Norðurland - 22.11.1979, Side 5

Norðurland - 22.11.1979, Side 5
NORÐURLAIMD ■ -__.» NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böövar Guðmundsson, Erlingur Siguröarson, Helgi Guömundsson, Soffía Guömundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn: Sími 21875. Dreifing og afgreiösia: Sími 25875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. HERÐUM SÓKNINA í þeirri kosningabaráttu, sem yfir stendur, hefur það ekki tekizt að fá frambjóðendur Alþýðuflokks og Framsóknarflokks til þess að gefa skýr svör og afdrátt- arlaus við margendurteknum spurningum um það hvernig ríkisstjórn þeir vilji fá að afloknum kosningum. Alþýðuflokksmenn hafa þrástagazt á viðureign sinni við verðbólguna og fjölyrt mjög um heilagt stríð sitt gegn henni, og bendir flest til þess, að þeir séu ekki frekar en fyrri daginn fráhverfir gömlu íhaldsúrræðun- um að leysa efnahagsvandann á kostnað almenns launa fólks og hyggi gott til íhaldssamvinnu eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn leikur nú sem fyrr tveim skjöld- um, talar til vinstri í hita dagsins fyrir kosningar og tel- ur það vænlegt til fylgis, en reynslan hefur sýnt, að hann neytir einatt fyrsta færis til samstarfs við íhaldið. Framsóknarflokkurinn er því aðeins fáanlegur til vinstra samstarfs og heillavænlegra verka á þeim vett- vangi, að Alþýðubandalagið sé í sókn og eflist að fylgi. Margt bendir til þess, að fyrirætlanir séu þegar uppi um ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks að afloknum kosningum, og er sá síðarnefndi margvís til að hlýða því kalli, nema því aðeins að Al- þýðubandalagið eflist til muna að styrk, en af slíku myndi hann væntanlega draga réttar ályktanir. I þeim kosningaátökum, sem nú standa, eru skilin skýr og greinileg. Átökin standa milli hægri og vinstri, milli Alþýðubandalagsins, sem er forystuaflið á vinstri armi stjórnmálanna og svo hins þríeina afturhalds með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar. Alþýðubanda- lagið verða þeir að efla til stóraukinna áhrifa á stjórn landsins, sem raunverulega vilja vinstri stjórn, sem fái undir íisið því heiti. Við verðum að fá þess konar stjórn, sem bæði vill og getur tekizt á við vanda efnahagsmála án þess að skerða einlægt kjör almenns launafólks. Það verður ekki ráðizt gegn verðbólgunni í einu vetfangi nema af því leiði stórfelldan samdrátt og at- vinnuleysi um allt land. Vinstri stjórn verður að hafatil þess afl að gera breytingar á efnahagskerfinu sjálfu með tilheyrandi meiri háttar tilfærslum fjármuna, byggja upp íslenzka atvinnuvegi í höndum okkar sjálfra, hafna fyrirætlunum um stóriðju í höndum erlendra auðjöfra og afsegja hersetu og aðild fslands að hernaðarbanda- laginu Nato, en þetta er allt saman órjúfanlega sam- tengt. Sú „endurreisn í anda frjálshyggju“ og „leiftursókn gegn verðbólgu“, eða réttara sagt lífskjörum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn nú boðar er vitanlega óheft markaðs og gróðahyggja. Það verður vegið að samneyzlu á fjöl- mörgum sviðum, félaaslegar umbætur og uppbygging í mennta og menningarmálum skulu undir hnífinn. Hagsmunir einkagróðans, en ekki almennings verða hafðir að leiðarljósi. Ríkisfyrirtæki verða seld einkaaðilum, verðlagi sleppt lausu, en laununum að sama skapi haldið niðri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki í annan tíma talið það henta að boða svo opinskátt hatramma afturhaids- stefnu sína sem hann gerir nú fyrir þessar kosningar, en spurningin er hvort það verður Alþýðuflokkur eða Framsóknarflokkur, sem hjálpar honum til við að framkvæma hana, takist ekki að koma í veg fyrir, að til þess komi. Kjósendur eiga nú leikinn að snúast til varnar og hindra framgang þessara afla, en búast þess í stað til sóknar fyrir því, að þeir mörgu, sem verðmætin skapa með vinnu sinni, njóti afrakstursins með bættum launakjörum, aukinni samneyzlu, félagslegu öryggi, utvinnulegri uppbyggingu um allt land og nýrri sókn í mennta og menningarmálum. Stjórnmálabaráttan stendur um það hvernig lífí við lifum öll, það er tekizt á um það í hverra þágu landinu skuli stjórnað, hverra hagsmunir skuli sitja í fyrirrúmi. Alþýðubandalagið hefur verið í stöðugri sókn hin síðari ár, en það þarf aukinn styrk, og eftir honum leit- um við nú í þessari kosningabaráttu. Kjósendur um allt land, eflið Alþýðubandalagið og tryggið vinstri stjórn- málaþróun í landinu að afloknum kosningum. S. G. Ölafur Sigurðsson, yfirlœknir: Um byggingamál Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Eins og kunnugt mun vera hefir Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri verið skorinn þröngur stakkur í húsnæðismálum nú um skeið. Húsrými sjúkrahús- sins er lítið miðað við hús- rými annarra spítala í landinu, íbúatölu þess svæðis, sem spít- alinn þjónar og þá starfsemi, sem þar fer fram. Hér birtist tafla, sem Torfi Guðlaugsson, framkvæmdastjóri F.S.A. tók saman um spítalarými á Akur- eyri, Húsavík, Sauðárkróki og í Reykjavík á þessu ári. Sjúkrahúsið á Húsavík og Sauðárkróki hafa hvort um sig rúmlega tvisvar sinnum meira húsrými en sjúkrahúsið hér og spítalarnir í Reykjavík hafa allir til samans, meira en þrisvar og hálfu sinnum meiri húsakost en sjúkrahúsið hér ásamt Kristnes- hæli og Læknamiðstöð Akur- eyrar, miðað við íbúatölu þess svæðis, sem þjónað er á hverj- um stað. Jafnframt hefir starf- semi sjúkrahússins aukist hröð- Ólafur Sigurðsson. um skrefum hin síðari ár og að sama skapi orðið fjölþættari og margbrotnari en áður. Á árun- um 1954-1964 eru skýrslur um starfsemi Fjórðungssjúkrahús- sins á Akureyri ófullkomnar og ekki tiltækar. Hins vegar ná greinargóðar skýrslur um suma þætti starfseminnar aftur til ársins 1965. Hér er birt önnur tafla, sem Torfi Guðlaugsson hefur gert um nokkra þætti starfseminnar árin 1965-1978. Innlagnir hafa á árabilinu 1965-1978 hátt í það tvöfaldast, röntgen- og almennar rann- sóknir hafa meira en þrefaldast, göngudeildar þjónusta meira en fjórfaldast og starfs- og lækna- lið tvö til þrefaldast Jafnframt því sem meðallegutími hefir styttst um meira en helgmin. Ekki er því um að villast, að Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hefir orðið hart úti í byggingarmálum og er orðið mjög afskipt í húsrými. Hér verður drepið á fáein atriði og stiklað á stóru að því er viðkemur orsökum þeirra stöðnunar, sem orðið hefir í byggingarmálum sjúkrahús- sins. Núverandi bygging F.S.A. var reist á árunum 1946-1953. Hún var í upphafi vel við vöxt, þegar miðað er við þáverandi þróun læknisfræðinnar, þær lækningar, sem þá voru stund- aðar á sjúkrahúsum hér á landi og íbúðartölu þess svæðis, sem sjúkrahúsið þjónaði þá. En þróun í læknisfræði jókst þá fljótlega og sjúkrahúsið varð innan tíðar of lítið. Á áratugnum 1960-1970 var mikið um nýbyggingar sjúkra- húsa í landinu. Kom þar til almennur skortur á sjúkrarými um langt árabil, fólksíjölgun, hraðfara framvinda í læknis- fræði og sæmileg efnahags- afkoma hins opinbera lengst af þeim áratug. A árunum 1965- 1968 voru gerðar teikningar að nýbyggingu við sjúkrahúsið. Hún átti að vera jafnstór þeirri byggingu, sem fyrir var, en þegar til kastanna kom, fékkst ekki samþykki fyrir henni hjá þáverandi ráðamönnum bæjar- ins, enda hefði bæjarfélagið þá þurft að greiða 40% kostnaðar við bygginguna miðað við 15%, sem nú er. Árið 1971 ákváðu þáverandi ráðherrar heilbrigðis- og íjár- mála, að á Akureyri skyldi verða sérdeildasjúkrahús fyrir Norðurland og hluta af Austur- landi, jafnframt því sem það yrði eftir sem áður almennt sjúkrahús fyrir bæ og hérað. Ákveðið var að reist yrði og fullgerð stór nýbygging við sjúkrahúsið og það stækkað til samræmis við þá ákvörðun. Árið 1972 lá fyrir byggingarfor- sögu að skipulagi nýbyggingar- .1 innar og árið 1973 var lokið við að gera frumgögn að teikningu hennar ásamt framkvæmda- og kostnaðaráætlun. Var mikil vinna lögð í undirbúning og hönnun nýbyggingarinnar. Ný- byggingin var áætluð um það bil fimm sinnum stærri en gamla sjúkrahúsið og á fram- kvæmdaáætlun heilbrigðisráðu neytisins var gert ráð fyrir því, að henni yrði lokið allri árið 1981. En framkvæmdir fóru öðru vísi en gert var ráð fyrir í áætluninni og strik var gert í reikninginn. Olíukreppa skallá, verðbólga jókst til mikilla muna og það harðnaði í ári hjá ríkinu hér á landi. í heilbrigðismálum varð stefnubreyting og var lögð áhersla á byggingu heilsugæslu- stöðva á þessum áratug í stað sjúkrahúsbygginga á síðasta áratug. Fyrir vikið mun því hafa verið úthlutað minna fé til sjúkrahúsbygginga en ella af hálfu fjárveitingavaldsins og að sama skapi fé varið til bygginga heilsugæslustöðva. En um er að ræða heildarfjárhæð, sem veitt er á hverju ári til allra nýbbygg- inga fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá gerðist það, að stjórnvöld fólu Innkaupastofn- un ríkisins en ekki heimamönn- um að hafa umsjón með fram- kvæmd nýbyggingarinnar hér. Svo fór að árleg fjárframlög ríkisins reyndust tiltölulega lítil og voru skorin við nögl., þegar til kastanna kom. Nýbygging sjúkrahússins fékk ekki þann forgang í byggingarmálum heilbrigðisþjónustunnar, sem búist hafði verið við með tilliti til framkvæmdaáætlunar heil- brigðisráðuneytisins fyrir hana. Þá seinkaði mjög framkvæmd- um við hana hjá Innkaupastofn- un ríkisins. Þannig var ekkert unnið við nýbygginguna í meira en eitt og hálft ár samfellt frá því í ársbyrjun 1978 og fram yfír mitt þetta ár vegna tafa á framkvæmdum. Seinkaði með- al annars teikningum og útboð- um á ákveðnum verkefnum í höndum Innkaupastofnunar ríkisins. Nokkur hluti af hinu hlutfallslega litla fjármagni, sem veitt hefir verið til nýbygg- ingarinnar á ári hverju hefir því brunnið í verðbólgbálinu og mátti þó sjúkrahúsið síst af öllu við því. Hafa því lagst á eitt smátt skammtaðar fjárveitingar og seinkun framkvæmda í höndum Inkaupastofnunar •íkisins til að draga það á langinn að umtalsverður hluti af nýbyggingunni yrði full- gerður og tekinn í notkun. Lokið hefur verið við að reisa stiga- og lyftuhús, sem er áfast við gamla sjúkrahúsið, ásamt lítilsháttar vinnurými, sem er þremur hæðum og er betra en ekkert, en hrekkur skammt. Það var tekið í notkun árið 1976. Þá er byrjað að reisa þann hluta nýbygginarinnar, sem er svokölluð þjónustubygging og er orðin fokheld. Hún er lítið eitt stærri að rúmmáli en núverandi sjúkrahúsbygging og munar miklu um hana fyrir sjúkrahúsið þegar að því kemur að hún verður tekin í notkun. Hún á að vera fyrir skurðdeild, gjörgæsludeild, sem að hluta er fyrirhuguð sem legudeild til bráðabirgða, slysastofu, rönt- gendeild, göngudeild, sótt- hreinsunardeild, tækjabúnaði o.fl. Áður en þjónustubygging- in verður fullgerð, er áformað TAFLA II Nokkrir þættir starfsemi F.S.A. árið 1965 og árið 1978 og saman- burður á milli ára. 1965 1978 % + * Legudagar 53.635 48.200 10.0% Fjöldi innlagna .. 2.219 4.094 + 84.0% Röntgenrannsóknir 3.703 13.459 + 363.0% Alm. rannsóknir . 31.200 106.577 + 341.0% Starfsstöður 114 256 + 225.0% Gönguþjónusta .. 1.210 5.117 + 423.0% Læknastöður .... 7 20 + 286.0% Meðall. legudaga . 24.17 11.80 + 51.2% Nýbyggingin við Fjórðungssjúkrahúsið. TAFLA I Spítalarými á Akureyri, Húsavík, Sauðárkróki og í Reykjavík 1979. Húsnæði m1 Tala íbúa m3 pr. íbúa Fjórðungssjúkrahúsið á Ak. . 17.100 Læknam.st. + heilsuv.st. Ak. . 1.800 Kristneshæli ..................... 4.000 Samtals 22.900 24.580 0 93 Sjúkrahúsið á Húsavík 8.700 4.546 1 91 Sjúkrahúsið á Sauðárkróki .. 8.800 4.400 2.00 Borgarspítali og tilh. húsn. .. Landsspítali og tilh. húsn. ... Landakotsspítali og tilh. húsn. 102.000 359.000 28.000 Samtals 489.000 132.328 3.70 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. að reisa hluta tengiálmu, sem auk ganga rúmar skrifstofur, kennsluaðstöðu, bóka og tíma- ritasafn o.fl. Seinna er svo ætlunin að reisa tvær álmur, sem rúmi legudeildir, rann- sóknardeild, endurhæfinga- deild, birgðahald og vörumót- töku, ennfremur að stækka tengiálmu og reisa borðstofu og eldhús. Fleiri framkvæmdir, sem ekki verða taldar hér, eru ýmist hafnar, í undirbúningi eða fyrirhugaðar. Vorið 1977 var gert ráð fyrir því, að unnt yrði að ljúka við efri hæð þjónustubyggingar- innar ásamt kjallara í hluta tengiálmunnar og taka hana í notkun á þessu ári, en það hefir dregist á langinn eins og annað í byggingarmálum sjúkrahús- sins. Nú er stefnt að því að þeim áfanga verði náð árið 1981. Að fenginni reynslu er þó dregið í efa af mörgum að sú áætlun standist og óttast menn að framkvæmdir við þjónustu- byggingu og tengiálmu seinki enn í nokkurn tíma. Eins og nú er ástatt eru þrengsli í sjúkrahúsinu hvar- vetna til mikils baga og fjötur um fót og vinnuaðstaða yfirleitt erfið. Húsnæðisskortur háir sjúkrahúsinu meira en nokkuð annað, hefir neikvæð áhrif á starfsemi sjúkrahússins, setur heni skorður og hindrar eðlilega þróun spítalans. Eins og kunn- ugt er útheimtir sjúkrahús nú á tímum fjölda sérhæfðs starfs- fólks, sérfræðinga, umfangs- mikinn útbúnað og tækjakost og mikið vinnurými. Núverandi spítali er hannaður fyrir aldar- þriðjungi á þeim tímum þegar tækjaþróun á sjúkrahúsum var tiltölulega skammt á veg komin, legurými hlutfallslega mikið í þeim, en vinnurými lítið. Fyrir- komulag sjúkrahússins er því orðið óhentugt og úrelt auk þess sem húsrými þess er framar öðru alltof lítið. Eins og sakir standa eru þarfir spítalans einkum tvenns konar, annars vegar aukið vinnurými og hins vegar aukið hjúkrunarrými. Þjónustubygg- ingin ásamt tengiálmu er ein- mitt að megin hluta vinnurými. Þegar það verður, að skurð- stofur, slysastofa, gjörgæsla og röntgendeild flytja í þjónustu- bygginguna, skapast möguleiki á, að aðrar deildir spítalans fái aukið húsrými og hjúkrunar- deild hans stækki. Líta má svo á, að nú orðið séu markmið spítalans í bygg- ingarmálum bæði til skamms tíma og langs tíma. Skoða má þjónustubygginguna ásamt hluta af tengiálmu sem mark- mið spítalans til skamms tíma en sérdeildahús samkvæmt ákvörðun stjórnvalda frá árinu 1971 sem markmið hans til langs tíma. Ekki má leggja markmið spítalans til langs tíma til hliðar, þó að framkvæmdir við býbygginguna hafi dregist úr hömlu. Eftir sem áður hlýtur stefnan í málum spítalans að vera sú, að hér verði komið upp þróuðu sérdeilda- og svæðis- sjúkrahúsi fyrir Akureyri, Norðurland og hluta af Austur- landi og sé það jafnframt varasjúkrahús landsins í al- mannavörnum þess. Það er mikilvægt sanngirnis- og rétt- lætismál fyrir landsbyggðina, að það sé eitt þróað svæðis- sjúkrahús staðsett utan Reykja- víkur. Akureyri er fyrir margra hluta sakir eini staðurinn sem þar kemur til greina vegna legu sinnar, fjarlægðar frá Reykja- vík og þeirrar byggðar sem þar er og á Norðurlandi. Það er mál, sem stuðlar að jafnvægi í byggð landsins og það er ásamt öðrum málum eitt af meirihátt- ar skilyrðum fyrir vexti og viðgangi Akureyrar og byggðar á Norðurlandi. Allt um það mega markmið spítalans til langs tíma ekki verða á kostað markmiða hans til skamms tíma. Eins og nú er komið málum, hefir það mesta þýðingu fyrir spítalann að náð verði markmiðum hans til skamms tíma. Að svo stöddu skiptir það meginmáli, að lokið verði við þjónustubyggingu hans ásamt hluta af tengiálmu. Svo unnt verði að flytja í hana og taka hana í notkun sem fyrst. Óhætt mun að fullyrða, að það muni verða þungur róður og ekki færi á nema málafylgju- manna. að fá framkvæmdum • Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur helmingi minna húsrými en sjúkrahúsin á Húsavík og Sauðárkróki og aðeins þriðjung húsrýmis á við sjúkrahúsin í Reykjavík miðað við íbúafjölda svæð- anna sem húsin þjóna. • Árið 1971 var ákveðið að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri skyldi verða sérdeildasjúkrahús fyrir Norðurland og hluta af Austurlandi. • Hönnuð var nýbygging sem skyldi verða fimm sinnum stærri en gamla sjúkrahús- ið og skyldi henni verða lokið árið 1981. Fjárveitingar hafa hins vegar verið skornar mjög við nögl og framkvæmdir jafnvel legið niðri. • Húsnæðisskortur háir nú mjög sjúkra- húsinu á Akureyri. Vinnuaðstaða er erfíð og fullnægir ekki á nokkurn hátt þeim kröfum sem gera verður til nútíma sjúkra húss með þeim tækjakosti og aðstöðu fyr- ir starfslið og sérfræðinga sem það út- heimtir. • Nú er enn boðaður niðurskurður á fjár- veitingum til framkvæmda á vegum hins opinbera. Það blæs því ekki byrlega í byggingamálum sjúkrahússins. við þjónustubygginguna flýtt, þannig að hún verði fullgerð til notkunar áður en langt um líður. Kæmi þar til úthlutun árlega á mjög auknum fjárhæð- um úr hendi fjárveitingarvalds- ins og líklega viðurkenning á þjónustubyggingunni og eins- konar forgangsverkefni í heil- brigðisþjónustunni. Þess háttar tilmæli eða kröfugerð af hálfu forsvarsmanna sjúkrahússins væri ekki ósanngjörn, þegar haft er í huga, hversu sjúkrahús- ið hefir verið sniðgengið og er orðið illa sett í húsnæðismálum. Annað sem reyna þarf í byggingarmálum sjúkrahússins að fenginni reynslu, er að ná umsjón með framkvæmd ný- byggingarinnar úr höndum Innkaupastofnunar ríkisins og fela hana heimamönnum. Til þess þarf leyfi og samþykkti fjármálaráðuneytisins og með- mæli heilbrigðismálaráðu- neytisins, en ekki má það heita vonlaust verk. Fordæmi fyrir þessháttar umsjón heimamanna með byggingarframkvæmdum heilbrigðisstofnana mun vera að finna bæði í Reykjavík og á Seltjarnarnesi Til þess að hreyfing komist á málið í heild þarf að vekja skilning og áhuga almennings á því. Málið þarfnast stuðnings frá fólki almennt og það þarfn- ast atfylgi frá þeim fulltrúum, sem kjörnir eruaf almenningi til að þoka málum áleiðis í bæjar- stjórn og á Alþingi og leiðrétta það sem aflaga fer. Enda þótt helstu vandamál læknisfræðinnar. svo sem æða- og hjartasjúkdómar, krabba- mein og geðveiki, séu að meira og minna levti óleyst enn. scm komið er, koma nútímalækn- ingar engu að síður oftlega að gagni, lengja mannsæfina og bjarga mannslífum endrum og sinnum. Ekki mun ol'mælt að í lækningum er meira í húl'i en margt annað. Öll meiriháttar barátta við sjúkdóma, bráða og langvinna, er nú orðin háð inni á sjúkrahúsum. því verðurseint ofnietin sú þýðing sem stór og þróuð sjúkrahús hafa fyrir heilsu og vellarnað almennings. Nú harðnar í ári í efnahags- málum þjóðarinnar og boðaður hefirverið niðurskurður á opin- berum framkvæmdum meðal annars spítalabyggingu. Ekki blæs þ\ í byrlega nú í seglin fyrir framkvæmdir við þjónustu- bvggingu spítalans. Fjórðungs- sjúkrahúsið hefir dregist svo altur úr og er orðið svo afskipt í byggingarmálum að kalla má það hornreku í því tilliti. Þaðer of mikilvægt mál og varðar of mikið almenningsheill til að það sé látið liggia i þagnaargildi til lengdar. Þeir sem starla við sjúkrahúsið vænta þess að fólk í borg og bæ. sveitarstjórnar- menn og alþingismenn kjör- dæmisins lcggi þessu máli lið. Með því mæti cinu l'ær sjúkra- húsið leiðréttingu fyrrensíðará því misrétti. sem það hefirorðið fyrir í byggingarmálum og fær að þróast á cðlilega hátt í samræmi við framfarir í læknis- fræði og kröfur tímans. Það er ábyrgðarhluti að hafast ekki að til að bæta aðstöðu sjúkrahúss- sins miðað við það sem nú er. 4 -NORÐURLAND NORÐURLAND- 5

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.