Norðurland


Norðurland - 22.11.1979, Qupperneq 8

Norðurland - 22.11.1979, Qupperneq 8
NORÐURIAND Fimmtudagur 22. nóv. 1979 MÁLGAGN SÓSlALISTA GERIST í NORÐURLANDSKJÖR- ,ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Eining segir upp samningum f-----------------v Sigurður Hallmarsson fimmtugur Á laugardaginn kemur, þann 25. nóvember, verður Sig- urður Hallmarsson á Húsa- vík fimmtugur. Sigurð þekkja flestir sem leikara og þykir hann á því sviði eng- inn aukvisi. Leikfélag Húsa- víkur verður með hátíða- sýningu á Fiðlaranum á þak- inu þennan dag en Sigurður leikur þar aðalhlutverkið, Tevje mjólkurpóst. Á eftir sýningunni efnir L.H. til samsætis Sigurði til heiðurs en hann ájafnframt 35 ára leikafmæli á þessu ári. Að undanförnu hefur staðið yfir endurnýjun á ofnum í skólahúsnæði og heimavist Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. f þessar framkvæmdir varð að ráðast vegna þess að allir ofnar í byggingunum voru ónýtirorðn- ir. Elstu ofnarnir eru þó ekki nema níu ára gamlir. Vatn til hitunar húsnæðisins hefur fengist úr grunnri borholu við Laugaborg. Vatnið í henni hefur kólnað jafnt og þétt, síðustu ár, auk þess sem útfell- ingar úr vatninu hafa stíflað ofnana og súrefni í því mjög flýtt fyrir tæringu þeirra. Var svo komið að hús og munir lágu undir hættu á skemmdum, þar sem ofnar hafa tekið að leka hver af öðrum. Nýju ofnarnir eru franskir pottofnar, og er þess vænst að þeir dugi betur en hinir gömlu. Hitastig vatnsins, þegar það berst til notkunar er vart meira 40 gráður. Það er því varla nothæft til baða hvað þá til að hita upp með því mikil mann- virki. Verður því að olíukynda „Almennur fundur haldinn í Verkalýðsfélaginu Einingu laugardaginn 17: nóv. 1979 tel- ur launamuninn í landinu vera alltof mikinn, þ.e.a.s. að bilið milli hæstu og lægstu launa sé alltof mikið og einnig á lífeyris- greiðslum fólks. Fundurinn telur því, að í komandi kjarasamningum verði lægstu launin að hafa al- gjöran forgang og fá meiri hækkun en þau hærri og að verðbótakerfið verði notað á næstunni til launajöfnunar. Einnig að útrýmt verði því skólahúsnæðið, er kólnar í veðri með ærnum tilkostnaði fyrir sveitarfélagið. Ríkið verð- ur svo að greiða tilskilinn olíustyrk, eins og lög gera ráð fyrir. Ný sundlaug var tekin í notkun við skólann í haust. Hefur hún verið ónothæf nú um hrið vegna kulda. Tilraun var gerð í fyrra til að bora eftir meiru og heitara vatni við Laugaborg, en án árangurs. Virðist því hlest til ráða ef leysa á þetta vandamál, að skólinn fái’ heitt vatn úr holu Hitaveitu Akureyrar við Grísará, sem er næsti bær við. Mundi það létta því vandræðaástandi sem skap- ast hefur við Hrafnagilsskóla. Ekki er ljóst hverjar ástæður breytinganna á vatninu við Laugaborg eru. En þó er ekki ólíklegt að kalt og súrefnisríkt yfirborðsvatn eigi nú greiðari aðgang að holunni en áður var. Er hugsanlegt að það geti staðið í einhverjum tengslum við fram- kvæmdir HA handan Eyja- fjarðarár? Spyr sá sem ekki v.eit. Tryggvi Jakobsson. hróplega misrétti sem á sér stað á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og annarra lífeyris- þega. Felur fundurinn stjórn félags- ins og samninganefndum sem með kjaramálin fara í komandi kjarasamningum að leggja höfuðáherslu á þessa tvo þætti kjaramálanna og önnur þau mál sem geta orðið til aðjafna lífskjörin í landinu, frá því sem nú á sér stað. Fundurinn ítrekar enn einu sinni að krónutöluhækkanir kaups eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur kaupmátturinn. Það er því lægst launaða fólkinu brýnasta hagsmunamálið að úr verðbólgunni dragi.“ Loks samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu vegna at- vinnuskorts, sem skapast hefur á einstökum stöðum vegna sigl- inga togara með afla sinn til sölu á erlendum uppboðsmörk- uðum: „Fundur haldinn í Verka- lýðsfélaginu Einingu laugar- daginn 17. nóvember 1979 mót- mælir því harðlega, að einstök útgerðarfélög skuli hafa látið skip sín sigla með aflann á erlenda markaði að undan- förnu og stofnað þannig til at- vinnuleysis Ijölda fólks eða minnkpmdi atvinmi á félags- svæðinu. Fundurinn telur, að því að- eins sé það réttlætanlegt að sigla með afla á erlenda markaði, að innlendar fiskvinnslustöðvar séu að fullu mettaðar og komist ekki yfir að nýta aflann. Því er það krafa fundarins, að hagsmunir fólksins í byggðar- lögunum verði látnir sitja í fyrir- rúmi og allar siglingar skipa með afla stöðvaðar, nema því aðeins að svo mikið berist að, að aflinn verði eigi fullnýttur innanlands.“ /---------------------------------------\ Herstöðvaandstæðingar Akureyri Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn þriðjudaginn 27. nóv. kl. 20, í húsi Verkalýðsfélagsins Einingar, Þingvallastræti 14. DAGSKRÁ: 1. Kosið í stjórn Akureyrardeildar SHA. 2. Útbúnar spurningar sem lagðar verða fyrir fram- bjóðendur á framboðsfundinum í Borgarbíó 29. nóvember. 3. Vetrarstarfið rætt. 4. Skemmtiatriði. Fundurinn er opinn öllum sem vilja ljá málstaðn- um lið. Undirbúningsnefnd. \_______________________________________y Hrafnagilsskóli: Hitaveitan bregst Stefna Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum Með nýskipan framleiðslu: Vandi efnahagsmálanna verður ekki leystur á kostnað launafólks, í stríði við verkalýðssamtökin. Leiðin er sú að auka framleiðsluna með atbeina verkalýðssamtakanna og í sátt við þau. Framleiðni okkar í iðnaði er víða aðeins 60% af því sem gerist í grannlöndunum. Framleiðni 30 best reknu frystihúsanna er 25% meiri en hinna 70 sem hafa drégist afturúr. Orsakirnar eru ljósar. Meðauðveldumogtiltölulega ódýrum aðgerðum getum við aukið arðgjöf fiskiðnaðarins um miljarða króna. Sem dæmi um auðveldar leiðir má geta þess að með því einu að auka nýtingu hráefnis við framleiðslu á fiskflökum upp í það sem gerist í vel reknu frystihúsi má auka söluverðmæti í heild um 3 milljarða. Með lifrarbræðslu einni saman má auka söluverðmæti afla um aðra þrjá milljarða. Með bættri nýtingu sjávarfangs má auka söluverðmæti þess um tugi miiiiarða. Er þá hitt ótalið að með því að nýta íoonuaila okkar til laxfiskaeldis getum við fengið útflutn- ingsverð sem samsvarar 3000 krónum fyrir hvert kíló af loðnu. Á sviði ullar- og skinnaiðnaðar bíða mikil viðfangsefni sem geta fært okkur milljarðaágóða. Með aðgerðum í verðlags- og peningamálum: Jafnframt leggur Alþýðubandalagið áherslu ásamræmdar aðgerðir gegn verðbólgu á mörgum sviðum samtímis: 1. í verðlagsmálum verði tekið upp strangara aðhald og óhjákvæmilegar verðhækkanir bundnar við ákveðið há- mark. 2. Vextir af rekstrar- og afurðalánum og öðrum skammtímalánum verði lækkaðir, en íjárfestingarlán verð- tryggð. 3. Verðbætur á há laun verði ekki hærri í krónum talið en til fólks með meðaltekjur. 4. Skattalöggjöfinni verði breytt og þeir látnir leggja sinn skerf til baráttunnar gegn verðbólgunni sem mest hafa hagnast á henni. 5. Meðan verið er að ná verðbólgu niður í 15 til 20% verða opinberir aðilar að framkvæma millifærslur til að íorðast gengisfall krónunnar. Tekna til þessarar millifærslu verði aflað með svipuðum hætti og gert var haustið 1978 með eigna- og hátekjusköttum. 6. Þáttaskil verði í ríkisfjármálum og heildarstjórn peningamála. Með sparnaði í hagkerfinu: Samhliða fyrrgreindri atlögu gegn verðbólgunni verði hafist handa um sparnað í opinberum rekstri, til dæmis með sameiningu ríkisbanka, en þó fyrst og fremst í einkarekstri svo sem með þjóðnýtingu olíuverslunar, endurskipulagningu innflutningsverslunarinnar, samruna og og samvinnu fyrirtækja, auknum félagslegum yfirráðum og markvissri áætlunargerð og heildarstjórn fjárfestingar. í kosningastefnuskrá AÍþýðubandalagsins frá sumarkosn- ingunum í fyrra eru þessi atriði útfærð nákvæmlega. Alþýðubandalagið hefur markað ýtarlega og ljósa stefnu í efnahagsmálunum, þar á meðal í þeim atriðum sem varða baráttu gegn dýrtíðinni. Þeir aðilar, sem trúa því í raun og veru að efnahagsvandi þjóðarinnar verði ekki leystur nema með því að skerða kjör alþýðu munu hins vegar verða fyrir vonbrigðum við lesningu þeirrar kosningastefnuskrár. Vondur mað- ur Kristján Halldór Blöndal hélt á dögunum fund með verka- mönnum í aðgerð og salt- fiski hjá fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Meðal þess sem hann sagði þar var að Kristján Ásgeirsson væri kapítalisti og arðræningi og stæði gegn kauphækk- unum hjá Fiskiðjusamlag- inu. Því væri svo komið að laun þar væru nú talsvert lægri en hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Var hann þá spurður hvaðan hann hefði þessar upplýsingar og hann kvaðst hafa þær frá yfir- mönnum Útgerðarfélags- ins. Var honum þá vinsam- lega bent á að ekki væri heil brú 1 þessum áróðri hans, hið rétta væri að laun hjá Fiskiðjusamlaginu væru talsvert hærri en hjá Út- gerðarfélagi Akureyrar. Ekki sagðist Halldór trúa því. Kristján Pálsson sem símaði þessa frétt til NORÐURLANDS sagði það mál manna að Halidór gerði andstæðingum sínum mikinn greiða með því að fara sem víðast um og opinbera þekkingarleysi sitt og ofstæki en mönnum virtist hann vel aflögufær um það síðarnefnda. Vegna þeirra sem ekki þekkja til, á Húsavík skal þess getið að Fiskiðjusamlagið er rekið á samvinnugrundvelli og veldur það illsku Halldórs í garð þess. Stóriðju- stefna Framsóknar í uppkasti að þjóðhags- áætlun, sem Ól. Jóh. skil- aði til ráðherra Alþýðu- bandalagsins -. en átti að leggjast fyrir Alþingi nú í haust, stendur orðrétt: „Jafnhliða uppbyggingu í orkubúskap landsmanna verður lögð áhersla á upp- byggingu orkufreks iðnað- ar til útflutningsfram- leiðslu í samvinnu við erlenda aðila, þar sem það virðist^ heppilegt til þþess að komast inn á erlenda markaði og afla torfeng- innar tækniþekkingar og íjármagns.*' Hvað ber hér á milli framsóknarforystunnar og íhaldsins í því sem lýtur að erlendri stóriðju? Fellur ekki þessi stóriðjustefna Framsóknarforystunnar sæmilega að hugmyndum Sjálfstfl. um að byrja á öðru álveri útl. á næsta kjörtímabili og tveimur stórvirkjunum til þess að byggja á enn fleiri út- lend stóriðjufyrirtæki? Tveir eins Leiðari Morgunblaðsins 24. ágúst 1974. (Þegar Ól. Jóh. afhenti Geir Hall- grímssyni forsætisráðherra stólinn): „Ljóst er að flokkarnir tveir geta staðið að brýn- ustu aðgerðum í efnahags- málum og þannig hafið endurreisnarstarfið í góðu samstarfi. Þá ber að hafa í huga að í raun réttri erekki stórvægilegur munur á stefnu flokkanna í grund- vallarefnum...“

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.