Norðurland


Norðurland - 22.03.1979, Blaðsíða 6

Norðurland - 22.03.1979, Blaðsíða 6
NORÐURIAND Fimmtudagur 22. mars 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA I' NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 AUGLÝglÐ I NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 List og léttmeti á listaviku I dag hefst listavika Menntaskólans á Akureyri. Þetta er annað árið í röð sem slík vika er haldin en ætlunin er að þetta verði árviss viðburður á Akureyri í framtíðinni. Undirbúningur vikunnar hefur verið í höndum Listavikunefndar, en hana skipa Sigurður Blöndal formaður, Friðrik Rafns- son Tónlistarfélagi MA, Birna Gunnlaugsdótt- ir Bókmenntafélaginu, Gunnar Snælundur Ingi- marsson Félagi áhugaljósmyndara og Helgi Már Halldórsson Leikfélagi MA. koma hugmyndum í form bún- inga og leikmyndar. Fjögurra manna hljómsveit imenntskælinga leikur í sýning- unni. Þjálfari sveitarinnar er örn Magnússon, en hann út-l setti lög læriföður síns, Sverris Slöngueggið, sem þykir ofboðs- lega vel gerðy á dagskránni. Formaður kvikmyndaklúbbs- ins er Þorsteinn Gunnarsson. Tónlist Á sunnudaginn hefst svo tón- Ljósmyndasýning Dagskrá listaviku hefst með opnun ljósmyndasýningar í Möðruvallakjallara í dag. Á sýningunni eru Ijósmyndir eftir nemendur úr skólalífinu ann- ars vegar og hins vegar fetuð öngstræti listrænnar sköpunar í myndgerðinni. Félag áhugaljósmyndara í MA, Fálma, hefur unnið að sýningunni en Ijósmyndarar hafa sæmilega aðstöðu í skól- anum til úrvinnslu mynda. Fél- agið sér um gerð skólaspjalda Grísir gjalda: pönkað í gaggó! og er starfsemi lifleg á þeirra vegum. Formaður Fálma er Gunnar Snælundur Ingimars- son frá Egilsstöðum. Leikritið Hámarki sínu nær svo lista- vikan í frumsýningu Leikfélags MA á verki Böðvars Guð- mundssonar: Grísir gjalda, gömul svín valda. Rúmlega 40 manna hópur hefur æft og undirbúið sýningar á þessu verki Böðvars, og verður frum- sýningin þriðjudaginn 27. mars í Samkomuhúsinu. Böðvar skrifaði leikritið sérstaklega fyrir MA til flutnings á ári barnsins. Eins konar barna- verndunarnefnd rannsakar menningu og móral og fylgist með tveimur systkinum úr vísitölufjölskyldunni. Nefndina skipa þær þekktu sagnapersón- ur: Mjallhvít, Tarsan og indíánahöfðinginn Big Foot. Fránum sjónum er beint að leikjum, leikföngum, sögum, ævintýrum og fleiri þáttum í daglegu umhverfi æskulýðs. I leikritinu er flogið gegn um tíma og rúm. Á svipstundu er áhorfandinn hrifinn brottu úr ,,friðsælu“ heimilislífi aðfanga- dagskvölds til ævintýraheims Mjallhvítar og dverganna 7; inn í dimma frumskóga þar sem Tarsan fæst við górillur, ellegar þá á landssvæði vilta vestursins, þar sem indíánar og kúrekar bítast á um margar ekrur lands. Leikendur eru 25 talsins og bregða sér í líki 79 „persóna" (hvar meðal merkra má telja íslenskt sauðfé,, suðrænar górillur og ljón). Leikmynd og búninga hönn- uðu tveir nemendur skólans, þeir Þorbergur Hjalti Jóns- son og Helgi Már Halldórs- son og nutu þeir góðra ráða Messíönu Tómasdóttur mynd- listarmanns. 8 mánna hópur hefur unnið sleitulaust við smíðar, saumaskap, svamp- skurð, litun og límingu til að Hin viðmótsþýða Mjallhvít og vöðvastælti Tarsan. Páls Erlendssonar. Leikstjóri er Kristín Á. Ólafsdóttir. Eins og fyrr segir verður frumsýning þriðjudaginn 27. mars í Samkomuhúsinu. Næstu sýningar verða á miðvikudag og fimmtudag og væntanlega í vik- unni þar á eftir. Þá er ráðgert að ferðast með ,,Grísina“ til ná- grannabyggða og höfuðborg- arinnar. K vikmyndasýningar Svo sem alræmt er, þá hafa norðlendingar ekki átt þess kost að sjá sæmilegar kvikmyndir svo misserum skiptir hér á Ak- ureyri. Nú verður vonandi ein- hverbreyting þar á, því Kvik- myndaklúbbur MA var endur- Iífgaður í fyrra eftir nokkurrá ára dá. Klúbburinn hefur reynt að koma á einhvers konar sam- starfi við Fjalarköttinn syðra án verulegs árangurs. Hinsvegarer von á að úr rætist. Þær sýningar sem hafa verið í vetur og verða á listaviku eru í Borgarbíói en Björgvin Júníusson bíóstjóri hefur sýnt þessu menningar- framtaki hlýhug og skilning. Á listaviku verða sýndar tvær kvikmyndir eftir Polansky: Rosemarys Babv ídagkl. 17.00 og Chinatown nk. laugardag kl. 14.00. 31. mars verður nýjasta mynd Ingimars Bergmans Neytendasamtök á Akiireyri ÞORFIN BR YN Sl. laugardag (17. mars) var stofnuð á Hótel Varðborg Ak- ureyrardeild Neytendasamtak- anna. Markmið Neytendasamtak- anna er skv. lögum þeirra, að gæta hagsmuna neytenda íþjóð félaginu. Tilgangi sínum hyggj- ast samtökin ná m.a með því: a) að vaka yfir því, að sjón- armið neytenda almennt séu virt, þegar ákvarðanir eru tekn- ar eða reglur settar, er varða hagsmuni þeirra. b) að reka útgáfu- og fræðslu- starfsemi til aukningar á verð- og vöruþekkingu neytenda og til skilningsauka á málum, er varða hagsmuni þeirra. c) að veita félagsmönnum sínum leiðbeiningar og fyrir- greiðslu ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vörum og þjón- ustu. d) að gangast fyrir stofnun deilda eða félaga sem víðast á landinu. Samtökin hafa skrifstofu og starfsmann í Reykjavík. Deildir utan Reykjavíkur hafa þegar verið stofnaðar á Akranesi og í Borgarnesi.. Fundurinn var vel sóttur og urðu umræður fjörugar. Fram- sögn höfðu Jóhannes Gunn- arsson frá Borgarnesi og Rafn Jónsson, ritari Neytendasam- takanna. Svavar Gestsson við- skiptaráðherra flutti stutt ávarp og svaraði fyrirspurnum. Enn- fremur var á fundinum örn Bjarnason, starfsmaður Neyt- endasamtakanna, sem veitti upplýsingar um starfsemi þeirra. í stjórn Akureyrardeildar- innar voru kosin Jóhanna Þor- steinsdóttir Jónína Pálsdóttir, Kristín Thorberg, Páll Svavars- son, Stefán Vilhjálmsson, Ste- fania Arnórsdóttir, Steindór Gunnarsson, Valgerður Magn- úsdóttir og Steinar Þorsteins- son, sem kosinn var formaður. Stjórnin mun vinna að undir- búningi starfs á Akureyri, svo sem útvegun húsnæðis, þar sem þjónusta við neytendur getur farið fram, en meðlimir Neyt- endasamtakanna eru nú um 100 á Akureyri. Framhaldssiofn- fundur verður haldinn þegar nauðsynlegum undirbúningi er lokið. Þeim, sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um fyrir- hugaða starfsemi, er velkomið að snúa sér til Jónínu Pálsd., s. 21250, Stefaníu Arnórsd., s. 23869 og Valgerðar Magnús- dóttur s. 24782. listarþáttur listavikunnar með hljómplötukynningu í Möðru- vallakjallara kl. 20.30. Flutt verður músik framin af öldnu kempunni Oscar Peterson og köppum hans. Miðvikudag 28. mars verður Sjálfsmorðssveitin með kynngimagnaða tónlist og innblásna úr pönkættaðri tilurð sinni, - en sveitin varð til í sam- vinnu við Megas sem hraðaði sér á braut fyrr en efni stóðu til úr sveitinni. Tónleikarnir verða kl. 17.00. Þá er enn einu sinni von á Þokkabót, - og troða þeir trúlega upp nk. mánudags- kvöld. Tónlistarþætti listavikunnar lýkur svo með Nemendatón- leikum í setustofu heimavistar- innar þar sem áheyrendum gefst kostur á að hlýða á snillinga snúa ómþýða tóna úr hljóðfær- um ýmissa gerða, mest klassik. Formaður hins líflega tónlistar- félags MA er Sigmundur Rún- arson. Skóldakynningar I vetur hefur Bókmenntafélag MA staðið fyrir kynningu á skáldunum: Guðlaugi Arasyni, Böðvari Guðmundssyni og Ein- ari Kristjánssyni. Þá hefur Bóma (en svo er bókmenntafé- lagið skammstafað) staðið fyrir kynningu á ísl. rómantíkerum 19. aldar. Á listavikunni mun svo Ólafur Haukur Símonarson lesa upp úr verkum sínum, en það verður fimmtudaginn 29. mars kl. 20.30. Formaður Bóma er Birna Gunrdaugsdóttir frá Hvilft. í tengslum við listavik- una stendur listavikunefndin fyrir verðlaunasamkeppni um ljóð, smásögu, tónverk og merki. Verðlaunaafhendingar hafa ekki farið fram. Vakin skal atþygli á að öllum er heimill að- gangur og er það vel að mennt- skælingar tvíeini svo menning- arkrafta sína í annars snautlegt listalíf okkar. Blaðberar NORÐURLAND óskar eftir blaðberum á Brekkuna og á Eyrina. N0RÐUR1AND SÍMI 21875 Eiðsvallagötu 1& Barnaárið í bœjarstjóm Nk. þriðjudag kl. 16.00 er bæjarstjórnarfundur um málefni barna á Akureyri. Forseta og varaforsetum bæjarstjórnar hafði verið falið að undirbúa þennan fund. Skrifuðu þeir 8 starfs nefndum bæjarstjórnar, - og fóru fram á greinargerð um hvernig unnið hefði verið að málefnum barna í hverjum málaflokki og báðu um tillögur þar um. Flestar nefndir hafa skilað af sér áliti. Hvort hér sé sproti hugarfarsbreytingar gagnvart börnum í augsýn skal ósagt látið, en gera má ráð fyrir líflegum umræð- um á bæjarstjórnarfundin- um. Fundurinn er eins og allir fundir bæjarstjórnar öllum opinn og verður I fundarsal bæjarstjórnar að Geislagötu 9. Bjartur blár Leikfélag Akureyrar hefur í vetur haft samstarf með myndlistarmönnum í bæn- um. í tengslum við leiksýn- ingar hafa myndlistarmenn sýnt myndverk sín í forsöl- um og kaffisal leikhússins. í tilefni sýninga á Sjálf- stæðu fólki, hefur Guð- mundur Ármann teiknað og þrykkt í silkiprent mynd af þeim frjálsa bónda Bjarti með Sumarhús í baksýn. Myndin er fjölfölduð í plakatstærð og seld tölusett og árituð af listamannin- um á leiksýningum á næst- unni. Það fer vel á því að listamenn nyrðra hafi með sér samstarf með þessum hætti og hafa flestir áhuga á að þróa það áfram í náinni framtíð. Garpsskapur í Gígjunni Söngfélagið Gígjan heldur sína árlegu tónleika nú um helgina 24. og 25. mars. í kórnum eru 30 konur, en kórinn hefur starfað í 12 ár. Á tónleikunum um helgina flytur kórinn lög af eldri söngskrám. Undirleikari verður Thomas Jackman, en Anna Kjartansdóttir hefur leikið undir á æfing- um í vetur. Einsöngvari verður Gunnfríður Hreið- arsdóttir. Söngstjóri hefur verið alla tíð verið Jakob Tryggvason. Fyrir- huguð er útgáfa á hljóm- plötu fljótlega með söng Gígjunnar. » Tónleikarnir verða í Borgarbíói. Hrakist undan ís Dalvík 20/3 - Netabátarn- ir hafa nú allir tekið upp trossur vegna íssins, sem nálgast nú óðfluga land. í fiskvinnsluhúsunum er nú verið að vinna við um- söltun og fiskmat. En bátar eru ekki á sjó vegna veðurs og íssins. Ferðafélag Akureyrar Staðarbyggðarmýrar 25. 3. kl. 13.00. Létt gönguferð fyrir fólk á öllum aldri. Ganga má á skíðum ef færi leyfir. Upplýsingar á skrif- stofunni laugardag kl. 18- 19. Ath. leiðréttingu áferða- áætlun í síðasta blaði. 20. ferð á að vera Kleifarstein- ar í Þorvaldsdal, ekki Svarfaðardal.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.