Norðurland


Norðurland - 06.12.1979, Blaðsíða 3

Norðurland - 06.12.1979, Blaðsíða 3
Punktar í mynd - Ijóðaflokkur eftir Kristján frá Djúpalœk Frá Sjúkrasamlagi Akureyrar Nýlega er komin út hjá Skjald- borg bók eftir Kristján frá Djúpalæk. Það fer ekki hjá því að hinir mörgu aðdáendur hans bíði eftir hverri nýrri bók frá honum með nokkurri eftirvænt- ingu. Hvernig bók er þetta þá? Hún nefnist Punktar í mynd með skýrskotun til frumbernsku höf undarins. Eins og nafnið bendir til er þarna um að ræða vel af- markaðar svipmyndir eða leift- ur frá bernsku hans, lýst and- rúmsloftinu á heimili foreldra hans, gleði og sorg móður hans, viðhorfi fullorðna fólks- ins gagnvart þessari nýju per- sónu, sem komin var í heiminn. Höfundur lýsir með innsæi skáldsins atburðum, sem hafa komið við kviku barnsins, þannig að við sjáum þá ljóslif- andi fyrir okkur. Þetta eru atvik og tilfinning- ar, sem við þekkjum meira og minna en höfum ekki náð að skynja eða vinna úr á þann hátt, sem skáldum einum er mögu- Iegt. Bókin er í 14 köflum, og fyrir hverjum þeirra er tilvitnun. Úr VI. kafla, en tilvitnunin í upphafi hans er „Veit nokkur stað hvar næða engir vindar um nakið brjóst“. K.f. D. Einhvers staðar liggur ósýnileg bók í henni finnast punktar í lífsmynd þína. Punktar, barn, sem þú hefur sjálft strjálað þar á löngum fortíðarferli og bætir við hvern ævidag eða þurrkar út, lýsir eða skyggir með hugsun, orði, athöfn. Heilabú þitt rúmar enn svo lítið, smátt og smátt síast fortíðarminnin þar inn, vekja þér skilning á örlögum þínum. En svo ertu lagður í fang móður þinnar, flnnur brjóstvörtuna milli vara. Lindin hvíta fyllir kroppinn fró, andi þinn kominn í var. I eldslogum þjáninganna hefur rautt blóm sprungið út: Móðurást. Og móðir þín fagnar í hjarta sér. Þú ert sonur ættar hennar, skálda og draumamanna. Hún veit að slfkir þurfa mikla líkn, þeir búa í veikbyggðu húsi. Allt skynja þeir næmara skilningi en aðrir menn. Tilfínning opin kvika. Mikil er þeirra sorg. Mikil og djúp þeirra gleði. Úr VIII. kafla, en tilvitnun í upphafi hans er: „En blóminn, sem lífstréð ber ræðst eftir því hvað raulað við reifastrangann er“. KfD. Vagga, ekki ert þú hæg hvíla litlum manni sé hranalega ruggað vanstilltum hug. Andfælur, hafrót, hrap, kann að leynast í hugskoti lengi, brjótast fram í draumi sem klifur, fali, lífsháski, löngu, iöngu síðar detta fram af bæjarburst, fyrir björg. En hóglegu vaggi er gott að una, hægu, löngu, mjúku. Bátur á lognöldu, ró, ró og rugga. Og vögguljóð fylgir hugarþeli þess er vaggar vel: Bí, bí og blaka, fljúga hvítu fíðrildin, Hvað má þá segja um form þessa skáldverks? Það er löngu kunnugt, að Kristjánfrá Djúpa- læk hefur ljóðmálið algjörlega á valdi sínu, hann hefur notað jafnvel hina erfiðustu hætti án þess að rímið bæri nokkru sinni innihaldið ofurliði. í þessari bók er ekki um að ræða kvæði í venjulegri merk- ingu orðsins, heldur er málið á henni að verulegu leyti óbund- ið. Þar gætir þó mjög mikillar stuðlasetningar og málið er hnitmiðað og upphafið. Það er mjög erfitt að finna nokkrar hliðstæður í íslenskum bókmenntum, helzt detta mér í hug Davíðssálmar. Einnig minn ir formið dálítið á texta Krist- jáns í „Óður steinsins“. Það er skoðun mín, að mikill fengur sé að þessari nýju bók. Að Kristján hafi unnið þar um- talsverðan sigur, og að um sé að ræða athyglisverða endurnýjun. Að lokum langar mig til að vitna í kafla í bókinni, sem ég hygg að sé táknrænn fyrir inni- hald hennar: Válegar myndir greypast á hvít blöð barnshugar, setjast að í leynihólfum, gægjast úr skotum langa ævi, skjótast fram æpandi þvert á veg manns í myrkri. Vofur fortíðar stignar upp úr hyljum hugans. Vaggan er sem á bersvæði í baðstofunni, áveðra fyrir geðbrigðum og fasi heimilisfólks. Það hyggur kornbarn ónæmt á sveiflu umhverfls. Fávíslegt, skynjan þess er ofurnæm. Bókin er smekklega útgefin og hana prýða stórkostlegar myndir úr hinu sérkennilega steinsmyndasafni Ágústs Jóns- sonar. Magnús Ásmundsson. ........... 1 11 Léreftstuskur Lóreftstuskur Lóreftstuskur Léreftstuskur Kaupum hreinar lóreftstuskur á hæsta verði Skjaldborg hf. Hafnarstræti 67 Síroi 24-0-24 ^mmm—mmrnmmmmm^ Samtök sykursjúkra á Akur- eyri ðg nágrenni halda jólafund kl. 3.30 e.h. sunnudaginn 9. des. n.k. ístarfs- mannasal KEA, Hafnarstræti 91 (efstu hæð gegnt Hótel KEA). Svínakjöt í Jólamatinn Bjóðum aðeins það besta - Landsins besta svínakjöt frá Síld og fiski. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. - Pantið tímanlega í jólamatinn. Ólafur Halldórsson læknir hefur ákveðið að hætta störfum við heimilislækningar frá og með 1. janúar 1980. Sama dag mun Nicholas Cariglia, læknir, byrja heimilisiækningar og starfa á Læknamiðstöðinni, en hann hefur undanfarna mánuði starfað á Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Samlagsmönnum Ólafs Hall- dórssonar er bent á þennan lækni. Samkvæmt samningum við lækna ersamlagsmönn- um sem þess óska, heimilt að skipta um lækni við áramót. Þeir samlagsmenn sem óska að skipta um lækni, skuiu koma í afgreiðslu samlagsins í þessum mánuði og velja sér lækni. Þeim ber að hafa með sér samlagsskírteini, því að nafn heimilislækniserskráð á það. Hjón eiga að hafa sama heimilislækni. Akureyri, 5. desember 1979. SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR. VistheimiJið Sólborg óskar eftir fjölskyldum til að taka þroskahefta ein- staklinga í einkafóstur til lengri eða skemmri tíma. Sjá nánar fréttatilkynningu í blaðinu. Upplýsingar í síma 21754 kl. 11.30-12.00 mánudag til föstudags. Frá Menntaskólanum á Akureyri Vegna forfalla er hér með auglýst eftir íþrótta- kennara pilta við skólann. Um er að ræða % úr starfi íþróttakennara og þriöjung úr starf félags- ráðunauts, sem vera skal nemendum til ráðuneytist um félagsstörf og annast af skólans hálfu fyrir- greiöslu um framkvæmd þeirra. Nauðsyniegt er að geta hafið starfið eigi síðar en 1. febrúar 1980. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í skrifstofu Menntaskólans á Akureyri. Skólameistari Slökkvistöð Akureyrar Vantar bílgeymslu fyrir einn slökkvibíl. Þarf helst að vera upphituð. Slökkviliðsstjóri. ATHUGIÐ að símanúmeri voru hefur nú verið breytt og er 2-52-00 Samband frá eigin skiptiborði ki. 08.30-17. Eftir kl. 17: Hraðfrystihús og Netaverkstæði 2-52-00 Hraðfrystihús, verkstjóri 2-52-01 Fiskverkunarstöðin 2-52-02 Togaraafgreiðsla og vélaumsjón 2-52-03 Hraðfrystihús, vélstjórar 2-52-05 Skrifstofan 2-52-06 Skrifstofustjóri 2-52-07 Gísli Konráðsson, framkv. stj. 2-52-08 Vilhelm Þorsteinsson, framkv. stj. 2-52-09 Útgerðarfélag Akureyringa h.f. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (06.12.1979)
https://timarit.is/issue/335204

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (06.12.1979)

Aðgerðir: