Norðurland


Norðurland - 25.01.1979, Qupperneq 4

Norðurland - 25.01.1979, Qupperneq 4
Helgi Olafsson Skákþraut Hinn nýi ritstjóri Norðurlands, Óskar Guðmundsson kom fyrir stuttu að máli við mig og bað mig að láta í té einhvern efnisbút um skákíþróttina sem eins og allir vita er fyrir löngu orðin að þjóðaríþrótt Islendinga. Þó að ég hafi eldci með neinu móti séð hvaða akkur það er fyrir Norð- urland að ég skrifi í blaðið þá gat ég eigi skorist undan og hér kemur fyrsti vísir af samþykki mínu, skákþraut, sem hefur verið mér lengi hugleikin og ekki að ófyrirsynju: Hvítur leikur og vinnur. Lausn í næsta blaði. ALL T í PA TI hjá Rafveitu Akureyrar ? Á bæjarstjórnarfundi á Ak- ureyri sl. þriðjudag urðu miklar umræður um frum- varp að nýrri reglugerð fyr- ir Rafveitu Akureyrar. Raf- veitustjórn hafði lagt fram uppkast að frumvarpi sem hún hafði samþykkt fyrir sitt leyti. Á bæjarstjórnarfundinum var næstum eins og settur hafi verið réttur þegar Freyr Ófeigsson fór að fara nærfærnum orðum lög- mannsins og dómarans um frum varpið. Lagði hann fram ýmsar breytingatillögur og sagðist ekki vilja standa að samþykkt reglu- gerðar sem bættist í það safn reglugerða sem notaðar væru við kennslu í háskólanum sem dæmi um það hvernig reglugerðir ættu ekki að vera. Taldi Freyr að fjölmargt orkaði mjög tvímælis og annað væri beinlínis ólög- legt. Þetta er svona í Reykja- vík sagði þá einhver! Gert var fundarhlé því mönntim vár nokk sama. Að því afloknu var um það rætt hvernig hlutimir eru „fyrir sunnan“, og síðan ákveðið að fresta afgreiðslu á meintum lög- brotum og álitamálum. Var svo gert. Nú um sinn er þess vegna allt í pati með Ráfveituna. Þóekki svo að ekki sé sæmileg regla á hlutun um þrátt fyrir reglugerðarleysið. Veitingasalan Hótel Allt fyrir veislur, árshátíðir Varðborg og einkasamkvæmi Köld borð — Kabarett Útvegum veislusali Sendum heim Heitur veislumatur Pantið tímanlega Þorramatur Smurt brauð — Coctallsnittur Sími 22600 HÓTEL VARÐBORG Þakkarávarp Ollum konunum, ættingjum og öðrum, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og skeytum á sjötugsafmæh mínu 22. desember sl., sendi ég mína hjartans kveðjur og bestu þakkir. Gæfan fylgi ykkur öllum. Kristín Einarsdóttir Aðalbraut 57, Raufarhöfn. Eigendur díseljeppa og fólksbíla á Akureyri og í Eyjafirðl Þeir sem hug hafa á að fá hina ódýru HICO öku- mæla í bíla sína er bent á að hafa samband vlð . Jónatan Tryggvason Litla-Hamri í Öngulsstaða- hreppi, sem gefur nánari upplýsingar. MOX i n Suðurlandsbraut 20, Reykjavfk V Vlll I Sfmi 85128 .... »“’'n ' ' U ÚTSALAN Leikfangamarkaðinum í fullum gangi. OTSALA a fatnaði hefst mánudaginn 29. janúar. f kjallara: Nýkomin fiskasending, nokkrar nýjar tegundir fiska. - Opið kl. 17-18 daglega. Leikfangamarkaðurinn Klæðaverslun Sigurðar Guðmundssonar Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Hafnarstræti 96. Ný námskeið hefjast í næstu viku. Innritun og upplýsingar í Skíðahótelinu. Símar 22930 og 22280. KIÐASVÆÐIÐ f HLÍÐARFJALLI ER OPIÐ ALLA DAGA ÍBÚÐIR Höfum til sölu íbúðir við Keilusíðu 6-8. fbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja og seljast til- búnar undir tréverk, með frágenginni sameign. Lán frá Húsnæðismálastofnun er um 5'Æ milljón. Teikningar og aðrar upplýsingar á skrifstofunni. ÞINUR HF. Fjölnlsgötu 1 - Sími 22160 Starfsmaður óskast Trésmiðafélag Akureyrar vill ráða starfsmann. Meginverkefni hans verða umsjón með inn- heimtu lífeyrissjóðs-, sjúkrasjóðs- og fleiri gjalda, og samskipti við atvinnurekendur vegna þess. Æskilegt er að umsækjandi hafi nokkra reynslu í almennum skrifstofustörfum, s.s. vélritun, bók- haldi o.fl. Umsækjandi jDarf að eiga gott með að starfa sjálfstætt. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun, en starfsreynsla verður metin. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Trésmiðafélags Akureyrar, Hafnarstræti 107, sími 22890, fyrir 15. febrúar n.k. Allar frekari upplýsingar gefnar á sama stað. Stjórn T.F.A. I ■ I ■ I ■ I i ■ I j i i i m JMJ útsalan heldur áfram! JMJ-útsalan Gránufélagsgötu 4 - Sími 23599. ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ K > Rjúpan í hœttu Bárðardalur í des. - íbú- ar vesturkjálka Bárðar- dals sunnan Eyjardalsár náðu samstöðu um að leyfa ekki rjúpnaveiðar hér á og í í]allinu í haust. Þetta var einu ári of seint. Rjúpunni hér hefur alger lega verið útrýmt, svo ólíklegt er að veiðibann í eitt ár dugi til. Ákvörðun um hvað beri að gera næsta haust verður að bíða þar til séð verður. Ljóst er að það ástand sem komið var haust- ið 1977 má aldrei koma aftur. Ágangur rjúpnaveiði- manna var slíkur að þeir hlutu að kalla yfir sig aðgerðir af okkar hálfu. Þrátt fyrir að Arnþór Garð- arsson fuglafræðingur telji sveitafólk ekki meðal þeirra er vit hafi á stærð rjúpna- stofns, þá viljum við ekki fallast á það. Við teljum okkur fullvel vita að rjúpan er horfin héðan nú. Að takmarkalaus veiði undan- farinna ára eigi engan þátt þar í eru vísindi sem við getum einfaldlega ekki fall- ist á. Hvort og hvenær við leyfum veiðifólki aftur að stunda veiðar vil ég ekki segja um. Framkoma veiði- manna skiptir þar miklu máli. Liklegt þykir mér að einhverjar takmarkanir verði fyrir valinu til dæmis um skotafjölda hvers veiði- manns. Sjáum við ekki annað fært en taka á þessu máli af fullri ábyrgð, þarsem aðrir koma ekki til. Efillaferfyrir rjúpnastofninum verður okkur bændum kennt um. Hins vegar er ekkert eftir- sóknarvert að rjúpnastofn- inn verði of stór. Veiðimenn mega skilja að hér eru þeirra hagsmunir í veði. Jón Aðalsteinn. V_____________________. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.