Norðurland - 22.03.1979, Side 2

Norðurland - 22.03.1979, Side 2
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Noröurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hlöövesson, Katrín Jónsdóttir, Guörún Aöalsteinsdóttir og kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Dreifina og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. „Algjör forgangur“ Líf ríkisstjórnarinnar virðist nú í nokkurri hættu og erfítt er að spá um framtíð hennar, þótt ekki þurfi sérstakan sagnaranda til að segja fyrir hvað við muni taka að henni fallinni. Þótt fáir byggjust Við í haust að stjórnarslokkarnir myndu starfa saman í sátt og eindrægni hefur líklega enginn reiknað með jafn skrikkjóttu samstarfi og raun hefur orðið á. Það er vissulega íhugunarefni hvort þessir erflðleikar stafa eingöngu af pólitískum ágreiningi eða hvort skýringin um heðgðunarvandkvæði einstaklinga er rétt. Hér er þó hvorki staður né stund til að rita eftirmála ríkisstjórnarinnar né heldur skýra hvað valdið hefur gífurlegri misklíð stjórnarflokkanna. Sósíalistar sjá að vísu glögglega þá annmarka sem eru á samstarfi við borgaralega flokka á borð við framsókn og krata og reyndar á öllu samstarfi um beitingu og viðhald borgaralegs ríkisvalds. Mikill meirihluti íslenskra sósíalista mun þó kjósa að ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar lifi enn um sinn þótt enginn þeirra vilji greiða þáttöku í ríkisstjórn afarverði. Auðvitað verður núverandi ríkisstjórn aldrei annað en borgaraleg ríkisstjórn, en vissulega er mikill munur á borgaralegum ríkisstjórnum. Stjórnin hefur að mestu verið upptekin við efnahagsmálin. Það heitir á máli stjórnmálamanna „að efnahagsmálin hafi algjöran forgang“. Vissulega ber að fagna því að efnahagsmálin eru til umræðu, en sú umræða má ekki vera bundin við deilur um það eitt hvort skera eigi verðbætur af launum eða hvort koma eigi í veg fyrir að verðbætur á laun berist út í verðlagið. Hér er reyndar ekki um neitt smámál að ræða, en orsakasambandið er ef til vill með líku sniði og samband eggs og hænu. Sósíalistar hljóta að gera kröfu til þess að umræða um efnahagsmál sé ekki bundin á ofangreindu plani, að ekki séu einvörðungu skoðaðar tvær hliðar á afleiðingum verðbólgunnar. Sósíalískur flokkur, sem ákveður hefur að eiga aðild að borgaralegu ríkisvaldi, getur auðvitað ekki látið sitja við tilvitnun til þess að kapítalískt hagkerfi sé í eðli sínu fáránlegt, þótt sjálfsagt sé að gleyma ekki þeim sannindum. Fiokkur sem tekur þátt í borgaralegri ríkisstjórn verður að geta bent á leiðir sem rúmast innan hins borgaralega hag- kerfis, en sósíalískur flokkur verður jafnframt að gæta þess að þær leiðir liggi ekki í öfuga átt við hið endanlega markmið, og sósíalískt þjóðskipulag. Alþýðubandalagið hefur vissulega borið fram veiga- miklar tillögur um efnahagsmál, tillögur sem réttlætt gætu það að efnahagsmálin hefðu algjöran forgang í öllu starfi ríkisstjórnarinnar, tillögur um einföldun á olíudreifingu, fækkun ríkisbanka o.s.frv. En átökin og umræðurnar í ríkisstjórninni hafa ekki verið um þessar og ámóta tillögur. Forgangur efnahagsmálanna skiptir sósíalista tæplega miklu ef slíkar tillögur fást ekki ræddar. Vonandi sjá framsókn og kratar að ekki er unnt að ganga gjörsamlega framhjá Alþýðubandalaginu. Sam- komulag verður að nást um greiðslu verðbóta á laun, samkomulag sem styðst við vilja verkalýðshreyfingar- innar. Það samkomulag yrði forsenda þess að ágæt mál, eins og t.d. sameining landsins í eitt orkuveitusvæði, næðu fram að ganga. Ó. P. Steingrímur Eggertsson: Smáskrítla úr iimferðinni Ég ók mínum lúksusbíl, Fíat 1100 árgerð 1966 aftaná kyrr- stæðan bilaðan bíl á Glerárgöt- unni hérna um daginn. IJtaf fyrir sig eru það ekkert stórar fréttir að ég ók á bílinn. Það skeður oft í viku hverri að ekið er á bíla, - bæði aftaná og ann- ars staðar á þá, en mér finnst athyglisvert að segja frá til- drögunum að óhöppunum. Nú var ekki nóg með það, að ég æki á bilaðan bílinn, heldur er bíll á eftir mér, - sennilega óþarfiega nærri. Sá getur þó snarstoppað á síðasta augna- bliki í tæka tíð, en þá er fjórði bíll það fast á eftir honum, að hann ekur aftan á þann þriðja í röðinni. Þarna verðafjögurtjón á tveimur, þremur sekúndum. Þessi óhöpp kosta viðkomandi talsvert mikil fjárútlát í heild- ina og tryggingafélögin senni- lega miklu meira. Það er skaði sem einhverjir eru áreiðanlega látnir borga í einhverri ntynd. Þetta kostaði mig meirihlutann af því, sem ég fékk úr almanna- tryggingunum fyrir marsmánuð í ellilaun. Því verð ég bara að éta minna til 10. apríl, þar til ég fæ næstu hýru úr tryggingunum. Svo er annað atriði í þessum málum; meðan verið er að gera við skemmdirnar verð ég að labba eða liggja í rúminu, - oger hvorugt gott. Ég er nefnilega ekki einn af þeim, sem eiga tvo bíla, og geta gripið til hins ef annar klikkar. Égerekki einn af þeim sem hafa komist inní „kerfið“ og getað stolið löglega og ólöglega út úr því af al- mannafé eins og margir atvinnu rekendur, sem hafa undir tvo eða fleiri bíla. Þeir geta svo brúkað ,,kerfið“ og komið öllu yfir á reksturinn, sem sýnir svo stórtap. Þannig munu útgerð- armenn og frystihúsaeigendur á Suðurnesjum hafa haft það í fyrra og voru búnir að loka heila klabbinu þegar núverandi ríkisstjórn kom til starfa. - Þá skæla þeir framaní stjórnvöld og þau hafa á undanförnum ár- um borgað brúsann fyrir aum- ingjana af almannafé. Hvernig í ósköpunum stóð á því, að ég þessi hörkukarl fer að aka á bilaða bílinn? Það eru oftast einhverja orsakir til allra hluta og frá mínum sjónarhóli eru þær eftirfarandi í þessu til- felli: Þegar ég ek norður Glerár- götuna á ekki ólöglegum hraða og er u.þ.b. 10 metra frá bilaða bílnum á sömu akrein og hann, - kernur mjög stór sendlabíll á hægri hlið mína. Hann ekur næstum fram á gangstéttabrún- ina yfir grasrein og gangstétt til að taka bilaða bílinn. Þarna held ég að enginn megi aka inn í Glerárgötuna, og því beindist mín lélega athyglisgáfa augna- blik að þessari ólöglegu umferð og frá bilaða bílnum ca. 10 metra framundan; og þar með er skaðinn skeður. Það urðu þó ekki miklar skemmdir á mínum bíl og þeim sem ég ók á, vegna þess að ég hægði ferðina, líklega ósjálfrátt, vegna stóra bílsins sem virtist ætla í veg fyrir mig. Þarna ekur margt góðra manna yfir gangstétt og grasrein dag- lega, sérstaklega á vetrum í snjó, inní Glerárgötuna í veg fyrjr löglega umferð. Hvernig í ósköpunum stendur á, að um- ferðarnefnd og lögregla taka ekki í rassgatið á þessu fólki? Ekki varð ég þess var að lög- reglan talaði neitt við bílstjóra stjóra stóra sendlabílsins, sem var þversum yfir grasrein og gangstétt, meðan þeir voru að mæla út og skrifa niðurmitt ferðalag og mín glappaskot. Ég myndi með ánægju koma á þennan stað til umferðarnefnd- ar og sýna henni slóðirnar, sem eru þarna dags daglega, ef þeir eru það utanveltu, að hafa aldrei séð þessa umferð, - ég er búinn að skoða þetta oft. Þegar ég var búinn að fara með minn ræfil á Bifreiðaverkstæðið Vagn inn, - þeir vinir mínir gera alltaf við fyrir mig fljótt og vel, - Steingrímur Eggertsson. labbaði ég mig upp á lögreglu- stöð og hitti varðstjórann til að leita mér upplýsinga. Hann tók mér ákafiega vel, allir lögreglu- þjónarnir eru vinir rnínir, enda er þeirra starf að hjálpa alls konar vesalingum . Hann sagði mér, að það væri minnst 10 þúsund króna sekt fyrir að aka þarna yfir grasrein og gangstétt inní Glerárgötuna. .Það hefðu oltið nokkuð margar tíu þús- undirnar nú í vetur, er það hefði verið tínt upp, en það hefur verið látið ógert. Slóðirnar í litla snjónum á Akureyri í vetur á þessum stað sanna umferðina; ég er búinn að skoða það oft. Það var bara ég sem lenti í bránni núna, en gæti það ekki orðið „betri borgari" næst? Steingrímur Eggertsson. Léleg vinnuaðstaða: Vinnudeila á Dalvík Þeir menn sem vinna að löndun úr skuttogurum Útgerðarfélags Dalvíkinga beittu sér fyrir því fyrir nokkrum árum að settir yrðu hlerar undir kassastæð- urnar í lestum togaranna svo auðveldara væri að koma stæð- unum fram undir lestaropið. Nú bar svo við fyrir skömmu að skipstjórinn á Björgúlfi lét fjarlægja þessa hlera svo meiri afii kæmist í lestina (ca. 9-10 tn.) Löndunarmenn voru að vonum óánægðir með þessa afturför í vinnuhagræðingu, en þetta gerir það að verkum að þeir þurfa að rífa niður allar stæðurnar með handafii og stafia þeim að nýju á lyftara. Þess má geta að þeir hafa aðeins handlyftara, en td. um borð i' Akureyrartogurunum munu vera rafmagnslyftarar. Þegar Björgúlfur kom næst í land tóku löndunarmenn sig saman og neituðu að landa úr þeim túr í mótmælaskyni, allir nema einn. Venjulega sér kaup- félagið um löndunina en þegar mennirnir neituðu að mæta við útkall, var Ú.D. tjáðað þaðyrði að tak málið í sínar hendur. Þurftu forstöðumenn Ú.D. því að safna saman mönnum til starfsins. Löndunin gekk að vonum seinna en venjulega og tafðist brottför skipsins úr höfn um 5 klst. Þegar hér vai komið sögu töluðu forstöðumenn Ú.D. um að segja fastamönnum upp og ráða aðra menn til löndunar- vinnu. Jón Helgason form. Einingar sem fylgst hafði með málinu frá upphafi, fór þess þá á leit við 'Ú.D. að haft yrði sambai.J við fastamennina og þeir látnir segja til um hvort þéir vildu taka upp fyrri störf Við þessar nýju aðstæður, þar eð skipstjórinn vildi ekki setja hlerana í lestina aftur. Fram- kvæmdastjóri Ú.D. Björgvin Jónsson, neitaði að ræða frekar við mennina. Þá bað Jón Helgason formann Dalvíkur- deildar Einingar, Eirík Ágústs- son, að tala við löndunarmenn og fá þá til að koma aftur til starfa við breyttar aðstæður. Segja má að það hafi verið nokkuð snúið fyrir Eirík, þareð hann sér um framkvæmd lönd- unar og vinnur með þessum mönnum þó hann sé ekki ráð- inn á sömu skilyrðum og þeir. Féllust fiestir mannanna á að koma aftur og sætta sig við orðinn hlut. Þetta mál vekur mann ósjálf- rátt til umhugsunar um það, hvort ekki sé þörf á því að í samningum séu einhver þap ákvæði sem segi til um vinnu- Framhald á bls. 3. ródi raudi A núveramii þjóðf étagsskeiði hlýtur sósíalískur flokkur eins og Alþýðubandalagið að herj- ast ma. fyrir eftirfarandi mdl- um innan verkalýðs- og laun- þegasamtakanna: a) Að verkalýðsfélögin lúti ekki pólitísku áhrifavaldi þeirra aðila sem ganga erinda atvinnurekenda. h) Að þau slaki ekki ákröf- um sinum um mannsœmandi kjör og aukin réttindi vegna hlifisemi við auðvaldið og skipulag þess, heldur verði andstaða auðstéttanna i þvi efni þeim frekari röksemd og hvatning til að breyta þjóð- skipulaginu sér i hag. Stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins III. Markmið. 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.