Norðurland - 15.03.1979, Síða 6

Norðurland - 15.03.1979, Síða 6
NORÐURLAND Fimmtudagur 15. mars 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST í NORÐURLANDSKJÖR- ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ í norðurLandi - Síminn er 2-18-75 - Fundist í fjalli NORÐURLAND sotti skíðabrekkur heim um helgina. f Hlíðaríjalli var líf og Qör í unga fólkinu, sem renndi sér af kappi ofan hjallann. Við tókum nokkur þeirra tali og spjölluðum við starfsmenn. ! Hjallabrekku greip blm. NORÐURLANDS í Árna Óðinsson. - Árni nú sér maður þig hér ífjallinn nœstum þvíalla c/aga, - ertu hérna á hverjum clegi? Nei, ég er hér fjóra daga vikunnar. Seinnipart þriðju- dagá og fimmtudaga og síðan á laugar- og sunnudögum. Hvaða alclursflokka þjálfar þú? Ég er að þjálfa yngstu krakkana frá 7 til 12 ára aldurs. Nú hefur þú verið erlendis við skíðaiðkun, - hvernig er aðstaðan í FjaUinu miðað við þar ytra? Aðstaðan hér er þokkaleg en vantar þó ýmislegt. Við þurfum fleiri lyft- ur. Hérna í Hjallabrekku vant- ar góða lyftu og ef við fengjum hana værum við vel settir. Nú eru að koma páskar ogþá fyllist hótelið og skíðalandið aj gestum. Hvað gerist ef stóra lyftan bilar? Þá gætum við sýnist mér lokað staðnum, alla- vega ef það gerðist um páska. Nú ert þii að þjálfa krakka upp til keppni. Finnst þér œski- legt að gera skíðaiþróttina að svona mikilli keppnisíþrótt? Menn verða að velja á milli hvort þeir stefna á að keppa eða leika sér. Þeim stendur hvort tveggja til boða. Þegar litið er vfir biðröðina á góðviðrisdegi þá lítur út fyrir að flestir séu með keppnisútbúnað þótt fólk hafi ekkert við það að gera. Jú, en það verður að huga að því að það er ekki orðinn svo mikill munur á keppnisútbún- aði og „venjulegum“ útbúnaði. Almenningur er yfirleitt mjög vel útbúinn og á góðum og dýr- um skíðum og við fylgjumst mjög vel með á þessu sviði. Eitthvað að lokum? Minn draumur er að við sjáum 600 börn á Akureyri Shemmusöngur Annað landsmót ísl. barnakóra verður haldið í íþróttaskemm- unni á Akureyri laugardaginn 17. mars nk. 16 barnakórar, alls rúml. 600 börn taka þátt í þessu móti. 3 kóranna eru frá Akureyri, - þ.e. kórar Barnaskóla Akureyrar, Glerárskóla og Lundarskóla. Hinir kórarnir eiga um langan veg að sækja. 4 eru úr Reykja- vík, 3 úr Árnessýslu og 1 frá hverjum eftirtalinna staða: Rangárvallasýslu, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Akranesi, Tálknafirði og Húsavík. Vegna fjölda þátttakenda verður hópn um skipt á tvo gististaði, - annars vegar Lundarskóla og hins vegar Hrafnagilsskóla, sem einnig mun sjá aðkomufólkinu fyrir fæði. Fyrsta landsmót ísl. barna- kóra var haldið í Reykjavík 1977 og þótti takast mjög vel. Þátttaka er talsvert meiri nú, - og er ánægjulegt að svo margir skuli vilja leggja á sig löng og kostnaðarsöm ferðalög til þess að koma saman og syngja fyrir hvert annað og norðlendinga. Tvennir tónleikar verða laugar- daginn 17. mars kl. 14.00 og 17.00. 8 kórar syngja á hvorum tónleikum. Aðgöngumiðasala verður við innganginn. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að styrkja framkvæmd mótsins m.a. með því aðfella niður leigu á skemmunni. Er það þakkar- vert þar sem kostnaðarliðir eru margir og stórir. Óneitanlega væri ánægjulegt ef Akureyri hefði upp á betra húsnæði en íþróttaskemmuna að bjóða, þeg ar um meiri háttar tónleikahald er að ræða. Stóraukin VERKMENNTUN Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fjölmennum fundi að Hótel KEA laugardag- inn 10. mars 1979. Tilfundarins höfðu boðað stjórnir Félags málmiðnaðarfyrirtækja á Ak- ureyri og Sveinafélag járniðn- aðarmanna á Akureyri. „Almennur fundur um verk- menntun í málmiðnaði haldinn á Akureyri 10. mars 1979 telur að sýnt hafi verið fram á að í málmiðnaðinum á Akureyri sé falinn einn helsti vaxtarbroddur iðnaðar í bænum. Með skipu- legu átaki er unnt á næstu árum að veita fjölda ungs fólks á Akureyri atvinnu við áhuga- verð störf í málmiðnaði og treysta á þann hátt enn frekar en orðið er iðnað bæjarbúa. Fundurinn bendir þó á að slík um markmiðum verður ekki náð nema menntun málmiðn- aðarmanna sé góð og að lögð verði sérstök rækt við grund- vallaratriði kennslunnar. Til þess að það megi takast ber brýn nauðsyn til að efla verk- lega kennslu í málmiðnaðar- greinum við Iðnskóla Akureyr- ar. Fundurinn leggur því ríka áherslu á að nú þegar verði haf- ist handa um byggingu hús- næðis fyrir verklega kennslu í málmiðnaði á Akureyri svo og önnur þau mannvirki við Iðn- skóla Akureyrar, sem þjóna því markmiði að stórefla verk- menntun í bænum“ Signe Viðarsdóttir 12 ára frá Ak- ureyri var að keppa á Hjalla- brekkumótinu og gekk vel. fskól- anum hefur hún frí eftir hádegi, nema hvað hún þarf að fara í leikfimi. Hún er hin ánægðasta með aðstöðuna í fjallinu. Nú er hægt að borða nestið í skúr hjá hótelinu. Sigurður Eiríksson er á skíðum af því honum finnst það svo gaman. Hann er innanúr sveit. - Aðstað- an er mjög góð hérna, segir Sig- urður. Hvernig fellur keppnin saman við skólatímann hjá ykk- ur? Við fáum aldrei frí til að keppa, maður gerir þetta eftir skólann. „Stromp“-lyftuna flutta hingað niður eins og til stóð og nýja lyftu í Strompinn. Þá losnum við við þessa kaðla því þeir eru ólán, þótt við getum samt ekki án þeirra verið eins og á stend- ur. Þessi brekka er mjög góð fyrir krakkana en lyftan varla boðleg, þeir geta varla hangið á henni. Björn Sigmundsson stjórnar troðaranum. NORÐURLAND spurði hann fyrst hvort rétt Olafur Einarsson keppir í Akur- eyrarliðinu og er einnig hinn ánægðasti með aðstöðuna í Fjall- inu. Hann segir að æfingarnar komi ekki niður á náminu, - hann æfi þrisvar í viku. Strákarnir kvörtuðu undan því hve skíðaút- búnaðurinn væri dýr. í tilefni þess að 30. mars n.k. eru 30 ár liðin frá því að Alþingi samþykkti aðild Islands að NATO, hefur verið ákveðið að efna til sýningar á myndverkum sem túlka andúð á her á Islandi, veru íslands í NATO, heims- valdastefnu og vígbúnaði yfir- leitt. Þeir sem kynnu að eiga í fór- um sinum myndir (eftir sjálfa sig eða aðra) sem fjalla um ofangreind atriði snúi sér til: Jóns Magnússonar í síma 23871. Ritstjórnarskrifstofu Norðurlands í síma 21875. Sýningin verður haldin fyrri hluta aprílmánaðar á Akureyri. Samtök herstöðvaandstæð- inga á Akureyri. - Sýningar- hópurinn. hefði verið að taka þennan troð- ara sem kostaði 42 miljónir fram yfir þann gamla? Sá gamli var nú eiginlega úr sér genginn, segir Björn, - auk þess sem þessi hefur það fram yfir hann að hafa tönn og geta fært og þjappað snjónum til. Svo er hann líka mikið afkasta- meiri. Framhald á bls. 5. Andófssýning ALÞÝDUBANDALAGID Starfið framundan Alþýðubandalagið á Akureyri OPINN FUNDUR í Alþýðuhúsinu Yöstudaginn 19. mars kl. 20.00. Ræðumaður: Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra. (Sjá nánar í augiýsingu á forsíðu.) Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 19. mars í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: Börn á Akureyri. - Undirbúningur fyrir bæjar- stjórnarfund í tilefni barnaárs. Ath. Aliir félagar ABA eiga rétt á setu í bæjarmálaráði. Stjórnarfundur ABA þriðjudaginn 20. mars kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Leikfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar frum- sýnir Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í leikgerð Baldvins Halldórssonar, föstudaginn 23. mars. Leik- stjóri er Baldvin Halldórs- son, en leikmynd eftir Gunnar Bjarnason. Leik- ritið var áður sýnt í Þjóð- leikhúsinu 1972. Hlutverk eru alls um 20 og með helstu þeirra fara: Þráinn Karlsson, Svanhildur Jó- hannesdóttir, Jóhann ög- mundss., Þuríður Schiöth og Heimir Ingimarsson. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningum LA í vetur og ekki ætti verk nóbelskáidsins að draga úr henni. NORÐURLAND mun gera þessari sýningu nánari skil í næsta blaði. Smábátar Dalvík. Að sögn Ingimars Lárussonar hafnarstjóra á Dalvík hefur nú borist mun meiri og betri afli á land en á sama tíma í fyrra. Mikil vinna er því í fiskverkunar- húsunum í bænum og oft til miðnættis. Flesta laugar- daga er unnið jafnt sem virka daga. Afli hæstu smábátanna er sem hér segir frá ára- mótum: Stafnes: 256 tn. í 46 sjóf. Bliki: 191 tn. Í37sjóferðum Haraldur: 206 tn. í 44 sjóf. Otur: 162 tn. í 41 sjóf. Vinur: 150 tn. í 39 sjóf. Búi: 152 tn. í 35 sjóf. Brynja. íslendingur blárri Hann glennir sig aldeilis hugsjónakvrkingurinn á forsíðu íslendings hins bláa sl. þriðjudag. Vetrar- hret hugmyndaflugsins æp- ir framan í lesendur um napra tíð í formi auglýs- inga frá fyrstu síðu og aftur úr. íhaldið hefur nú ekki svo mikið sem eina frétt að færa Norðlendingum á for- síðu, - heldur skal það grísaveisla vera og suður um höfin. Þessu til staðfestingar er svo sólarlangloka í opn- unni, enda almenningi sæmst að vita hvernig greindarlegast er legið á ströndum syðra. Hvort þetta fararsnið á íslend- ingi á að vera táknrænt eða ekki skal ósagt látið, -eins og svo margt annað sem kemur í hugann við „lest- ur“ síðasta Islendings. Ferðafélag Akureyrar Gönguferð inn á Súlumýr- ar sunnud. 18. mars kl. 13. Ganga má á skíðum ef snjór verður nægur. Létt ferð fyrir alla íjölskylduna. Uppl. á skrifstofunni, Skipagötu 12, laugard. kl. 18-19, sími 22720. Brottför frá sama stað. Verð hœkhanir Frá 1. mars hækkaðiverðá auglýsingum og áskrift hjá Akureyrarblöðunum. Áskriftargjald NORÐ- URLANDS fyrir hálft árið er nú kr. 3500 og verður fyrri hluti þessa árs inn- heimtur með vorinu. Aug- lýsingaverð er nú kr. 1500á dálkcm. Hækkunin gildir frá L mars að telja.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.