Norðurland - 15.03.1979, Page 3

Norðurland - 15.03.1979, Page 3
Einar Petersen Kleif Tekið í Tímann Einhverjum Skúla Magnússyni tókst með blaðagrein í Tíman- um, 4. mars síðastliðinn, að kalla fram í huga mínum lýs- ingu skoska spekingsins Thom- as Carlyle á ákveðinni mann- gerð. Að hans áliti væri hún innrætt eins og fluga er eyddi ævi sinni í að rannsaka ein- hverja fegurstu „mysteriu“ Eng- lands St. Poul kirkju og legði að ævilokum fram skýrslu um alla þá flugnabletti sem finnast á henni, jafnt utan sem innan. Eftir greininni að dæma hefur hann stundað nám við háskól- ann í Peking í minnst 3 ár. Svo hefur hann fengið tækifæri til að kynnast einhverri fáguðustu hámenningu mannkynsins, en greinin ber þess engin merki. Ef menning stúdenta þar var þá á jafn lágu stigi og grein hans ber vitni var jákvætt mjög að skól- um var lokað í menningarbylt- ingunni og að stúdentar voru reknir í þjóðfélagslega gagnleg störf hvarvetna um Kínaveldi; enda voru þeir fyrst opnaðir aftur eftir sigur gagnbyltingar- manna eftir dauða Mao Tze Tung. Mao hafði oft lýst þróun- inni eftir dauða sinn við erlenda mennta- og stjórnmálamenn og líka oft látið_þá trú í ljós, að það sem heilbrigt væri j þjóðarsál Kínverja mundi að Iokum sigr- ast á andstöðu gagnbyltingar- manna. Allt bendir til að hann hafi verið einn af vitrustu mönn um sem mannkyninu hefur ver- ið veitt til forystu; enda samein- aði hann í sér árþúsunda gamla hámenningu kínverskrar al- þýðu og hástéttar og fann í sér og hlýddi kalli höfðingseðl- isins til að ganga fram fyrir skjöldu fyrir þeim sem minna máttu sín. Annars ætla ég mér ekki þá dul að elta ólar við öllum þeim staðreyndafölsunum, sem grein in moraði af, en bara segja að mér leiðast menn sem ráðast á og svívirða þá sem eiga erfitt með að koma vörnum við. Það eru þeir sem hafa báðar hendur fastar í verðmætaskapandi vinnu og þeir sem dánir eru. Hinir þykjast meiri menn af og láta höggin ríða á þeim og sví- virða minningu sér meiri manna. En sú lýsing, sem Skúli gefur af sjálfum sér og skólabræðrum sínum í Pekingháskóla á árun- um um 1960, gerir mjög svo skiljanlegt hversvegna MaoTze Tung þurfti að blása í þær glóð- ir er leiddu til menningarbylt- ingarinnar og gerðist leiðtogi hennar og hvers vegna þurfti að loka sumum deildum Peking- háskólans og senda nemendur þeirra útí sveit til að stuðla að verðmætaskapandi vinnu. Það var til þess að þeir þjálfuðust upp í að verða nýtir þjóðfé- lagsþegnar, en ekki bara þurfta- frek háskólagengin þjóðfélags- snýkjudýr sem lögðu allan sinn metnað í að verða sem þyngstur baggi á verðmætasköpun manna. Karl Marx sá fyrir meira en öld að afætustéttin myndi skipta um gerfi. Hún myndi ekki grundvalla völd sín til rána og þjófnaðar á eignarréttinum, heldur á valdi sem birtist í lög- um og reglugerðum útbúnum og framfylgt af skrifstofuveldi með eðli og áhrif í þjóðarlíkam- anum eins og krabbameinsæxli í mannslíkamanum. Hann kall- aði það austræna auðvalds- skipulagið og taldi það síst betra en það vestræna, sem byggðist á óskoruðum eignar- rétti. Nú var í hinu forna Kína- veldi menntamannastétt, ríkis- valdið og afætustéttin að veru- legu leyti runnin samaní eitt. Ástæðan til að Kínverska sam- félagið hélt velli var að verð- mætaskapandi stétt þess.bænda stéttin veitti í sífellu valdi afæt- anna mótspyrnu allt upp í mjög blóðugar og mannskæðar nauð varnarstryrjaldir. Kommúnista flokkur Kína komst til valda 1949 með því að mynda eins- konar liðsforingjastétt fyrir bændastéttinni. Mao var há- menntaður sveitamaður sem trúr var uppruna og stétt sinni og vissi þessvegna að geigvæn- leg hætta var fólgin í því að forystukerfi kommúnistaflokks ins myndaði valdakerfi ríkisins og úrkynjaðist í það að verða kúgunartæki afæta oggerði það sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir þessa feigðar úr- kynjun. Þess vegna hefur ómerkilegt fólk nú löngun til að sparka í náinn og níða minn- ingu hans og annarra sem best hafa gengið fram í broddi fylk- ingar verðmætaskapandi manna. íslendingar ættu ekki að leggjast svo lágt. Einar Petersen, Kleif. Gullnar reglur 1. Göngum jafn vel frá áningarstað og við kom- um að honum. 2. Hendum ekki rusli á víðavangi. 3. Spillum ekki vatni. 4. Sköðum ekki gróður eða dýralíf. 5. Skemmumekkisérstæð- ar jarðmyndanir. 6. Förum varlega með eld. 7. Forðumst akstur utan vega. 8. Fylgjum merktum göngustígum, þar sem þess er óskað. 9. Virðum friðlýsingarregl- ur og tilmæli gæslu- manna. 10. Hirðum vel eignir okkar og umhverfi, svo ánægja og sómi sé að. Ferðaáœtlun Framhald af bls. 2. skrifstofuna eða einhvern stjórn armeðlim. Unglingum innan tvítugs stendur til boða sérstök unglingaaðild, sem er mun ódýrari en full aðild. Skrifstofa félagsins að Skipa- götu 12, III. h., er opin frá 31. maí á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 18,30-20,00, enfram til þess tíma kl. 18-19 kvöldið fyrir hverja auglýsta ferð. Sím- inn er 22720. Á skrifstofunni eru veittar upplýsingar um ferð- irnar, ársrit félagsins, Ferðir, er selt þar í lausasölu ásamt Árbók Ferðafélags íslands. Eru þessi rit nú bæði fáanleg frá upphafi. Ferðafélagsferðirnar eru annars auglýstar í bæjarfréttadálkum Akureyrarblaðanna, í auglýs- ingakössum félagsins við Hafn- arstræti og Skipagötu og með götuauglýsingum. Stjórn Ferðafélagsins skipa nú: Árnf Jóhannesson formaður (sími 22518). Álfheiður Jónsdóttir varaform. (sími 21605). Skarphéðinn Halldórsson gjald keri (simi 23795). Magnús Kristinsson ritari (sími 23996). Herbert Jónsson meðstjórnandi (sími 22440). Starri í Garði að flytja frumvarp um það að hér yrðu boraðar tvær holur. Við höfum tekið upp annan hátt gagnvart Mývatni en lands- menn yfirleitt gagnvart þorski og loðnunni. Okkur var það ljóst og fengum það raunar staðfest af vísindamönnum, að við værum búnir að ganga of nærri silungsstofninum. Því - Framhald af forsíðu. höfum við nú í vetur haldið all ströngum takmörkunum og frið unum í vatninu. Veiðiréttarhaf- ar hafa veitt aðeins sér til matar, - sérstaklega góðan silung. Við erum að vona að stofninn nái sér upp aftur ef við höldum áfram skynsamlega á málum. Þessar ráðstafanir gilda fram eftir vetri. en með vordögum N0RÐURLAND MÁLGAGN SÓSÍALISTA I NORÐURLANOS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af Norð- urlandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþraut Helga Ólafssonar. Krossgátan. íþróttir. Félagarnir Simmi og Sóli. Norðurland kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári. Áskriftargjald fyrir hálft árið er kr. 3.500. Fróði rauði landnámsmaður Sími21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn:______________________________________________ Heimili:____________________________________________ Póstnúmer:__________________________________________ verður sjálfsagt tekin ákvörðun um það hvort verði rýmkað á veiðunum. Búskapur á undanhaldi. Eins og menn vita þá er ekki nema lítill hluti hérsveitunga við búskap beinlínis. Auðvitað eru margir menn hér fastráðnir við Kísiliðjuna og Kröflu,- og þar fyrir utan er hér starfandi byggingafyrirtæki, - Sniðill hf. Það fyrirtæki hefur haft með framkvæmdir að gera og tölu- vert af mönnum á sínum snær- um. Á vegum þess hefur verið mikil atvinna sl. ár og hangið í því í vetur. Um framhaldið veit ég ekki. í smíðum er á vegum hreppsins viðbótarbygging við félagsheimilið Skjólbrekku og gríðarmikil sundlaugarbygging í Reykjahlíðarþorpi. Það er engan veginn séð fyrir endann á þeim framkvæmdum og fáist fé í það, er töluverð vinna þar framundan. En þá má sam- dráttarstefnan ekki koma nærri Þaðersvo í samræmi við all- an vesaldóminn, að finna upp á nýju bjargráði,-eða þvíaðauka á samdráttinn sem verða má . í blaði landbúnaðarráðherra las ég það að bændum fækkaði um einn á tveimur og hálfum sólar- hring eða um tæplega 150 á ári, - en það þýðir það að með sarna áframhaldi leggur sá síðasti upp Iaupana eftir þrjátíu ár. Skemmtilegt reikningsdæmi. - Þetta kemurtilaf því að hingað til hefur alltaf ver- ið litið á hlutverk landbúnaðar að framleiða knappt, klippt og skorið handa landsmönnum. - en aldrei mátt minnast á hann sem útflutningsatvinnuveg. Starri/óg Sjúkrahús á Akureyri Tilboð óskast i að ljúka frágangi skurð- deildar o.fl. i nýbyggingu við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Verkinu skal að fullu lokið 15. april, 1981. Útboðsgögn vérða afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarverkfræðings á Akureyri gegn 75.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 24. april 1979, kl. 11.00, fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚN! 7 SÍMI 26844 PÓ5THÓLF 1441 TELEX 2006 NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.