Norðurland


Norðurland - 08.02.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 08.02.1979, Blaðsíða 1
NORÐURLAND 4. árgangur Fimmtudaginn 8. febrúar 1979 4. tölublað Krafla Beðið eftir myrkri 16. febrúar nk. frumsýnir Leik- klúbburinn Krafla leikrit eftir Frederic Knott. Vettvangur leiksins er í London og hefur leikritið verið nefnt í ísl. þýð- ingu: Beðið í myrkri. Leik- stjóri er Hörður Torfason en sviðsetning og lýsing er í hönd- um leikaranna sjálfra. Þetta er tryllir, þrunginn spennu frá upphafi til enda og reynir á leikara að slaka hvergi á. öðrum kosti fellur markmið leiksins, þ.e. að halda áhorf- Þórshafnarbúar Sviknir um afla úr togaranum Dagnýju Þórshöfn 6./2. Mikil óánægja ríkir nú á Þórshöfn vegna vanefnda útgerðarinnar á Dagný. Skipið hafði fengið þorskveiðileyfi með því skil- yrði að landa hér á Þórshöfn. Það hafa þeir gert þegar þeim hentar um 140-150 tonnum. Álíka miklu magni hafa þeir hins vegar landað annars staðar svo sem í Reykjavík. Dagný, sem nú er í siglingu til Bret- lands er gerð út af Sigurði Finns syni, Siglufirði. Hafa Þórs- hafnarbúar þegar haft samband við ráðuneyti út af þessu ófremdarástandi. Ekki bætir úr skák, að gæftir hafa verið slæmar hjá smá- bátum og aflast illa undan- farið. Það er óþverra tíð og sjómenn eru hræddir við ísinn. Línubátar hafa orðið varir við staka ísjaka hér skammt undan og ísröndin er ekki fjarri. Verið er að breyta húsnæði kaupfélagsins á staðnum. Nýtt vörugeymsluhús verður tekið í notkun og verið er að stækka matvöru- og vefnaðarvöru- deild. - Arnþór. Þann 1. febrúar sl. urðu framkvæmdastjóraskipti á NORÐUR- LANDI. Kristín Á. Ólafsdóttir lét af þeim störfum en Tryggvi Jakobsson tók við. Á myndinni sést fráfarandi framkvæmdastjóri, auglýsingastjóri, dreifingastjóri, féhirðir og eftirlitsmaður NORÐ- URLANDS afhenda sporgöngumanni sínum valdatólin; lykla, ávísanahefti og peningakassa (tómahljóð). NORÐURLAND andanum sem þátttakanda í rúmlega 2. tíma atburðarrás, sem stjórnast að mestu leyti af samskiptum við eiturlyfja- smyglara og blindrar konu. - Þetta gengur bara vel og samstarfíð hefur verið ánægju- legt -, sagði Hörður Torfa- son í upphafi æfingar sl. þriðju- dag. Leikrit þetta sem ekki hefur áður verið sviðsett hér- lendis, er þriðja verk Kröflu og fyrirhugað er, að hafa sýningar í nágránnabyggðalögum. Leik- endur í Beðið í myrkri eru: Vera Sigurðardóttir, Jakob Kristins- son, Sigurður Björnsson, Gunn laugur Ingvarsson, Jóhann Sig- urðsson, Kristín Alfreðsdóttir, Sigurbjörn Ólason og Konráð Alfreðsson. Hvíslari er Valdís Kristinsdóttir og aðstoðarleik- stjóri er Kristín ögmundsdótt- ir, sem jafnframt er formaður Kröflu. - Guðjón. Lœkkun bygg- ingakostnaðar Sementsverksmiðja ríkisins hefur sótt um lóð á Akur- eyri, 7200 ferm. að stærð. Ætlunin er að láta byggja sementstanka fyrir laust sement. Annar á að taka 3000 tonn og hinn 500 tonn. Samkvæmt umsókn mega tankarnir ekki vera í lengri fjarlægð frá bryggju en 200- 250 metra. Umsókninerþví til umfjöllunar hjá hafnar- stjórn. Gert er ráð fyrir pökkunar- og geymsluhús- næði síðar. Ætla má að framkvæmdir þessar kosti á annað hundrað miljónir króna. Tankar af þessu tagi ættu að hafa í för með sér lækkað sementsverð og þar með lækkun byggingar- kostnaðar á svæðinu. Börnin í Einholti 4, Akureyri, eru höfundar þessa haganlega snjóhúss. (Ljósm. Bragi Skarphéðinsson) Húsvíkingar vilja Nýjan togara Húsavík 5./2. Gæftir eru ein- dæma lélegar og jafnvel sóttur fiskur til Akureyrar. „Júlíus“ var tekinn um daginn með of fínriðinn poka en fékk að fara út strax aftur. Togaramenn halda því fram að varpan hafí verið vitlaust afgreidd til þeirra frá neta- gerðinni. Yfirvöld hafa ekki höfðað mál enn, svo trúlega þykir saga þeirra togaramanna líkleg. Fyrir helgina fór svo togarinn í slipp vegna smá phapps, en ætti ekki að verða lengi. Nú vantartilfinnanlega meira hráefni til vinnslu frá heima- bátum í Fiskiðjusamlaginu. Þykir sumum ráðlegt að reyna að kaupa annan togara og þarf vandlega að kanna hversu auka rtiá hráefnisöflun heimabáta til frekara öryggis fyrir verkafólk í landi. - Ben. Félagsstarf ABA Stjórnarfundur mánudaginn 12. febr. kl. 20. Bæjarmálaráðs- fundur mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun 1979 o.fl. Félagsfundur fimmtudaginn 15. febr. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Tillaga Böðvars Guðmundssonar frá félagsfundi 18. janúar (Sjá N0RÐURLAND 2. tbl.J. Frummæl- endur: Böðvar Guðmundsson og Guðjón E. Jónsson. 2. Drög að fjárhagsáætlun bæjarins kynnt: Sofffa Guðmundsdóttir. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennlð - mætið stund- víslega. Stjórnin. ATH: Allir fundirnir eru f Sóli er Rockefeller bæjarins. Hann byrjaði smátt, sem sendill hjá Sólskin hf., inn- og útflutningur, leyfi til lánastarfsemi og kaups og sölu á fasteignum. Sólskin vex og dafnar, á orðið hlut í flestum öðrum stærstu fyrirtækjum bæjarins bak við tjöldin. Sóli er heldur ekki lengur sendill; hann er orðinn forstjóri og olnbogarými fram- kvæmdamannsins stækkar með hverjum deg- inum. Hann komst í bæjarstjórnina og á alla bæjarbúa að vinum sínum. Sóli er þjóðkunnur af hugmyndaauðgi sinni ífjárfestingum og varkárni gagnvart róttæklingum. Simmi er reddari. Hann hefur um margra ára skeið verið í þjónustu Sóla við hin ýmsu fyrirtæki. Viðgerðir af öllu tagi eru sérgrein hans. Simmi og Sóli eru málvinir af praktiskum ástæðum. Simmi á þó í stöðugu stríði við Sóla vegna þess að hann er stéttvís verkamaður og hugsar sitt meðan Sóli masar og þenkir um þau hin stóru málin. Þessir kappar munu gista NORÐURLAND í framtíðinni eftir því sem baráttan treinist. Það leikur enginn vafi á faðerni þeirra Simma og Sóla. Faðirinn ersádrátthagi teiknari Ragnar Lár, sem nú prýðir höfuðstaðinn nyrðra. Við þökkum honum skerfinn. Leiðarinn fjallar um fram- % Oddur Björnsson er harð- Lauslætismyndir prýða frá- leiðslusamvinnufélög og er orður í leiklistarritdeilunni: sögn af árshátíð allaballa á á bls. 4 Stattu gleiður á bls. 4-5 Hs. 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.