Norðurland - 06.12.1979, Blaðsíða 2
NORÐURLAND
NOROLENSKT VIKUBLAÐ
Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra
Rftnefnd: Böövar Guömundsson, Eriingur Siguröarson,
Helgi Guömundsson, Soffia Guömundsdóttir, Tiyggvi Jakobsson.
Ritstjóri: Jón Guönl Kristjánsson (ábm.).
Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson.
Ritstjórn: Simi 21875. Dreiflng og afgreiösla: Siml 25875.
Póftfang: Box 492, 602 Akureyri.
Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar.
Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins
í Norðurlandskjördæmi eystra.
Vinstri
áskorun
Úrslit kosninganna um síðustu helgi komu flestum
á óvart ekki síður en úrslitin í fyrra. Sigur Fram-
sóknarflokksins er að vísu ekki sambærilegur við
árangur verkalýðsflokkanna í fyrra. Eigi að síður
blasir það við að Framsóknarflokkurinn hefur
unnið sig að nýju upp í þann sess að verða annar
stærsti þingflokkurinn. Um það bil fjórði hver
kjósandi hefur kosið Framsóknarflokkinn í þeim
kosningum sem flokkurinn hefur lagt mesta
áherslu á að sýna vinstra andlitið. Flokksmenn
Alþýðubandalagsins geta því litið kosningaúrslit-
in, þrátt fyrir nokkurt fylgistap, bjartsýnni augum
en ella, vegna þess að þau eru greinilegt svar kjós-
enda við leiftursókn íhaldsins. Leiftursókninni var
hafnað og flokkarnir sem stóðu að síðustu vinstri
stjórn hafa enn yfirgnæfandi meirihluta þjóðar-
innar á bak við sig þó að hlutföllin á milli þeirra
hafí breyst.
Að vonum er nú spurt um það hvað við taki. Enn
sem komið er tala kratar eins og lítt skiljanleg
véfrétt um það hver sé þeirra vilji til stjórnarsam-
starfs á meðan talsmenn Alþýðubandalagsins og
Framsóknar hafa báðir túlkað kosningaúrslitin
réttilega sem kröfu um áframhaldandi vinstra
samstarf. Öllum er Ijóst að brýnasta pólitíska við-
fangsefnið sem bíður er að leita skynsamlegra leiða
til að draga úr óðaverðbólgunni í landinu sem
komin er á það stig að efnahagslegu sjálfstæði
íslendinga er stefnt í bráðan voða verði ekki að
gert. Hrossalækningar á borð við þær sem íhaldið
boðaði fyrir kosningarnar eru fráleitar, ekki
einasta vegna þess að þær muni reynast árangurs-
lausar, heldur af hinu að með þeim aðferðum er
stefnt að ýmsum grundvallarbreytingum á þjóð-
félaginu sem verkalýðshreyfíngin á ekki að sætta
sig við. Ný vinstri stjórn og verkalýðshreyfingin
verða að taka höndum saman um leiðir í efna-
hagsmálum. Stjórnarsáttmáli sem gera þarf í sam-
komulagi við verkalýðshreyfinguna á að fela í sér
lífskjaratryggingu og áætlun um kjarabætur til
launafólks þannig að kaupmætti samninganna frá
1977 verði að minnsta kosti náð. Ströng verð-
lagsstjórn, með tímabundnu skilyrðislausu banni á
allar verðhækkanir, víðtæk lagasetning um fjár-
málastjórn og stjórnun innflutnings eru þau mikil-
vægustu atriði sem semja verður um við gerð nýs
stjórnarsáttmála. Þá er og Ijóst að hernámsmálin
og aðildin að Nato hljóta að verða á dagskrá við
slíka samningsgerð eins og gert hafði verið ráð fyrir
í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.
Það er vissulega ljóst að ekki verða stjórnar-
myndunartilraunir vinstri flokkanna auðveldar
eða skjótunnar eftir það sem á undan er gengið, en
það væri rangt pólitískt mat ef vinstrisinnar og
félagshyggjumenn túlkuðu ekki niðurstöður kosn-
inganna á þann veg að þeim beri að reyna til hlýtar
að ná skaplegri samstöðu um úrlausn brýnustu
vandamála.
Úrslitin eru áskorun frá vinstri.
hágé.
Starf við áætlunargerð
Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga er laus staða
fulltrúa, sem vinni að áætlunargerð og almennum
verkefnum á vegum sambandsins. Starfið miðast við,
að umsækjandi hafi menntunásviði háskólastigss.s.
þekkingu á áætlanagerð, tölfræðilegri úrvinnslu
verkefna eða aðra menntun og reynslu, sem að gagni
má koma í starfinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi
áhuga fyrir landsbyggðarmálum og áætlunargerð og
geti unnið sjálfstætt að verkefnum.
Upplýsingar um starfið gefur framkvæmdastjóri
sambandsins Áskell Einarsson, sími 96-21614,
Akureyri. Umsóknir skulu vera skriflegar, ásamt
upplýsingum umstörf umsækjanda, menntun, ásamt
meðmælum ef fyrir eru, og ennfremur með
upplýsingum hvenær umsækjandi gæti hafið störf.
Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1980.
Fjórðungssamband Norðlendinga
Glerárgötu 24, Akureyrí.
FRÁ VERKALÝÐSFÉLAGI
HÚSAVÍKUR
TEIKNISAMKEPNI
FRAMLENGING SKILAFRESTS:
Samþykkt hefur verið að auglýsa eftir tillögum að
merki fyrir félagið.
Merkið verði hægt að nota á umslög, bréfsefni,
eyðublöð, oddfána, til auglýsinga ofl.
Þriggja manna nefnd mun skipuð af félaginu til þess
að velja úr tillögum, og hefur nefndin heimild til að
verðlauna það merki, er verður fyrir valinu.
Með allar tillögur verður farið sem algjört trúnaðar-
mál.
Skilafrestur tillaga er til 31. des. nk. og skal tillögum
skilað til skrifstofu félagsins.
Verkalýðsfélag Húsavíkur
............................................................................................................................ ' .........................................................................N
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Hundaeigendur
Lögboðin hundahreinsun verður framkvæmd mið-
vikudaginn 12/12. Allirhundaeigendureru beðnirað
færa hunda sína til hreinsunar milli kl. 13 og 16 í
Gróðrarstöðina við Eyjafjarðarbraut.
f.h. Heilbrigðisfulltrúa
Meindýraeyðir
NORÐURLAND
MALQAQN SðSlALISTA
I NORÐURLANOS-
KJORDÆMI EYSTRA
Fréttir af Norfi-
urlandi.
Hressileg póli-
tlsk umrseða.
Skrif um listir og
menningarmál.
Skákþraut Halga
Ólafssonar.
Noröurland
kemur út
vikulega.
Áskriftargjald inn
heimtist tvisvar á ári.
Askriftargjald fyrír
hálft áriö ar kr. 3.600
Slmi 21875
EiðtvallsgsU 18
Póathólf 492
Akursyri
JÓLAFÖT
í úrvali.
Verslunin
ÁSBYRGI
Þjónusta
Tökum að okkur hrein-
gerningar á íbúðum,
stigahúsum, veitingahús
um og stofnunum.
Hreinsum teppi og hús-
gögn með háþrýstitæki
og sogkrafti.
Sími 2-17-19.
Fjölbreytt úrval af
KJÓLEFNUM,
BUXNAEFNUM
og
BLÚSSUEFNUM
Verslunin
SKEMMAN
Brekkugötu 3
Halló
Krakkar
n koma jólin
Jólasveinarnir eru lagðir af stað
ofan úr fjöllum. Á sunnudaginn
9. desember kl. 3 e.h. koma
þeir til byggða.
Ef veður leyfir getið þið heyrt þá
og séð á svölum Vöruhúss KEA
Hafnarstræti 93.
Þá verða þeir örugglega komnir í besta jólaskap og
raula fyrir okkur nokkrar vísur.
Kaupfélag Eyfirðinga
2 -NORÐURLAND