Norðurland


Norðurland - 19.04.1978, Blaðsíða 8

Norðurland - 19.04.1978, Blaðsíða 8
MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST í NORÐURLANDSKJÖR- ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 - Miðvikudagur 19. apríl 1978 li?[l]i<»H]«Wi?li AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - r Fjölsótt baráttusamkoma herstöðvaandstæðinga í S.-Þing. á Breiðumýri í Reykjadal Á föstudaginn var efndu her- maður kvöldsins en komst stöðvaandstæðingar í Suður- Þingeyjarsýslu til baráttusam- komu á Breiðumýri í Reykja- dal. Var samkoman fjölsótt, nær því húsfyllir, og tókst hið besta. Létu Þingeyingar það ekkert á sig fá þótt boðaða ræðumenn og skemmtikrafta að sunnan vantaði vegna ófærðar og samgönguleysis. Fundarstjóri var Sigurður Rúnar Ragnarsson og setti hann fund en gaf að því loknu Tryggva Stefánssyni bónda á Hallgeirsstöðum í Fnjóskadal orðið. Tryggvi las upp ræðu nafna síns Gíslasonar skóla- meistara sem hann flutti á samkomu herstöðvaandstæð- inga í Háskólabíói 30. mars sl. Var gripið til þess ráðs í fjar- | veru Vésteins Olasonar lektors j sem átti að vera aðalræðu- L_____________________________ ekki. Einnig las Tryggvi upp ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, Jakobínu Sigurðardóttur og Guðmund Böðvarsson. Að upplestri Tryggva lokn- um tróð upp hópur sem söng vísur um VL-inga eftir Þórarin Eldjárn en jafnframt var brugðið upp skopmyndum af þeim sömu herrum. Starri í Garði las upp bréf sem Þór- bergur skrifaði eitt sinn vini sínum vestur-íslenskum. Þá var samlestur á kafla úr Dægurvísu eftir Jakobínu Sig- urðardóttur þar sem greinir frá viðbrögðum fólks við málaleitan manns sem er að safna undirskriftum gegn her í landi. Einar Kristjánsson rithöf- undur flutti gamanmál en síðan tóku þeir Einar og Samkomuhúsið á Breiðumýri. Garðar í Lautum nokkur lög á fiðlu og harmonikku. Þá las Böðvar Jónsson á Gautlönd- um ævintýri eftir Jónas Hall- grímsson sem nefnist Stúlkan í turninum. Loks var almennur fjöldasöngur. í lok fundarins var borin upp ályktun og var hún sam- þykkt einum rómi. Verður hún birt í næsta tölublaði NORÐURLANDS ásamt myndum frá samkomunni á Breiðumýri. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I J HÚNAVAKA f dag, miðvikudaginn 19. apríl, hefst Húnavaka og fer hún fram í félagsheimilinu á Blönduósi. Stendur vakan fram á mánu- dagskvöld og verður dansað á hverju kvöldi við undirleik hljómsveitarinnar Alfa beta. Húnavaka hefst kl. 20.30 í kvöld með Húsbændavöku Ung mennasambands Austur-Hún- vetninga. Meðal efnis á henni verður erindi sem Friðfinnur Ólafsson forstjóri Háskólabíós flytur, söngur, leikþáttur, lúðra blástur, hagyrðingaþáttur, eftir hermur ofl. Á morgun, sumardaginn fyrsta, hefst Húnavakan kl. 14 með sumarskemmtun barna- skólans á Blönduósi en kl. 16 verður opnuð sýning á málverk- um Bryndísar Þórarinsdóttur í Þórsmörk á efri hæð félags- heimilisins. Einnig verður kynn ing á verkum Magnúsar Ingólfs sonar sem málar platta og skálar með norskri munstur- gerð. Sýning Bryndísar verður opin fram á sunnudag kl. 14-22 daglega en á fimmtudag verður aðgangur að henni ókeypis. Kl. 17 á sumardaginn fyrsta verður sýnd músíkmyndin ABBA en kl. 21 frumsýnir Leikfélag Blönduóss bandaríska gaman- leikinn Yfirmáta, ofurheitt eftir Murray Schisgal. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson en leik- endur Jóhanna Ágústsdóttir, Sturla Þórðarson og Þórhallur Kórsöngur að Laugum íþróttahúsið reyndist vel Hinn glæsilegi salur í íþrótta- húsinu að Laugum hefur verið mikið notaður í vetur til alls- konar íþróttakeppni milli skóla hér norðanlands. Og úrslita- keppni í landsmóti barnaskóla (grunnskóla) og framhalds- skóla í blaki fór þar fram og stóð í tvo daga. En líklega hefur salurinn þó fengið vígslu sína sem alhliða samkomusalur þann 9. apríl þegar Kirkjukórasamband Suður-Þingeyjarsýslu hafði þar söngmót til að minnast 70 ára afmælis Páls H. Jónssonar fyrr- verandi söngkennara að Laug- um en það var 5. apríl sl. Páll er alþekktur fyrir rit- störf en þó fyrst og fremst fyrir störf að söngmálum í sveit sinni, Reykjadal, og héraðinu öllu og þarf þar ekki mörg orð um. Auk þess er hann landsþekktur sem tónskáld. Það var því mjög við hæfi að Kirkjukórasambandið hélt þetta söngmót til að heiðra Pál og votta honum þakkir fyrir langt og gifturíkt starf að söng- málum í héraðinu. Þetta söngmót fór fram með glæsibrag. Þarna komu fram átta kórar, þar af einn samein- aður úr tveimur sóknakórum svo raunar voru þarna kórar úr níu sóknum. Söng hver kór þrjú lög og síðan allir kórarnir sam- an þrjú lög. Söngnum lauk með því að samkórinn söng þjóð- sönginn undir stjórn séra Frið- riks A. Friðrikssonar. Hér verður engin tilraun gerð til að dæma um frammistöðu einstakra kóra eða sameinaða kórsins. En heildaráhrifin urðu þau að manni fannst að maður hefði verið við hátíð sem lyfti huganum og snart mann svo að seint fyrnist. Og það gleðilega kom í ljós að íþróttasalurinn reyndist frábær söngsalur svo leitun mun að öðrum betri en það höfðu menn óttast að ekki yrði þar sem hann er teiknaður sem íþróttasalur en ekki sönghöll. Nú hefur salurinn staðist prófið sem frábær söngsalur. Gaman væri að heyra Sinfóníu- hljómsveit íslands leika þar. Vonandi fer hún ekki framhjá næst þegar hún á leið um. Glúmur. Jósepsson. Fjallar leikurinn á gamansaman hátt um hjóna- bandið, ástina og kynlífið í nú- tíma þjóðfélagi. Föstudaginn 21. apríl verður kvikmyndin King Kongsýnd kl. 17 en kl. 21 verður söng- skemmtun. Þarskemmtir karla- kórinn Vökumenn með söng, leikþætti ofl. Laugardaginn 22. apríl verð- ur önnur sýning á Yfirmáta, ofurheitt kl. 17 en kl. 20 verður sýnd kvikmyndin Logandi víti. Leikfélag Akureyrar leggur svo undir sig sunnudaginn. Þá verður Qölskylduleikritið Galdraland eftir Baldur Georgs sýnt um daginn og einnig kemur brúðan Konni fram. Kl. 20.30 verður svo sýning á enska leik- ritinu Alfa beta eftir E. A. Whitehead en leikendur í því eru Erlingur Gíslason og Sigur- veig Jónsdóttir. Kl. 20 á mánudagskvöld verður þriðja sýning á Yfirmáta ofurheitt en kl. 21.30 verður unglingadansleikur. Þar verða veitt verðlaun í skólakeppni USAH. Og þar með lýkur Húnavöku. Skógrœkt í 100 ár Um næstu helgi efnir Skóg- ræktarfélag Eyjafjarðar til sýn- ingar í Dynheimum á Akureyri. Er það veggspjaldasýning sem sýnir í máli og myndum þróun skógræktar á íslandi fram til þessa dags. Sýning þessi er gerð fyrir atbeina Skógræktarfélags ís- lands og var hún sett upp í Nor- ræna húsinu dagana 6.-9. þessa mánaðar. Sýnir hún þróun skógræktar hér á landi sl. 100 ár eða svo en nú er uþb. öld liðin frá því fyrst varð vart viðleitni til að klæða landið skógi á ný. Auk þessarar sýningar er fyrirhugað að sýna litskyggnur frá skógrækt í Eyjafirði og gefst mönnum jafnvel kostur á að bera saman ástandið fyrr og nú og meta árangur skógræktar- starfsins. Við opnun sýningarinnar kl. 15.30 á laugardag mun Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri flytja erindi. Sýningin verður opin til kl. 22 á laugardag og á sunnudag kl. 14-22. Frá kösninga- í skrifstofunni | Nú liggur frammi á skrifstofunni í Eiðsvallagötu 18 | kjörskrá Akureyrarkaupstaðar vegna þeirra kosn- j inga sem framundan eru. Það er mikilvægt að þeir | sem eru í vafa um hvort þeir eru á kjörskrá hafi sam- J band við skrifstofuna hið allra fyrsta þar sem kæru- j frestur vegna bæjarstjórnarkosninganna rennur út J þann 6. maí næstkomandi. Kosningasjóður hefur verið stotnaður og hafa ■ þegar borist nokkur framlög í hann. Þeim sem áhuga S hafa á að styrkja sjóð þennan er bent á að snúa sértil j skrifstofúnnar eða leggja beint inn á ávísanareikning i sjóðsins nr. 8979-4 í Búnaðarbanka íslands á J Akureyri. Skrifstofan mun veita móttöku árgjöldum til j Alþýðubandalagsfélags Akureyrar og er félagsfólk j eindregið hvatt til þess að gera hreint fyrir sínum J dyrum í þeim efnum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. j Kosningaskrifstofan er opin fyrst um sinn alla þriðju- j daga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 13-19 og laugar- j daga frá kl. 13-17. SfM|NN ER: 2-17-04. j Græn- jaxlar sýndir á Akur- eyri í nœstu viku Menntaskólanemendur á .Akureyri geta ekki kvart- að undan skort á gesta- komum um þessar mundir. , f síðustu viku kom í heim- sókn til þeirra 45 manna hópur ísfirskra mennskæl- inga. Var efnt til ýmissa íþróttakappleikja og ís- firðingarnir sýndu leik- þætti eftir Arabal. Og á mánudaginn er von á níu manna flokki úr Reykjavík. Þar eru á ferð Spilverk þjóðanna ásamt með 5 leikurum sem munu flytja akureyrsku skóla- fólki leiksýninguna Græn- jaxla eftir Pétur Gunnars- son. Hópurinn hefur farið með þessa sýningu í skóla á Reykjavíkursvæðinu og einnig sýnt hana að Kjar- valsstöðum við góðar undir tektir. Hópurinn kemur hingað á vegum Hugins og verða sex sýningar í Samkomu- húsi bæjarins á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, tvær sýningar á dag. Sýn- ingar þessar eru fyrst og fremst miðaðar við nem- endur skólanna og munu leikendur fara í skólana og auglýsa sýningarnar. Öll- um almenningi er þó vel- komið að bregða sér í leik- húsið og sjá Grænjaxla. Kirkja eða slökkvi- stöð? í ferðablaði Þjóðviljans sem fylgdi með síðasta sunnudag er birt þýðing á ferðaminningum danska ferðalangsins Klaus Smed- mans sem ferðaðist um fsland í fyrrasumar. Hon- um er tíðrætt um íslenska byggingalist og er frekar þungorður um hana. Með- al annars gefur hann Há- skólanum og Þjóðminja- safninu þá eiiikunn að þessar byggingar minni helst á „hin hræðilegu minnismerki Stalínism- ans“. Þessum ferðaminning- um Smedmans lýkur á stuttri lýsingu á Akureyr- arkirkju og hljóðar hún svona: „f miðbænum, niðri við höfnina, er kirkjan mjög áberandi. Hún liggur hátt í hlíðum bæjarins, sem eru mjög brattar og enda í hásléttu. Næstum frá höfn- inni liggja miklar tröppur að kirkjunni. Tröppurnar eru svo margar, að fslend- ingar segja: „Þegar þú ert kominn upp allar þessar tröppur, ertu kominn hálfa leið til himna.“ Kirkjan á Akureyri hlýtur að vera eftir sama arkitekt sem teiknaði Háskóiann og Þjóðminjasafnið um 1940. Persónulega finnst mér hún ijót. Hún líkist meira slökkvistöð.“

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.