Norðurland - 22.02.1979, Side 4

Norðurland - 22.02.1979, Side 4
Helgi Ólafsson Skákþrautin Lausnin á Benkö-dæminu hefur væntanlega ekki vafist fyrir mönnum. í fyrra tilfellinu þegar hvítur lék fyrsta leiknum var á þessa leið: 1. Kcl Kb3 2. Dg8 mát. í hinu tilfellinu þegar svartur lék fyrst var lausnin þessi: 1. Kb5 (NB Þetta er leikur svarts.) 1. ... Dxa4+ 2. Kxa4 Rc3 mát. Og þá er það þraut vikunnar: Hvítur mátar í 2. leik. Bréf til blaðsins Kæra NORÐURLAND. Nú get ég ekki lengur orða bundist. Mér finnst fylgja þessu blaði einhver leiðinda órói. Er ekki hægt að líta á hið fagra í líf- inu og segja meira frá því. Við erum líka vön því hér á Akur- eyri, að allt sé rólegt hér og ekki sé sífellt verið að gera því skóna að eitthvað illt séásveimi. Enda það ekki til staðar. Og eins og ritstjóri Dags sagði einhvern tíma að menningarlífið á Akur- eyri er kyrrt og stillt eins og Pollurinn. Þess vegna finst mér ósmekklegt að skrifa í þessum tón um leikhúsið okkar. Til að vera ekki ósanngjörn verð ég þó að segja að mannin- um mínum finnst skákþátturinn svosem ágætur, en mér finnst ágætt að fá krossgátuna, þótt hún sé oftast alltof erfið. Ann- að í blaðinu er svo mengað nei- kvæðri afstöðu og pólitík, sem venjulegt fólk hefur engan áhuga á, að ég barasta mátti til með að láta álit mitt í ljós, þótt ég sé ekki vön að skrifa í opin- ber blöð. Ein sem gat ekki lengur orða bundist á Syðri Brekkunni PS. Meðar ég man, mér finnst virkilega áberandi hvað blaðið heldur einhliða með Þór. (Son- ur minn sem er í KA benti mér á þetta og sagði að vinum hans fyndist það þjóðþrifaverk að gera eitthvað í málinu.) Sama Athuga- semd Ingólfur Árnason bæjarfulltrúi hringdi vegna frásagnar af bæj- arstjórnarfundi í síðasta Norð- urlandi. Sagði hann sig hafa sagt, að hann hefði „áhuga á fleiri málaflokkum en dagvist- armálum", en ekki eins og segir í síðasta Norðurlandi „öðrum málaflokkum en dagvistar'mál- um“. 4 - NORÐURLAND Alltaf eitthvað nýtt í VEFNAÐARVÖRUDEILD: Úrval af kvenfatnaði og snyrtivörum. í HERRADEILD: Glæsilegur skíðafatnaður. Hagstæð verð. í SPORTVÖRUDEILD: Skíði, skíðaskór og skíðabindingar. Lítið inn og gerið góð kaup. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 Matargerðarfólk! Nýir SÉRRÉTTIR Uppskriftir til matargerðar fá.st í næstu búð. KJÖRBÚÐIR^f^ \ AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR ÚTBOÐ Stjórn Dvalarheimilanna á Akureyri óskar eftir tilboð- um í að byggja 12 raðhúsaíbúðir við Dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Útboðsgögn verða afhent frá og með 23. febrúar 1979 á teiknistofu Húsameistara Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 5, 3. hæð, gegn skilatrygg- ingu að upphæð kr. 50.000. Tilboðin verða opnuð þann 9. mars 1979 á bæjarskrif- stofunni, Geislagötu 9, kl. 14.00. F. h. Stjórnar Dvalarheimilanna. Teiknistofa Húsameistara Akureyrarbæjar. TILKYNNING frá félagi pípulagningamanna á Akureyri Að gefnu tilefni viljum við eindregið vara við að rétt- indalausir og ófaglærðir menn séu að vinna við pípu- lagnir. Stjórn félags pípulagningamanna. RÐSEIMDING TIL BÆNDA TÍMANLEG PÖNTUN TRYGGIR TÍMANLEGA AFGREIÐSLU. VI3 viljum hvetja bændur, svo og aðra viðskiptamenn ökkar, sem hyggja'á búvélakaup á komandi vori og sumri, til að kanna nú þegar hugsanlega þörf sína og koma pöntunum til okkar sem fyrst. i MF Massey Ferguson 2 HEYÞYRLUR INTERNATIONAL HARVESTER OG VINNUVÉLAR LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR áður en þér feslið kaup annars slaðar.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.