Norðurland - 06.12.1979, Blaðsíða 4
NORÐURIAND
Fimmtudagur 6. desember 1979
MÁLGAGN SÓSÍALISTA
f NORÐURLANDSKJÖR-
DÆMI EYSTRA
GERIST
,ÁSKRIFENDUR
- Síminn er 2-18-75
AUGLYSIÐ í
NORÐURLANDI
- Síminn er 2-18-75
Nálarauga
Ný bók
frá
B.O.B.
Passíukormn.
Aðventutónleikar
Hin árlegu „aðventutónleikar
PASSÍUKÓRSINS á Akur-
eyri“ verða haldnir að Stóru-
tjarnaskóla þann 14. desember
n.k. kl. 21.00 og í Akureyrar-
kirkju þann 16. desember n.k.
kl. 20.30. Aðalverkefnið áefnis-
skránni að þessu sinni verðun A
CEREMONY OG CAROLS
opus 28 eftir Benjamín Britten.
Höfundur samdi verkið er hann
dvaldist í Bandaríkjunum á
árunum 1939 til 1942, og notaði
hann ensk- og latnesk miðaldar-
kvæði og gömul skosk ljóð,
jafnt eftir kunna sem ókunna
höfunda. Benjamín Britten
samdi verkið fyrir þríraddaðan
drengjakór og hörpu. Seinna
útsetti Júlíus Harrisson það
fyrir blandaðan kór með leyfi
höfundar, og er það sú útsetning
sem kórinn notar. Hörpuleikari
verður: Monica Abendrot, sem
starfar með Sinfóníuhljómsveit
íslands. Einsöngvarar verða:
Lilja Hallgrímsdóttir og Guð-
í tilefni auglýsingar frá Sólborg
í Degi um fósturforeldra fyrir
einstaklinga sem dvelja á Sól-
borg, er rétt að eftirfarandi komi
fram: Ástæðan fyrir þörfínni á
fósturforeldrum er fyrst og
fremst sú að borist hafa um-
sóknir um vistun, sem verður að
sinna sem fyrst, en þar sem vist-
heimilið er yfirfullt, hefur ekki
rún Kristjánsdóttir. Einnig
flytur kórinn ýmis jólalög og
sálma með aðstoð fiðlu, þver-
flautu, trompetta, diska, blokk-
flautusveit og hörpu. Stjórn-
andi kórsins er: Roar Kvam.
verið unnt að afgreiða þessar
umsóknir. Það gæti einnig verið
mjög jákvæð reynsla fyrir marga,
að fá að kynnast eðlilegu um-
hverfí í ríkara mæli, en hægt er á
stofnun.
Þeir vistmenn sem færu í fóst-
ur hér á Akureyri, myndu dvelj-
ast á Sólborg á daginn (9—5)
virka daga og Sólborg sér um
akstur fram og til baka.
Gert er ráð fyrir reynslutíma
af beggja hálfu sem yrði 1 mán-
uður og síðan er hægt að semja
um áframhaldandi fóstur, þó
ekki skemur en 5 mánuði.
Fóstur utan Akureyrar kemur
einnig til greina, t.d. sumardvöl
á sveitaheimilum. ”
Greitt verður fyrir hvem ein-
stakling, sem tekinn er í fóstur.
Þeir sem áhuga hafa á þesu,
vinsamlegast hafí samband við
Vistheimilið Sólborg i síma
21754 frákl. 11.30-12 f.h.
Eining vill V-stjórn
Á fundi stjórnar og kjarasamn-
inganefndar Verkalýðsfélagsins
Einingar hinn 4. des. var eftir-
farandi samþykkt einróma
gerð:
„Fundur stjórnar og kjara-
samninganefndar Verkalýðsfé-
lagsins Einingar, haldinn 4.
desember 1979, telur úrslit al-
þingiskosninganna 2. og 3.
desember s.l. bera með sér ótví-
ræða kröfu kjósenda um vinstri
stjórn. Því skorar fundurinn á
þá stjórnmálaflokka, er stóðu
að síðustu vinstri stjórn, að
hefja nú þegar viðræður af heil-
indum um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar og tryggja þar með, að
landinu verði áfram stjórnað í
samvinnu við launafólk.“
Fósturforeldrar óskast
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur gefíð út bókina Nálar-
auga eftir Ken Follett.
Nálarauga er stórkostlega
spennandi njósnasaga úr síð-
ustu heimsstyrjöld - en jafn-
framt óvenjulegt ástarævintýri.
Einkennisnafn njósnarans er
„Die Nadel", „Nálin“ - en aðal
vopn hans er flugbeittur rýting-
ur. Hann er útvalinn sendi-
maður Hitlers í Englandi, sér-
stakur hæfileika- og gáfumað-
ur sem fer sínar eigin leiðir og
svífst einskis. Hann hefur haft
aðsetur í London um margra
ára skeið, og nú hefur hann
komist á snoðir um eitt mesta
hernaðarleyndarmál stríðsár-
anna - og ef honum tekst að
skýra yfirboðurum sínum í
Þýskalandi frá því, er innrás
bandamanna á meginlandið
fyrirfram dæmd til að mistak-
ast. En leyniþjónusta Breta
(MI5) er á hælunum á „Nál-
inni“ og eltingaleikurinn er
hafinn. Líf ungrar' og glæsi-
legrar konu tvinnast á óvæntan
hátt inn í þessa æðisgengnu
eftirför, og spennan nær há-
marki á lítilli eyju úti fyrir
Englandi, þar sem hún lendir í
átökum við njósnarann upp á líf
og dauða. Hann hefur aðeins
eitt takmark, að komast yfír
Norðursjó . . .
Nálarauga hefur þegar verið
kvikmynduð.
Bókin er 308 blaðsíður, prent
uð í Prentverki Odds Björns-
sonar hf. á Akureyri. Hersteinn
Pálsson þýddi bókina.
Glúmur
Hólm-
geirsson
níræður
Glúmur Hólmgeirsson
bóndi á Vallakoti í Reykja-
dal varð níræður þann 29.
nóvember s.l. Glúmur er les-
endum NORÐURLANDS
að góðu kunnurfyrirskelegg
skrif og enn er hann ólatur
með pennann þótt aldurinn
sé hár. Afmælisgrein um
Glúm bíður birtingar en
NORÐURLAND sendir
honum hlýjar afmæliskveðj-
ur.
á Dalvík
„Gísl“
Laugardaginn 8. desember n.k.
frumsýnir Leikfélag Dalvíkur
írska leikritið „Gísl“, eftir
Brendan Behan, í þýðingu
Jónasar Árnasonar, í Sam-
komuhúsi Dalvíkur.
Æfingar hófust um miðjan
september og upphaflega var
áætlað að frumsýna um miðjan
nóvember, en vegna veikinda
varð að fresta frumsýningu.
Verkið er skrifað 1956 og fjall
ar um frelsisbaráttu íra. Inn í
verkið er fléttað írskum þjóð-
lögum og ýmsum spaugilegum
uppákomum. Leikritið var sýnt
í Þjóðleikhúsinu 1963 og hjá
Leikfélagi Akureyrar 1968. -
Einnig hafa nokkur áhuga-
mannaleikfélög tekið það til
sýningar.
Milli tuttugu og þrjátíu
manns hafa unnið við sýning-
una, þar af 14 í hlutverkum. í
aðalhlutverkum eru Ómar Arn-
björnsson, Svanhildur Árna-
dóttir, Lárus Gunnlaugsson og
Lovísa Sigurgeirsdóttir. Undir-
leik annast Ingólfur Jónsson á
harmonikku. Kristján Hjartar-
son gerði leikmynd. Um lýs-
ingu og leikhljóð sá Helgi Már
Halldórsson og Lárus Gunn-
laugsson. Leikstjóri er Sólveig
Halldórsdóttir frá Akureyri.
Næstu sýningar verða mánu-
dag, þriðjudag, föstudag og
laugardag og verða ekki fleiri
sýningar fyrir jól. Fyrirhugaðer
að sýna milli jóla og nýárs.
Orsakalög-
málið
Þá er lokið þessari kosn-
ingahríð og menn eru að
reyna að lesa út úr úrslitun-
um hvers konar stjórn
þjóðin hafi verið að kjósa
yfir sig. Niðurstaðan ereitt-
hvað á þá leið að Fram-
sóknarflokkurinn vann
vegna þess að hann tók þátt
í vinstri stjórninni, Alþýðu-
bandalagið tapaði á þátt-
töku sinni í sömu stjórn og
Alþýðuflokkurinn tapaði
mestu vegna þess að hann
sprengdi hana. Sjálfstæðis-
flokkurinn varð úti vegna
þess að hann boðaði þver-
öfuga stefnu.
Öllu má
nafn gefa
Sú staða er nú komin upp
að líkur eru á að reynt verði
að mynda stjórn þeirra
sömu flokka og sátu í
vinstri stjórninni sálugu.
Það er von að spurt sé:
Hver eru þau mál sem Al-
þýðuflokkurinn álítur að
hægt sé að sameinast um nú
en útilokað var að ná sam-
komulagi um í október.
Var svona aðkallandi að
verja þrjú hundruð milljón-
um króna úr ríkissjóði til
að hægt væri að efna til
kosninga sem áttu að snú-
ast um sparnað og ráð-
deild. Sagan dæmir lík-
lega nýafstaðna kosninga-
baráttu sem eina af þessum
uppákomum sem landinn
er þekktur fyrir að grípa til í
skammdeginu. Nú er vím-
an runnin af mönnum og
þeir standa nú frammi fyrir
því að þurfa að standa við
stóru orðin umleiftursókn-
ir, nýjar leiðir og norskar
aðferðir. Svo eru menn
strax farnir að tala um kosn
ingar að vori og varla þarf
að kvíða því að standi á
nafngiftum þá hvað sem
öðru líður.
Góð íþrótt
gulli betri
Ólafur Jóhannesson talaði
um stjórnmálabaráttu eins
og spilamennsku hér um
árið, það sem gilti var að
láta ekki sjá á spilin. Ólaf-
ur tók slemmu í þessum
kosningum og nú ereftirað
sjá hvernig sþilamennskan
gengur hjá honum á næst-
unni.
Jón G. Sólnes er ekki síð-
ur hugsjónaríkur stjórn-
málamaður. Hann segir í
viðtali við Morgunblaðið
nú á dögunum: „Ég hélt að
áin væri full af laxi og vildi
renna fyrir hann eins og
aðrir. En það var bara eng-
inn lax í ánni, kannski
hefur gangan verið farin
framhjá eða laxinn ekki
genginn í hana ennþá.“
Það var og. Það sem
gildir er sem sagt að renna
nægilega girnilegri beitu
fyrir kjósendur sem eru á
sveimi eins og laxatorfa í
hyl. Enginn hefur nú raun-
ar heyrt það að betra líf bíði
fiskanna eftir að búið er að
draga þá á þurrt. En veiði-
skapur ku vera skemmti-
legt sport.
Væri ekki viðeigandi þeg
ar næsta kosningahrina
skellur yfir að færa stjórn-
málaumræðurnar á íþrótta
síður blaðanna og láta
Bjarna Felixson sjá um
kosningasjónvarp. Dýra-
verndunarfélagið gæti svo
hagsmuna kjósenda milli
kosninga.