Norðurland


Norðurland - 23.05.1979, Blaðsíða 2

Norðurland - 23.05.1979, Blaðsíða 2
íNORÐURIAND Málgagn sósíalista í Noröurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hlöövesson, Guörún Aöalsteinsdóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: ÓsKar Guömundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryaqvi Jakobsson. Rltstjorn, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Hringlandaháttur Allar götur síðan ríkisstjórnin var mynduð í fyrrahaust hefur Alþýðuflokkurinn, eða að minnsta kosti sá hluti hans sem enn fer með völdin, verið málþola að koma íhaldsúrræðum sínum í framkvæmd. Vikum saman hefur mest allur tími ríkisstjórnarinnar farið í það að þjarka um kröfur flokksins um kjaraskerðingu til handa launafólki. Flokkurinn hefur linnulaust, í marga mánuði hamrað á því að núgildandi vísitölukefi væri svo skelfilega vitlaust að engin leið væri að ráða við verðbólguna á meðan það væri í gildi. Þess vegna yrði að afnema það, raunar þyldi verkið enga bið. í samræmi við þetta hafa svo verið sett lög þar sem að nokkru er gengið til móts við þessi sjónarmið af Alþýðubandalaginu. Ekki vegna þess að nokkuð það hafi komið fram sem sanni að kenning Kratanna um vísitölukerfið sé rétt. Heldur af hinu að með því var hægt að tryggja áframhaldandi setu ríkisstjórnarinnar um sinn. Lögin um efnahagsráðstafanir eru það gjald, sem verkafólki er ætlað að greiða fyrir vonina um skárra stjórnarfar á öðrum sviðum. Þessar vikur er það hins vegar að gerast að launamálstefna ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyf- ingarinnar er að riðla til falls. Hópar sem aldrei hafa verið aðilar að samkomulagi verkalýðssamtakanna og ríkisstjórnarinnar um launamálastefnuna eru nú að knýja fram þwytingar á launakjörum sínum langt umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir í efnahagsspám. Til viðbótar kemur svo það að opinberir starfsmenn höfnuðu auknum samningsrétti fyrir 3% launahækkun. Allt þetta veldur að sjálfsögðu því að hvorki Alþýðusambandsfélögin eða ríkisstjórnin geta látið sem ekkert sé, haldið að sér höndum. Alþýðuflokkurinn hefur lagt til að ríkisstjórnin falli frá markaðri stefnu og hætti afskiptum sínum af launamálum. Láti verkalýðshreyfingunni pg atvinnurekendum eftir að útkljá málið. Þessi tillaga Alþýðuflokksins væri vissulega fullkomnlega eðli -leg ef því mætti treysta að niðurstaða þeirra kjarasamninga sem semdist um yrði virt af ríkisvaldinu. En þar sem flokkurinn hefur lýst fullkominni andstöðu við gildandi vísitölukerfi og hugmyndir hans um nýtt beinast að því að kaupmáttur launa skerðist, - þá er þessi tillöguflutningur og málatilbúnaður ein alsherjar hringavitleysa. Reynslan hefur sýnt verkalýðssamtökunum það að engu skiptir hverju þau ná fram í launabaráttunni ef ekki fer saman pólitískur ávinningur. Hver ríkisstjórnin eftir aðra hefur gripið inn í samninga með þeim rökum að ekki yrði ráðið við verðbólguna nema gera breytingar á vísitöluákvæðum samninga. Að þessu sinni var samið um það við verkalýðshreyfinguna og hún taldi sig fá bætur í öðru formi, með félagslegum úrbótum. Það sem Alþýðuflokkurinn er nú að leggja til er alsherjar stéttastríð þar sem hann skipar sér þegar í sveit með harðskeyttustu andstæðingum verkalýðshreyfingar- innar. Dettur forustuliði Kratanna í hug að kjarasamning- ar nú stæðu um annað frekar en verðtryggingu umsaminna vinnulauna í því verðbólgubáli sem nú geisar? Eða dettur þessu sama liði í hug, að slagorðaflaumur þeirra um gerbreytta efnahagsstefnu njóti einhvers stuðnings meðal verkafólks? Ætlast fiokksliðið virkilega til þess að launafólk taki flokkinn trúanlegan þegar hann segist enn vera að standa vörð um hagsmuni þess, í bráð og lengd um leið og hann skipar sér í sveit með andstæðingum verkalýðshreyfingarinnar í upphafi átaka sem flokkurinn leggur til að hefjist þegar í stað? Traust almennings á ríkisstjórninni er nú minna en verið hefur um langt skeið vegna hringlandaháttar Kratanna. Fari hún frá nú og efnt verði til nýrra kosninga í haust er líklegt að niðurstaða þeirra verði ekki til neinnar uppörvunar fyrir hið kjaftgleiða þinglið flokksins. Úrslitin gætu þó orðið á þann veg að flokksdreifarnar nægðu til þess að hrauka upp bærilegri ihaidssátu að ósk nokkurs hluta Krataforustunnar. Fáist Alþýðuflokkurinn ekki til þess að standa nú við stóru orðin að vilja stjórna landinu með því að takast á við þann vanda sem nú steðjar að í samvinnu við samtök íaunafólks, þá liggur víst naumast annað fyrir ríkisstjórninni en að fara frá og gefa Krötunum og öðru íhaldi kost á að leysa vandann í andstöðu við allt og alla nema borgarana og geðleysið í sjálfum sér. hágé. 2 -NORÐURLAND Tryggvi Jakobsson: Ferðast um foldu Nú þegar vonandi fer að sjást fyrir endann á öllum hretum og harðindum, hyggja margir til Sess að leggjast í ferðalög. Hinar iau og fljótliðnu sumarvikur eru mikill ferðatími, menn þeytast um landið þvert og endilangt. Allt fær á sig annan brag, það dregur úr yfirvinnuþrælkuninni og útvarpið hellir yfir mann aðvör- unum til ökumanna, hvatningum um bætta umgengni og flóði auglýsinga, sem fá fólk til að kaupa allan fjandann, hvort sem það er brúklegt á ferðalögum Frá því að almenningur tók að ferðast um landið að ein- hverju marki, hafa bílferðir verið helsti ferðamátinn. Það er ef til vill eðlilegt, landið er stórt og bílaeign mikil. En hætt er við að ýmislegt fari fyrir ofan garð og neðan hjá ferðamönnum, þegar þeir flengjast „hringinn" á mettíma og klappa gæðing- num og hæla fyrir góða frammi- stöðu. Kunnan vísindamann og ferðagarp, heyrði ég eitt sinn segja, að Islendingar væru þau sporlötustu kvikindi sem um gæti. Það væri árátta þeirra að aka bílum sínum eins langt og mögulegt væri, og helst lengra, svo þeir gætu velt sér beint inn fyrir tjaldskörina. Það er mikið til í þessu og marga erlenda ferðamenn heyrir maður undrast á því hve lítið íslend- ingar geri af því að ganga um eigið land. Hóflausum bílaakstri fylgja ýmis vandamál. A hverju sumri eru færðar stórar fórnir, bæði í mannslífum og limlestingum, á altari bílguðsins. Eg er hræddur um að því miður líti sumir orðið á það sem sjálf- sagðan hlut. Annað sem mjög hefur borið á sérstaklega eftir að jeppaeign varð almenn, ér akstur utan allra vega, stundum nefndur torfæruakstur. Það skortir verulega á að upplýsing- um um hvað af slíku getur hlotist hafi verið haldið nægi- lega að fólki. Þeir eru því miður margir sem ekki gera sér grein fyrir viðkvæmni öræfagróðurs- ins og þeirrj keðju jarðvegs- og gróðureyðingar sem af einum óheppilegum hjólförum getur hlotist. Hér er etv. fyrst og fremst við innrætingu þess þjóðfélags, sem við búum í, að eiga: hver og einn skal engum háður, útaf fyrir sig skal hann engu hlýta, lög og reglur skulu ekki hefta för svo lengi sem fært er. Á undanförnum árum hefur verið reynt að örva fólk til gönguferða um byggðir og óbyggðir. Þar hafa ferðafélögin og Náttúruverndarráð sýnt lofs- vert framtak. Hjá þeim liggur fyrir skipulagning göngusvæða, með því að reisa litla göngu- skála með hæfilegu millibili. Þegar hefur verið ráðist í framkvæmdir á Emstruleið, milli Landmannalauga og Þórs- merkur, og hliðstæðar fram- kvæmdir munu fara fram á Odáðahraunssvæðinu á næstu árum. Einnig hafa Homstrandir öðlast vaxandi vinsældir síðast- liðin ár, sem stórbrotið en hentugt göngusvæði. Þarna er kannski að myndast smá mót- svar við bílsetuferðum landans. Mörgum er það þyrnir í aug- um, að útlendingar skuli leyfa sér að ferðast um landið. Oft hef ég orðið vitni að því, er Islendingar opinbera útlend- ingahatur sitt á svo tilþrifa- mikinn hátt, að forhertustu kynþáttahatarar mættu vera stoltir af. Það er skiljanlegt að mörgum falli miður að koma á vinsæla viðkomustaði í óbyggð- um og komast að raun um það, að 80% þeirra sem fyrir eru heyri til öðrum þjóðum. En ætli þeim hinum sömu þætti ekki miður ef þjóðarkökukrílið, yrði af þeim sykri og því hveiti sem þessir ferðalangar gefa af sér. Síðastliðin ár hafa nokkrar Islenskar ferðaskrifstofur, fyrst og fremst annast flutninga á erlendum ferðamönnum um landið. Með tímanum hafa þessir flutningar fallið í nokkuð fastan jarðveg, undir stjórn hæfra farastjóra og annarra starfsmanna. En fleiri þurfa að narta í krásina. Nú allra síðustu árin hefur það mjög færst í vöxt að útlendingar ferðist um landið á bílaleigubílum, eða eigin faratækjum, sem þeir flytja inn með Smyrli. Þetta er ill þróun, þvi miklu er útlendingaskarinn viðráðanlegri í hóp, heldur en dreifður út um hvippinn og hvappinn. Þarna er vandi sem taka þarf á. Að lokum fylgja svo nokkur heilræði til þeirra sem ekki ætla að sitja á rassinum heima, heldur í bíl í sumarfríinu: Skiljið borðstofuhúsgögnin eftir heima. Þótt það sé þægilegt að hafa þau til að sitja við í tjaldinu, getur bíllinn fjaðra- brotnað undan þeim. Tveir kassar af lítra-kók eru 24 lítrar. Út í það fara 6 flöskur aí brennivím, et krakkarnir fá síne hverja kókina. Ekki keyra fullir upp á öræfum. Vegalöggan er komin á jeppa. Ekki geyma skemmtisnekkjuna uppi á hjólhýsinu. íslenska vegakerfið gerir ekki ráð fyrir svoleiðis. Reynið að forðast þessi fjárans friðlönd og þjóðgarða og gæslu- menn. Maður má bara ekkert, ekki einu sinni tjalda þar sem maður vill. Bless og góða ferð. T. J. A ðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður þriðju- dagínn 29. maf kl. 20.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvaliagötu 18. DAGSKRA: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. Félagar - Fjölmennum. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Önnur mál. STJÚRN ABA.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.