Norðurland


Norðurland - 23.05.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 23.05.1979, Qupperneq 3
Ole Lindquist: Stefnubreyting brýn^ í hvalveiðimálum Islendinga - (Seinni hluti greinar um hvali) Alþjóðlega Hvalveiðinefndin, IWC, tók til starfa 1949 á grundvelli sáttmála frá 1946. 14 ríki þ.e. þau sem þá stóðu fyrir verulegum hluta hvalveiða i heiminum, reyndu með þessu að koma á fyrirkomulagi, sem kæmu í veg fyrir óæskilega samkeppni, offramleiðslu hvallýsis o.þ.h. auk þess sem ákveðnir framsýnir menn höfðu efalaust vonast til að tryggja grundvöll hvalveiðanna um ókomna framtíð með aðgerð- um þessum. Þessi félagsskapur hvalveiði- manna fór þá einnig fögrum orðum um verndun hvala í framtíðinni og nauðsyn þess að koma í veg fyrir þá ofveiði sem saga hvalaveiða hafði áður einkennst af. Það er hægt að vísa á margskonar friðunaraðgerðir sem IWC hefur staðið að, en þeim er flestum sameiginlegt, að vera komið á alltof seint, þ.e.a.s. þegar hvalastofnar hafa verið ofveiddir um lengri tíma og stofnarnir orðnir það litlir að vafasamt er hvort dýrin geta fjölgað sér nægilega mikið í framtíðinni til að þau geti lifað af sem tegund. Ekki er öðruvísi farið með nýja kvótakerfið og nýja stjórn- unnarfyrirkomulagið sem IWC tók upp 1974 og sem á ensku kallast „New Management policy“. Átti það að vera einhverskonar „andsvar" við tilmælunum nr. 33 frá umhverf- ismálaráðstefnu SÞ um 10 ára frestun á meiriháttar hvalveið- um. Þetta nýja stjómunarfyrir- komulag byggir m.a. hreinlega á skipulöguðum ofveiðum og færir sér í nyt hina auknu viðkomu sem einkennir hvala- stofna í mikilli lægð. Er því haldið opinberlega fram, að þessa „umfram“-viðkomu megi veiða meira að segja „. . . án nokkurar hættu fyrir stofninn .. . “(!) Var það m.a. ástæðan fyrir því að stjórn Umhverflsverndar- áætlunar Sameinuðu Þjóð- anna, UNEP 1973 og 1974 ítrekaði tilmæli nr. 33 og að Alþjóðasambandið fyrir varð- veislu náttúru og náttúruauð- linda, IUCN sem eru heildar- samtök mjög margra vísinda- félaga og hafa innan sinna vébanda meðal fæmstu vísinda- manna heims mótmæltu á aðal- fundi sínum í september 1975 þessu „New Management Policy“ Staðreyndin er sú, að hvers- konar stofnstærðaráætlanir í sambandi við hvali - og þá að sjálfsögðu einnig af hálfu vís- indanefndar IWC - hafa verið vafasamar í meira lagi, því hvalarannsóknir eru í raun og veru af skornum skammti og lítið sem ekkert að byggja á. Það hefur ávallt verið stórt bil á milli efri og neðri skekkju- marka stofnstærðaráætlunar og áætlunar um viðkomu stofn- anna. Það er nú æ oftar viðurkennt að skekkjan er mun meiri en menn áður höfðu haldið. Þessar upplýsingar hafa vísindamenn lagt fram, en þá hafa þeir og sérstaklega hinir pólitísku fulltrúar hvalveiðiþjóð anna í IWC valið að einblína á þær tölur (innan skekkjumark- anna) sem eru þeim hagstæð- astar hverju sinni og kvótar settir samkvæmt þeim eða jafn- vel enn hærri. Ef kvótar eru settir innan skekkjumarkanna geta hinir pólitísku fulltrúar að vísu ávalt bent á að þeir fari að ábending- um vísindamanna. En þegar í svo til öll skiptin eru valdir kostir sem eru hvalastofnunum óhagstæðastir, en hvalaveiði- félögunum hagstæðastir, láta afleiðingarnar ekki heldur á sér standa: Ofveiði hefur því verið staðreynd, þrátt fyrir kvótakeríl. Það lýsir ástandinu ágætlega að rekja röksemdarfærslu Þórðar Ásgeirssonar, skrifstofu stjóra í sjávarútvegsráðuneyt- inu, fulltrúa íslands hjá Alþjóða Hvalaveiðinefndinni og for- manns hennar, eins og Tíminn (15. nóv. 1978) greinir frá: „I atkvæðagreiðslum á fund- um alþjóða hvalveiðiráðs- ins sagði Þórður íslendinga fara eftir ábendingum vísinda- nefndar ráðsins, sem hefði það að markmiði að vernda hvala- stofna, hvorki meira né minna. ... Þórður kvað íslendinga hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu, þegar Frakkar og Bandaríkja- menn báru fram tillögu þess efnis, að takmarka hrefnuveið- ar Kóreumanna í Japanshafi. Vísindanefndin hefði gefið þrjá möguleika til þess að velja um og erfitt hefði verið að gera upp á milli þeirra vegna skorts á upplýsingum." Hefðu hvalverndunarsjónar- mið - samkvæmt hinni gullnu reglu „Safety first“ - setið í fyrirrúmi, hefði þessi „skortur á upplýsingum“ verið meiri en nógur til þess að fá Island til að styðja þær tillögur sem örugg- lega tryggðu vöxt og viðgang umrædds hvalastofns. Þetta er þó ekkert einsdæmi. Tilmæli nr. 33 frá umhverfís- málaráðstefnu SÞ fjallaði - auk hins bráðnauðsynlega 10-ára hvalveiðibanns - einnig um efl- ingu IWC og aukningu hvala- rannsókna. Um síðarnefnda atriðið þarf ég ekki að fara mörgum orðum. Þrátt fyrir að miljónir hvala hafí látið lífíð af mannavöldum á um 400 árum (til þess að verða að lýsi, sápu, kertum, smurolíu, hunda- og kattafóðri, áburði og á síðustu tímum litlu einu af hvalbuffí og þ.h.) hafa jafnvel fræðimenn harla litla raunveru- lega vitneskju um líffræði, vist- fræði, líf, hegðun, vitund, merkjakerfí og uppbyggingu fé- lagshópa þessara dýra, sem þó standa okkur mönnunum nær en mörg önnur dýr jafnvel á þurrlendi. Hverskonar verndun og fram tíðarhagnýting hvala er óhugs- andi, nema að hér verði unnið stórvirki næstu árin. 1977 ból- aði svolítið á auknum hvala- rannsóknum af hálfu IWC og til þess að allir tækju nú eftir þessu voru þær skírðar Áratugur al- þjóðlegra Hvalarannsókna, IDCR. EJling IWC Greinina úr tilmælum 33 frá umhverfismálaráðstefnu SÞ um eflingu Alþjóða Hvalveiðinefnd- arinnar þarf einnig að skoða í víðara samhengi. Alla tíð frá því IWC var sett á stofn hefur staðið til boða að nefndin gerðist ein af stofnun- um Sameinuðu Þjóðanna. Þetta hefði haft í för með sér auknar skyldur af hálfu IWC (s.s. tillit til heildarhagsmuna og sjónar- miða flest allra aðila SÞ), en á hinn bóginn stóraukna mögu- leika til að tryggja vísindalegan grundvöll stefnumörkunar og ekki síst framkvæmd stefnunn- ar. Þessu var þó ávalt hafnað. IWC hefur fram að 1972 - og reyndar að mestu leyti fram að deginum í dag - einungis verið þröngur félagsskapur manna sem fyrst og fremst hafa gætt stundar- og einkahagsmuna sinna. Röksemdir þeirra um að það sé líka þeirra hagsmuna- mál að hvalastofnarnir haldi stöðugri meðalhámarksvið- komu hafa hingað til ekki getað sannað sig miðað við starfsemi IWC sjálfra: æ ofan í æ hafa (pólitískir fulltrúar) IWC leyft veiði hvala af ýmsum tegundum þangað til í algert óefni er komið og stofnarnir að einhverju eða öllu leyti hrundir, þá fyrst hefur komið til friðunar. Fulltrúi Mexíkó sagði 1974 um IWC: „ . . . þessarar nefnd- ar mun verða minnst í sögunni sem lítils hóps manna, sem brugðust hinni mikilvægu skuld bindingu við heiminn að starfa á ábyrgan hátt, og sem vernduðu hagsmuni fárra hvalveiðimanna í stað framtíðar þúsunda hvala.“ Þar sem IWC ekki vildi gerast ein af stofnunum SÞ gat um- hverfismálaráðstefna SÞ ekki gert annað en beina því að ríkis- stjórnum heimsins að notfæra sér það að IWC-aðild er öllum ríkjum, sem áhuga hafa, opin. Tilmælin um að „efla Alþjóða Hvalveiðinefndina“ eru með öðrum orðum m.a. dulbúin til- mæli um að ríki, sem áhuga og vilja hafa, til að tryggja framtíð og viðgang hvala hér á hnettin- um okkar, gangi í IWC og rjúfi með því einokunaraðstöðu hval veiðimanna og fulltrúa þeirra í nefndinni, en einnig tilmæli til þeirra ríkja, sem stundað hafa hvalföng án þess að vera aðilar að IWC. Auk þess fela þessi til- mæli í sér að Alþjóða Hval- veiðinefndin skuli fá fleiri fasta starfsmenn en þann eina ritara sem nefndin hafði fram að því. Við þetta bætist að nokkur ríki, sem áður stunduðu hval- veiðar, hafa upp á síðkastið alveg breytt um stefnu og munu fylgja tilmælunum um 10-ára bann við allri „commercial whaling“ hart eftir. Bandaríkin og Ástarlía munu leggja fram slíka tillögu á 31. ársfundi IWC, sem verður hald- inn í Lundúnum 9.-13. júlí í sumar. Rétt um þessar mundir eru 19 ríki aðilar að IWC, og mun vísindanefnd IWC koma saman stuttu áður til undir- búnings. í Bandaríkjunum hafa um- hverfisverndarsamtök lengi ver- ið tiltölulega öflug og það er ekki síst fyrir þeirra tilstilli að Bandaríkin fremst allra ríkja hafa sýnt málefnum varðandi hvali verðskuldaða athygli. Bandaríkin hafa einnig, svo til ein í heiminum hingað til, gripið til róttækra aðgerða þeim til verndar. Síðan í október 1972 hafa Bandaríkjamenn búið við mjög ströng verndunarlög í sambandi við sjávarspendýr að hinum hefðbundnu veiðum Inúíta í Alaska undanskildum. Lögin kallast Marine Mammal Protec- tion Act of 1972 og taka til Bandaríkjanna sjálfra en einnig allra bandarískra borgara, fyr- irtækja o.s.frv. erlendis. Þau banna þessum aðilum hvers- konar öflun, nýtingu og verslun með sjávarspendýr eða afurðir þeirra auk þess sem föng þessara dýra eru háð mjög ströngum reglum og sterku eftirliti. Sektir, sem dæmdar hafa verið í málum vegna brota á lögunum þessum eru himin- háar, auk þess sem t.d. varning- urinn hefur verið gerður upp- tækur. I lögum er m.a. ákveðin stofnun öflugrar sjávarspen- dýranefndar og einnig er til- greint hvaða stefnu Bandaríkja- stjórn á að fylgja á alþjóðavett- vangi. En Bandaríkjamenn hafa ekki látið við þetta sitja. Síðan 1975 hefur Bandaríkjaforseti það í höndum sér að banna hverskonar innflutning frá ríki, sem „... hagar sér þannig að það dragi úr árangri alþjóðalegra umhverfísverndarstofnanna“, Sá ljóti leikur, sem íslensk stjórnvöld hingað til hafa leikið í sambandi við hvalveiðar hafa ekki einungis verið valdar að því að leiða hvalina enn nær tortím- ingu - þessi Ieikur er íslenskum þjóðarhagsmunum stórhættu- iegur því varla mega íslendingar t.d. missa af Bandaríkjamark- aði, en hann tekur u.þ.b. 25% af öllum útflutningi Islendinga, sérstaklega freðfiski. Varla mun íslendingum heldur lítast á blikuna, ef bandarísk náttúruverndarsam- tök hæfu herferð til að fá almenning þar í landi til að hætta að kaupa íslenskan físk t.d. undir slagorðinu „Save the whales - Boycott Icelandic fish!“ á sama hátt og þeir núna gera gagnvart japönskum vör- um. En það er ekki einungis á vettvangi IWC að ísland hefur komið sér óþægilega fyrir í sviðsljósinu. Um þessar mundir eru 51 ríki aðilar að samningi sem tekur til alþjóðlegrar verslunar með villt- ar dýra- og plöntutegundir, sem hætt er við útrýmingu. Svo til allar hvalategundir eru undir- orpnar alþjóðasamningi þess- um, en íslenskur almenningur veit lítið sem ekkert um þetta og ekki heldur að íslensk stjórn- völd hafa hvorki undirritað né samþykkt hann, en hann var gerður í Washington, í mars 1973 og öðlaðist gildi 1. júlí 1975. Island og íslensku fulltrúarn- ir eru þegar búnir að verða sér til mikils álitshnekkis m.a. vegna íyrri afstöðu þeirra í Alþjóða Hvalveiðinefndinni, ekki þarf að bæta 31. ársfundi IWC þar við. En eins og áður sagði mun aftur liggja fyrir ársfundi IWC tillaga, flutt af Bandaríkunum og Ástralíu, um 10-ára frestun allra annara hvalveiða en þeirra sem eru þáttur í sjálfsnægtarbú- skap, sérstaklega frumbyggja. Mörg ríki munu nú sem áður styðja tillöguna og fylgi með banninu er meira en nokkru sinni fyrr. Það er tími til kominn að almenningur hér á landi geri sér grein fyrir að nú dugar ekkert minna en hreinlega 180 gráðu stefnubreyting í þessu máli, því nógu lengi hefur hausnum verið barið við steininn. Ýmis íslensk náttúruverndar- samtök hafa að vísu hér á síðustu árum ályktað gegn áframhaldandi hvalveiðum, en almennt hefur þögnin ráðið eða þá einhliða málflutningur á borð við þann, sem t.d. Þórður Ásgeirsson hefur staðið fyrir. Eg vil stinga upp á því að hæstvirt ríkisstjórn okkar, svona til tilbreytingar, taki sér svolítið hlé frá „efnahagsmál- unum“ margnefndu og ræði komandi 31. ársfund IWC, alþjóðlega verndun hvala, ís- lenskar hvalveiðar og útflutning hvalafurða héðan í samhengi - m.a. einnig við fulltrúa íslensku náttúruverndarsamtakanna. En það duga ekki lengur falleg orð, nú er þörf aðgerða ef stóru hvalirnir, langreyðarnar, Framhald á bls. 5. rsORÐURLAND - 1

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.