Norðurland - 25.01.1979, Page 1

Norðurland - 25.01.1979, Page 1
NORÐURIAND Verður 4. árgangur Fimmtudaginn 25. janúar 1979 2. tölublað UMBYLTINGI SKÓLABÆNUM? „Ég heiti Busla og er rétt níu mánaða á þessari mynd. Það þarf ekki að glápa svona á mig þó ég sé vel í hárum“. (Þessa mynd tók frétta- ritari okkar í Hrísey, Guðjón Björnsson, en hann vinnur í Einangrunarstöðinni í Hrísey.) Ólafsfjörður: • • Ordeyða og snjóleysi Ólafsfjörður 22/1. Það hefur verið dauflegt atvinnu- ástand hér undanfarið. Þó hefur ástandið skánað held- ur eftir að togararnir hófu veiðar. Smábátarnir hafa aflað með eindæmum illa. Muna menn ekki jafn ömurleg aflabrögð, - aflinn farið niður í nokkra fiska. Sæmilega gengur hjá iðnaðar- mönnum, a.m.k. enn um sinn. I gær var heilsugæslustöð- in og elliheimilið opið almenn- ingi til sýnis. Byggingin sem kostar um 170 miljónir króna er nú fokheld. Kvenfélög staðarins gengust fyrir kaffisölu bygg- ingarsjóði til styrktar. Anna hf. gaf elliheimilinu 3 miljónir króna og Tréver hf. 200 þús- und. Er vonandi að þessar gjafír verði öðrum hvati til frekari stuðnings þess að óskadraumur Olafsfírðinga rætist. Eftir heilsu- gæslustöð og elliheimili hefur verið beðið um árabil. í sl. viku var lokið við að setja upp skíðatogbrautina. Einn hængur er í kjölfari þess gleði- lega atburðar, - það vantar snjó. Er eins farið um það mál og ördeyðuna hjá smábátunum, - menn muna ekki slíkt snjóleysi í aðra tíð hér í Ólafsfirði. - Björn Þór. Slippstöðin: Vinnuslys Akureyri 23/1. Tveir ungir menn voru hætt komnir við vinnu sína í Slippstöðinni á mánudag. Mennirnir voru að pensla með svonefndum ætisgrunni í botn- tönkum skips í Slippstöðinni. Þeim bar að vera með súrefnis- grímur við þessa vinnu. Það eð slöngurnar við súrefnisgrím- urnar voru of stuttar og óhentugi ar við vinnuna, munu mennirn- ir hafa freistast til að taka grímumar af sér. Afleiðingar þess bráðræðis voru þær að þegar verkstjóri kom að leita þeirra, var annar meðvitundarlaus en hinn með lítilli rænu. í tönkun- um voru eitraðar gufur, svo þeir sluppu við illan leik. Þeir voru þegar fluttir á sjúkrahús en fengu að fara heim á þriðjudag. Verður ekki nógsamlega brýnt fyrir verkafólki og fyrirtækjum að gæta varkárni og öryggis við vinnu af þessu tagi. Meistaraskóli Samþykkt hefur verið í bæjar- stjórn Akureyrar að í bænum skuli komið á fót meistara- skóla með svipuðu sniði og nú er við Iðnskólann í Reykjavík. Skal til þessa ætlað fé á fjárhags- áætlun nýbyrjaðs árs. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar 23. janúar var lögð fram greinargerð og FYRSU tillögur framhaldsskóla- nefndar bæjarins. Nefnd þessi var skipuð í júlí sl. og sitja í henni 5 menn, einn fulltrúi hvers flokks. Þeir eru: Tryggvi Gíslason F, for- maður nefndarinnar,* Kristín Á. Ólafsdóttir Ab, Ingólfur Jónsson A, Margrét Rögn- valdsdóttir S.F. og Sigurður J. Sigurðsson S. Verkefni nefndarinnar var að fjalla um námsleiðir á fram- haldsskólastigi á Akureyri, sam- starf skóla og hugsanlega sam- einíngu þeirra. Einnig starf- rækslu sérskóla og rekstur. Nefndin hóf störf með því að kalla til sín forráðamenn skóla bæjarins, og fulltrúa frá stétta- félögum og atvinnurekendum. Lýstu þejr viðhorfum sínum til menntunarmála á Akureyri á einum ellefu nefndarfundum. Kynnisför suður á land var þáttur í starfi nefndarinnar, en þar voru skoðaðir fjölbrautar- skólarnir í Breiðholti og á Suður nesjum, Iðnskólinn í Reykja- vík og Tækniskóli íslands. Eftir þessa gagnasöfnun unnu nefnd- armenn greinargerð þá og til- lögur sem nú hafa litið dagsins ljós. Tillögur nefndarinnar hljóða svo: / „Framhaldsskólanefnd 'Akur- Nýtt pöntunarfélag Opið hús Alþýðubandalagið. Akureyri verður með „opið hús" í Lárusarhúsi á sunnudaginn. Þar verða til sýnis samsett myndverk eftir Helga Vilberg. Menntaskólanemar leika bráðskemmtilegan þátt úr 1. des- revíu sinni frá síðasta ári. Að sjálfsögðu verða kaffiveitingar til sölu sem endranær. Húsið opnað kl. 3. Félagarl - Hittist og kætist í Lárusarhúsi á sunnudaginn, og leyfið gestum ykkar að njóta góðs af. Þórshöfn 22/1. Hér eru þrír loðnutankar sem rúma 2700 tonn af loðnu. Áður hafði komið í fréttum að tankarn- ir væru dæmdir ónýtir. Hvað sem þeim dómi líður, þá hefur fyrirtækið Valfóður tekið þá á leigu. Hingað kom danskt skip með tæki í tankana og er viðgerð við þá langt komin. Loðna er flutt út sem fljót- andi skepnufóður. Hugsa menn hér gott til glóðarinnar, þegar viðgerð við tankana lýkur, og loðnuskip koma til að landa. Auk atvinnunnar, sem ekki er of mikil, sjá menn ágóðavon af þjón- ustu við skipin og hafnargjöld- um. Gæftir hafa verið hér lélegar og afli rýr. Einn bátur rær á línu, aðrir á net. Nýr húsvörður hefur verið ráðinn hér við félagsheimilið. Það er Már Oskarsson. Leikfélag Þórshafnar æfir nú gamanleikinn Svefnlausi brú- guminn. Áætlað er að leikurinn komist á fjalirnar fyrir áhorf- endur í mars nk. Nýlega hefur verið sett á laggirnar nýtt pöntunarfélag. Það heitir pöntunarfélagið Hlein og eru stofnendur um tuttirgu talsins. - Arnþór. Kviknaði í rusli Raufarhöfn 23/1. Klukkan rúmlega 9 á sunnudagskvöld varð vart við eld í Grunn- skólahúsinu. Hafði kviknað í bréfarusli í kassa í bókasafni skólans. Tónlistarkennarinn okkar, Stephan Yates tókst með snarræði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Þarna inni eru geymdar skóla- bækur, pappír, fjölritunar- spritt og fleira eldfimmt, - svo það hefði getað farið illa. Auk þess eru geymd þarna öll kennslutæki skólans. Skemmd- ir urðu mjög litlar. Eldsupp- tök eru ókunn. - Líney. Furðuteikn í austri Eins og komið hefur fram í öðrum fjölmiðlum þá sáust ókennileg ljós fyrir skemmstu í Kelduhverfi. ekkert hefur frekar komið fram um málið. NORÐURLANDI barst það til fregna, að tveir menntaskólakennarar á Ak- ureyri hefðu orðið varir við nokkuð undarlegt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, á himn- inum í austri. Það bar til skömmu fyrir miðmunda sunnudaginn annan í jóla- föstu, að Erlingur Sigurðar- son leit út um gluggann heima hjá sér. Sá hann þá hvar forkunnarmikið ljós flögraði til á himninum aust- anverðum. Ekki vill Erling- ur Sigurðarson fortaka fyrir það að ljósið hafi tekið á sig lögun hlutar öðru hvoru. Ekki varð hann magnþrota við sýnina. Hélt Erlingur uppi spurnum um fyrirburð- inn hvar hann hitti fólk að máli næstu daga á eftir. Mun enginn annar hafa orðið var við þetta einkennilega ljós í bænum nema samkennari Erlings, Sverrir Páll Erlends- son. Hann sá eitthvað glampa á austurhimni. Fannst honum líkast því sem hér væri um eitthvert framtíð- arfarartæki að ræða. Sverri varð ekki meira um en svo að hann hlustaði á létta sinfon- íu samdægurs! Þeir kollegar kenna þjóðleg fræði við Menntaskólann á Akureyri. -óg. eyrargerir að tillögu sinni að tveir meginskólar verði á framhalds- skólastigi á Akureyri og að áfanga kerfi verði tekið upp við skólana báða. Verði við annan skólann starfrcekt kennsla á fjórum sviðum hins samræmda framhaldsskóla: almennu bóknámssviði, heil- brigðissviði, uppeldissviði og við- skiðtasviði. Við hinn skólann verði starfrœkt hússtjómarsvið og tceknisvið auk meistaraskóla og frumgreinadeildar tcekniskóla". Þessar tillögur eru rökstuddar á ýmsan hátt í greinargerðinni. Einnig hefur hún að geyma úttekt á því námi sem nú er á Akureyri og samanburð við það námsframboð sem gert er ráð fyrir í frumvarpi um framhalds- skóla, sem nú liggur frammi á Alþingi. Tillögur nefndarinnar taka reyndar meira eða minna mið af því frumvarpi. í næsta blaði NORÐUR- LANDS verður greinargerð framhaldsskólanefndar kynnt nánar, en hér er um slíkt stór- mál að ræða, að ekki aðeins Akureyringar, heldur einnig aðr ir Norðlendingar hljóta að láta sig miklu varða. Á bæjarstjórnarfundinum virt ust tillögumar fá heldur hlýjar móttökur. Þeim var ásamt grein- argerðinni vísað til bæjarmála- ráðs, sem gert er að leita álits skólamanna, fulltrúa úr atvinnu- lífinu og oddvita nágranna- byggða Akureyrar. Helgi í flokkirm Helgi Ólafsson alþjóleg- ur skákmeistari hefur bæst í flokk þeirra sem skrifa í blaðið. Helga ætti að vera óþarft að kynna, en hann hefur sem skákmæringur getið sér gott orð erlendis og hér á landi. Hann varð alþjóðlegur meistari sl. ár og á áreiðanlega eftir að verða stórmeistari innan skamms. Undan- farin ár hefur Helgi töfrað skákheita hugi lesenda Þjóðviljans með taflskrifum sínum. Hann mun skrifa stutta skákþætti í NORÐUR- LAND eftir því sem til- efni gefst til á næstuhni. Við bjóðum Helga hjartanlega velkominn á síður blaðsins. * Leiðarinn á bls. 2 fjallar um yfirstandandi andlitslyft- ingu kapítalismans. Leikrýni Oddu Margrétar um Stalín Vésteins er á blaðsíðu 2. Wr Sverrir Páll fer ómyrkum orðum um líf og dauða LA á blaðsíðu 3.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.