Norðurland


Norðurland - 01.03.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 01.03.1979, Qupperneq 3
Tryggvi Jakobsson skrifar: Tryggvi Jakobsson. Nýlega litu dagsins ljós tillögur framhaldsskólanefndar um til- högun framhaldsskóla á Akur- eyri. Áður hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðum nefnd- arinnar hér í blaðinu og athuga- semdir þar um borist frá nokkr- um kennurum Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Hér er stór- mál á ferðinni og nauðsynlegt að um þaðséijallaðafsemflest- um. Skólamál eru öllum við- komandi og síst má sýna þeim tómlæti. Skólinn er vinnustaður nem- enda. í ljósi þess þarf að búa svo að nemendum á vinnustað þeirra, að tryggt sé að ekki bitni á námsárangri og félagsþroska þeirra. Þetta á sérstaklega við um skóla þar sem áfangakerfi hefur verið upp tekið í stað hins almenna bekkjakerfis. Sam- kvæmt tillögum framhalds- skólanefndar á að stefna að því að taka upp samræmt áfanga- kerfi við alla framhaldsskólana á Akureyri. Nám í áfangakerfi krefst mun meiri aðbúnaðar nemenda á vinnustaðnum sjálfum en nám í bekkjakerfi. Þar sem valmögu- leikum fjölgar gífurlega og heita má að hver einstakur nem- andi hafi sína eigin stundaskrá verður ekki hjá því komist að mun meira verður um eyður í stundaskránni heldur en í almennu bekkjarkerfi. Þetta Enn þýðir í raun, að vinnudagur nemenda í skólanum lengist. í þeim skóla sem ég þekki best, Flensborgarskóla, er algengt að nemendur séu í skólanum frá kl. 8 til amk. 4 eða 5. Það sér hver heilvita maður að eftir svo langa vinnu er ekki mikil orka afgangs til heimanáms, auk þess sem flestir vilja eiga frí á kvöldin. Þetta þýðir því að nauðsynlegt er að taka starfsaðstöðu nem- enda í skólanum með í reikning- inn frá byrjun.Framhaldsskóla- nefndin telur að með tilkomu áfangakerfis í M.A. aukist nýting húsrýmis um 30% vegna lengri vinnudags. En er þá ekki bara horft á það sem að kennslunni snýr, en öðru gleppt? Þar á ég við atriði eins og rúmgóðar lesstofur, félags- athvarf og mataraðstöðu sem skólinn kallar óhjákvæmilega á. Ef þessum hlutum er ekki sinnt tel ég verr farið en heima setið. Áfangakerfi er dýrt í fram- kvæmd og húsnæðissfrekt, ef vel á til að takast. En kostir þess fyrir nemendur eru líka ótvíræð ir, að því tilskyldu að sómasam- lega sé að því búið af stjórnvöld um. Annað atriði sem snertir nem endur mjög er hinn ráðgefandi þáttur skólans. Það er augljóst að nám í áfangakerfi krefst þess að við skólann starfi Náms- ráðunautur og Áfangastjóri auk annarra starfsmanna, sem starfa að leiðbeiningum og fram kvæmdum við námsval. Ég held að það megi teljast fullreynt að nemendum er mikil þörf á ýmis konar ráðgjöf varðandi námið. Skipulag þess getur orðið nem- endum mikil ráðgáta. Það gildir að geta séð fram í tímann og byggt upp samkvæmt því. Þá er Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarráðs í. Iðju félagi verksmiðjufólks á Akureyri. Ber samkvæmt því að skila listum skipuðum fimm aðalmönnum og fjórum til vara í stjórn og vara- stjórn. Sex mönnum í trúnaðarráð og fjórum til vara. Hverjum lista fylgi skrifleg meðmæli 100 fé- lagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félags- ins Brekkugötu 34, eigi síðar en kl. 11 f.h. mánu- daginn 5. mars n.k. Stjórn Iðju Auglýsing um uppboð Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og ýmissa lögmanna fer fram opinbert lausafjáruppboð við lögreglustöðina á Akureyri föstudaginn 9. mars 1979 kl. 13.30 Seldur verður ýmiss óto|lafgreiddur varningur svo og bifreiðarnar AC325, 3187, 3489, 3653, 4544, 5693, 6502, 6S47, 6858, 7032 og lttasió» varpstæki af geróinni Nordmende spectra. Það verður nokkurt magn af kjólum selt á frjálsu uppboði. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn á Akurayti 26. febrúar 1979. um skólamál og ógetið þess ráðgjafa sem hvað nauðsynlegastur er, en það er Umsjónarkennari. í áfangakerfi er mjög nauðsyn- legt að nemendur geti myndað einhverjar heildir sem komið geta í stað bekkjanna gömlu. Til þess er ákjósanlegt að hafa um- sjónarkennara og - tíma sem nemendur sæki amk. viku- eða hálfsmánaðarlega. Umsjónar- kennari sér þá um ,,nánasta“ samband skólans við nemendur og til hans geta nemendur leitað með vandamál sín. Gildi um- sjónarhópanna er einnig ótvírætt til að efla samkennd nemenda og félagsþroska, sem Um mikilvægi félagslífs utan hins venjulega skólatíma þarf vart að efast. Ekki á það síst við um áfanga- kerfisskóla, þar sem öfiugt félagslíf getur að miklu leyti komið í stað hugsanlegrar ein- angrunar nemenda í völundar- húsi áfangakerfisins. í 6. tbl. Norðurlands gaf að líta ömurlega lýsingu Flensborgar- kennara á því hvernig vondur aðbúnaður í skólanum hefur leikið félagslíf nemenda. Það ætti að verða víti til varnaðar og sýnir glöggt hvað hér er um mikilvæg atriði að ræða. Lík- lega væri heillavænelgt að yfir- Frá upphafi hefur það verið markmið fjölbrautaskóla að sameina og samræma verknám og bóknám. Misjafnlega virðist hafa til tekist í hinum ýmsum skólum og oft hefur róðurinn verið þungur, td. þegar kenn- arar Flensborgarskóla neydd- ust til að fara út í verkfallsað- gerðir til að ná jafnræði verk- náms- og bóknámskennara. Þessu markmiði má ekki tína í öllu því „kerfi“ sem áfangakerf- inu fylgir. Á Akureyri eru að- stæður að mörgu leyti góðar til þess að byggja upp góðan sam- ræmdan framhaldsskóla, ekki síst með tilliti til samþjöppunar Heldur hann sínum sjarma sem fjölbrautaskóli? annars yrði allt of lítill gaumur gefinn. Áfangakerfisskólar krefjast einnig góðra bókasafna, sem að staðaldri geta sinnt þeirri skyldu að vera vinnustaður nem- enda. Á þeim þarf að starfa bókasafnsfræðingur, sem er vel hæfur til að liðsinna nemendum við hin ýmsu verkefni sem þeir leita til safnsins með. stjórn skólamála hér í bæ kynnti sér sérstaklega hvað miður hef- ur farið í þeim skólum þar sem áfangakerfi hefur verið tekið upp, td. með því að tala við nem endur í þessum skólum ekki síður en yfirmenn þeirra. Það má nefnilega ekki gleyma því að skólinn er fyrir nemendur, en ekki þá sem föndra við að stjórna þeim.____________________ núverandi framhaldsskóla á Brekkunni. Það er því ekki síð- ur skipulagið utan dyra og i byggingarmálum sem' þarf að takast á við, en hið innra skipulag skólanna. Að lokum ber ég fram þá ósk að bæjaryfirvöld eignist þá gæfu að leiða þessi mál til lykta með því að nýta kosti og varast galla þeirra skóla sem nú búa við áfangakerfi,______________ Innrás Kínverja í Víetnam harðlega mótmælt Otœht „uppeldisstríð“ stofu NORÐURLANDS berast mótmælaskrif af þessu tilefni í nokkrum mæli. Þ.á.m. grein eftir fyrrverandi formenn Viet- namhreyfingarinnar, en sú grein birtist sem dagskrárgrein í Þjóðviljanum fyrir nokkrum dögum. Eftirfarandi fréttatil- kynning var að berast blaðinu: Baráttuhreyfing gegn heims- valdastefnu fordæmir harðlega innrás kínverska hersins í Víet- nam. BGH vísar á bug þeirri réttlætingartilraun kínversku stjórnarinnar að árásin sé refs- ing. Þetta er samskonar yfir- varp og heimsvaldasinnuð ríki hafa beitt til að færa út veldi sitt, m.a. urðu Kínverjar sjálfir fyrir slíku. Árásin verður áenga lund réttlætt með tilvísun til þeirra atburða sem gerst hafa í Kamp- útseu undanfarið. Þessi árás veldur málstað sósíalismans og baráttu gegn heimsvaldastefnu ómældum skaða og getur opn- að heimsvaldastefnu leið til að efla tök sín á SA-Asíu. f. h. Baráttuhreyfingar gegn heimsvaldastefnu (áður Viet- namnefndin á íslandi). örn ólafsson, formaður. NORÐURLAND - 3 Heimsbyggðm mestöll fyllist Vietnam þessa dagana sem von viðbjóði á innrás Kínverja í er. Hingað á ritstjórnarskrif- Heimil er PHIL istækjaúrvalið hjá okkur! jj Husqvarna PHILIPS Bwail: íowenla | Alml IIVÍ Vi wm\ GLERÁRGÖTU 20 - SÍMI 22232

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.