Norðurland - 13.04.1978, Blaðsíða 3
m
Eiríhur Smith í Háhóli
Um síðustu helgi opnaði Ei-
ríkur Smithjistmálari sýningu
á verkum sínum í Gallery
Háhóli á Akureyri. Þar sýnir
hann 28 olíumyndir og 10
vatnslitamyndir sem hann
hefur málað á sl. tveimur
árum.
Eiríkur Smith er Akureyr-
ingum að góðu kunnur. Hann
hefur haldið Qölda einkasýn-
inga, þá síðustu að Kjarvals-
stöðum fyrir tveimur árum, og
einnig tekið þátt í samsýning-
um hér heima og erlendis.
Þessa sýningu kveðst hann
hafa gert sérstaklega með
Akureyri og Gallery Háhól í
huga.
Sýning Eiríks stendur fram
á sunnudagskvöld og er hún
opin í kvöld og annað kvöld
frá kl. 20-22 en á laugardag og
sunnudag kl. 15-22. Allar
myndirnar á sýningunni eru til
sölu.
Frá „Tónlistardögum í maí“ í fyrra.
Tónlistardagar í maí
Dagana 12.-14. maí næstkom-
andi halda Passíukórinn á Ak-
ureyri, Lúðrasveit Akureyrar
og Tónlistarfélag Akureyrar
þriggja daga tónlistarhátíð í
Iþróttaskemmunni á Akureyri.
Hátíðin hefur hlotið nafnið
TÓNLISTARDAGAR í MAÍ
1978. Þetta er í annað sinn sem
haldnir eru Tónlistardagar með
þessu sniði.
Hugmyndina um tónlistar-
hátíð af þessu tagi má meðal
annars rekja til árlegra vor-
tónleika Passíukórsins á Akur-
eyri. Þar hefur kórinn flutt
kirkjuleg tónverk og mun vera
eini kórinn utan Reykjavíkur
sem reglulega hefur flutt slík
verk. í Reykjavík hafa Pólýfón-
kórinn og Fílharmóníukórinn
einkum gert skil þessu sviði
tónlistar.
Forgöngumenn Passíukórs-
ins létu sér koma til hugar að í
tengslum við vortónleikana
mætti koma á frekara tónleika-
haldi. Leiddi það til þess að í
samvinnu við Tónlistarfélag
Akureyrar var efnt til Tón-
listardaga í maí 1977. Það var
þriggja daga hátíð sem hófst
með einsöngvaratónleikum. Því
næst voru tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, sem ekki
hafði komið til Akureyrar um
árabil. Hátíðinni lauk með
tónleikum Passíukórsins ogvar
þar flutt óratórían Messías eftir
G.F. Handel. Þetta var 1 fyrsta
sinn - og hið eina til þessa -sem
þetta stórvirki tónlistarinnar
var flutt í fullri lengd hér á landi.
Aðsókn að öllum tónleik-
unum var afar góð og undir-
tektir með slíkum ágætum að
ákveðið var að freista þess að
gera Tónlistardaga að reglu-
bundnum árlegum viðburði.
1 þetta sinn hefur Lúðrasveit
Akureyrar bæst í hóp aðstand-
enda Tónlistardaga og auk þess
munu félagar úr öllum söng-
kórum á Akureyri taka þátt í
flutningi eins verkanna á Tón-
listardögum nú.
Nánar verður greint frá til-
högun og dagskrá tónlistar-
daganna síðar hér í blaðinu.
Söngsveit
Hlíðarbæjar
skemmtir í Hlíðarbœ
á laugardag
Á laugardaginn kemur, þann
15. aprfl, heldur Söngsveit
Hlíðarbæjar söngskemmtun og
fer hún að sjálfsögðu fram í
félagsheimilinu Hlíðarbæ.
Stjórnandi sveitarinnar er Sig-
urður Demetz Fransson en
undirleikarar eru Thomas Jack
man á píanó og Leó Torfason
og Jóhann Möller sem leika á
gítara.
Á efnisskrá skemmtunarinn-
ar eru ýmis lög innlend og
erlend, þám. þjóðlög, negra-
sálmar og lög eftir þá Emil
Thoroddsen og Pál ísólfsson.
Söngsveit þessi er ættuð úr
Glæsibæjarhreppi og eiga allir
félagar hans ættir að rekja
þangað þótt sumir séu fluttir
inn til Akureyrar. Var sveitin
stofnuð fyrir þremur árum með
það markmið í huga að efla tón-
listarlíf í hreppnum og þar með
almennt félagslíf. Er jiað mál
Framhald á bls. 4
Gerist áskrifendur [
að NORDURLANDI {
Það borgar sig því blaðið fæst ekkert alltof víða
í lausasölu. Áskriftargjaldið er nú kr. 1.500 £
fyrir hálft árið (rúmlega 20 tölublöð). Fyllið út
reitinn hér að neðan og sendið hann til NORÐ-
URLANDS, Box 492, 602 Akureyri.
Nafn ...
Póstfang
Einnig er hægt að hringja í síma 96-21875 og
biðja um áskrift að blaðinu.
VORSALA
Vorsala á skíðavörum
10.-15. apríl.
10-40% afsláttur.
Skíði, skór, fatnaður, stafir.
Nú er rétti tíminn til að gera góð kaup.
SPORTHÚSIÐ HF.
Söngskemmtun
Söngsveit Hlíðarbæjar heldur söngskemmtun í
Hlíðarbæ laugardaginn 1 5. apríl kl. 21. Fjölbreytt
efnisskrá.
Stjórnandi: Sigurður D. Fransson.
Undirleikarar: Thomas Jackman, píanó, Leó
Torfason, gítar og Jóhann Möller, gítar.
Söngsveit Hlíðarbæjar.
^\kureyringar, NorðlendingaT?®
Nýjar vörur daglega.
Verslið ódýrt.
Verslið á vörumarkaðsverði.
12-14% afsláttur.
NÝ KOSTABOÐ VIKULEGA.
Leyfit. verð Okkar verð
I
Suðusúkkulaði 295 250
Bl. ávextir, heildós 763 490
Serla W.C. 2 rúllur 168 140
Kaffi 2340 2100
Ölgerðarefni, 6 nýjar tegundir
10% afsláttur þessa viku.
Ferskir ávextir í glæsilegu úrvali
Plómur, perur, grape, vínber, 2 tegundir,
appelsínur, 2 teg., epli, 3 teg. melónur
sítrónur, kókoshnetur, ananas.
Grænmeti:
Laukur, hvítkál, gulrófur, gulrætur, salat,
paprika, gúrkur og tómatar.
SENDUM HEIM.
Vörumarkaður, Skipagötu 6
Sími 21889 - 11094
NORÐURLAND- 3