Norðurland


Norðurland - 22.02.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 22.02.1979, Blaðsíða 5
IÞROTTIR Einstaklingsframtakið Dugði skammt Sportið gekk sinn vanagang um helgina. Körfuknattleikslið Þórs lék gegn Val á laugardag- inn í Skemmunni. Aldrei þessu vant fóru Þórs- arar vel af stað og voru grimmir bæði í vörn og sókn. Þeir komust fljótlega í 10-2 stig og leiddu fram í miðjan hálfleik- inn. Þátóku hins vegar Valsarar ógurlegan sprett og breyttu stöðunni úr 21-25 í 39-25 sér í vil. Þórsliðið lifnaði þá viðaftur eftir slælegan kafla, þó þeim tækist aldrei að brúa bilið fullkomlega í leiknum. í hálfleik höfðu Valsarar tíu stiga forystu 53-43 stigum. Áhorfendur lifðu þó enn í voninni um sigur ekki síst vegna þess hve Mark hafði verið rjómagóður. Það sýndi sig í þessum leik, að ekki dugir að byggja lið upp á einum eða tveimur afburðamönnum. Þau lið eru farsælust sem hafa á að skipa jafnsterkum leikmönnum og hafa yfir að ráða mestu breiddinni. Þessi leikur var ansi líflegur á köflum og er efalaust sá besti hjá Mark Christiansen í vetur, og koma þó margir leikir til álita. Hann gerði oft á tíðum alveg ótrúlega fallega hluti. Valsmenn létu aldrei deigan síga í leiknum og upp- skáru þrautseigju sína í sigri yfir skörðóttum Þórsurum Hjá Þór stóð Jón Indriðason vel fyrir sínu að vanda, eins og Mark. Enn fremur átti Eiríkur Sigurðsson ágætan leik. Loka- tölur urðu 101 stig Vals gegn 91 stigi Þórs. Stig Þórs: Mark 41, Jón 18, Eiríkur 12 og aðrir minna. Stig Vals: Tim Dwyer 27, Kristján Ágústsson 20, Ríkharð ur Hrafnkelsson 16 og aðrir minna. Vissulega er þörf félags- hyggju og samvinnu inn í raðir Þórsara eigi að takast betur til. Hátt skal reitt til hefndarhöggs. Alfreð Gíslason á lofti. Frœkileg suðurferð Leikmenn annarar deildarliðs Þórs í handknattleik hafa átt annríkt undanfarið. Um helgina héldu þeir í suðurgöngu og þar hélt baráttan áfram fyrir 1. deildarsætinu. Á laugardaginn Iék Þór gegn Ármenningum. Eftir algeran toppleik í fyrri hálfleik og geysi harðan seinni hálfleik tókst Þórsurum að kroppa í safnið tvö kærkomin stig. Staðan í hálfleik var 14-9 fyrir Þór, en seinni hálfleikur var mun jafn- ari og endaði með ágætum sigri Þórs 23 mörk gegn 22. Daginn eftir stóðu Þórsarar aftur í ströngu. Þá varð Leiknir fyrir barðinu á baráttuglöðum Þórsurum. Þeir tóku leikinn strax í upphafi í sínar hendur og leyfðu Leiknismönnum aldrei að komast upp með neitt múður. Þeir gjörsigruðu sunn- anmenn með 30 mörkum gegn 15. Þar með var glæstri sigur- göngu sunnan heiða lokið að sinni. KA strákarnir NÁÐU JAFNTEFLI Ég heflœrt. stendur frammi fyrir þeim vanda hvernig hjálpa megi nem- andanum til þess að finna sína eigin leið, koma fram með eigin hugmyndir, ekki annarra. Nem- andinn verður að gera sér ljóst, að hann á umfram allt að vera # Framhald af baksíðu. hann sjálfur, en ekki eftirlíking af einu eða neinu. - Værirðu tilkippilegur að koma aftur og leiðbeirta öðru sinni? - Ég er til í það. Mér hefur flogið í hug, að gaman væri að drífa upp með mér dálítinn hóp svona 5-6 manns og flytja á tón- leikum hér t.d. fjórhend píanó- verk Schuberts, nú og fleira mætti hugsa sér. Jú, ég vildi gjarnan koma aftur, ég læri af þessu sjálfur. q Á miðvikudaginn í sl. viku fór fram viðureign erkifjendanna Þórs og KA um Akureyrartitil- inn í handknattleik 1979. Þegar þessi tvö lið etja kappi saman þurfa menn ekki að óttast neina lognmollu eða doða inn á leikvellinum. Þessi leikur bar það líka með sér að bæði liðin höfðu einsett sér að sanna yfirburði sína fyrir lýðnum. Þrátt fyrir allt var óvenju lítið um stimpingar og pústra leikmanna á millum ef miðað er við fyrri orustur liðanna. KA-menn voru heldur skárri í byrjun, - enda fór Þórsliðið heldur seint í gang. Staðan í hléinu var 12 gegn 9 fyrir KA. í seinni hálfleik færðist heldur betur fjör í leikinn og gætti mikils tauga- stríðs innan vallar jafnt sem utan. Þegar nokkrar mínútur voru eftir voru KA-menn yfir 22-20, en af sínu alkunna harðfylgi jöfnuðu Þórsarar. Þegar flautað var til leiksloka voru Þórsarar að heQa sókn, sem trúlega hefði fært þeim sigurinn. Liðin verða því að reyna með sér aftur. Ekki er ákveðið hvenær sá leikur fer fram. Flest mörk Þórs skoraði Jón Sigurðsson eða 5 alls, Sigtrygg- ur 4, Sigurður 3 og Einar Björnsson 2. Flest mörk KA: Jón Árni 7, Gunnar 4, Alfreð 3, Þorleifur og Hermann tvö hvor. Sekúndubroti síðar þandi vítis- knöttur Sigtryggs möskvana í marki KA. Húshjálp óskast Þrennt fullorðið í heimili. Vinnutími eftir sam- komulagi. - Upplýsingar í síma 24270. PISTIL.L VIKUNNAR Leikfélag Akureyrar Skugga-Sveinn Sýning fimmtudag kl. 20.30 og sunnudag kl. 16.00. Ellilífeyrisþegum á Akureyri og nágrenni veittur afsláttur á sunnudagssýninguna. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 17.00. Sími 2-40-73. Leikfélag Akureyrar. Hugsað til stjórnarinnar Sú ríkisstjórn, sem nú fer með völd hefur sérstöðu að því leyti að til hennar virðast gerðar meiri kröfur en nokkurrar annarar, sem komið hefur við sögu hér- lendis. Vinstri kjósendur, sem veittu henni brautar- gengi, ætlast vitanlega til þess að hún fylgi vinstri stefnu í öllum greinum og sé stjórn vinnandi fólks til lands og sjávar. Ekki getur það talist ósanngjarnt. Hægri kjósendur, sem halloka fóru í kosningunum, hafa aftur á móti ekki verið sanngjarnir í sínum kröfum. Stjórnin hafði ekki verið við völd lengur en eina viku, eða kannski tvær, þegar íhaldið ætlaðist til að hún væri búin að leysa allan þann vanda, sem það skapaði á stjórnartíð sinni og hljóp síðanfrá ífumi og ráðvillu. Og íhaidið ætlaðist einnig til að nýja stjórnin gæti greitt allar gamlar óráðsíuskuldir þess, án þess að nokkurt landsins barna fyndi fyrir auknum þunga í skattabyrð- inni. Eitt er víst, að það má teljast stjórninni góður styrkur hversu óbermilega stjórnarandstöðu hún hefur við að fást. Það má flokkast undir bráðsniðugt áramótaskaup þegar fyrrverandi forsætisráðherra birtist á sjónvarps- skjánum og kann nú allt í einu ráð við öllum vanda, og boðar launabætur og skattfrelsi með alvörusvip, sem margur atvinnuleikarinn mætti öfunda hann af. Nú mun allur þorri vinstri manna óska þess og vænta að ríkisstjórnin geti komið sér saman um aðgerðir í efnahagsmálum og annan aðkallandi vanda, því að sannarlega mætti það kallast þjóðarógæfa ef íhaldið yrði leitt til stjórnarforystu á ný, í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Það horfir nú vonaraugum til þeirra óeiningar, sem er nú ríkjandi á stjórnarheimilinu. Hin aldna framsóknarmaddama gerist ofurlítið dintótt og vill ,,snúa hinsegin þegar Ragnar vill snúa svona." Kratanýgervingarnir eru dálítið hvikulir og minna á litlu andarungana, sem ,,ætla út á haf, fyrst í fjarlægð skima, og fara svo í kaf." Ekki er þó sjáanleg- ur í þeim hópi neinn Ijótur andarungi, sem líkur eru til að eigi eftir að birtast í svanalíki. Hinir ungu ráðherrar Alþýðubandalagsins eru allir greindir og mannvæniegir stjórnmálamenn og það væri mikill skaði ef þeim gæfist ekki færi á að verða virtir og metnir af verkum sfnum. Með hækkandi sól eflist vonandi einhugur og bjartsýni í stjórnarherbúð- unum, svo að þar verði tekist á við vandamálin af festu og manndómi. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.