Norðurland - 29.03.1979, Page 3

Norðurland - 29.03.1979, Page 3
UEIKL.IST Hönnuðir leikmyndar nostra við listrænan svampskurð. Líflegir grísir LMA Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Grísir gjalda, gömul svín valda: BÖðvar Guðmundsson Leikstjóri: Kristín Á. Ólafsd- Leikmynd og búningar: Þor- bergur Hjalti Jónsson og Helgi Már Halldórsson Tónlist: Sverrir Páll Erlendsson og örn Magnússon. Hin árlega listavika M.A. stendur nú yfir. Meðal annarra viðburða í vikunni er sýning L.M.A. á leikritinu Grísir gjalda, gömul svín valda eftir Böðvar Guðmundsson, sem hef ur skrifað það sérstaklega fyrir L.M.A. og er leikrit þetta ein- mitt skemmtilegt skólaverkefni. Það er tragikomisk ádeila á uppeldi barnanna okkar og meðferð okkar og samfélagsins á þeim, og auðvitað tileinkað blessuðu barnaárinu. Leikstjór- anum, Kristínu Á. Ólafsdóttur, hefur tekist frábærlega að hafa stjórn á þessum stóra hóp. f sýn- ingunni taka þátt milli 30 og 40 nemendur og er næsta ótrúlegt hversu heilsteypt hún er (ekki síst vegna þess að hún byggist ekki síður upp á action en hinu talaða orði). Leikmynd, bún- ingar, tónlist og lei’ ur falla eins og flís við rass. Kristínu hefur tekist að koma upp sýningu, sem er fersk og full af lífi. Leik- mynd og búningar Þorbergs Jónssonar og Helga Halldórs- sonar bera lærimeistara þeirra, Messíönnu Tómasdóttur glöggt vitni og er ekki leiðum að líkj- ast. Boðskapur verksins er e.t.v. ekki nýr af nálinni, en svo sann- arlega þarfur. Og maður skemmtir sér konunglega . Er sýningin með því betra sem sést hefur í leikhúsinu okkar á þessu leikári. Hafið þökk fyrir. Odda Margrét. Heiðursborgarar Húsavíkur SENDIR UT Húsavík 27/3 Starfsárið 1978- 1979 er áformað sem starfs- mesta ár Leikfélags Húsavíkur til þessa. f sumar er meiningin að ferðast með Heiðursborgara, sem voru uppfærðir hér fyrir áramótin til Danmerkur og Svíþjóðar. Kostnaður við för- ina er áætlaður ca. 2.5 miljónir króna og hefur Norræni Menn- ingarmálasjóðurinn veitt styrk til fararinnar ásamt fleirum. Ferðalagið er liður í samstarfi Leikfélags Húsavíkur við leik- félög á öðrum Norðurlöndun- um í svokölluðum leikhúshring B. Kostnaður við starfsemi Leikfélags Húsavíkur þetta starfsár verður því auðvitað mjög mikill vegna aukinna um- svifa. Þá svíður leikfélögum að vonurn að greiða hærri upp- hæðir í skatta en félagið hlýtur til baka í formi styrkja, - eða finnst nokkrum skynsemi í því að nota slíka starfsemi að fé- þúfu. Finnst mönnum sam- kvæmni í því að áhugamanna- félög fái engan fjárstuðning meðan rétt þykir, að halda uppi atvinnuleikhúsi við ærinn kostn að. Mætti nú ekki áhugafólk einhvers njóta, - ég spyr nú bara si sona. Benedikt. /Z /3 V /7 H 3 Krossgáta Rétt er að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinar- munur á breiðum sérhljóða og grönnum, t.d. getur a aldrei komið í stað á, og öfugt. Lausnarorðið er nafn á þekktum kirkjustað. Fiðlarinn á Húsavík Stórvirki á sviðinu Fiðlarinn á þakinu fer væntan- lega á fjalirnar föstudaginn 30. mars. Æfingar hafa staðið yfir frá því í janúar og verið geysi- lega strangar. Verkið þarf naumast að kynna. Það naut mikilla vinsælda á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu. Höfundurinn Joseph Stein sótti fiðlarahug- myndina að einhverju leyti til listmálarans Chagals og verka hans. Chagal var gyðingur fæddur í Suður Rússlandi og fléttaði hann í verk sín svip- myndir frá heimaþorpinu, sem var trúlega eins og öll önnur þorp þeirra staðar og tíma; með fiðlara á þakinu. Anatevka, þorp Tevjes mjólk urpósts verður það sögusvið sem áhugamenn um leikhús geta staldrað við í samkomu- húsinu á Húsavík næstu vikur. Þetta verk er ótvírætt fyrir- ferðarmesta leikrit sem Leik- félag Húsavíkur hefur fengist við. Þannig eru nafngreind hlutverk 22 auk fjölda þorps- búa. Alls koma á svið 36 manns í sýningunni. Fjögurra manna hljómsveit sér um undirleik, - og þegár allir eru taldir, sem þurfa að vera til staðar við hverja sýn- ingu, er um að ræða 50 manna hóp. Að undirbúningi hafa starfað miklu fleiri beint og óbeint; við búninga, leiksvið og fleira, þannig að þátttakendur eru minnst 70 fyrir utan þá sem sitja heima og gæta bús og barna. Mér er til efs að svo viða- mikil sýning hafi verið uppfærð af áhugamannaleikhúsi við svo lítinn húsakost i það minnsta. 7% hafa ekki áður stigið á fjal- irnar hér á Húsavík, svo að leik- arahópurinn fer stækkandi. Helstu hlutverk leika: Sigurður Hallmarsson, Hrefna Jóns- dóttir, Anna Ragnarsdóttir, Sigrún Harðardóttir, María Axfjörð, Árnína Dúadóttir og Einar Njálsson. Leikmyndina gerir Sigurður Hallmarsson í anda Chagals, búninga annaðist Helga Magnúsdóttir og er þar geysi mikið verk unnið en lítið eitt fengið að láni úr Þjóðleik- húsinu. Förðun annast Stefanía Ásgeirsdóttir, söng og tónum stýrir Ingimundur Jónsson, leik stjóri er Einar Þorbergsson kennari. Einar hóf átta ára gamall nám í listdansskóla og síðan í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins og lauk þaðan prófi 1972. Kom hann fyrst fram í Þjóðleikhúsinu 1963 og lék ma. fiðlarann í uppfærslu Þjóðleik- hússins. Einar leikstýrði Ævin- týri á gönguför á Fáskrúðsfirði og skólasýningum þar á staðn- um og á Borgarfirði Eystra stýrði hann Skjaldhömrum, Umhverfis jörðina á áttatíu dögum og Þjófar, lík og falar konur. Nú í vetur sviðsetti hann Nýársnóttina með nemendum Gagnfræðaskólans, svo hér skortir Einar því ekki viðfangs- efni. Benedikt. N0RÐURLAND Ma.LGAGN SÓSlALISTA I NORÐURLANOS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af Norð- urlandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþraut Helga Ólafssonar. Krossgátan. Iþróttir. Félagarnir Simmi og Sóli. Norðurland kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári. Áskriftargjald fyrir hálft árið er kr. 3.500. Sími 21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri Fróði rauði landnámsmaður Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn: _______________________________________________ Heimili: Póstnúmer:

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.