Norðurland


Norðurland - 23.05.1979, Qupperneq 4

Norðurland - 23.05.1979, Qupperneq 4
Skýrsla utanrtkisráðherra: NATO dekur Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra hefur lagt fram skýrslu sína um utanríkismál fyrir alþingi. Ekki getur hún talist gleðiefni fyrir vinstri sinna eða frjálslyndisöfl. Þar er kjamsað á sömu afturhalds- tuggunni og tíðkaðist í bur- geisastjórn Bilderbergs- Geirs. Söguskoðunín er Penta- gonsk og þjóðfélagsrýnin gæti sem best hafa farið fram í gegnum gleraugu Rocke- fellers: „Hinn 4. apríl voru liðin 30 ár frá stofnun Atlants- hafsbandalagsins, en tilvera þess hefur átt drjúgan þátt í að tryggja frið í Evrópu á þessu tímaskeiði. Þótt það sé stuttur tími í sögu þjóða, er vert að minnast þess, að sjaldan hefur í sögu Evrópu rikt svo langt friðarskeið." Það þarf ekki að fjöiyrða um friðarskeiðið við lesendur þessa blaðs. Friðarskeiðið hófst með köldu stríði: „í tveim heimsstyrjöidum á þessari öld hafa stórveldi meginlandsins staðið annars vegar, en stórveldi Atlants- hafsins hins vegar. Óttast var, að enn kynni að fara á sömu leið. Til að koma í veg fyrir það voru mynduð At- lantshafsbandalagið og Var- sjárbandaiagið. Milli þeirra hófst „kallt stríð“, og oft á tíðum virtist friður hanga á bláþræði." Gamli nasistinn, herra Luns framkvæmdastjóri Nató getur verið lukkulegur með vinnubrögð og viðhorf utanríkisráðherra síns Herra Gröndais: „Samtímis þessari skýrslu gerð fór fram umfangsmikil athugun á varnarþörfum bandalagsins næsta áratug- inn með hliðsjón af vaxandi hernaðarmætti Sovétríkj- Benedikt fetar stafkarlsstíg. flaugum með kjarnorku- vopnum. Þá hefur þýðing landsins í eftirlitskerfinu farið stöðugt vaxandi.“ Enda eru hér engin kjarn- orkuvopn. Ekki kemur ann- að til greina en taka þann kost að vera í Nató. Gröndal hefur fylgst náið með umræð- um um Nató síðasta misserið og dregið attaníossaálykt- anir: „I sambandi við 30 ára afmæli Atlantshafsbanda- ' lagsins hafa verið umræður um uppruna þess og þróun. Hefur verið bent á aðra kosti, sem þáttökuríkjunum hafa staðið opnir, en engir þeirra hefðu getað náð þeim árangri, sem raun ber vitni.“ (Tilvitnanirnar eru úr utanrikismálaskýslu Grön- dals ráðherra, úr köflunum um Atlantshafsbandalagið og öryggismál) anna á undanförnum árum og fyrirsjáanlegri þróun í þeim málum.“ Rússinn er að koma og ekki veitir af að smyrja víg- vélarnar: „A grundvelli skýrslunnar um varnarþarfir bandalags- ins ákváðu varnamálaráð- herra bandalagsríkjanna endurbætur á ýmsum veik- um hlekkjum í varnarkerf- inu, m.a. varðandi viðbúnað til sendingar liðsauka til Evrópu á hættu- eða styrjaldartímum.“ Þótt við íslendingar höfum ekki örlög þjóðanna í hönd- um vorum er það huggun harmi gegn að: „Þýðing íslands í þessu kerfi hefur frá upphafi verið mikii og byggist á samgöngu leiðum á sjó og í Jofti. Þar við hefur á síðari árum bæst, að kafbátar eru nú búnir eld- ■ AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins miðvikudaginn og fimmtudaginn 7. júní 1979. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis miðvikudaginn 6. júní. DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra. - Reikningarfélagsins. - Umsögn endurskoðenda. 4. Afgreiðsla reikninga og eftirstöðva innlendra afurðareikninga. 5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs. 6. Umræður um verslunarþjónustu samvinnuhreyfingarinnar. 7. Tillaga um formlega sameiningu Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfélags Ólafsfjarðar. 8. Staðfesting á reglugerðarbreytingu fyrir Mjólkursamlag KEA, samkv. samþykkt aðalfundar samlagsins þann 7. maí s.l. 9. Erindi deilda. 10. Önnur mál. 11. Kosningar. Akureyri, 15. maí 1979. STJÓRN KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA. Obreytt ástand ncesta vetur Lítil hreyfing í skólamálum Heldur hefur verið hljótt um gang framhaldsskólamála bæjarins undanfarið. Fram- haldsskólanefnd skilaði grein- argerð og fyrstu tillögum sín- um um skipan framhaldsnáms í náinni framtíð í janúar sl. Bæjarstjórn fjallaði þá lítil- lega um tillögurnar, og var síðan leitað eftir áliti ýmissa aðila skólakerfisins. Alitsgerðir hafa nú borist frá þessum aðiljum og sýnist þar sitt hverjum. Vilja sumir fara sér hægt og halda núverandi kerfi í svipuðu formi fyrst um sinn, þ.e. halda í meginskólana þrjá, Menntaskóla, Gagnfræðaskól- ann og Iðnakólann og stuðla að meira samstarfi og samræmingu þeirra í millum. Aðrir eru sömu skoðunar og framhaldsskóla- nefndin, þ.e. að hugsa strax til breytinga i þá átt að á Akureyri verði starfræktir tveir skólar á framhaldsskólastigi. Hér er að sjálfsögðu um stórt og mikil- vægt mál að ræða, sem krefst ítarlegrar skoðunar og umfjöll- unar. Líta verður til þeirrar þróunar sem nú á sér stað í skólamálum landsmanna. í frumvarpi til laga um sam- ræmdan framhaldsskóla er mörkuð ný stefna á þessu sviði. Ekki er gott að segja til um hvernig. frumvarp þetta kemur til með að líta út þegar það breytist í lög. Afgreiðslu þess á því þingi sem nú er að ljúka, tókst að tefja, svo enn skal bíða boða landsfeðranna. í umfjöll- un skólamála er hætt við að gæti óhóflegrar tilfinningasemi og hræðslu við hvers konar breytingar og röskun á hefðum. Hlýtur heillavænlegasta leiðar- ljósið i ákvarðanatöku um þessi mál að vera spurningin um það hvernig skólakerfið geti helst stuðlað að fjölhliða þroska nemenda sinna. Hvernig er hægt að aðstoða nemandann til þess að finna þær menntunar- brautir sem helst samsvara áhuga hans og hæfileikum. Astæða er til að vara við þeim sjónarmiðum að nám sé fyrst og fremst ef ekki eingöngu til að •framleiða sem hæfasta og full- komnasta starfskrafta fyrir at- vinnuvegina. En víkjum aftur að stöðu framhaldsskólamála á Akur- eyri. Á bæjarstjórnarfundi 22. maí kom fram að ekki þykir tímabært að taka ákvörðun um hversu margir framhaldsskól- arnir skuli vera á Akureyri. Framhaldsskólanefnd er falið að halda áfram störfum sínum í samráði við fulltrúa skóla- nefnda M.A., Gagnfræðaskól- ans og Iðnskólans ásamt fræðslustjóra Norðurlandsum- dæmis eystra. Unnið skal að því að samræma námsefni skólanna þriggja eftir því sem við verður komið og auka samvinnu þeirra með hliðsjón af hugmyndum um samræmdan framhaldsskóla. Jafnframt skal kanna hvort, og þá hvenær, rétt þyki að nám þessara skóla verði á einhvern hátt sameinað. káó Kaupfélag Þingeyingœ Aðalfundur Samlagsins Aðalfundur Mjólkursamlags KÞ var haldinn nýlega. Niðurstöðu- tölur á rekstrarreikningi fyrir árið 1978 var 1.282.176.000. kr. Innlögð mjólk á árinu var að verðmæti 749.800.000. kr. og birgðir mjólkurvara við árslok voru 428 milljónir. Stærstu rekstrarliðir eru laun um 70 milljónir og rekstur bifreiða upp á 58 milljónir. Innlagt mjólkurmagn á síðasta ári var 787 þús. lítrar og er það Leikfélag Akureyrar Skrítinn fugl - ág sjálfur eftir Alan Ayckbourn. Þýðandi: Kristrún Eymundsdóttir. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Frumsýning föstudag kl. 20.30. 2. sýning laugard. kl. 20.30. Gul kort gilda. 3. sýning sunnud. kl. 20.30. Græn kort gilda. Aðgöngumiðasalan er opin daglega frá kl. 17-19 og kl. 17-20.30 sýningardagana. Sími 24073. aukning um 29 þús. lítra frá næsta ári á undan, eða 3.86%. Innleggjendum hefur fækkað úr 186 1977 í 170 1978. Breytingár á innlögn pr. innlegjanda á síðustu árum hafa orðið veru- legar, eða úr 24.471 lítra á innleggjanda 1972, í 46.300 lítra á innleggjanda 1978. Þarna er um nærri tvöföldun að ræða á meðal búi á þessu árabili. Þróunin að öðru leyti hefur verið á þá lund, að um leið og innleggjendum fækkar, má gera ráð fyrir að innleggsmagnið eftir hvern grip hafi vaxið. Þó eru það tæpast algild sannindi því að á árunum eftir 1970 hefur ekki orðið veruleg aukning á innleggsmagni á grip yfirieitt. Myndun mjólkurverðsins á síð- asta ári þ.e.a.s. heildar iítraverð til bænda eru 135 kr. 56 aurar og þar af er útborgað mánaðar- iega 95 kr. og 26 aura og í sjóðagjöld fara nokkrar krónur, en flutningsgjald er 7 kr. 37 aurar og eftirstöðvar sem ekki eru greiddar út á árinu eru 25 kr. 73 aurar á hvert kg. Flokkun mjólkurinnar var með þeim hætti að 99,3% fóru í fyrsta flokk en afgangurinn í annan og þriðja flokk. Skipting fram- leiðslunnar hjá Mjólkursamlag- inu var þannig að seld nýmjólk var 1.256.000. lítrar. Annað mjólkurmágn fór til vinnslu, þar af vegur ostaframleiðslan þyngst. Það eru framleiddir Óðalsostur, 45% ostur, og 30% ostur og Port salute ostur og Tilsetter. Megin hlutinn fór í þessa vinnslu. Örlítið er fram- leitt af Kaseini og 118.000. kg. af smjöri. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.