Norðurland


Norðurland - 08.02.1979, Blaðsíða 2

Norðurland - 08.02.1979, Blaðsíða 2
Reynir Antonsson: KARTÖFLUR í þágu þjóðmenntar Síðastliðið haust birtist í Þjóðviljanum viðtal við hátt- virtan Útvarpsstjóra okkar Andrés Björnsson. Viðtal þetta var hið athyglisverð- asta. Þó var í þessu viðtali einn galli á gjöf Njarðar, en það var hin eindregna and- staða hans sem fram kom gegn því að reistar yrðu sv-æðisbundnar útvarps- stöðvar, sem hann rökstuddi með þvi að tilkoma þeirra myndi skapa misrétti milli byggðarlaga. (Honum varð það á að gleyma þeirri stað- reynd að slíkt misrétti á sér nú þegar stað þar sem eitt pláss á landinu hefur einka- rétt á útvarpssendingum þ.e. Reykjavík sbr. „Útvarp Reykjavík"). En enda þótt sá ágæti útvarps þulur Jón Múli (Utvarpsráðs- maður með meiru), muni halda á/ram enn um sinn að ávarpa Útvarp Reykjavík í annarri hverri setningu hafa landsfeð- urnir fundið splunkunýja að- ferð til að láta Útvarpið annast þjónustu við landsbyggðina, miklu betri en þá sem auglýs- ingastjórinn ræddi um í Sjón- varpinu, þegar hann var að verja þá þjónustu við lands- byggðina sem núverandi til- kynningafyrirkomulag Ríkis- útvarpsins veitti, (ég var ekki alveg viss um það þá hvort þettá atriði hefði óvart slæðst inn í ranga útsendingu, Kast- ljós í stað Áramótaskaupsins). Hið nýja hjálpræði til handa byggðajafnvæginu nefnist Dönskukennsla í ríkisfjölmiðl- um. Þessi dönskukennsla hlýt- ur að sjálfsögðu að verða til stóreflingar kartöfluræktar í þeim héruðum sem vel eru til slíks fallin. „Kartafla á dag kemur Dönskunni í lag“, verð- ur kjörorð Ríkisútvarpsins. Hver b orgar brúsann? Ákvörðun um þessa dönsku- kennslu mun hafa verið tekin í tíð fyrrverandi utanríkisráð- herra. Einars Ágústssonar, á fundum hans og hins baun- verska kollega síns, að frum- kvæði hins fyrrnefnda. Að sjálfsögðu féllust Danir um- svifalaust á að hjálpa upp á sakirnar, og líklega fegnir að fá þarna gullið tækifæri til að útbreiða tungu sína, enda gam- an að leika nýlenduveldi, sér- staklega ef það þarf lítið fyrir því að hafa, Jæja greyin, verði þeim að góðu. Það er þó skömminni skárra að þeir leggi peninga sína í það að efla kartöflurækt á íslandi, en að byggja eitur- spúandi verksmiðjur út um allt. Og jafnvel þó þessi tilraun til eflingar kartöfluræktar fari út um þúfur (ekki er víst að einn einasti íslendingur hafi hug á því að meðtaka hálssjúkdóm þann sem málfræðingar kalla Dönsku), þá er þetta brölt saklaust, eða væri það ef þeir peningar sem í það er varið væru ekki í rauninni íslensk Kveðjuorð til Indriða Hallgrímssonar F. 21. 10. 1944 Bekkjarbróðir okkar úr Menntaskólanum á Akur- eyri, Indriði Hallgrímsson, bókasafnsfræðingur, andað- ist 27. síðastliðinn, eftir skamma en erfiða sjúkdóms- legu. Að menntaskólanámi loknu 1965 hóf Indriði nám við Háskóla íslands, lauk þaðan BA prófi í bókasafns- fræði og sagnfræði árið 1968, en stundaði síðan framhaldsnám við Kent State háskólann og lauk MA-prófi þar 1972. Að því búnu hóf hann störf við háskólabókasafnið og vann jafnframt að dokt- orsritgerð í bókasafnsfræð- um. Indriði kvæntist Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, bóka- safnsfræðingi, árið 1974, og eignuðust þau einn son Hall- grfm að nafni. Síðasta skólaár dvaldi fjöl skyldan í Chicago og unnu D. 27. 1. 1979 þau Indriði og Sigrún bæði að doktorsritgerðum sínum. Indriði lét ekki mikið yfir sér. Hann var einstaklega hógvær og látlaus í allri framkomu, en hlýr í viðmóti og glettinn þegar því var að skipta. Honum varekki tamt að flíka tilfinningum sínum eða blanda sér í málefni ann- arra, en með brosi sínu - svolítið kímnu og vinarlegu, lífgaði hann ávalt um- hverfis sig, svo að öllum leið vel j návist hans. Á síðastliðnu hausti hóf Indriði störf á sérbókasafni lækna í Landakotsspítala og vann þar uns hann veiktist í nóvember. Indriði vissi að hverju stefndi og sýndi fá- dæma kjark og æðruleysi. Um leið og við kveðjum góð- an dreng og vin, vottum við eiginkonu hans og syni, for- eldrum og öðru venslafólki dýpstu samúð. Bekkjarsystkini. „duldum dylgjum“ Athugasemd Ingólfs Sverrissonar I blaði þínu - Norðurlandi - frá I, fébrúar 1979 er forsíðugréin, sehi ber nafnið „Veikindin í Slippnum -séð frá öðrum sjónarhóli“, Það er að sjálfsögðu eðli- legt áð raáða hín ýmsu málefni frá sem flestum hliðum og engih ástæða að forsmá eitt sjónarhorn frek- ar en annað að því tilskyldu að allrar sanngirni sé gætt í málflutningi, A.m.k. erum við í Slippstöðinni Vanir hreinskiÍUum umræðum um málefni fyrirtækisins og ekki sist þvi sém snýr að starfs- mönnum. En því miður er umrædd grein því marki brennd að Véra full af hálf- kveðrtum vísurn og lítt duld- urrt dylgjum aUk hreinna rartgfærslna, Þó ekki séu tök á því í stuttri athugasemd að fjalla um einstaka þætti þessarar dæmaiausu greinar þá vekur sérstaka athygli sá andi sem fram kemur í henni, að þeir starfsmenn fyrirtækisins, sem kallast yfirmenn séu þeirri ónáttúru gæddir að láta ekkert tækifæri ónotað að níðast á öðrum starfs- mönnum, Til þess að koma þéssu óorði á er þess m.a. vandlega gætt í umræddri grein að nefna ekkert sem fram kemur í Kili, sem líta má á sem áhuga forsvars- manna um velferð starfs- manna. En með því að ástæða er til að bera fulla virðingu fyrir lesendum blaðsins og ekki ólíklegt að þá fýsi að heyra álit starfsmanna sjálfra á starfseminni í Slippstöð- inni og þeim málefnum, sem þeir bera einkum fyrir brjósti, þá er vakin athygli á að slíkt er að sjálfsögðu auðsótt mál. í því efni má benda sérstaklega á trún- aðarmenn starfsmanna, sem hafa lagt sig fram um að benda á ýmislegt sem betur má fara og í þeirri viðleitni hafa þeir ekkert verið feimn- ir við að reifa málin opin- skátt frá sínum sjónarhóli og af ítrustu festu en þó af fullri kurteisi. Eins og kunnugt er er Slippstöðin í almennings- eign og því eðlilegt að um fyrirtækið sé fjallað á opin- berum vettvangi. Hefurenda verið kappkostað undanfar- in ár, af þess hálfu, að veita sem gleggstar upplýsingar til íjölmiðla bæði af ákveðnum tilefnum og eins þegar þeir hafa sérstaklega óskað eftir upplýsingum. Af þeirri ástæðu er oftast fjallað um málefni Slippstöðvarinnar á opinberum vettvangi af nokkurri þekkingu en hitt sjaldgæft að skrifað sé áður en lágmarksvitneskju er afl- Með þökk fyrir birtinguna. Ingólf ur Sverrisson. Til frehari athugunar Vert er að vekja athygli á, að Ingólfur Sverrisson bend- ir ekki á eitt einasta dæmi um „hálfkveðnar vísur“, „lítt duldar dylgjur“, „hreinar rangfærslur“, eða „að skrif- að sé áður en lágmarks- vitneskju er aflað“. Athuga- semd hans fellur þvíslyppog snauð um sjálfa sig meðan grein NORÐURLANDS um veikindi í Slippnum - séð frá öðriim sjónarhóli, stend- ur óhögguð fyrir sínu. ritstjóri. eign. Þeir eru smábrot af arðinum af þeirri fjárfestingu sem íslend- ingar voru skikkaðir til að leggja í á sínum tíma, þ.e. að reisa bróðurpartinn af hinni gömlu miðborg Kaupmanna- hafnar. Nú eiga þessir pening- ar að skila sér aftur í formi danskrar menningar. Nú eiga allir að geta sagt „HVER- SLAGS VÆSEN“, með hár- réttum framburði. Að ekki sé talað um að geta pantað sér einn „ELEFANT“ með réttum til- burðum og áherslum. Hvernig skal auglýsa fyrirtœ kið? Það er nú augljóst að Danir hafa af mildi sinni ákveðið að bæta örlítið fyrir fyrri mistök sín í samvinnunni við íslendinga með því að efla kartöflurækt í landinu um leið og þeir stuðla að útbreiðslu menningar sinnar meðal mörlandanna. En að sjálfsögðu þarfnast fyrirtækið auglýsingar og kynningar. Ekki er Hljóðvarpið vænlegur vett- vangur til slíkrar kynningar þar sem nýlég hlutsendakönnun sýnir að á það er nánast ekkert hlustað, nema þá helst á engil- saxneska slagara. Ekki tekur betra við þegar kemur að Sjón- varpinu. Ef dönskukennslan væri auglýst þar myndi fólk sjálfsagt segja, ,,Æ, hvenær byrja Rætur eða Kládíus?" Þá er eftir einn möguleiki. Þvi ekki að biðja Raghildi Helgadótt- ur um að taka það að sér að auglýsa dönskukennsluna, til' dæmis með því að flytja þings- ályktunartijlögu, þar sem því sé beint til Útvarpsráðs að hún verði stöðvuð, þar sem hún hafi spillandi áhrif á æskulýð lands- ins. Þetta bragð heppnaðist fullkomlega, þegar hún auglýsti bókarkornið „F élagi Jesús“ fyrir Mál og Menningu á dögunum. Að vísu er blessuð konan upptekin eins og stendur við að stöðva bölvaðan komma- lýðinn (kennarastéttina) i þeirri óheillaiðju að innprenta saklaus um og vel uppöldum börnum villutrú sína. En hvað um það. Henni ætti ekki að verða skota- skuld úr því að gera þetta viðvik fyrir Danina, svo hástemd lýsingarorð sem hún hefur notað í ræðum m.a. á fundum Norðurlandaráðs til að lýsa drengskap þeirra í garð íslensku þjóðarinnar. Að vísu hefur hún nokkrum sinnum gert þeim smágreiða, til dæmis greitt atkvæði gegn aðild Færeyinga að Norðurlandaráði. Sjáífsagt tekur færeyski Sambandsflokk- urinn það inn á stefnuskrá sína fyrir næstu Lögþingskosning- ar að aðalgata Þórshafnar verði skírð Ragnhildarbraut. Fyrir utan hetjulega baráttu hennar fyrir sambandsmálum Færey- inga og Dana, þá hefur hún einnig varað Færeysku þjóðina við þeirri miklu hættu sem henni stafar af innreið „Félaga Jesús“ í færeyskt þjóðlíf. Að öllu gamni slepptu, hvenær megum við eiga von á því að Ríkisútvarpið taki upp kennslu í Polynesísku eða Creole, svo íslenska þjóðin fái innsýn í menningu þjóða þeirra sem þau mál tala (líklega eru þau hvort um sig töluð af álíka íjölda og danskan)?. Annað mál væri líka aðkallandi, að kenna landanum að tala og skilja spænsku. Á hverju ári láta draugfullir íslendingar féfletta sig suður á sólarströndum Spán ar, oft vegna æði takmarkaðr- ar kunnáttu í tungu þarlendra, þar sem orðaforðinn takmark- ast oft við „UNA CUBA LIBRA“, eða „UNA SER- VESA“, (bjór). Ragnhildi Helgadóttur til huggunar get ég fullvissað hana að ekki er mikil hætta á því að kommaáróður slæddist inn í þessa kennslu. íbúar spænskumælandi landa eru að yfirgnæfandi meirihluta sanntrúaðir kaþólikkar, eins og nýafstaðin heimsókn Hans Heil- agleika Jóhannesar Páls II til Rómönsku Ameríku sýnir glögglega. Svo er Sankti Pino- chet og ITT fyrir að þakka að bölvuð marxistablókin hann Alliende hrökklaðist frá völd- um í Chile, og var raunar kálað af því að hann var svo vitlaus að vera að reyna að verja sig. Að vísu er bölvað rauðliðapakk við völd í einu spænskumælandi landi, Kúbu, en sem betur fer eru þeir einangraðir greyin og rödd þeirra aðeins rödd hjá- róma sérvitringa. En að vísu yrði spænskukennsla ekki eins til framdráttar þeirri grein íslensks landbúnaðar sem kartöfluræktin er, og dönsku- kennslan. Og ekki má gleyma þvi að ef við lærum ekki dönskuna okkar skýrt og skil- merkilega verðum við af þeim gífurlega menningarauka þar sem eru „HJEMMET", „FAMILIENS JOURNAL" , að ógleymdu því ódauðlega listaverki „ANDERS AND & CO. - Reynir Antonsson. SHA Samtök herstöðvaandstæð inga eru að fara af stað með undirbúning undir dagskrá í tilefni af 30. mars, - 30 ára aðild íslands að NATO. Frumverkefni samtakanna er í því fólgið að koma upp stuðningsmannatali. Er fólk hvatt til að láta skrá sig í síma 21875, - og komast þannig á skrá herstöðva- andstæðinga. Það skal tek- ið fram að engar skuld- bindingar fylgja skráning- unni. ________________________< Sérleyfi Húsavík-Akureyri Framvegis verða ferðir milli Húsavíkur og Akureyrar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Farið verður frá Húsavík kl. 9 árdegis og Akureyri kl. 16.00. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.