Norðurland - 19.04.1978, Side 1
NORÐURIAND
3. árgangur Miðvikudagur 19. apríl 1978 14. tbl.
Reitur til áskriftarmerkingar
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar
í Eiðsvallagötu 18, sími 96-21875
Ólafsfjörður:
Listi
vinstri
manna
birtur
Vinstrimenn í Ólafsfirði hafa nú
birt framboðslista sinn til bæj-
arstjórnarkosninga og er hann
þannig skipaður:
1. Ármann Þórðarson útibús-
stjóri.
2. Björn Þór Ólafsson kennari
3. Sigurður Jóhannsson hús-
vörður.
4. Gunnar Jóhannsson bóndi.
5. Stefán B. Ólafsson múrara-
meistari.
6. Bragi Halldórsson verka-
maður.
7. Ríkharður Sigurðsson
verkamaður.
8. Guðbjörn Arngrímsson
verkamaður.
9. Sumarrós Helgadóttir hús-
móðir.
10. Gísli Friðfinnsson sjó-
maður.
11. Jónína Óskarsdóttir starfs-
maður Einingar.
12. Sveinn Jóhannsson versl-
unarmaður.
13. Ásgrímur Gunnarsson
verkamaður.
14. Björn Stefánsson fyrrver-
andi skólastjóri.
Þess má geta að í kosningun-
um árið 1974 felldu vinstrimenn
stjórn fhaldsins á málefnum
bæjarins eftir 29 ára valdasetu
þess.
Rauðinúpur á strandstað.
Raufarhöfn
- Ég get hoppað upp á húsþak ef ég vil, sagði þessl ungi helra-
maður sem var að róla sér á leik vellinum Iðavelli þegar blaða-
maður leit þar við í leit að efni í sumarmynd. Hann var boru-
brattur í vorsólinni þessi Eyrarpolli og eflaust hefur hann
viljað segja við lesendur blaðsins
Gleðilegt sumar!
MIKIÐ AFALL
Rauðinúpur frá veiðum í þrjá mánuði
Raufarhöfn 18/4 - Togarinn
Rauðinúpur landaði hér síðast
180 tonnum og er það ein af
hans bestu veiðiferðum. Mið-
vikudaginn 12. apríl lagði hann
af stað snemma morguns í blíð-
skaparveðri í næstu veiðiför, en
er hann var rétt í hafnarmynn-
inu bilaði, að því talið er, ljósa-
vél skipsins og voru öll stjórn-
tæki þess óvirk. Skipti engum
togum að skipið rak upp í fjöru
rétt við mynni Deildarár án þess
að skipverjar gætu nokkuð að
gert.
Togarinn Sléttbakur frá
Akureyri kom á strandstað um
tvöleytið um daginn og gerði
hann tilraun til að draga
Rauðanúp á flot á flóðinu kl.
hálfþrjú en sú tilraun mistókst.
Varðskip var komið á vettvang
fyrir næsta flóð og tókst þá
báðum skipunum að ná Rauða-
núpi á flot.
Skipið er mikið skemmt,
botninn dældaður og rifinn á
amk. þremur stöðum. Dráttar-
báturinn Goðinn dró Rauða-
núp til Reykjavíkur en þar
verður skorið úr því hvert á að
senda togarann til viðgerðar en
vafamál er hvort hægt verður að
gera við hann hérlendis.
Þetta er gífurlegt áfall fyrir
Raufarhafnarbúa þar sem tog-
arinn aflar hráefnis fyrir stærsta
atvinnufyrirtækið hér. Má þar
nefna að frá áramótum hefur
hann landað hér rúmlega 800
tonnum af fiski til vinnslu í
frystihúsinu og landar hér að
meðaltali 90% þess afla sem
kemur til vinnslu þar.
Nú vinna uþb. 80 manns hjá
Jökli hf. sem rekur bæði togar-
ann og frystihúsið. Við þessu
fólki blasir nú atvinnuleysi ef
ekki rætist úr. Þýðing þessa
fyrirtækis fyrir atvinnulíf bæjar
ins sést á því að þorpsbúar eru
um 500 talsins þannig að nærri
lætur að þriðji hver verkfær
maður vinni hjá Jökli.
Ekki hefur endanlega verið
tekin ákvörðun um hvað gera
skal meðan togarinn er í viðgerð
en hreppsnefnd Raufarhafnar
ásamt stjórn Jökuls hf. hafa til
athugunar að fá annað hvort
leigt skip eða fá togara frá
öðrum stöðum til að leggja upp
hér. Líney.
Mannleg mistök
ollu óháppinu á Isafirði
þegar flugvél frá Flugfé-
lagi Norðurlands magalenti
Á laugardaginn hlekktist einni
af vélum Flugfélags Norður-
lands á í lendingu á Isafjarðar-
flugvelli er hún magalenti á
vellinum. Vélin er fimm sæta af
gerðinni Piper Aztec. Flugmað-
urinn var einn í vélinni og sak-
aði hann ekki.
Sigurður Aðalsteinsson fram
kvæmdastjóri Flugfélags Norð-
urlands sagði í viðtali við blaðið
í gær að komið væri í ljós hvað
hefði valdið óhappinu. Var það
sú yfirsjón flugmannsins að
gleyma að setja niður hjólin.
- Það má segja að aðstæður
hafi verið nokkuð óeðlilegar,
sagði Sigurður. Flugmaðurinn
var búinn að taka lokastefnu
inn á flugbrautina og ætlaði að
lenda inn fjörðinn þegar flug-
turninn kallaði í hann og spurði
hvort hann vildi ekki heldur
fara inn fyrir og lenda úr gagn-
stæðri átt. Það var logn og
skipti því engu hvorum megin
lent var en aurbleyta var á vell-
inum, einkum þar sem brautin
veit út í fjörðinn, svo flugstjórn-
armenn töldu þægilegra að
lenda hinum megin.
Þegar flugturninn kallaði var
flugmaðurinn kominn með
höndina á handfangið ogætlaði
að setja niður hjólin en færði
hana burtu til að taka talstöð-
ina. Hann fór svo að ráðum
flugstjórnarmanna og flaug inn
fyrir og svo virðist sem hann
hafi talið sig vera búmn að setja
niður hjólin. Hann flaug inn yfir
brautina af nokkrum krafti og
því fór aðvörunarbjalla við
hjólabúnaðinn ekki í gang fyrr
en of seint. Hún fer ekki í gang
fyrr en dregið er úr hraðanum.
- Er vélin mikið skemmd?
- Nei, hún er eins lítið
skemmd og hægt er að hugsa
sér. Vélin sjálf var öll á lofti
þannig að vængir, skrokkur og
stél eru með öllu óskemmd.
Hins vegar eru skrúfublöðin
ónýt en þótt mótorarnir hafi
orðið fyrir nokkru höggi virðast
þeir ekki hafa skemmst.
- Hvað tekur viðgerð langan
tíma?
- Ætli hún taki ekki svona
þrjár vikur, við eigum ekki alla
varahluti sem vantar.
- Kemur þetta óhapp ekki
niður á starfsemi félagsins?
- Það kemur ekki beinlínis
niður á fluginu. Þessi vél hefur
einkum verið notuð í sjúkraflug
og áætlunarflug á minnstu stað-
ina. Þetta óhapp hefur þær af-
leiðingar að við verðum að nota
stærri vélarnar í þessi flug og
það er að sjálfsögðu óhagkvæm
ara, sagði Sigurður að lokum.
Flugfélag Norðurlands á auk
vélarinnar sem hlekktist á eina
níu sæta vél og eina 19 sæta, en í
júní á félagið von á nýrri vél sem
tekur nítján farþega.
OPIÐ HÖS
í Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn 23. apríl milli kl. 15
og 18.
Þá gefst félögum gott tækifæri til aö skoða nýfullgerðan sal
félagsins og rabba saman yfir góðum kaff iveitingum sem verða
til sölu. Einnig má bóast við flutningi stuttrar dagskrár.
ABA
Stefnuyfirlýsing
f bæjarmálum
birtist í dag og næstu blöðum
Að undanförnu hefur bœjar-
málaráð Alþýðubandalags-
ins á Akureyri unnið að
mótun stefnuyfirlýsingar
fokksins fyrir bæjarstjórnar
kosningar hér í bœ. íhenni er
fjallað um hin ýmsu starfs-
svið bœjarstjórnar og tíund-
uð stefna flokksins i hverju
máli fyrir sig.
NORÐURLAND mun
birta stefnuyflrlýsinguna i
þessu blaði ogþeim nœstu og
verður fjallað um 1-2 mála-
flokka i hverju blaði. ídager
fyrsti hlutinn birtur ogerþar
Jjallað um félagsmál og jafn-
réttismál.
Sjá bla. 3
Soffla Guðmundsdóttir Pistillinn fjallar um fram- ■Jf Fjölsóttur baráttufundur á
skrifar leikdóm um Hun- boðslista allra stétta á Ak- Breiðumýri - Sjá frásögn á
angsilm - Sjá opnu ureyri - Sjá bls. 7 baksíðu