Norðurland


Norðurland - 15.03.1979, Qupperneq 4

Norðurland - 15.03.1979, Qupperneq 4
Helgi Ólafsson Skákþrautin Lausnin á síðustu þraut er eftir- farandi: 1. Hb6! cxb6 2. c3 b5 3. Kc5 b4 4. cxb4 mát. Og þá er það þraut vikunnar: Hvítur mátar í 9 leikjum. Fréttir frá Sháhfélagi Ahureyrar Nýlokið er Skákþingi Akureyr- ar 1979. í flokki fullorðinna voru 5 keppendur sem tefldu tvöfalda umferð. Úrslit urðu þau að efstir ogjafnir urðu Gylfi Þórhallsson og Kári Elísson með 5'/2 vinn. Munu þeir tefla 4 skáka einvígi um titilinn Skák- meistari Akureyrar. Nvlega fóru Skákfélagsmenn suður til keppni í 1. deild í skák og tefldu þar 2 umferðir. Úrslit urðu þessi: Akureyri 5 l/2vinn. Kópavogur 2 1/2 vinn. Akur- eyri 5 vinn. Keflavík 3 vinn. Skákfélag Akureyrar er nú í 2. sæti í deildinni og hefur góða möguleika á að halda sætinu. 7. mars var haldið 15 mín. mót í Félagsborg. Keppendur voru 28 og tefldu 7 umf. eftir Monrad-kerfi. Úrslit urðu þessi: Nr. 1 Jón Björgvinsson 6 vinn. Nr. 2 Pálmi Pétursson 5 1 /2 vinn. Nr. 3-4 Ólafur Krist- jánsson og Rúnar Búason 5 vinn. Annað 15 mín. mót var hald- ið í janúar með 28 keppendum. Röð efstu manna: Nr. 1 Krist- inn Jónsson 5 1/2 v. Nr. 2 Atli Benediktsson 5 1/2 v. Nr. 3 Haraldur Ólafsson 5 1/2 vinn. Stig réðu röð efstu manna. Nýlokið er Skákþingi Akur- eyrar 1979. í flokki fullorðinna voru 5 keppendur sem tefldu tvöfalda umferð. Úrslit urðu þau að efstir og jafnir urðu Gylfi Þórhallsson og Kári Elísson með 5 1 / 2 vinn. Munu þeir tefla 4 skáka einvígi um titilinn Skákmeistari Akureyrar. í unglingaflokki voru 11 kepp endur. Sigurvegari varð Níels Ragnarsson, sem hlaut 8 1/2 vinn. Nr. 2 varð Pálmi Péturs- son með 8 vinn. Hraðskákmót Akureyrar var haldið á eftir Skákþinginu. Keppendur voru 40 og tefldu 9 tvöfaldar umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Úrslit urðu þau að efstir og jafnir urðu Hjörleifur Halldórsson, Jón Björgvinsson og Þór Valtýsson, allir með 13 vinn. Þeir tefldu síðan til úrslita og sigraði þá Jón Björgvinsson, Þór varð annar og Hjörleifur þriðji. 4 -NORÐURLAND Af Bæjarmálum Verðbœtur Ákveðið hefur verið að starfs- menn Akureyrarbæjar fái greiddar verðbætur á laun frá 1. jan. sl. Það er í samræmi við al- ræmdan úrskurð kjaradóms nr. 1 1979ogframkvæmdfjármála- ráðherra (án samráðs) á þeim úrskurði. Ný Landsvirkjun Bæjarstjórn ákvað það á fundi sínum sl. þriðjudag, að bæjar- félagið gangi til samninga um sameiningu orkuveitna. Kosin var nefnd til samninga um stofn un slíkrar Landsvirkjunar: Freyr Ófeigsson, Helgi M. Bergs, Ingólfur Árnason, Jón G. Sólnes, Knútur Otterstedt, Soffía Guðmundsdóttir og Val- ur Arnþórsson. Niðurrif Þar sem Eyfirðingar forðum brynntu folum sínum hið neðra og þáðu kaffi og annan viður- gjörning efra að Karólínu hverf- ur brátt sýnum. Bæjarstjórn hefur samþykkt að húsameist- ara verði falið að sjá um niður- rif „Caroline-Rest“, -ensvo var veitingastaðurinn nefndur og húsanna Glerárgötu 2 og Gler- árgötu 4. íbúarnir hafa fengið húsnæði. Óhentugt kirkjustœði Skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa synjað erindi safnaðar- fundar Lögmannshlíðarsóknar. Erindi þeirra varðar lóðaum- sókn undir kirkju og safnaðar- heimili á ásnum norðan Harð- angurs í Glerárþorpi. Skipu- lagsnefnd telur að staðurinn henti ekki m.a. vegna þess að rými er ekki nóg, hvorki fyrir fyrirhugað hús né bílastæði. Áðkomuleiðir yrðu erfiðar og svigrúm ekkert til frekari fram- kvæmda á lóðinni. Samkvæmt teikningum átti kirkjan og safn- aðarheimilið að rúma 400 manns í sæti. Þetta leiðir hug- ann að því, - hvort ekki væri hægt að brúka húsnæði Þjóð- kirkjunnar, sem almenningur fjármagnar, undir fjölbreyttari starfsemi en nú er, tónleika, fundahöld o.s.frv. íbúðaúthlutun Félagsmálaráð Akureyrar hef- ur nýlokið úthlutun á 21 íbúð. 15 þeirra eru að Smárahlíð 1 og 3, en 6 í eldra húsnæði. 64 um- sækjendur voru um þessar íbúð- ir, - svo augljóst er að bæjar- félagið á langt í land með að leysa brýna húsnæðisþörf. Enn er óráðstafað 5 nýjum íbúðum á vegum bæjarins. Skipulagsstjóri Bæjarstjórn samþykkti í vik- unni nýjar reglur um skipulags- mál Akureyrar. Fela þær m.a. í sér að ráðinn skuli skipulags- stjóri til bæjarins og verður starfið auglýst til umsóknar næstu daga. f-------------------\ Núgetum við hlustað á útvarp Kópaskeri 7/3 - Þau undur urðu hér á Kópaskeri að sendistöð útvarps, sem er í kjallaranum í símstöðinni tók að senda að nýju eftir fjölmargra ára hvíld. Við höfum ekki haft eiginlegt útvarp svo árum skiptir. Svo ekki er að undra að fegnir urðum við er sendi- stöðin var lagfærð í gær- kveldi. Nú getum við allt í einu hlustað á útvarp eins og aðrir siðaðir menn. Ragnar >__________________. Blaðberar I óskast á brekkunni og eyrinni. 5 N0RÐUR1AND TAPAÐ - FUIMDIÐ Svartur CABER skíðaskór með rauðu fóðri, ætlaður fyrir vinstri fót tapaðist í fjallinu um helgina. Eigand- inn situr uppi með tvo hægrifótar skó og er annar þeirra falur í skiptum fyrir hinn rétta vinstrifótar skó. Upplýsingar í síma 24981. SAMBAND (SLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild ■ Akureyri Tökum ekki meir sjónvarpssokka, en leggjum áherslu á hnepptar dömu- og herrapeysur. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Barnaleikvellir Umsjónarstarf er laust til umsóknar, sem felur í sér leiðbeinandi og daglegt eftirlit á barnaleikvöllum bæjarins á komandi sumri. Æskilegt er að umsækjandi hafi fóstrumenntun eða reynslu á hliðstæðu sviði. Umsækjandi þarf að hafa bifreið til afnota. Umsóknarfrestur er til 30. mars n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur formaður Leik- vallanefndar Hrefna Jakobsdóttir í síma 22757. LEIKVALLANEFND. Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir Það eru vinsamleg tilmæli vor, að félagsmenn skili arðmiðum vegna viðskipta á árinu 1978 fyrir mars- lok. Miðunum skal skila í lokuóum umslögum merktum nafni, félagsnúmeri og ártali 1978. Útibú matvörudeildar og skrifstofa fjármáladeildar veita miðunum móttöku. Kynning Kynnum nýja International Harvest- er B-484 52 hö. m. hljóðeinangruðu húsi. sýningarvél á staðnum. Ennfremur höfum við til sýnis B-444 47 hö. HITACHI 20” skermur kr. 469.500 Steðgretðsluverð kr. ♦55.400 Sfml 22111, Gránufélagsgötu 4 Skákmenn! Hraðskákmót Skákþings Norðurlands verður haldið sunnudaginn 18. mars kl. 16.00 í Félagsborg. SKÁKFÉLAG AKUREYRAR.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.