Norðurland - 22.11.1979, Síða 2

Norðurland - 22.11.1979, Síða 2
Þorgrímur Starri Björgvinsson: Fékkstu þér Tropikana í morgun? I sögum og ævintýrum er oft getið töfradrykkja ýmisskonar. Drykkja sem tryggðu mönnum langlífi, jafnvel ódauðleika, drykkja, sem skópu mönnum yfirmannlegt afl og hreysti, örfuðu til ásta o.s. frv. (það var sko ekkert djöfulsins dóp né deyfilyf eins og nú tíðkast.) Ég hélt í einfeldni minni, að öld ævintýra og yfirnáttúrulegra kraftaverka væri liðin tíð. Núsé ég og heyri, að svo er ekki. Svo sem fram hefir komið nú um hríð í Ríkisútvarpinu stend- ur oss enn til boða að neyta töfradrykkjar, og sé hann ekki á borðum hvers íslendings hvern dag, einkanlega á morgna, þáer þar engu um að kenna, nema tregðu og sinnuleysi viðkom- anda, svo rækilega hefir þetta fagnaðarerindi, sem fæst í næstu búð, verið kynnt hverju mannsbarni oft á dag. Sem dæmi um þá dæmalausu elju, skal þess getið, að fyrir fáum dögum heyrði ég í útvarpinu um miðjan daginn tiikynningu þar um lesna tíu sinnum á fimm mínútum, stutta og gagnorða, enda ómerkilegri skilaboðum skotið inn á milli. Og hver er svo þessi töfradrykkur? Hann heitir hvorki meira né minna en Tropicana. Og hvert er svo innihaldið? Aðstandend- ur fullyrða, að hér sé um að ræða hvorki meira né minna en Sólargeisla frá Florida í fljót- andiformi. Þaðliggurljóstfyrir hvar Davíð keypti ölið. Sólar- geisli frá guðs eigin landi beint í magann á hverjum þeim íslend- Þorgrímur Starri. ingi, sem þess óskar. Haldið þið að það sé munur fyrir okkur, sem þraukum hér í skammdeg- ismyrkri norðurhjarnans? Þeir gera það ekki endasleppt með umhyggju fyrir okkur óverðug- um, blessaðir Kanarnir, þó þó að bölvaður Rússinn sé hér allt um kring með gapandi byssukjafta, reiðubúnir að læðst hér á land í skjóli náttmyrkurs til að meiða og myrða mannfólkið og loka afganginn inni á geðveikrahæl- um. Við getum óhræddir lagst til hvíldar hvert kvöld og sofið jafn óhult sem nýfædd börn. Þeir sendu okkur nefnilega hóp af drengjunum sínum, blessaðir Kanarnir, sem dvelja á Miðnes- heiði og vaka yfir vöggunni okkar svo Rússinn þorir hvergi á land að stíga, því ekki má, ekki má, kross er undir og ofan á. Og þegar við vöknum að morgni endurnærð af svo vær- um svefni, þá rennum við niður vænum skammti af sólargeisla frá Flórida, andleg og líkamleg velferð er þar með tryggð þann daginn. Og þó er ekki öll sa^an sögð ágæti þessa drykkjar. I tíu milljónustu fernunni leynast nefnilega fimmhundruð þúsund krónur (sennilega álkrónur) til viðbótar hinum venjulega og óviðjafnanlega sólargeisla. Já, það er notalég öryggis- kennd, að vita sig geta gripið til þessa töfradrykkjar hvenær sem er. Hvað er sjálfsagðara en fá sér bara Tropicana á morgnana næst þegar mjólkin hækkar, vegna þess að bændaskrattarnir vilja hrifsa til sín meira kaup en allar viðmiðunarstéttir? það er heldur aldrei neitt spennandi, að eiga kaup við þá kurfa. Hvenær hefir þeim dottið í hug, að láta þó ekki væri nema fimmþúsundkall í eina mjólk- urfernu og láta svo alla þjóðina vita í gegnum útvarpið, svo allir hefðu jafna aðstöðu til að hreppa hnossið? Aldrei nokk- urntíma. Haldið þið það hefði ekki verið munur, þegar Smjör- fjallið fræga var að setja Seðla- bankann og þjóðarbúið á höf- uðið í fyrra, ef þeim hefði hugkvæmst að setja svo sem fimm milljónir inn í eina smjörsköku og láta svo alþjóð vita, að sú skaka væri staðsett inn í miðju fjalli, svo öllum væri ljóst, að fyrst þurfti að éta fjallið utan af henni? Halda svo áfram að tilkynna þjóðinni um tilvist þessarar smjörköku svo sem viku eða hálfan mánuð eftir að hún var seld og étin, eða þar til fjallið var uppétið að fullu. Nei, það datt þeim aldrei í hug, en settu fjallið í staðinn á útsölu um tíma, og ást það þó aldrei niður í miðjar hlíðar. Þá eru nú betur rekin tryppin þar sem einstaklingsframtakið fær að njóta sín og endurreisa í anda frjálshyggju. Tökum t.d. Trópi- canafyrirtækið, sem dæmi. Mig minnir að ég hafi heyrt aðal- forsvarsmann iðnrekenda lýsa því átakanlega hvernig vinstri stjórnin (friður sé með henni) bjó að iðnrekstri með skattpín- ingu, samningana í gildi, óða- verðbólgu og fjármagnssvelti (Fjármagnssvelti er nú um stundir hið eina hungur, sem þekkist í velferðarríkinu ís- lenska.) Hungurkvalirgenginna kynslóða voru hreint eins og meinlaust garnagaul hjá þeim sultarkvölum). Það er sem sagt ekkert framundan nema bull- andi tap og ekki um annað að gera en pakka saman og loka. Það er því ótrúlegt, hvernig Trópicanafyrirtækið getur, þrátt fyrir þetta, gefið þeim sem kaupir tíumilljónustu fernuna hálfa milljón og kostað enn hærri upphæðum til að láta landsmenn vita um þetta rausn- arlega voð. Hvernig á að skilja svona merkilegt fyrirbæri? Eg fæ ekki betur séð en hér ráði takmarkalaus fórnfýsi eiganda Trópicanafyrirtækisins, um- hyggja fyrir þjóðinni. Hér er helst til að jafna umhyggju ástríkrar móður fyrir velferð barna sinna. Mætti ég nefna dæmi: í nokkra daga eftir að konan á Blönduósi hafði teigað sólar- geislann úr fernunni sinni svo að hálfamiljónin stóð á þurru á botninum, hljómuðu látlaust tilkynningarnar í útvarpinu um hálfrar miljónar fernuna, rétt eins og hún hefði ekki komið í leitirnar. Auðvitað gat gefand- inn ekki hugsað til að svipta þúsundir manna voninni, kannski einu von ævinnar um stórkostlegan fjárhagslegan vinning. A hér ekki við spak- mælið góða: Gefur góð móðir þótt hún geti ekki. Og svo er það tilkynningin alkunna: Fékkstu þér Trópi- cana í morgun áður en þú fórst að heiman? Er ekki sem maður heyri umhyggjusama móður segja við barnið sitt: Tókstu lýsið þitt í morgun áður en þú fórst i skólann, elskan mín? Svo að endingu þetta: Þó nú hafi um sinn skroppið æði mikið saman sá dagskrárliður Ríkisútvarpsins, sem helgaður var Trópicana, þá vona ég samt að þar hljómi að morgni 2. des. næstkomandi svofelld áminn- ing: Fékkstu þér Trópicana í morgun áður en þú fórst að kjósa? Oft var þörf, en þá verður nauðsyn. 10. - 11. Starri í Garði. BARÁTTUFUNDUR Stefán Jónsson. Soffía Guðmundsdóttir. Alþýðubandalagið á Akureyri efnir til Bar- áttufundar í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 27. nóvember kl. 21. DAGSKRÁ: Flutt uerða ávörp. Umræður og fyrirspurnir til frambjóðenda. Lífsbarátta gegn leiftursókn: Dagskrá úr bók- menntum um kjör alþýðu undir íhaldsstjórn. G-LISTINN Helgi Guðmundsson. María Kristjánsdóttir. Meðal þeirra sem fram koma eru: Stefán Jónsson, Soffía Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, María Kristjánsdóttir ásamt ýmsum fleirum. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna í Alþýðuhúsið þriðjudaginn 27. nóvember kl. 21. Fram til sigurs. 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.