Norðurland - 23.05.1979, Page 5

Norðurland - 23.05.1979, Page 5
IÞWÓTTIWM Einar 1 Blœs byrlega í 2. deildinni: Þór tvístraði liði Austra □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ □ □ □ □ □ flugáhugamenn Það var leikur kattarins að músinni á laugardaginn er áttusl við í 2. deild knatspyrnunnar Þórsarar frá Akureyri og Eskfirð ingar. Fimm sinnum varð mark- vörður Austra frá Eskifirði að þrífa knöttinn úr möskvum nets- ins. í sárabót tókst þeim Eskfirð- ingum að læða tuðrunni tvisvar sinnum inn í mark Þórsaranna. Það leyndi sér ekki hvor aðilinn var betri í leiknum. Hinir knáu Þórsarar marg- styrktir af þrautþjálfuðum að- komumönnum í liðinu voru eins og birnir í vörninni og orustu- þotur í sókninni. Sérdeilis þótti Húsvíkingurinn Hafþór Helga- son gera usla eins og hafísjaki í netum Eskfirðinga. Hafþór spyrnti knettinum þrisvar sinn- um í mark Austradrengja. Tvisvar sinnum á fjórum mínút- um fauk knötturinn af Hafþórs fótum í mark. Það var því ekki nema von að áhorfendur spyrðu hvort hér færi maður eða MIG orustuþota. Annars var gangur leiksins í stuttu máli sá, að seint í fyrri hálfleik skoraði Björn Austri Árnason sjálfsmark þannig að Þór fékk eitt mark fyrir lítið. Sigurbjörn Marinós- son jafnaði ,fyrir Austra skömmu síðar. í síðari hálfleik komst Austri yfir með fimlegri spyrnu Bjarna Kristjánssonar. Þá hófst Hafþórs þáttur Helga- sonar, sem fyrr er getið. Hann og Guðmundur Skarphéðins- son áttu næstu Qögur mörk. Leiknum lauk því með sigri Þórs 5 gegn 2. Hér með hefja Þórsarar stranga göngu sína upp stigatöflu annarardeildar, - hver veit í hvaða deild þeir dansa næsta vor. Stefnubreyting brýn Framhald af bls. 3. 4 sandreyðarnar og búrhvalirnir eiga að sjást gista hafsvæðin hér við land á hverju sumri fram- vegis. Ef allt talið fyrr og núna um vernd auðlinda hafsins á ekki að flokkast undir tómt hjal - hvernig væri þá núna að veita hvölum, sem eru mikilvægur þáttur í vistkerfi hafsins, og hafa þar að auki margt annað sér til ágætis, athygli og raun- verulega vernd - áður en það er um seinan? Það þarf alveg greinilega að skipa íslenska sendinefnd á 31. ársfund Alþjóða Hvalveiði- nefndarinnar, sem saman- stendur af nýju fólki ótengdu fyrri stefnu og ekki síst, alger- lega óháð sér- og stundarhags- munum íslenskra hvalveiða. En varla er hægt að segja að svo hafi verið hingað til, þar sem einn eigandi Hvals hf. hefur verið ráðgjafi íslenska fulltrúans hjá IWC. Það mundi einnig vera í fullkomnu samræmi við þróun- ina í kringum okkur ef fulltrúi frá íslenskum náttúruverndar- samtökum fengi sæti í sendi- nefnd ísland. Núna er allt útlit fyrir að margar ríkisstjórnir innan IWC og mörg sterk náttúru- og hvalverndunarsamtök utan þess munu setja 10-ára bann við „commercial" hvalveiðum á oddinn á sumri komanda. Það borgar sig að taka þessa stað- reynd til greina nú þegar. Ole Lindquist 17. maí 1979. □ □ □ □ a □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Þótt vorið láti á sér standa erum við teknir til við flug- kennsluna af fullum krafti. Splunkuný kennsluflugvél og reyndur flugkennari ávallt til reiðu. Athugið að engan sérstakan undirbúning þarf fyrir fyrsta flugtímann. fluqfélaq nordurlands hf. Akureyrarflugvelli - Sími 21824 □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ RISTIL.L VIKUNNAR uglýsið Nú er hart í ári og þröngt í búi hjá smáfuglunum Rúmur mánuður er liðinn af sumri og enn sitja þjóð- kjörnar hetjur á þingsteinum. Þar sem enn er einungis sumar á almanakinu eru bændur ekki búnir að sleppa kúm, enn er ekki heldur búið að hleypa út alþingiskún- um. Það er nú líka von, því þær eru flestar óbornar þeim kálfum sem þjóðin vænti sér til búsílags í vor þegar hún valdi til ásetnings yfir veturinn. Eipstöku bráðræðis- bændur vilja þó fara að sleppa á guð og gaddinn hvað sem tautar og raular. Það eru helst kratar sem sýna forsjálni og treysta ekki á vorkomuna strax. Mikil bót í máli er það nú samt að vita, að jafnvel þótt enn snjói til muna í byggð eru forystusauðirnir vel búnir að farar- tækjum, og sumir hverjir eiga jafnvel von á enn kraft- meiri snjóferjum, bleiserum og ég veit ekki hvað. Sér- staklega snjöll er sú ákvörðun ýmissa alþýðuforingja að vera nú ekkert að græða á bílakaupunum, heldur láta almenning borga undir rassinn á sér rándýr og bráðnauðsynleg farartæki. sem ganga ekki einu sinni fyrir bensíni mörg hver heldur grænum baunum. Það hefði ekki verið fallegt til afspurnar ef ráðherrar Al- þýðubandalagsins hefðu nú notað sér sömu forrétt- indi og forsætisráðherra og keypt sjálfir sína farkosti. Ætli fylgið hefði ekki hrunið af þeim í næstu kosning- um. Hitt er bæði lofsvert og glæsilegur vottur um al- þýðleik þessara manna að þeir láta mig og þig kaupa bílinn fyrir sig, - og vita ekki einu sinni hvers konar farkost þeir hafa pantað. Það er auðvitað alveg hroða- legt að geta svona í einu vetfangi grætt tveggja ára blóðpeninga verkamannakaupsins, slfkt má ekki henda alþýðuforingja. Þetta henti nokkra ráðherra í fran á dögum hins sæla keisara og nú er verið að skjóta þá í óða önn. Nei, lofum það sem lofa ber, bíll á ríkisins kostnað undir ráðherrabotninn, það erframtíðin. Auð- vitað eiga ráðherrar líka mun erfiðara með að kaupa sér bíla sjálfir en allur þorri almennings, þeir eru nú ein- ungis launafólk, og þrjú prósent hækkunin sem þeir fengu á dögunum nemur nú ekki einu sinni fullum verkamannslaunum. Svo er það Ifka alkunna, að ráð- herrar þurfa að vera á stöðugum þeytingi fram og aftur, milli stjórnarráðs og Alþingishúss og stundum þurfa þeir jafnvel að komast heim til sín, og allir sjá það í hendi sinni að ekki eru strætisvagnar Reykjavíkur sniðnir fyrir þá. Nú svo er það llka alkunna, að ekki er hægt að láta ráðherra ganga meiren góðu hófi gegnir, þeas. ef út úr þeim á að fást sæmileg nýting, því fáir menn, - ef ætla má af fréttum, - eiga þyngri spor milli vandamálanna. Svo eiga ráðherrar í ýmsum örðugleikum sem sjald- an er hreyft við. Td. þurfa þeir að sitja og halda veislur með alls kyns fyrirfólki, stundum skilja þeir ekki einu sinni almennilega hvað það er að segja og verða þá að brosa samþykkjandi á hverju sem gengur. öll þessi veisluhöld eru auðvitað alveg rándýr, þótt þeir fái auðvitað einhverja risnu, mannavesalingarnir. Svo verða þeir að klæðast glerfínum fötum, föðurmorð- ingjum og ég veit ekki hvað og þau kosta nú skilding- inn. Ekki hefðu ráðherrar Alþýðubandalagsins getað tekið á móti honum Mendal með sixpensara í höndun- um nýstignir út úr trabantinum, það er nú alveg morg- unljóst, enda um einn helsta vin íslensku þjóðarinnar að ræða og frænda hennar í þokkabót, afkomanda Björns bunu og Ketils hersis í Sogni, sem flestir fslend- ingar rekja ætt sína til. Það er því tillaga mín hér og nú, að stóraukið verði við viðurgjörning ráðherra, og alveg sérstaklega þeirra sem eiga til fátækra að telja. í því skyni vil ég leyfa mér að leggja fram eftirfarandi til- lögur: 1) Allir ráðherrar fái minnst tvo bíla í ríkiseign til um- ráða, eina límúsínu til sumaraksturs með tigna gesti á Þingvöll. Þarf að vera rykþétt, - og bleiser til vetrar- ferða milli vandamálanna. 2) Nokkra alfatnaði, td. kjólföt, svört jakkaföt og smóking til venjulegra ráðherrastarfa, svo sem al- þingissetu, veisluhalda og glæsilegsfjölskyldulífs. Auk þess viðeigandi þjóðbúning til að klæðast á opinberum ferðum til Asíu, Afríku og annarra framandi staða. 3) Að þeir fái að velja ákveðinn góðfisk úr afla hvers báts sem leggur upp, svo sem heilagfiski, skötusel, steinbít, rauðmaga og þess háttar. 4) Sérhver ráðherra fái daglega ókeypis læknisþjón- ustu sökum þess stress sem á þeim liggur við að láta enda ná saman á mánaðarkaupi sínu, - auk þess maga- speglun og úthreinsun eftiraðra hverja veislu sem þeir þurfa nauðugir viljugir að sitja. 5) Að lokum þarf svo vart að geta um þann sjálfsagða greiða eða fyrirgreiðslu sem þeir eiga að njóta við alla aðra opinbera þjónustu, þeir eiga til dæmis að fá ókeypis afnot af síma, frímiða í flugvélar, rútubíla og strætisvagna og helst 12 pör af skóm á ári því oft vill svo verða að þeir þurfa að ganga sín þungu spor einir og sjalfir úr ríkisbílunum inn í ráðuneytin. Og svo er það sjálfsögð krafa allrar þjóðarinnar, að alþingismönnum verði ekki sieppt út fyrr en örugglega eru komin græn grös og kýrnar almennt farnar að græða sig á túnum úti. JNorðurlandi ÚRIMATÖ HERINN BURT Helgi Olafsson Skákþrautin Lausn síðustu þrautar var á þessa leið: 1. Bg2! A: 1. - Kb5 2. De8+ Dxe8 3. Rd6 mát. B: 1. - Re2 2. Kel! C: 1. - Rh3 2. Bf3! Þraut vikunnar er á þessa leið: - Hvítur ieikur og vinnur. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.