Norðurland - 15.03.1979, Síða 2

Norðurland - 15.03.1979, Síða 2
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigurðarson, Páll Hlöðvesson, Katrin Jónsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guðmundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Þjóðnýtum utanríkis- verslunina Nú undanfarið hafa mál verslunarinnar verið ofar á baugi en nokkru sinni, og er það sannarlega ekki að ófyrirsynju. Kannanir hafa nú loks verið gerðar af hálfu verðlagsstjóra varðandi frammistöðu þeirra, sem trúað er fyrir því að versla við útlönd fyrir hönd íslenskra neytenda. Niðurstöður þessara kannana hafa verið ógnvekjandi og fært sönnur á, að þær illu grunsemdir, sem ýmsir hafa haft uni starfsaðferðir heildsalanna, eru smámunir einir hjá veruleikanum. Svo er að sjá, að sá leikur að syna gjaldeyrisyfirvöldum mun hærra inn- kau|isverð en gangverð vörunnar er á innkaupsstað sé leikinn í svo stórum stíl, að varla séu aðrir innflytjendur saklausir en einstakar undantekningar. Sú kenning að íslenskir heildsalar séu hafðir að ginningarfíflum er- lendis fær að sjálfsögðu ekki staðist, en hún virðist þó eiga að vera það haldreipi, sem nota á til að bjarga mannorði þeirra á yfirborðinu og fyrir dómstólum, ef til þeirra kasta kemur. Með hliðsjón af því, að hér er uni ótrúlega háar upphæöir í erlendum gjaldeyri að ræða, er það næsta furöulegt að ekki skuli nú þegar hafa verið gripið til málshöfðana eða, ef það er talið óráðlegt, til lagasetninga, sem taki af öll tvímæli um, að sá leikur, sem hér var rakinn, verði ekki liðinn. I>aö er amk. öruggt að margur neytandinn mun nú sannfærast um það, að einkaaöilum sé ekki trúandi fyrir innflutnings- versluninni. Neytenda- samtökin Nú um nokkurt skeið hafa starfað á höfuðborgarsvæð- inu svokölluð neytendasamtök, og nú er fyrirhugaö að stofna deild úr þeim hér í bæ. í okkar verðbólguþjóð- félagi er þannig komið, að verðskyn fólks er alveg hætt að veita verslununum nokkurt aðhald, og því er sannar- lega ekki vanþörf á, að samtök þessi reyni að ráða nokkra bót á í þeim efnum. Varla mun þó snöggra breytinga að vænta, og víst verður full þörf fyrir vak- andi verðlagseftirlit eftir sem áður, en engu að síður yrði þaö hollt fyrir alla ef söluverð algengra neysluvara yrði birt eins og það er hverju sinni í hinum ýmsu verslunum og þess jafnframt getið, hverjar verslanirnar eru. í því vöruflóði, sem yfir okkur dyriur, er erfitt að átta sig, og ekki gerir auglýsingaskrum kaupsýslumannanna það léttara. Það er því full þörf á að koma á fót einhverri miðstöð til að leiðbeina þeim neytendum, sem það vilja, og gæta hagsmuna þeirra, ef þeir liafa verið blekktir. Til að rækja þetta leiðbeiningarhlutverk er nauðsynlegt að búa yfir nokkurri kunnáttu í lögfræði svo og að hafa góða vöruþekkingu, og því er vafasamt, að slíkri þjón- ustu verði komið á í skjótri svipan, en nauðsynlegt er að heljast handa, og vissulega mun sú reynsla sem erlend neytendasamtök hafa aflað sér á þessu sviði koma að notum, Að lokum skal á það bent aö hagsmunasamtök neyt- enda hafa ríka ástæðu til að berjast gegn öllum hug- mvndum um frjálsa álagningu,sem nú ersvo mjög á loft haldið. Dæmiö um leikföng ætti að vera okkur nægi- legt víti til varnaðar í því efni. .1 Askja er ein af skærustu perlum íslenskrar náttúru. Fcrðafclag Akureyrar verður á þeim slóðum um miðjan júlí. Á landsins vit Aðalfundur Ferðafélags Akur- með Ferðafélagi Ahureyrar eyrar var haldinn fimmtudag- inn 8. þ.m. Fóru þar fram venju- leg aðalfundarstörf, auk þess sem rætt var um starfsemi fé- lagsins á liðnu ári og væntanlegt starf í framtíðinni. Á árinu eru allmiklar fram- kvæmdir áætlaðar, m.a. við skála félagsins. í þeim er öllum heimil gisting meðan húsrúm leyfir gegn greiðslu gistingar- gjaldsins og góðri umgengni. Þó sitja ferðir á vegum félagsins ávallt fyrir um pláss. Þeir sem hyggjast gista í Lamba á Glerárdal, eru beðnir að láta einhvern stjórnarmeð- lim vita, til þess að koma í veg fyrir að skálinn sé fullsetinn þegar að er komið. Gönguleiðin upp að Lamba verður væntanlega merkt betur á árinu, og í ráði er að setja göngubrú á Lambá, ef unnt reynist að kom efninu á staðinn. Ennfremur er stefnt að því að kanna gönguleiðir í dalnum og annars staðar á félagssvæðinu og merkja inn á kort. Á síðasta sumri var merktur og stikaður vesturhluti Vatna- jökulsvegar (Gæsavatnaleiðar), og er vonast til þess að unnt reynist að ljúka því starfi í sumar. Athygli skal vakin á því að ferðir Ferðafélagsins eru öllum opnar, en sé fjöldi þátttakenda takmarkaður, sitja félagsmenn fyrir. Sjálfsagt er að panta tím- anlega til að tryggja sér pláss. Ferðirnar eru seldar sem næst kostnaðarverði, sem þýðir að gönguferðir án aksturs eru ókeypis. Til að skrá sig sem félaga í Ferðafélaginu nægir simtal við Framhald á bls. 3. FERÐAAÆTLUN 1. 18.3 2. 25.3. 3. 31.3. 4. 8.4, 5. 14.-15.4. 6. 22.4 7. 28.4. 8. 1.5. 9. 6.5. 10. 13.5. 11. 19.5. 12. 27.5. 13. 2.-3.6. 14. 9.6. 15. 15.-17.6. 16. 23.6. 17. 30.6.-3.7. 18. 1.7. 19. 7-8.7. 20. 10.7. 21. 11.-15.7. 22. 13.-15,7. 23. 21.7. 24. 18.-22.7 25. 26.7. 26. 28.7. 27. 28.-29.7. 28. 5.-7.8. 29. 9,-12.8. 30. 17.-19.8. 31. 24.-26.8. 32. 1.-2.9. 33. 2.9. 34. 8.9. 35. 22.-23.9. Súlumýrar. Göngu- eðaskíðaferð. Sklðagönguferð um Staðarbyggðarmýrar. Blldsárskarð. Skfðagönguferð á Glerárdal. Páskar f Lamba. Þorvaldsdalur. Sklðagönguferð. Kaldbakur. Göngu- eða skfðaferð. Súlur. Kötlufjall. Möðrufellshraun. Fjöruferð - Blómsturvellir. Vaglafjall. Gönguferð. Langanes með fuglaskoðun. Dalvfk - Ólafsfjörður. Kvöldferð. Herðubreiðarlindir. Bræðrafell. Gengið á Herðubreið ef viðrar. Laxárdalur í S.-Þingeyjarsýslu. Gönguferð. [ Flatey og Fiörðu. Sameiginleg ferð með Ferðafélagi Islands. Farið verður með báti frá Húsavík til Flateyjar og f Fjörðu. Þaðan ganga þeir sem vilja um Keflavfk og Látraströnd til Grenivlkur. en aðrir geta farið samdægurs með bátnum til Húsavlkuraftur. Leyningshólar. Fjölskylduferð með leikjum og pylsugrilli. Hvannastóð. Gæsadalur. Lúdent. Þrengslaborgir. öku- og gönguferð. Kleifarsteinar í Svarfaðardal. Kvöldferð. Bræðrafell. Gengið þaðan um umhverfið (tvo daga en síðan f öskju og sameinast hópnum úr22. ferð. Herðubreiðarlindir. Svartá. Vaðalda. Askja Barkárdalur. Héðinsskörð. Hjaltadalur. Gönguferð. Snæfellsnes. Breiðafjarðareyjar. Sögustaðir (Hörgárdal. Kvöldferð. Bleiksmýrardalur. Fjölskylduferð f Laugafell. Brúaröræfi. Gist I Tungnafelli. Farið þaðan á Arnarfell, i Vonarskarð og e. t. v. fleira. Lambahraun. Hofsjökull. Ásbjarnarvötn. Laufrönd. Ásbyrgi. Hljóðaklettar. Hólmatungur. örnefnaferð á Glerárdal. Berjaferð f Fellsskóg. Haustferð I Herðubreiðarlindir. Þættir úrsögu sósíalismans. Jóhann Páll Árnason: Sósialismi í marxiskum skiln- ingi, er ekki sama sem félags- leg eign d framleiðslutœkjum. Hún er að vísu nauðsynleg, en aðeins sem eitt affrumskilyrð- um. Engu minna máli skiptir, að það þjóðfélag, sem tekur J'ramleiðsÍutœkin isinaeign, sé um leið umskapað, og sjálf- srjórn meðlima þess komi i stað stéltarkúgunar og ríkis- valcis. EJ'naleg framleiðsla þjóðfélagsins verður hvorki miðuð viö neyzlu forréttinda- hópa, né heldur verður hún takmark i sjálfri sér, heldur á hún að stefna að sem heztri uppfyllingu einstaklings- og þjóðfélagsþátta. Og síðast en ekki sizt: Þœr þarfir eru ekki J'yrirfram gefm staðreynd, heldur er það hlutverk sósíal- ismans að þroska þœr. Þess vegna tengja höfundar marx- ismans sösialismann við stytt- ingu vinnutimans, við það markmið að gera efnalega framleiðslu að aukaatriði i daglegu lifi þjóðfé/agsins, í 4 stað þess að hún útheimti meirihlutann af orku þess og tima. Sjálfvirkni núlimans hefur gert þetta markmið raunsœrra en það lengi vel virtist. Svo fremi að menn vilji kalla sig marxíska sósíalista, hljóta þeir að halda fast við þennan skilning hugtaksins. Þá getur ekkert þeirra þjóð- félaga, sem tileru i dag, kallazt mec) fullum rétti sósíaliskt, hins vegar hefur sósialiskum úrrœðum, hugmvndum, sem eiga á einn eða annan hátt rcet- ur sínar að rekja iil marxism- ans, verið heitt til lausnar á sögulegum vandamálum, sem vart hefðu verið leyst með öðru móti, og þannig hafa skapazt forsendur að frekari þróun i sósíalíska átt, þótt hún . j sé engan veginn þar með sjálf- krafa tryggð. 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.