Norðurland - 25.01.1979, Síða 6

Norðurland - 25.01.1979, Síða 6
NORÐURLAND Fimmtudaginn 25. janúar 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Stminn er 2-18-75 - AUGLÝ5IÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 Arshátíðarnefnd á blístri Svo sem lesendum Norður- lands er kunnugt af auglýs- ingu úr síðasta blaði verður árshátíð Alþýðubandalags- ins á Akureyri haldin þann 3. febrúar næstkomandi. Und- irbúningsnefndin boðaði til blaðamannafundar um helg- ina og greip þá tíðindamað- ur Norðurlands tækifærið og tók nefndarfólkið tali. Fyrst ræddum við við formann nefndarinnar, Ottar Einars- son. - Þú ert búinn að vera formaður þessarar nefndar nokkuð lengi? - Jú, það er mikið rétt - ætli það fari ekki senn hvað líður að nálgast áratuginn. Annars er forsaga málsins sú, að eftir klofn inginn mikla og svikin um árið, ríkti lengi vel mikil og þung alvara í þessum flokki. Engum manni stökk þar bros á vör árum saman og fólk tók köllun sína alvarlega. Þegar þessi leiðindi höfðu staðið um hríð, tókum við Ragnheiður Pálsdóttir okkur til og buðumst til þess að efna til árshátíðar fyrir félagið. Eldri og reyndari flokksmenn setti hljóða við tíðindi þessi og þótti þetta hið mesta feigðarflan. Vitnuðu þeir í hátíðir, sem haldnar höfðu verið fyrrum með botnlausum töpum og margháttaðri niður- lægingu, og töldu ekki ráðlegt að hætta sér út í neina ævintýra- mennsku. Við létum þessa svartsýni ekki á okkur fá og efndum til hátíðarinnar upp á eigin ábyrgð. Er ekki að orðlengja það, að hún tókst með afbrigðum vel og okkur tókst að koma brosvöðv- um félaganna í þjálfun á nýjan leik. Síðan þá höfum við Ragn- heiður haft veg og vanda af þessari starfsemi, að sjálfsögðu með aðstoð góðra félaga. Nú er svo komið að skemmtun þessi er rómuð um allt land og þess eru dæmi, að fólk í fjarlægum lands- hlutum rífi sig upp úr velborg- aðri vegavinnu, eins og skáldið sagði, til þess eins að sitja hátíðina. - Hvernig er nefndin skipuð? - Að þessu sinni er nefnd- in nokkuð fjölmenn og hvert sæti að sjálfsögðu vel skipað. Auk okkar Ragnheiðar skipa nefnd- ina þau Þráinn Karlsson, leikari, sem er nú sem fyrr ráðgjafi okkar varðandi alla leikræna tjáningu, Baldvin Sigurðsson, frammi- stöðumaður, sérfræðingur nefnd arinnar í hitaeiningum og nær- ingargildum, og Brynjar Skapta- son, skipaverkfræðingur, sem er hagfræðilegur ráðunautur nefnd- arinnar og sér um allan prósentu- reikning í sambandi við hátíðina. Tölvuþjónusta Ráðstjórnar- lýðveldanna hefur haft góð orð um að taka að sér alla flóknari útreikninga í gegnum gervi- hnött og mun Brynjar verða í beinu sambandi við þá stofnun síðustu vikuna fyrir hátíðina. Loks er að geta Hannveigar Valtýsdóttur, sem er eiginlega fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í nefndinni, því að hún á að gæta hagsmuna barnsins í sambandi við hátíðina, sjá um að þau fái skemmtiefni við sitt hæfi o.fl., því að það er nú einu sinni bamaárið. Auk þess velur Hannveig úr tilboðum um skemmtiefni, sem nefndinni berast víðs vegar frá, bæði innanlands og utan, og er það mikið starf. - Ragnheiður, það er í mörg horn að líta þessa dagana? - Já, það eru orð að sönnu. Síminn andskotast á manni dag og nótt að segja má. Það eru ótal smá og stór atriði, sem ganga þarf frá og hafa á hreinu og allt slíkt verðum við auðvitað að sjá um. Undanfarin ár hefur starf mitt í nefndinni m.a. verið fólgið í því að þrúkka niður verðlag á ýmsu því, sem til hátíðarinnar hefur þurft, en að þessu sinni látum við Brynjar að mestu um það. Hann skilur nefnilega vísi- töluna og reiknar allt út frá henni. - Hverjir verða heiðurs- gestir að þessu sinni? - Aðalræðu kvöldsins flytur Þráinn Bertelsson, rithöfundur með meiru, og er honum að sjálf- sögðu boðið ásamt konu sinni. Auk þess ákvað nefndin, að bjóða Vilborgu Harðardóttur, fyrrum ritstjóra Norðurlands og Angantý Einarssyni, kosninga- stjóra flokksins í alþingiskosn- ingunum í vor og oft áður. Vitum við ekki annað en að þetta fólk komi. Stefán og Sólveig voru að sjálfsögðu boðin, en því miður var Stefán búinn að lofa því að sitja þorrablót hjá Evrópu ráðinu í Stráksborg í Þýska- landi um þessa sömu helgi - og þingmenn Alþýðubandalagsins ganga ekki á bak orða sinna. - Brynjar, er það ekki óvinsælt starf að standa í þessu verðlagseftirliti, ef svo mætti segja, á þessum verð- bólgutímum? - Nei, það er það nú reyndar ekki. Ef maður getur vitnað til bæði framfærsluvísitölunnar og vísitölu byggingarkostnaðar og sýnt alla útreikninga frá tölvu- þjónustu KGB, þá verður nú fremur fátt um varnir hjá þeim, sem ætla sér að vera með eitthvert okur í sambandi við þessa hátíð. Það er einnig gott, að það komi hér skýrt fram, að við greiðum ekki neitt fyrir skemmtiatriði - og höfum reynd ar aldrei gert það - en þó komast færri að en vilja. Að hafa fengið að láta ljós sitt skína á árshátíð Ab eru meðmæli, sem tekið er verulegt mark á í hinum alþjóð- lega bransa. Hannveig, hvað verður svo helst til skemmtunar? - Eins og Ragnheiður sagði verður ræðumaður kvöldsins Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Um önnur atriði vil ég sem minnst segja á þessu stigi málsins. Þó skal þess getið, að hluti dag- skrárinnar verður helgaður yngstu kynslóðinni í tilefni barnaársins. Hljómsveit alþýð- unnar mun að öllum líkindum ekki koma fram, en vonir standa til að hinn frægi Kvartett alþýðunnar geti komið fram á hátíðinni. - Er svo eitthvað, sem nefndin vill taka fram að lokum? - Við viljum bara minna fólk á að láta skrásetja sig sem fyrst, það auðveldar alla undirbún- ingsvinnu. Athygli skal einnig vakin á því, að þegar auglýst er, að hátíðin byrji klukkan átta, þá byrjar hún klukkan átta, en ekki klukkan hálf níu! Fast þeir sækja sjóinn Dalvík*23/1. Togarinn Björg úlfur sigldi til Englands með aflann úr fyrstu veiðiferð sinni eftir jól, 90 tonn. Selt var í Fleetwood þann 16. janúar. Upphaflega var ætlunin að selja í Grimsby, en vegna hins ótrygga ástands, sem nú er á vinnumarkaðinum í Bretlandi breyttist það á síðustu stundu. Var salan því ekki eins góð og vonir stóðu til. Fyrir hvert kg. fengust kr. 392, eða rúmlega 35 miljónir króna alls. Skipverjar fengu eindæma gott sjóveður báðar leiðir og komu til heimahafnar 20. janúar. Lagði Björgúlfur á veiðar eftir miðnætti næsta dags. Á meðan Björgúlfur sigldi, lagði Björgvin upp 86 tonn hjá frystihúsinu. Hann kom inn aftur í vikunni með 137 tonn af góðum físki. Smábátar sækja sjóinn mjög fast þegar gefur en afli mun vera mjög tregur eins og oft áður á þessum árstíma. - Brynja. ABA: Stjómarslit í deiglunni ? Stefán Jónsson flytur framsögu á fundinum um efnahagsmál. Fundarstjórinn Hólmfríður Guðmundsdóttir og formaðurinn Kristín Olafsdóttir fylgjast andaktugar með. Alþýðubandalagið á Akur- eyri hélt fjörugan fund sl. fímmtudag þann 18. jan. Efni fundarins átti að vera: Hvað stendur fyrir dyrum í efnahagsmálum? Stefán Jónsson alþingismaður hafði framsögu. Rakti Stefán tillögur krata í efnahagsmálum og fór háðug- legum orðum um þá þingkrata. Þá gerði Stefán grein fyrir til- lögum Alþýðubandalagsins. Var gerður góður rómur að máli Stefáns og umræður voru líflegar um málið lengi kvölds. Þó tók nú steininn úr er félagi Böðvar Guðmundsson lagði fram ályktunartillögu um Alþýðubandalagið og stjórnar- þátttökuna í ljósi hersetunn- ar. Tillagan hljóðar svo: „Fundur í Alþýðubanda- laginu á Akureyri 18. janú- ar 1979 ályktar eftirfarandi: Að aðgerðarleysi núverandi ríkisstjómar varðandi setu bandarísks hers á Islandi og þátttöku þess í NATO hafi getið hermöngurum og braskaralýð ráðrúm til frek- ari umsvifa. Fundurinn tel- ur það með öllu óhæft að sósíalískur flokkur taki þátt í ríkisstjórn sem hyggst leysa efnahagsvanda undir handajaðri NATO. Það eru því eindregin tilmæli fund- arins' til þingmanna og framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins að stjórn- arsamstarfi við Alþýðu- flokk og Framsóknarflokk verði hætt án tafar ef ekki kemur til veruleg stefnu- breyting þessara flokka varð- andi setu bandarísks hers á íslandi og þátttöku þess í NATO“. Upphófust nú heitar umræð ur sem fóru fram í flokkslegu bróðerni. Eftir nokkurt þóf ákvað fundurinn að skora á stjórn félagsins að efna til sérstaks fundar um þessa til- lögu og verður hann haldinn innan mánaðar. Er þess að vænta að félagar láti þetta stórmál sósíalískrar hreyfíng- ar sig varða og komi á fund- inn. Nefndin reiknar út magálaneyslu allaballa. Ef myndin prentast vel má sjá bakhjarl nefndarinnar fylgjast með úr gluggakistunni Sjálfsbjörg Frá Sjálfsbjörg og íþróttafélagi fatlaðra: Sameiginleg árshátíð félag- anna verður haldin í Alþýðu- húsinu 9. febrúar. - Nánar auglýst síðar -Nefndin. Fer á loðnu Mb. Þórður Jónassonvar fullfrágenginn í vikunni. Skipið fór í slipp í byr jun séptember. I Slippstöðinni var skipið í gagngerðri end- urnýjun. Þilfarið var lækkað aftur, byggt var yfír hann, settar 2 þver- skrúfur ásamt vél fyrir þær. Þá voru sett tvö ný togspil í skipið. Þórður Jónasson EA 350 er í eigu dánarbús Valtýs Þorsteins sonar. Skipið fer á loðnu- veiðar. MFA Félagsmálaskóli alþýðu í Olfusborgum er opinn öllum félögum aðildar- samtaka ASI. I skólan- um eru 25 nemendur hverju sinni 1 hálfan mánuð. Það fólk, sem áhuga hefur á að sækja skólann fær allan kostn- að greiddan. Þeir sem fara á vegum verkalýðs- félagsins Einingar fá í auk greitt dagvinnukaup samkvæmt fískvinnslu- taxta. NORÐURLAND skorar á fólk úr verka- lýðsfélögunum að not- færa sér þetta nám. Sungið á Dalvtk Dalvík 23/1. Þeir feðgar Kristján Jóhannsson og Jóhann Konráðsson sungu hér í Ungmenna- félagshúsinu sl. föstu- dagskvöld við undirleik Thomas Jackman. Húsið sem var vel troðið tekur um 150 manns, fyllt- ist á augabragði og fögn- uðu áheyrendur gestunum innilega. Segja má, að Kristján hafi hér sem víða annars staðar á Norður- landi sungið sig inn í hug og hjörtu almennings. Um svipað leyti í fyrra hélt hann tónleika í félagi við Sam- kór Dalvíkur og troðfyllt- ist þá húsið tvö kvöld í röð. - Brynja. Herstöðva- andstceðingar Samtök herstöðvaandstæð- inga, Akureyrardeild, boðar til fundar laugardaginn 27. janúar. Fundurinn verður í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, og hefst kl. 14.00. Ásmundur Ásmunds- son, formaður fram- kvæmdastjórnar Samtaka herstöðvaandstæðinga, kem ur á fundinn. Aðalefni fundarins verð- ur starf Akureyrardeild- arinnar. Herstöðvaandstæðingar! Takið þátt í baráttunni - komið á fundinn. Sýning Einar skólastjóri Hákonar- son sýnir marglit verk sín að Gallery Háhóli þessa dag- ana. Þau eru af ýmsum stærðum og kosta víst skild- inginn sinn. Sagt er að seljist vel.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.