- stofnun ríkisins metið á 135 mkr. en er nú selt ríkinu á 259 mkr. Meira að segja gagn- rýndi landsþing ungra sjálf- stæðismanna þessi kaup; bragð er að þá barnið finnur. . Vegna þeirra sem e.t.v. hafa gleymt Ármannsfellsmálinu skal það hér rakið í stórum dráttum. Upphaf þess var þannig að á róstusömum fundi hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík var borgarstjórnar- forustan sökuð um að hafa veitt lóðir með hliðsjón af greiðslum manna í bygginga- sjóð Sjálfstæðisflokksins. I blaðaumræðum sem út af þessu spunnust kom fram að Ármannsfell hf. hafði þá ný- lega lagt í umræddan bygg- ingarsjóð verulega fjárupp- hæð, sem var margfallt hærri en árlegur hagnaður hluta- félagsins. En fyrirtækið hafði um sama leyti fengið leyfi fyrir mjög eftirsóttri lóð. Eftir mikil blaðaskrif tók Reykjavíkur- íhaldið þann kostinn að láta fara fram rannsókn. Sigur- jón Pétursson borgarráðsmað ur krafðist þess að rann- sóknin leiddi í ljós, hvort fylgni væri milli framlaga manna og fyrirtækja í bygg- ingarsjóðinn annarsvegar og fyrirgreiðsla þeirra sem þess- ir sömu aðilar fengu varðandi lóðaúthlutun í höfuðborginni hinsvegar. Þetta fékkst þó ekki kannað og þarmeð var hér aðeins um sýndarrannsókn að ræða. Nú eru u.þ.b. tvær vikur síðan einn nánasti vinur og samstarfsmaður Carters bandaríkjaforseta varð að segja af sér af þeim ástæðum að fjármál hans frá fyrri árum viftust eitthvað tortryggileg, og voru þó ásakanir þær sem hann var borinn ekki verri en svo að forsetinn sá sér fært að votta honum traust sitt við afsögnina. Það er sannarlega ástæða til að velta því fyrir sér, hvaða afleiðingar eitt Ármannsfells- mál eða eitt Víðismál myndi hafa í landi eins og Banda- ríkjunum, en það er al- varlegast af öllu að tvö svo keimlík mál skuli koma upp með svo stuttu millibili. Hver skyldi svo vera ástæðan fyrir því að við íslendingar höfum ekki ennþá fengið neitt voter- geit. J.H.J. Frá Ármannsfelli Slátursalan hafin! Opið frá kl. 9-18, virka daga Á laugardögum kl. 9-16 Sendum heim Slátrunum fylgja sviðnar lappir og sagaðir hausar. Nautakjöt, hálfir skrokkar, tilbúnir í frystikistuna. KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR Sími 2-13-38 og 2-12-04 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.