Norðurland


Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 5

Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 5
Þekktur var Óli P. Möller, en við hann var kennt Möllers- hús, byggt 1907. Alls átti Óli Qögur íbúðar- og geymsluhús á eyrinni auk bryggju og hafn- arréttinda. Bræðurnir. Ludvig og Víg- lundur Möller voru umsvifa- miklir kaupmenn sem komu einnig við sögu útgerðar hér við Eyjafjörð, t.d. átti Ludvig síld- arstöð í Hrísey. Fyrirtæki þeirra bræðra stóð fram á 4. áratug- inn Áhrif útlendinga Norðmenn stunduðu mikið síldveiðar hér í Eyjafirði á árunum 1880 til 1914. Útgerð hófu þeir þó fyrst árið 1906 frá Hjalteyri. Þar byggðu þeir hús og komu sér upp aðstöðu til að setja upp skip o.s.frv. Norð- menn höfðu þó lengi áður not- fært sér kosti eyrarinnar, og fyrr á öldum lágu Hollendingar stundum í vari við Hjalteyri. Útlendingar fara nú að láta mikið á sér bera á Hjalteyri. Þjóðverjar höfðu geysimikil umsvif á eyrinni um langt skeið. Þeir höfðu um tíma átta togara auk minni báta. Félag þeirra hét Nordsee. Þjóðverjarhurfueinn- rar ig rétt í upphafí fyrri heims- styrjaldar. Skotar og Svíar, sem höfðu um skeið gert út frá Hjalteyri hættu sinni útgerð um sama leyti og aðrir útlendingar, og varð þetta töluvert áfall fyrir íbúana á Hjalteyri. Thor Jensen kemur til sögunnar Ekki hætti útgerð þó með öllu við brottför útlendingana, því hinn þekkti útgerðarmað- ur Thor Jensen hafði flutt starf- semi sína til Hjalteyrar árið 1913. Með réttu má segja, að með þessu hafi örlög staðarins verið ráðin um langa framtíð. Thor Jensen var umdeildur maður á sinni tíð. Hann var einn af eigendum Milljóna- félagsins svonefnda, en eigend- ur þess voru flestir danskir. Fé]ag þetta fór á hausinn og þótti Thor komast vel frá því máli. Á Hjalteyri hugðist hann setja upp stóra útgerðarmið- stöð. Aðstaða til þess var öll hin besta, nema hvað húsakost vantaðh Úr því var þó fljótlega bætt. Á Hjalteyri hafði verið verslun eða verslanir allar götur síðan 1884, en þá hóf Gunnar Hjalteyri 1903. Teikning eftir Kristínu Jónsdóttur Antonssonar sem stundaði smíðar og útgerð frá Hjalteyri á síðari hluta 19. aldar. Hun varð sioar þekktur listmálari. Myndina fékk Norðurland lánaða hjá bróðurdóttur Krístinar, Ragnheiði Árnadóttur aðstoðarforstöðukonu Fjórðungssjúkrah. Einarsson verslunarrekstur (hann var sonur Einars Ás- mundssonar í Nesi). Einnig ráku Ásgeir Pétursson óg Snorri Jónsson timburmeistari verslun og útgerð frá Hjalteyri. Tímabilið 1913-1920 ein- kenndist af velsæld. Atvinna var geysileg og margt aðkomu- manna á sumrum. Mest var saltað 1916, 21.000 tunnur, og má það teljast með ólíkind- um. Thor Jensen og sonum hans varð því í upphafi ljóst hverja möguleika Hjalteyri hafði upp á að bjóða. Kveld- úlfur, Qölskyldufyrirtæki Thors aranna, blómgaðist mjög á þessum árum. fór þar saman sterk aðstaða í heimi fjármál- anna og kaupsýsluvit Thors Jensen og sona hans, sem allir störfuðu á einhvern hátt fyrir Kveldúlf. Mikil umsvif Uppbygging Hjalteyrar var að langmestu leyti Kveldúlfi að þakka. Félagið eignaðist eyr- ina árið 1924, og réð þar síðan lögum og lofum í 42 ár. f mest mun hafa vera ráðist þegar ákveðin var bygging 10.000 mála síldarverksmiðju árið 1936. Hafist var handa 1937 og var verksmiðjan tilbúin að mestu í júní á því ári. Þetta var einstakt afrek að koma verk- smiðjunni svo fljótt upp, enda var vinnuharka mikil. Var þetta þá jafnvel talin vera stærsta síldarverksmiðja í Evrópu. Kveldúlfur var stórskuldugur á þessum tíma, en verksmiðjan Framhald á bls. 6. Hér bjuggu „silkihúfurair“ eða yfirmenn hjá Kveidúlfl, flestir allt árið. Nýjustu húsin f brekkunni fyrir ofan eyrina. Sveinn S. Einarsson gerði skfpulagstillögu að Hjalteyri og var þar gert ráð fyrir nokkrum tugum húsa f brekkunni og fyrir ofan hana. Mjölgeymslur verksmiðjunnar. f húsinu lengst til hægri er Hjalteyrarplast hf. til húsa. Richardshús Thors, stærsta hús Hjalteyrar, byggt árið 1915.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.