Norðurland - 29.03.1979, Side 1

Norðurland - 29.03.1979, Side 1
NORÐURLAND 4. árgangur Fimmtudaginn 29. mars 1979 11. tölublað Húsavík: Þrír bátar farrdr Húsavík 26/3 Enn er töluverður íshroði með landi, sem torveldar smærri bátum umferð. Grásleppuveiði- menn höfðu lagt mikið afsínum netum, sem fóru undir ís. Tjón þeirra er geysilegt og ófyrirséð hversu mikið af netum þeim tekst að slæða. í gær, sunnudag réru flestir að huga að þeim netum, sem næst voru og var eftirtekja mis- jöfn. Flestir náðu einhverju broti af netastólnum og var veiði bærileg. Hverju sem fram vindur er ljóst að tjón er mikið fyrir utan það feikna erfiði, sem það skapar að flengjast um allan sjó með kröku upp á von og óvon. Flestir náðu þorska- netunum í tæka tíð og hafa nú þrír netabátar yfirgefið staðinn til tímabundinnar vistar á örðum landshornum þ.e. Sig- þór, Aron og Kristbjörg. Rækju vinnslan fær einhverja hvíld nú þegar veiðiheimildir í Axarfirði hafa verið fullnýttar. Hvenær djúprækjuveiðar geta hafist, er óráðið og kemur e.t.v. til með að markast að nokkru af ísspöng inni fyrir norðan. Þarna er um töluvert stóra spurningu að ræða viðvíkjandi atvinnu, sem bætist við óvissu varðandi bol- fiskveiðar. Síðasta tímann fyrir ísrekið aflaðist nokkuð vel og var nóg vinna í Fiskiðjuverinu. Þar verður varla unnið af miklum krafti fyrr en ísrekið hverfur af heimaslóðum og bátarnir koma aftur til að leggja upp sinn afla. Nú um sinn gildir hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð. Togarinn Dagný komst ekki fyrir Sléttu vegna íss og í dag var landao hér um 90 tonnum og verður væntanlega landað einhverju til viðbótar úr togaranum á morgun. Landanir Dagnýjar hafa verið nokkuð umtalaðar um skeið vegna sam- komulags um landanir á Þórs- höfn, sem lítið hefur orðið úr, en nú var ekki um gott að gera og ófærð kemur í veg fyrir að aflanum sé ekið austur. Rauði- núpur kom inn til löndunar nú í kvöld og er meiningin að aka öllum aflanum til Raufarhafnar eða amk. um 100 tonnum, sem ekki er alveg ljóst ennþá að komist. Burthvarf báta frá höfnum hér á þessu lanshorni er auð- vitað geysilegt mál fyrir land- verkafólk og fiskvinnslur á svæðinu. Sýnist ýmsum að þorskveiðibannið í kjölfar veiðileysis af öðrum ástæðum auki einungis á búsifjar manna í þessum fjórðungi og væri slíkt lítið réttlæti ef aðrir landshlutar fengju forgang til að drepa dýrmætasta hrygningarfiskinn, svo loðnu og þorski verði etv. eytt jafn snemma. R Saumastofan á Dalvík Föstudaginn 30. mars kl. 21.00 frumsýnir Leikfélag Dalvíkur leik ritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Guðrún- ar Alfreðsdóttur. Æfingar hafa staðið yfir síðan í byrjun febrúar. í hlutverkum eru: Dagný Kjart- ansdóttir, Guðný Bjarnadóttir, Herborg Harðardóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Sigríður Haf- stað, Svanhildur Árnadóttir, Helgi Þorsteinsson, Kristján Hjartarson og Rúnar Lund. Næstu sýningar verða á sunnu- dag kl. 16.00 og þriðjudag kl. BARÁ TTUSAMKOMA i Samtaka herstöðvaandstœðinga i m I I i ■ I ■ I ■ I ■ I v I ■ I ■ I i ■ I í tilefni 30 ára veru íslands í NATO 30. mars nk. verður í Sjálf- stæðishúsinu sunnudaginn 1. apríl kl. 15.00. DAGSKRÁ: Ræða: Tryggvi Gíslason skólameistari. Frásögn: Jakobína Sigurðardóttir skáldkona. Söngur: Hilmar Hauksson. Leikþáttur og samlestur undir stjórn Svanhildar Jóhannesdóttur o. fl. Hákon Leifsson og félagar flytja frumsamda tónlist. Fundar8tjóri: Böðvar Guðmundsson. SHA Akureyri Tryggvi. Jakobína Svanhildur. Böðvar. I ■ ■ Sumir reyna á þolrifin á þyrsklingnum undir ís á Pollinum. Kettir kætast í bænum og þrífast vel af fiskmetinu. Dalvík: Vomur á mönnum Dalvík 27/3 Blaðam. hafði samb. við Ingimar Lárusson hafnarvörð á þriðjudag og innti hann fregna af bátalífinu við höfnina þessa dagana. Sagði Ingimar að þrír bátar væru farnir: Bliki og Búi til Grindavíkur og Stafnsnesið vestur á Rif. Þrír bátar lögðu net sín aftur um helgina en höfðu lítið upp úr krafsinu, tvö til þrjú tonn hver. Minnstu bát- arnir hafa ekkert lagt aftur síð- an ísinn kom inn um daginn. Það er hálfgerðar vomur á mönnum meðan ástandið er svona ótryggt. ísinn er það stutt undan, að ekki þyrfti að blása lengi að norðan og norðaustan svo að hann ræki inn aftur, sagði Ingimar. Grásleppukarlar hafast ekkert að heldur. Annars er ísinn alveg úr sjónmáli í bili; aðeins einstaka smájaki á stangli. Hrísey er líklega alveg ALÞÝÐUBANDALAGID Félagsfundur ABA þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. FUNDAREFNI: 1. Deiliskipulag miðbæjar Akureyrar. Helgi Guðmundsson kynnir tiliögur skipulagsnefndar. Almennar umræður. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Notum þetta tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi okkar. STJÚRNIN. orðin frí við ís líka, - amk. kom ferjan hér í morgun. Að lokum sagði Ingimar, að togarinn Björgvin væri væntanlegur inn næstu daga með 150-160 tonn. Brynja. Hörmulegt slys Það hörmulega vinnuslys ivarð í Hrísey sl. fimmtu- dag, að fjórtán ára gamall drengur, Vilhjálmur Guð- jónsson varð undir fiski- kassastæðu og beið bana. Vilhjálmur var sonur hjónanna Valdísar Kristins dóttur og Guðjóns Björns- sonar fréttaritara okkar í Hrísey. NORÐURLAND sendir aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. ^ Leiklistargyðjunni Þalíu á Akureyri og Húsavík er blótað á bls. 2 og 3 Sfí Sigmundur Rúnarsson menntaskólanemi skrifar um trúfrelsi í pistli bls. 5 * Sagt frá baráttusamkomum herstöðvaandstæðinga á baksíðu --------- ^

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.