Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 8

Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 8
^^^Wfí^ Fjölmenni á fyrstu kosninga- fundum Alþýðubandalagsins Kosningabaráttan hér í kjördæminu hófst formlega með fjölmennum fundi á Hótel KEA s.l. sunnudag. Þar fluttu ávörp þau Steingrímur Sigfússon, Svanfríður Jónasdóttir og Kristín Hjálmarsdóttir, Erlingur Sigurðarson las ljóð og Svavar Gestsson flutti ræðu. Kammerblásarasveit Tónlistar- skólans á Akureyri lék, undir stjórn Roars Kvam. Á sama tíma hélt Alþýðubandalagið fjölmennan fund á Hótel Húsavík, þar sem framsögumenn voru Helgi Guðmundsson og Hjörleifur Guttormsson. Báðir fundirnir heppnuðust frábærlega vel og báru glöggt vitni þeim baráttuanda sem ríkir í röðum alþýðubandalags- manna hér í kjördæminu og þeim byr sem flokkurinn má vænta ef vel er staðið í ístaðinu. Haldnir hafa verið fundir með Alþýðubandalagsfélögunum á Húsavík og Ólafsfirði, þar sem fjallað hefur verið um kosningastarfið framundan og verða samkonar fundir með öðrum félögum í kjördæminu á næstu dögum. Fyrirhugaðir eru almennir fundir á Þórshöfn n.k. föstudag og á Raufarhöfn á laugardag. Á þessum fundum mæta Steingrímur og Svanfríður og verður kosningastjórinn í för með þeim.___________________________________________ Kosningaskrifstofan á Akureyri, í Lárusarhúsi, tók til starfa mánudaginn 21. mars og verður opin daglega frá kl. 13,00 og fram eftir kvöldi allt til kosninga, starfsmenn eru þau Geirlaug Sigurjónsdóttir, Helgi Haraldsson og Heimir Ingimarsson. Kosningaskrifstofur taka til starfa hver af annarri nú næstu daga í flestum þéttbýlisstöðum kjördæmisins og verður aðsetur þeirra, símanúmar og starfsfólk kynnt hér í blaðinu um leið og þeim hefur verið komið á fót. Einnig verður komið á kerfi trúnaðarmanna eða tengiliða í sem flestum dreifbýlis- sveitarfélögum, þar sem kjósendur flokksins geta leitað aðstoðar og upplýsinga, gerist þess þörf. Fjársöfnun í kosningasjóðinn er hafin og geta menn snúið sér til skrifstofanna og trúnaðarmannanna með framlög. Mikilvægt er að söfnunin gangi vel, því kosningabaráttan mun kosta ærna fjármuni. Það er afar mikilvægt að framlög berist sem fyrst, því kostnaðurinn lætur ekki bíða eftir sér. Um helgina verður ærið að starfa í Lárusarhúsi og eru allir þeir sem mögulega geta, hvattir til að koma þangað kl. 13,00, eða tilkynna skrifstofunni, henti annar tími þeim betur. Sírnarnir eru 21875 og 25875. Hvatning frá AB á Húsavík „Fundur haldinn í Alþýðubandalags- félaginu á Húsavík 22. mars 1983 lýsir yfir eindregnum stuðningi við Hjör- leif Guttormsson, iðnaðarráðherra, í baráttu hans við erlent auðvald á íslandi. Fundurinn skorar á alla íslendinga að taka höndum saman um að styðja þá sjálfstæðisbaráttu er Alþýðubanda- lagið leiðir gegn yfirráðum erlendra auðhringa og fylgifiska þeirra í íslensku þjóðlífi." Kvennaathvarf Laugardaginn 26. mars gengst Jafnréttishreyfingin fyrir opnum fundi um kvena- athvarf og ofbeldi á heim- ilum. Fundurinn verður hald- inn að Hótel KEA, gilda- skála og hefst kl. 14. Þar munu tveir af aðstandend- um kvennaathvarfsins í Reykjavík kynna starfsem- inaog sýna kvikmynd. Á eftir verða umræður. I þeim taka m.a. þátt nokkrir sem kunnugir eru þessum málum á Akureyri. Síðastliðna mánuði hefur umræða um þessi mál farið vaxandi, ekki síst eftir að kvennaathvarfið í Reykjavík var sett á stofn. Sú reynsla sem þar hefur fengist sýnir að þörfin er mikil. Það er því tími til kominn að íhuga þessi mál í aívöru. A fundinum er ætlunin að kanna áhuga og þörf á stofn- un kvennaathvarfs hér á Norðurlandi. Jafnréttishreyfingin hvet- ur fólk til að sýna þessu mikilvæga máli áhuga og mæta á fundinn. DICTII I VIKUNNAR Eflir síðustu alþingiskosningar geröust þau undur, aö fáeinir þingmenn úr sjálfstæöis- flokknum fundu upp á þeirri nýbreytni aö gerast ábyrgir stjórnmálamenn og vinna að því undir forystu Gunnars Thoroddsen aö mynda starf- hæfa ríkisstjóm, og tosa um óheillavænlega sjálfheldu, sem ríkjandi var um þessar mundir. Þetta tókst, og þegar þessir menn höfðu hrist af sér ihaldsfjötrana urðu þeir allt aörir menn, frjálslegir 09 umbótasinnaðir og eignuðust traust og vinsældir, einkum þó Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra. En flokkseigenda- félag ihaldsins taldi aö stjórnmálaleg ábyrgð og umbætur væru óralangt utan við verksvið flokksins, brugðust illa við, sendu þeim óþvegnar kveðjur, sem tveir þessara manna voru ekki menn til aö virða sem verðugt var. Því fór svo að Eggert Haukdal koðnaöi niöur i hlut- verk hinnar sögufrægu arfasátu á Bergþórs- hvoli og var reynt aö nota hann til að bera eld að stjómarsamstarfinu, en Albert Guömundsson hrökklaðist tii föðurhúsanna. Ekki var hann fyrr kominn þangað en hann gerðist svo litilmótleg- ur að vitna til þeirrar einkunnarorða, sem „PRUÐU LEIKARARNIR" helguð voru Jóni Sigurðssyni forseta, „sómi íslands, sverð þess og skjöldur" og snúa þeim upp á sjálfan sig og Morgunblaðið, en svo lágt hefur þó enginn flokksbræðra hans lagst, og er þá mikið sagt. En þrátt fyrir skjöldinn hefur hann nú kveinkað sér aumlega neðan beltfs, svo sem alþjóð fékk að heyra. Þjóöin hefur notið þess að fá alþingismenn- fna á sjónvarpsskerminn hjá sér einstaka kvöld, og skemmtilegt var aö horfa á stjórnarandstöð- una þar i hlutverki „Prúðu leikaranna." Aldreí brást það að 'pegar Geir Hallgrímsson sjöundi og hanslíðsmenn höfðu þuliö bölmóð sínn, þá komu kratarnir, Kjartan og Sighvatur, og sögðu hið sama alveg nákvæmlega, rétf eins og þeir væru eins konar bergmálsdýptarmælar yfir íhaldsbotninum en ekki mennskir vinstri menn. Þegar þingmenn lögðu spil sin á borðið, kónga, drottningar, gosa og lággildi, fann Vil- mundur Gylfason sig ekkl risa undir því að vera mannspil, og gerðist eins konar Joker og taldi sig vera samtök. Joker hefur oft veriö látinn taka gildi spils, sem glatast hef ur úr samstæðunni. En fljótt kom i Ijós að ekki var mögulegt að nota Vilmund f því hlutverki, jafnvei þó um lághrök væri að ræða, hann gat ekki einu sinni komið i stað Eggerts Haukdals. Þessi rikisstjórn sem enn situr við völd hefur með mörgu móti verfð jákvæð og eignaðist vindældir, sem náðu iant út fyrir flokksböndin. Þó bar á þann skugga að í flokki framsóknar- þingmanna létu á sér kræla menn haldnir vesal- mannlegri hnjáliðamýkt gegn erlendum öflum og hinni fáránlegu áráttu að skaka af sér vinstra fylgi, og hðfða tii afturhaldskennda. Flokkurinn mun eiga erfitt uppdráttaref hann getur ekki læknast af þessum kvilla, sem hefur staðið honum fyrir þrifum frá upphafi. Í stjórnmálum eru framundan erfið verkefni, sem verður að leysa. Vonandi gerir þjóðin sér Ijóst að vandamálin verða best leyst með vinstra samstarfi, og úrræða og manndóms er ekki að vænta úr röðum þeirra sem haldið hafa uppi óþurftar- starfsemi hinnar lítilmótlegu stjórnarandstöðu, sem fram hefur komið f þingsögu iiðinna ára.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.