Norðurland


Norðurland - 13.04.1978, Blaðsíða 1

Norðurland - 13.04.1978, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 3. árgangur Fimmtudagur 13. apríl 1978 13. tölublað Reitur til áskriftarmerkingar Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar í Eiðsvallagötu 18, sími 96-21875 Akureyri. Hvað verður gert 1. maí? Ekkert ákveðið en undirbúningur hefst bráðlega Nú fer óðum að líða að I. maí - alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsstéttarinnar. Af því tilefni sneri NORÐURLAND sér til Jóns Helgasonar for- manns Einingar ogspurði hann hvort eitthvað væri farið að huga að undirbúningi hátíðar- halda 1. maí. Jón sagði að svo væri ekki en hafði þó von um að eitthvað færi að gerast um helgina. Hann sagði að síðan fulltrúaráð verka lýðsfélaganna á Akureyri var lagt niður fyrir allmörgum árum hafi verið eilíf vandræði með skipulagningu 1. maí. Þau félög sem hér starfa eiga sér engan fastan samstarfsgrund- völl og því hefði gengið á ýmsu með þátttöku félaganna. Hann sagði að Eining hefði oft á undanförnum árum haft frum- kvæði um undirbúning og bjóst við að svo yrði einnig nú. Félagið hefði þó enn ekki til- nefnt fulltrúa í I. maí-nefnd og hann vissi ekki til þess að neitt annað félag hefði gert það. Vonandi taka félögin við sér fyrr en síðar því ekki er mikill Framhald á bls. 4. Hunangsilmur Annað kvöld, föstudagskvöld, frumsýnir Leikfélag Akureyr- ar enska leikritið Hunangsilm eftir Shelagh Delaney og verð - ur það fimmta frumsýning vetrarins hjá félaginu. Leik- stjóri er Jill Brooke Árnason en Ieikendur eru Kristín Á. Ólafsdóttir sem leikur ungu stúlkuna Jo, Sigurveig Jóns- dóttir sem leikur móður henn- ar, Helen, Aðalsteinn Berg- dal sem leikur Jimmie hör- undsblakkan sjómann sem gerir Jo barnshafandi, Þórir Steingrímsson sem leikur Pet- er, vin Helen, og Gestur E. Jónasson sem leikur kynvillt- an vin Jo. Leikmyndir eru verk Hallmundar Kristinsson- ar en Freygerður Magnúsdótt- ir sá um búninga sem allir eru samkvæmt tískunni annó 1958. Tónlistin er einnig af þeirri árgerð og verður henni komið á framfæri í nýjum hljómflutningstækjum sem Akureyrarbær hefur látiö koma upp í Samkomuhúsinu. Verða þau tekin í notkun á þessari sýningu. Á baksíðu greinir nánar frá þessari sýningu í viðtali sem blaðið átti við leikstjórann, Jill Brooke Árnason. Baráttusamkoma á Breiðumýri Eins og fram kom hér í NORÐ- URLANDI á sínum tíma hugð- ust herstöðvaandstæðingar í Suður-Þingeyjarsýslu efna til baráttusamkomu á Breiðumýri 30. mars sl., á árlegum baráttu- degi herstövaandstæðinga. Þá voru vegir flestir ófærir svo fresta varð samkomunni. Nú hefur verið ákveðið að halda þessa samkomu annað kvöld, föstudag, og hefst hún á Breiðumýri kl. 21. Aðalræðu kvöldsins flytur Vésteinn Óla- son lektor og fyrrverandi for- maður Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Einnig er von á Ása í Bæ ogjafnvel fleiri skemmtileg- um mönnum að sunnan. Hitinn og þunginn af samkomunni hvílir þó á herðum heimamanna sem hafa tekið saman ýmis dagskráratriði til fróðleiks og skemmtunar með það til hlið- sjónar að um baráttu er að ræða. r i i i i i i i i i i i L Kosningastarfið Svo sem flestum er kunnugl eru tvöfaldar kosningar í nártd, bæði til bœjar- og sveita stjórna og til alþingis. Tilþess að ná árangri íslíkum darrað- ardansi þarf að starfa vel og markvisst, enda er margvísleg- um blekkingum beitt af Itálfu andstœðinganna. Alþýðubandalagið á Akur- eyri hefur ákveðið að opna skrifstofu í Eiðsvallagötu 18, fundarsal, þar sem svarað verður fyrirspurnum, veittar upplýsingar um kjörskrá, tek - ið á móti fjárframlögum, sem jafnan hafa verið höfðinglega afhendi innt af kjósendum og stuðningsmönnum flokksins. Akveðið hefur verið aðskrif stofan verði opinfyrst um sinn þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 13-19, og laugardaga frá kl. 13-17. hafið Fólk er hvatl til að koma á skrifstofuna rilskrafs og ráða- gerða og til að leita upplýs- inga um kjörskrá, utankjör- staðakosningu og annað sem að kosningunum lýtur. Einnig skal bent á að sími skrifstof- unnar verður fyrst um sinn sá sami og NÓRÐURLANDS, þe. 21875, en í nœsta blaði verður birt símanúmer skrif- stofunnar sjálfrar. ÚtfLutningsbannið Verða Vestfirðir og Suðurnes með ? Samstaðan að öðru leyti alger Þessa dagana er útflutnings- bannið sem Verkamannasam- band íslands hvatti aðildarfélög sín til að boða að koma til fram- kvæmda þar sem félögin hafa orðið við hvatningunni. Alls hafa á þriðja tug félaga boðað útskipunarbann og tekur það til alls landsins nema Vestfjarða og Suðurnesja. Aðalástæða þess að félögin á Vestfjörðum eru ekki með er sú að Alþýðusamband Vestfjarða gerði sérsamninga við atvinnu- rekendur á sínu starfssvæði og eru þeir samningar að einhverju leyti frábrugðnir samningum heildarsamtakanna. Héldu Vest firðingar uppi samningavið- ræðum við atvinnurekendum þar til upp úr slitnaði nú í vikunni og ætluðu þeir að taka ákvörðun um þátttöku í að- gerðum VMSÍ á fundi í gær- kvöldi. Verra er hins vegar að ráða í hvað veldur tregðu Suðurnesja- manna. Karl Steinar Guðnason Varaformaður Verkamannasam bands íslandserhelsturforystu- maður verkalýðs á Suður- nesjum og hefur hann látið hal'a eftir sér að samþykki hans í stjórn VMSÍ við útflutnings- banninu hafi verið háð því að almenn samstaða næðist um að- gerðir allra aðildarfélaga ASÍ. Telur hann nú hafa komið í ljós að ekki sé vilji fyrir slíkri sam- stöðu og að Verkamannasam- bandinu einu sé ætlað að standa í slagnum. Ekki er þó fullljóst hvað Suðurnesjamenn gera því í gærkvöldi ætluðu þeir að halda lokafund um málið. Gæti því svo farið að þeir yrðu með eftir allt. fhaldinu í landinu stendur greinilega mikil ógn af þessum aðgerðum verkalýðsins og hafa tveir þingmenn haft eftirminni- leg afskipti af deilunni. Pétur Sigurðsson beitti fyrir sig hlaupastrákum sínum í stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur eina víginu sem hann á eftir í verkalýðshreyfingunni og lét þá samþykkja ályktun þar sem þeir mótmæla harðlega þeim sjálfsögðu ráðstöfunum VMSÍ að biðja erlenda stéttar- bræður sína að afgreiða ekki ís- lensk fiskiskip meðan á útflutn- ingsbanninu stendur. Stóð ekki á Morgunblaðinu að breiða þessa frétt út yfir útsíður sínar. Þá sýndi Albert Guðmunds- son af sér þann einstæða skiln- ing á lýðræði að bera fram á al- þingi tillögu um að svipta verka lýðshreyfinguna verkfallsrétt- inum og setja kjaramál hennar í gerðardóm. Er langt síðan málsvarar auðstéttarinnar hafa haft kjark til að bera þennan óskadraum sinn upp á alþingi. í leiðara NORÐURLANDS er að þessu sinni fjallað um að- gerðir verkalýðshreyfingarinn- ar. Sjá bls. 2. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Starfið framundan: í Eiðsvallagötu 18: Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 17. apríl kl. 21.00. Umræðuefni: Atvinnumál. Allir félagar ABA eiga rétt til fundarsetu. Félagsfundur þriðjudaginn 18. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Skipulagsmál Akureyrar Framsögumaður: Svanur Eiríksson arkitekt. Fyrirspurnir og umræður. 3. Onnur mál. Opið hús sunnudaginn 23. apríl milli kl. 15 og 18. Þá gefst félögum gott tækifæri til að skoða nýfullgerðan sal félagsins og rabba saman yfir góðum kaffiveitingum sem verða til sölu. Einnig má öúast við flutningi stuttrar dagskrár. ^ Olgeir Lútersson fjall- Pistillinn er að þessu ar um eignarráð bænda sinni um ,,tunguna í tím yfir jörðum sínum. Sjá ans straumi“ - Sjá bls. 5 bls. 2. W? Margvíslegar eru próf- kjörsraunir lýðræðis- postulanna - Sjá bls. 6.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.