Norðurland


Norðurland - 08.02.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 08.02.1979, Blaðsíða 5
ara viðhorf, sem eðlilegt er. Þeir sem t.d. í alvöru fjalla um Skugga-Svein vita að hann hefur sína töfra, og leikhúsmaður veit að - þótt Skuggi brjóti margar forskriftir um „gott leikhús" þá er hann dýrmætur samt og engu líkur. Um leiklistinagildirnefni- lega sama regla og aðrar listir. Þarna þarf t.d. næmleika og til- finningu að þekkingunni ógleymdri, sbr. hversu erfitt er að kenna ómúsikölsku barni leyndardóma tónlistarinnar, þó að viðkomandi barn geti komið sér upp einhverri ,,teoríu“ áfull- orðins aldri með ,,markvissu“ streði. A þessu sérðu anmarkana á því að kenna þér leikhúsfræði í einni stuttri grein. Með öðrum orðum: leikhúsiðerfrjálst aðöllu nema misskilningi, vanþekkingu og klaufaskap. Það hefur meira að segja leyfl til að fjalla um borgarastétt liðins tíma, vera „stíft“ ef því þóknast svo; það er ekki í þjónustu neins nema sjálfs sín. Það hefur meira að segja leyfi til að sýna skartbúið fólk klífa fjöll og klöngrast um kletta í sínum fínus'tu sparifötum ,,og geta þetta án þess nokkurs stað- ar sjáist blettureðahrukka.“ Þér fannst afskaplega hlægilegt að „klæða svartskítuga útilegu- menn í glænýjar, tandurhréinar og fagurlega sútaðar túrista- gærur frá SIS.“ Gott; að þú gast einusinni brosað á sýningunrii. Það hvarflar auðvitað ekki að þér, að maður sem staddúr fer í leikhúsi að horfa á Skugga með þvílíku hugarfari er enn þá hlægilegri en sýningin sjálf - jafnvel þótt hún sé frábærlegá vel heppnuð. Nú skal ég segja þér hálfgert leyndarmál, svona til að koma þér á sporið — þetta með hvers- vegna fólk vill sjá Skugga. Það er bara af því að leikritið sjálft hef- ur að geyma ósvikinn húmof. Auk þess færðu þarna á einu bretti þetta sem ég var að minn- ast á + rómantík, barnsiegt hugarfar (svolítið ólíkt þínu, sem hefur það aðallega barnalegt) og jafnvel visst raunsæi og mannúð, þótt Matthíasi virðist að vísu skárra hlutskipti að búa víð órétti í byggð meðal misvondra manna en „fram á regin-fjalla- slóð.“ Þegar ofan á allt þetta bætist hin örlátasta hjartahlýja og afskaplega frjótt málfar, sem engum er ofraun að skilja, þá finnst manni til einhvers að vinna. Jafnvel leikhús er líka opið fyrir þessu. Þú getur líka, ef þú vilt, staldrað við fjölmargt í sýningunni sem gleðja ætti flest skilningarvit, jafnvel hinna þroskuðustu manna. Þeir sem taka þátt i sýníngutini vita að til hennar er vandað eftir föngum, eins og áritiarra sýninga leik- hússiris - vonandi úm árabil. Við VÍtúm líkúj þótt þaðfariframhjá þéf, að sýningin er ekki hönnuð með það fyrir augum að þóknast öliúm, þótt VÍð vildum afreka eitthvað sem er ótnögúlegt. Svona sýtiing ef býggð á form- aðri húgmynd: við reynum ekkí að breyta Matthíasi (að visú var Sigurði Guðmundssyni breyttj jafnvel sett á hann handarhöld, eins og þú tókst eftir. ,,), leikrit- ið var tekið sem ævintýri - setn það og er (þess vegha allt þetta fína fólk upp um fjöll ög firh- indi), og gamla martrtinum leyft að tala frjálslega, m.ö.o. texta hans ekki breytt né reynt að þvinga hann til þjónkunar við ákveðna túlkun. Vera má að boðskapur Matthíasar sé ,,gamaldags“ og ekki beinlinis í umræðunni í dag - hann kynni þó að standa fyrir sínu, þó ekki væri nema fyrir mannkærleika. Þú segir um Matthías að seint verði því neitað að hann sé frem- ur maður magnsins en gæð- anna. Þó að þetta sé ekki mitt fag, efast ég um að þetta fái stað- ist með öllu - ekki án nánari útlistunar. Eg hélt aðflestir vissu að Matthías hefur ort nokkur af bestú kvæðum á okkar tungu, svo ekki sé minnst á þýðingarn- ar á Shakespeare og Byron. - Hefurðu kannski ekki lesið Man- freð? Auðvitað er það æði mis- jafnt sem hann lét frá sérfara, en er það ekki sanngjarnt, með jafn örlátan mann? Það mundi nú æra óstöðugan að eltast við allt sem þú kemur inn á í grein þínni - og höfðar kannski til einhverra. „Hér veður allt í fúski og öðrum slík- um vinnubrögðum sem ekki eru sæmandi leikhúsi sem vill standa undir nafni, svo ekki sé líka mínnst á hugtakið atvinnuleik- hús. Ein sýning af þessu tagi á áratug er nóg en hvað á maður að haida þegar búið er að demba yfir mann tveimur nauðaómerki- legum sýningum á einum vetri? Og hvað tekur við?“ Augljóst er, líka með hlið- sjón af liðinni tíð, að þetta gaspur fær ekki staðist. Menn getur greint á um sitthvað, menn hafa sinn smekk, sína mein- ingu. Við sem vinnum hér í leikhúsinu teljum okkur, af eðli- legum ástæðum, hafa meiri þekkingu á leiklist en þú. Altur á móti mundum við aldrei fara að fjalla um þau svið sem þú þekkir betur en við með offorsi og stór- yrðum á opinberum vettvangi. Við mundum álíta aðviðværum að gera okkur að fífli. Leitt er að lesa klausu þína í niðurlagi greinarinnar um hversvegna leikarar láti hafa sig í að leika í hverju stykkinu á fætur öðru sem ekki stendur undir nafni, eins og þú orðar það órökstutt, nema að þú haldir að sleggjudómar þínir um frammistöðu þeirra í Kamb- an og Skugga-Sveini séu leik- dómur? Þú hefðir betur tekið að þér hlutverk Jóns sterka. 5. 2. ’ 79. Oddur Björnsson. Félagsmálaráð og Félagsmálastofnun Akureyrar I síðasta tölublaði NOROURLANDS var gerð grein fyrir tveim málaflokkum, húsnæðismálum og dagvistarmálum, úr stefnumótun Félagsmálaráðs og Félagsmálastofnunar. Hér á eftir verður sagt frá þremur síðark málefnaflokk- unum. EINSTAKLINGSBUNDIN AÐSTOÐ f upphafi stefnumótunarinnar í þessum málaflokki átelur ráð- ið ríkisvaldið fyrir sinnuleysi í lagagerð og marklýsingu fyrir félagsmálaráð og félagsmála- stofnanir í landinu. Segir þar að aðstoða eigi fólk með ráðgjöf og mögulegri efnahagslegri og fél- agslegri aðstoð til að njóta öryggis og lífshamingju í sam- félaginu. Á þetta við bæði um ytri skilyrði og innri. Leitast verður við með almennu upplýs ingastarfi að leiðrétta útskúf- andi viðhorf samfélagsins til einstakra hópa, sem a.m.k. hluti skjólstæðinga ráðsins telst til og leitaðist við að virkja þessa hópa til sjálfshjálpar. í störfum þessum ber: - að virða sjálfsákvörðunar- i rétt einstaklings og forðast þvingunaraðgerðir eftir föng um. - að gæta fyllsta trúnaðar um einkamál. - að gæta félagslegrar heild- arsýnar, þannig að aðstæður skjólstæðinga skuiu séðar í samhengi við umhverfi hans allt. - að vinna að hæfingu og endurhæfingu skjólstæðinga í stað þess að festa þá í félagslega óbærilegum að- stæðum. - að vinna að því að fyrir- byggja félagsleg vandamál fólks en ekki einasta bæta úr þeim, sem orðin eru. Allri þjónustu skal beitt eftir ýtarlega athugun á öllum að- stæðum og möguleikum skjól- stæðings og að jafnaði ekki fyrr en aðrar nærtækari leiðir eru reyndar. öllum íbúum sveitarfélags - ins skal heimilt að leita þess- arar aðstoðar og skal hún kynnt almenningi eftir föngum. Fél- agsmálaráð, eða í umboði þess starfslið Félagsmálastofnunar Akureyrar, skal meta rétt fólks tii hennar hverju sinni út frá aðstæðum þess í ljósi þeirrar meginreglu að aðstoðin í raun bæti hag skjólstæðinganna og að henni skuli jafnað sem rétt- látast milli þeirra sem hennar þurfa með. SÉRSTÖK VERKEFNI Á kjörtímabilinu mun Fél- agsmálaráð beita sérfyrirendur skoðun og samræmingu laga um framfærslu og félagslega þjónustu, á vegum sveitarfélaga annars vegar og ríkis hins vegar. Félagsmálaráð mun vinna að tillögugerð um efnisatriði þess- arar endurskoðunarlaga. Félagsmálaráð mun beita sér fyrir almennri kynningu á þjón- ustu Félagsmálastofnunar. Þeg- ar á árinu 1979 mun verða gefinn út dreifingarbæklingur með það fyrir augum að kynna almenningi rétt sinn og mögu- leika á þjónustu stofnunarinn- ar, eftir því sem unnt er. Félagsmálaráð mun setja um það reglur, hversu skuli farið méð fjárhagsaðstoð til skjól- stæðinga stofnunarinnar. Þá mun ráðið koma föstu skipulagi á eftirlit sitt með ráðstöfun þjónustu á vegum ráðsins með ársfjórðungslegu yfirliti yfir alla fjárhagsaðstoð, heimilisþjón- ustu og húsaleigur. ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA í upphafi þessa kafla stefnu- mótunarinnar er lögð áhersla á þörfina fyrir dagvistaraðstöðu, þar sem aldraðir gætu dvalist umdaga. Heimilisþjónustanein dugir ekki fyrir allmarga, sem þurfa hvorki né vilja fara á elliheimili. Með dagvistarað- stöðunni þyrfti að vera mötu- neyti, jafnvel fólki gefinn kostur á að taka með sér mat heim. í boði þyrfti einnig að vera tómstundaraðstaða og hvíldar- aðstæður. Kanna þyrfti fjár- hagslega aðild ríkisvaldsins að slíkri framkvæmd og hvort áhugi væri meðal félagasam- taka um slíkt verkefni. Allmarg- ir aldraðir og öryrkjar geta og vilja inna af hendi vinnu, en hafa ekki yfir vinnugetu að ráða, sem vinnumarkaðurinn vill nýta sér. Mikil bót væri að nokkrum vernduðum vinnu- stöðum og þá ekki síður mið- stöð fyrir heimilisiðnað, sem fólkið gæti starfað við heima- fyrir eftir getu sinni. Kannaður verði áhugi mið- aldra og eldra fólks, sem býr orðið í sér óþarflega stórum og óþægilegum íbúðum eða hús- um, á skiptum. Gæti ráðið í samvinnu við Húsnæðismála- stofnun, gengist fyrir stofnun byggingarsamtaka, sem hefðu að markmiði byggingu smærri íbúða í raðhúsi á góðum stað í bænum fyrir eldra fólk og léti það eldri íbúðir eða hús upp í kostnað. Þá er í þessu sambandi ítrekuð þörfin á fjölgun leigu- íbúða á vegum bæjarins'. Teknir verði upp fastir fundir með fulltrúum Félagsmálastofn- unar, FSA og dvalarheimil- anna, um samræmingu þjón- ustunnar við aldraða, nýtingu vistrýma, heimilisþjónustu o.fl. Félagsstarfsemi þá sem rekin er í „opnu húsi“ þarf að efla bæði að aðstöðu, fjölbreytni og aðsókn. Með aukinni fjöl- breytni höfðaði hún til fleira eldra fólks. Væri hún oftar mætti mun frekar en í dag hamla gegn einangrun eldra fólks. Forsenda þess er að félags- starfsemin hafi yfir föstu hús- næði að ráða. Þá bæri að stefna að aðild og umsjón aldraðra sjálfra með félagsstarfinu auk- ist þannig að fremur verði um félagsstarf þeirra en félagsstarf fyrir þá að ræða. HEIMILISÞJÓNUSTA Starfsemi heimilisþjónust- unnar skal aukin samhliða eftirspurn, þannig að alltaf sé hægt að sinna nýjum beiðnum. Hlutverk heimilisþjónustunnar er samkv. reglugerð að veita öldruðum aðstoð við að búa sem lengst í heimahúsum, að- stoða sjúklinga i heimahúsum, hafa umsjón með heimili i veikindaíjarveru húsmóður eða heimilisföður, aðstoða fatlaða, veita ráðgjöf um hússtjórn og sinna samkv. mati annars konar beiðnum sem berast. Mestur I hluti heimilisþjónustunnar er veittur öldruðum, til að þeir geti sem lengst búið heima. Nauð- synlegt er, að sjúkrahús og dvalarstofnanir geti tekið við fólki þegar dagleg þjónusta dugir ekki lengur og fólkið er hjálparþurfi allan sólarhring- inn. Þarf slíkum sjúkrarýmum að fjölga mjög frá því sem nú er, því neyðarástand ríkir. Er hér lokið lauslegri endur- sögn úr stefnumótun Félags- málaráðs og Félagsmálastofn- unar. Ástæða er til að taka fram að stefnumótunin tekur til alls kjörtímabilsins og samkomulag varð meðal fulltrúa flokkanna i Félagsmálaráði um hana. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig flokkarnir í bæjarstjórn koma til með að fylgja henni eftir á næstunni. NORÐURLAND er hér eftir sem hingað til opinn vettvang- ur til skoðanaskipta og um- ræðna um félagsmál almennt og þessa stefnumótun sérstaklega. Til aðstoðarskjólstæðingum 3. Viststofnanir Akureyr- sínum skal Félagsmálastofn- arbæjar. un Akureyrar beita m.a. 4. Heimilisþjónusta. eftirfarandi þjónustuleiðum 5. Ráðgjöf og sérfræðileg og úrræðum: meðferð einstaklinga ogfjöl- skyldna. 1. Leiguhúsnæði Akureyrar 6. Milliganga viðstofnan- bæ.)ar-. ir og félagskerfi. 2. Fjárhagsaðstoð í láns- 7. Tímabundnar vistanir. eða styrkformi. 8. Tilsjón og eftiriit. Gamli maðurinn. Oliukrítarmynd eftir Ragnar Lár. NORÐURLAND- 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.