Norðurland


Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 7

Norðurland - 29.09.1977, Blaðsíða 7
Hliðar- ráðstafanir með friðunar- aðgerðunum nauðsyn Sjávarútvegur, veiðar, og vinnsla er ein helsta undirstaða í atvinnulífí Norðlendinga, segir í ályktun Fjórðungsþings Norð- lendinga um sjávarútvegsmál, þar sem lýst er fylgi við ráðstaf- anir til verndar fískstofnunum, en jafnframt bent á að nauðsyn- legar séu sérstakar hliðarráðstaf anir til aðstoðar þeim byggðar- lögum þar sem friðunaraðgerð- ir hafa verulegar aflaskerðingar í för með sér. Verði um aflatakmarkanir almennt að ræða, þá skulu þær grundvallast á skiptingu milli skipa, veiðarfæra, staða ogtíma bila, segir ennfremur. Fjórð- ungsþingið metur starf Haf- rannsóknarstofnunar að vernd- un fiskimiðanna fyrir Norður- landi, en bendir á að ekki sé nóg að vernda uppeldisstöðvarnar fyrir Norðurlandi, og telur slíka fiskivernd ekki koma að gagni, nema fiskistofnunum sé tryggð vernd til að hrygna á aðal hrygningarstöðvunum, og að auka þurfi verndun fisks, áður en hrygning fer fram. Þá er lögð áhersla á nauðsyn þess að fella niður öll veiði- réttindi útlendinga í fiskveiði- landhelgi íslendinga, enda fisk- veiðifloti landsmanna nægilega stór til að nýta fískimiðin. Bent er á að samræma þurfi upp- byggingu í veiðum og vinnslu og beina fjármagni frá fjárfestingar sjóðum til þess. Hvatt er til að nýjar vinnslugreinar verði tekn- ar upp og áhersla lögð á að athugun verði gerð á hafnar- aðstöðu útgerðarstaðanna og uppbygging miðuð við þá skipa stærð sem nú er til að viðhalda traustu atvinnulífi á stöðunum. Ennfremur á uppbyggingu sam- göngukerfis til að samstarf útgerðarstaðanna um skiptingu hráefnis geti átt sér stað. Blístur hjálpar- kokkanna .... Jón Oddsson, kunnur skipstjóri og útgerðarmað- ur fortíðarinnar, segir frá því í ágœtri ævisögu sinni, að breskur skipstjóri fræddi hann á því, að þegar hann á unglingsárunum var hjálparkokkur á togara og átti að búa til kúrenubúðing til hátíða- brigðis, voru gerðar varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að hann gæti stungið upp í sig einni og einni kúrenu, og með þeim hætti aukið útgerðarkostnaðinn fram úr hófi. Hann varð að blístra látlaust meðan á matar- gerðinni stóð, og ef honum svelgdist á og þagnaði andartak, kallaði yfirboðarinn samstundis hastur í máli: „Blístraðu strákur, haltu áfram að blístra." íhaldsstjórnin, sem nú fer með völd á þjóðar- skútunni, hefur á að skipa mörgum hjálpar- kokkum við framleiðsluna á þeim búðingi, sem hún vill óð og uppvæg gera að íslenskum þjóðar- rétti, og hann samanstendur af óreiðu, skulda- söfnun, gengisfalli, vaxtaokri, dýrtíð, verðbólgu og skattpíningu. Og hjálparkokkarnir verða að blístra látlaust og lotulangt meðan á mallinu stendur. Þeir eiga að blístra háværan lofgerðaróð um gæði réttarins og yfirskilvitlega stjórnvisku veitendanna. Ef þá kynni að slá þögn eitt andartak og þeir færu nú að hugleiða aðekki muni þessi matargerð yfir alla gagnrýni hafin, og að einhverjar réttarbætur kynnu að gera þessa fæðu lystugri, þá er íhaldsforystan vel á verði og öskrar upp: „Blístraðu strákur." Og þá bregða forkólfar eftir Einar Kristjánsson framsóknar við, hart og títt og gerast bæði totu- og lotulangir. Og fleiri bregðast vel við. Einn „frjálslyndur og óháður" ritstjóri tók sig til og blístraði lofgerðar- ákall til neftrjónusprengjunnar bandarísku, sem að hans dómi virtist hafa gott eitt til að bera, en hefði orðið fyrir óréttmætu álasi. Menn hefðu verið að halda því fram, að hún gæti eytt öllu mannlífi í heilum borgum, þó að mannvirki stæðu öll eftir sem áður. Nei.það var nú ekki ætlunin að neitt illt leiddi af notkun þessa vopns, heldur átti til dæmis að nota hana á skriðdrekasveitir óvinanna, og það var gert af tómri hugulsemi og nærgætni, að vera ekki að skemma neitt skriðdrekana þeirra. Ritstjóranum fannst Ijótt að vera að ófrægja hluti sem gerðir væru í góðu skyni í þágu frelsis og lýðræðis. Og hann talaði um neftrjónusprengjuna með hlýlegri aðdáun, rétt eins og um væri að ræða „kínverja", sem krakkar sprengja að gamni sínu. Og ef upprennandi heimdellingar kynnu að hafa heyrt fagnaðarboðskapinn, má búast við að þeir segi sem svo við íhaldspabbana sína: „Pabbi, ég vil endilega að við fáum okkur neftrjónusprengju til að sprengja að gamni okkar á gamlaárskvöld." Og þá hefur frjálslyndi og óháði hjálparkokkur- inn sannarlega ekki blístrað til einskis. ek. Fjórðungsþing Norðlendinga: Auka verður atvinnu- val fyrir sveitafólk f ályktun Fjórðungsþings Norð lendinga um landbúnaðarmál er bent á þá þróun að stöðugt fækkar í sveitahreppum á Norð- urlandi og vakin athygli á að meginorsakir þessarar búsetu- röskunar eru fábrotið atvinnu- val í sveitum og lágar tekjur bænda. Hafa bændur aðeins fengið 2/3 þeirra tekna sem þeim ber lögum samkvæmt. miðað við hinar svokölluðu viðmiðunar- stéttir, segir í ályktuninni, og er Æskulýðsnetnd Alþýðubandalagsins Ráðstefna ungra Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins boðar unga sósíalista til landsráðstefnu á Akureyri dagana 8.-9. október n.k. Viðfangsefni ráðstefnunnar verður: 1) Málefni landsfundar Alþýðubandalagsins 2) Skipulagsmál ungra alþýðubandalagsmanna Nánari upplýsingar um ráðstefnuna verða veittarísíma 17500ÍReykjavíkog þar verður jafnframt tekið við þátttökutilkynningum. Látið skrá ykkur til þátttöku sem fyrst, svo hægt verði að senda gögn meðgóðum fyrirvara. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins ljóst, að með minnkandi mann- afla í sveitum stefnir óðfluga að því að byggðin grisjast svo mikið að ekki verður lengur félagslegur grundvöllur fyrir búsetu í mörgum sveitum. Víða í sveitum er fyrir hendi aðstaða fyrir atvinnustarfsemi og íbúðarhúsnæði fyrir fólk, sem vill starfa að öðrum at- vinnugreinum en landbúnaði, ýmist að öllu leyti eða sam- hliða búskap. Fjórðungsþingið leggur á það áherslu, að gerð sé víðtæk könn un á því, hvernig hægt sé að auka atvinnuval í sveitum til að tryggja búsetujafnvægi, eftir því sem aðstæður leyfa. Leggur þingið til að gerð sé á grundvelli þessarar könnunar, áætlun um atvinnumál sveitanna á vegum Framkvæmdastofnunar ríkis- ins í samráði við Stéttarsam- band bænda, búnaðarsamtökin og samtök sveitarfélaga. Því er beint til Framkvæmda- stofnunarinnar, Stéttasam- bandsins, Búnaðarfélagsins, Landnáms ríkisins og fram- ieiðslusamtaka landbúnaðarins að þessir aðilar taki upp sam- starf um könnun á gildi land- búnaðarins og í þjónustugrein- um við landbúnaðinn. Ennfrem ur er lögð áhersla á að tekið sé fullt tillit til landbúnaðar við mótun byggðastefnu. Nauðsynlegt er talið að koma á fót afleysingarþjónustu fyrir bændur svo bændastéttin geti notið orlofs eins og aðrar atvinnustéttir og skorað er á landbúnaðarráðherra að heim- ila Ræktunarfélagi Norður- lands að ráða héraðsráðunaut í garðyrkju. Listmunir og málverk Um næstu helgi, 1. og 2. október, efnir Kvenfélagið Framtíðin til sýningar á mál- verkum og listmunum í eigu félagskvenna að Möðruvöll- um (Menntaskóla Akureyrar) og verður hún opin kl. 2—10 eh. báða dagana. Auk þess sem þarna verður ýmislegt fallegt að sjá verður á boðstólum kaffi og heitar vöfflur, en allur ágóði rennur í elliheimilasjóð félagsins. Á meðfylgjandi mynd sést einn sýningargripanna, útskor inn tóbaksskápur eftir Jóhann Björnsson á Húsavík. Vatnsleiðsla að Krossanesi Samþykkt hefur verið af bæjar- yfírvöldum að verða loks við erindi sfldarverksmiðjunnar 1 Krossanesi og leggja þangað vatnsleiðslu, en um þetta var beðið þegar í október sl. ár. Á fundi í september ákvað vatns- veitustjórn framkvæmdir á þessu hausti, en áætlað kostn- aðarverð er kr. 6 /2 milljón kr. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.