Norðurland


Norðurland - 06.12.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 06.12.1979, Blaðsíða 1
Niðurstaða kosninganna: Enginn einh stj órnar samsetning 4. árgangur Fimmtudagur 6. desember 1979 * 31. tölublað Niðurstaða kosninganna um helgina varð sú að fyrrverandi stjórnarflokkar koma út með samanlagt 38 þingmenn í stað 40 áður, en Sjálfstæðisflokkur- inn vann einn þingmann og einn sjálfstæðismaður komst að ut- anflokka í Suðurlandskjör- dæmi. Hin mikla leiftursókn Sjálfstæðisflokksins kafnaði þaniiig í eigin púðurreyk og þykjast nú margir í þeim her- búðum eiga harma að hefna hver á öðrum. Úrslitin í Reykja- vík eru mjög athyglisverð en þar hefði fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki nægt til að endurvinna meirihlutann í Borgarstjórn hefði verið um sveitarstjórnar- kosningar að ræða. Framsókn- arflokkurinn er ótvíræður sigui vegari kosninganna, bætti við sig 5 þingmönnum, Sjálfstæðis- flokkurinn einum, Alþýðu- bandalagið tapaði þrem og Al- þýðuflokkurinn fjórum en einn maður komst að utanflokka eins og áður sagði. Búist er við að Steingrími Hermannssyni verði falin stjórn armyndun og ef dæma má eftir yfirlýsingum hans sjálfs mun hann freista þess að mynda stjórn þeirra flokka sem sátu í vinstri stjórninni sem splundr- aðist á haustdögum. Talsmenn Alþýðubandalagsins hafa lýst sig reiðubúna ef unnt verður að koma saman ákveðnari mál- efnasamningi en sá gamli var en yfirlýsingar Alþýðuflokksins eru loðnar og mótsagnakennd- ar. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt að flokkurinn fari ekki í stjórn með svo íhalds- sömum flokki sem Alþýðu- bandalagið er að hans dómi en flokksformaðurinn, Benedikt Gröndal, hefur lítið sagt annað en að hann telji að erfitt muni að komast að samkomulagi sem þessir flokkar geti sameinast um. Steingrímur Hermannsson hefur á hinn bóginn lýst yfir því að samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn sé útilokað frá bæjar- dyrum Framsóknar og kveðst hafa lofað umbjóðendum sín- um á Vestfjörðum því að Fram- sókn færi ekki í íhaldsstjórn. Er þá eftir sá möguleiki að mynd- uð verði viðreisnarstjórn en slíkt er einungis unnt með at- fylgi Eggerts Haukdal sem er þingmaður utanflokka þótt hann sé ættaður úr Sjálfstæðis- flokknum. Slík viðreisnarstjórn hefði á bak við sig 32 þingmenn eins og sú gamla hafði lengst af. Það er talið að Sjálfstæðis- flokkinn fýsi lítt í slíka stjórn, flokkurinn logar í illdeilumeftir útreiðina í kosningunum og mun auk þess telja lítið hald í þingflokki Alþýðuflokksins. Þá er eftir að athuga möguleika á minnihlutastjórn, þar kæmi helst til greina minnihluta- stjórn Framsóknar eða Fram- sóknar og Alþýðubandalags en möguleikar á slíkum stjórnum eru ærið langsóttir, En kjara- samningar eru lausir um ára- mót, fjárlög fyrir árið 1980 eru órædd og óafgreidd og lítið um skýrar línur eftir kosningarnar. Það horfir því ekki festulega í pólitíkinni. Úrslitin hér í kjördæminu eru Alþýðubandalagsmönnum auð vitaðækkert sérstakt fagnaðar- efni. Á hinn bóginn var útkom- an hér ekki verri en í öðrum kjördæmum ef Reykjavík er undanskilin. Það er því ekki um annað að ræða en skipuleggja starfið vel og standa betur að vígi þegar næsti slagur hefst. Frá Kjörstjóm Kjörstjórn þakkar öllum þeim sem lögðu af mörkum fé og fyrirhöfn í kosningabaráttunni og hvetur menn til að halda merkinu á lofti þótt þessi hrina sé nú afstaðin. Baráttan heldur áfram þótt kosningunum sé lokið. Þá þakkar kjör- stjórn Arnari Björnssyni kosningastjóra fyrir ágœt störf og mikla árvekni og óskar honum velfarnaðar í starfi hans á heimaslóðum. Kjörstjórn. Happdrætti Þjóðviljans Enn er ekki of seint að gera skil í happdrætti Þjóðviljans og eru menn beðnir að gera það hið fyrsta ef þeir eiga það eftir. Þá eru þeir sem fengið hafa senda gíróseðla einnig beðnir að gera skil. Umboðsmenn eru: Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18 Dalvík: Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3 Hrísey: Guðjón Bjömsson Húsavík: Snær Karlsson, Uppsalavegi 29 María Kristjánsdóttir, Arhóli 8 Raufarhöfn: Angantýr Einarsson Þórshöfn: Arnþór Karlsson Akureyri: Skrifstofa NORÐURLANDS, Eiðsvallagötu 18 Dregið verður 1. desember. er aðeins fjórar síður að þessu sinni. Lesendur eru beðnir að afsaka það en kosningarnar útheimtu mikla vinnu og hefur því lítið tóm gefist til að sinna aðkallandi verkefnum í þágu blaðsins. svo sem undirbúningi jólablaðs og fleira. Var því tekinn sá kostur að gefa aðeins út fjögra síðna kosninga- blað í þessari viku. Fréttaritarar blaðsins eru beðnir vel- virðingar á að samband við þá hefur að verulegu leyti legið niðri að undanförnu svo og eru ýmsir sem sent hafa inn efni beðnir velvirðingar á að góðu efni hefur orðið að úthýsa vegna rúmleysis. Stefán Jónsson: Hermálið gleymist ekki Þegar kosningaúrslitin lágu fyr- ir hafði blaðið samband við Stefán Jónsson alþingismann og efsta mann á lista Alþýðu- bandalagsins íNorðurlandskjör dœmi eystra og bað hann að segja álit sitt á úrslitunum. Stefán sagði: Sigur Framsóknarflokksins var meiri heldur en ég hafði búist við. Ég áleit að þeir fengju eitt- hvað í kringum 5000 atkvæði. Það fer ekki milli mála að Framsókn endurheimti það fylgi sem frá henni fór í kosn- ingunum 1978. Að vissu leyti er þetta skiljanlegt. f kosningun- um í fyrra refsuðu vinstri sinn- aðir Framsóknarmenn flokkn- um sínum fyrir samvinnuna við íhaldið í heil fjögur ár. Og þeg- ar talið var upp úr kössunum 1978 þá kom nú í Ijós að Fram- sókn hafði verið refsað meira en ýmsir vinstri sinnaðir Fram- sóknarmenn ætluðust til. Flokk urinn þeirra fékk þá meiri hýð- ingu en þeim fannst hann eiga skilið. Og eins og góðum for- eldrum sæmir þá tóku þeir barnið sitt í sátt þegar það hafði látið af hvimleiðum kenjum sín- um og farið að vinna eins og fólkið ætiaðist til. Þeir tóku Framsóknarforustuna í sátt og gerðu ekki aðeins að hugga hana heldur glöddu hana með því að stinga ofurlitlu upp í hana í leiðinni. Við lögðum alltaf áherslu á það á sameiginlegu fundunum hjá okkur í kjördæminu að Framsókn hætti til að hlaupa ineð þann ávinning sem hún fengi út úr vinstra samstarfi yfir til íhaldsins en þetta virðist ekki hafa náð eyrum fólks, menn hafa tekið þann kostinn að treysta flokknum og forustu hans. Við bentum líka á að vinstri stjórn hefur ekki verið mynduð á íslandi án undan- gengins kosningasigurs Alþýðu bandalagsins, þegar okkur hef- ur verið veitt það afl sem dugir til að draga Framsóknarflokk- inn yfir í visntri stjórn. Þetta er auðvitað það sem við stöndum frammi fyrir núna: Höfum við afl til þess nú? Það kemur auð- vitað ekki til greina að við förum í stjórn bara til þess að Ijá nafn Alþýðubandalagsins, bara til þess að sú stjórn sem Fram- sóknarflokkurinn hugsanlega kann að mynda geti kailað sig vinstri stjórn. Við hljótum að setja skilyrði og krefjast þess að þau verði tekin inn í bindandi samkomulag stjórnarflokk- anna. Það liggur auðvitað alveg í augum uppi að við gleymum ekki að taka mið af hersetunni í þessum viðræðum við Fram- sóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn. Við hljótum að skoða þann árangur sem við getum hugsanlega náð í meginmálum í viðræðum við þessa flokka, og það verður að vera góður ár- angur í efnahags- og kjara- málum, það verður að vera try ggilega gengið frá þeim atrið- um sem varða hættuna af er- lendri stóriðju til þess að við tökum í mál að fara í stjórn þar sem ekki er skýrt kveðið á um að herinn skuli fara á kjörtíma- bilinu. Þessi mál verðum við að meta í einni heild. En það stendur mjög skýrt að herset- unni og aðildinni að N.A.T.O. gleymum við ekki í þeim við- ræðum sem framundan eru. Kjörskrá: 15366. Atkvæöi greiddu 13728 eða 89,34%. Auðir seðlar 266, ógiidir 20. eystra 1979 1978 1974 Alþýðufl. 1788 13,3% 1 þm. 2.876 22,1% 1 þm. 1.098 9,1% 0 þm. Framsóknarfi. 5894 43,9% 3 þm. 4.150 31,9% 2 þm. 4.811 39,7% 3 þm. Sjálfstæðisfl. 2762 20,6% 1 þm. 2.944 22,6% 2 þm. 3.661 30,2% 2 þm. Samtökin 15,9% 448 3,4% 0 þm. 772 6,4% 0 þm. Aiþýðubandai. 2141 1 þm. 2.580 19,9% 1 þm. 1.731 14,3% 1 þm. Lýðræðisflokkur 42 0,3% 0 þm. Listi utanfiokka 857 6,4% 0 þm. LANDIÐ í HEILD 1979 1978 1974 Alþýöuflokkur 21.578 17,4% 10 þm. 22% 14 þm. 9,1% 5 þm. Framsóknarflokkur 30.871 24,9% 17 þm. 16,9% 12 þm. 24,9% 17 þm. Sjálfstæöisfl. 43.841 35,4% 21 þm. 32,3% 20 þm. 42,7% 25 þm. Samtökin 19,7% 3,3% 0 þm. 4,3% 2 þm. Alþýðubandalag 24.390 11 þm. 22,9% 14 þm. 18,3% 11 þm. Aðrir listar samt. 3.071 2,5% 1 þm. Norðurland Kjörnir þingmenn: Arni Gunnarsson (A), Ingvar Gislason (B), Stefán Valgeirsson (B), Guðmundur Bjarnason (B), Lárus Jönsson (D), Stefán Jónsson (G). r N Gerist áskrifendur að Norðurlandi

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.