Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
íþróttir
Sorg Þjóðverjar eru harmi slegnir eftir fráfall landsliðsmarkvarðarins í fótbolta. Robert Enke
hafði glímt við þunglyndi í sex ár. Vildi ekki opinbera veikindin vegna ættleiddrar dóttur. 4
Íþróttir
mbl.is
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,ÞAÐ er allt orðið klappað og klárt
og ég skrifa undir nýjan tveggja ára
samning um helgina,“ sagði Elísabet
Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úr-
valsdeildarliðsins Kristinastad, við
Morgunblaðið í gær.
Elísabet, sem náði frábærum ár-
angri með kvennalið Vals, tók við
þjálfun Kristinstad fyrir tímabilið og
gerði samning sem gilti út leiktíðina.
Undir hennar stjórn tókst Kristian-
stad að halda sæti sínu í úrvalsdeild-
inni en útlitið var ekki gæfulegt hjá
liðinu framan af. Kristianstad tapaði
fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni
en gengi þess var gott síðari hluta
tímabilsins og það endaði mótið í 10.
sæti með 18 stig.
Elísabet vonast eftir því að halda
stærstum hluta hópsins en þó er
ljóst að Hólmfríður Magnúsdóttir
hefur leikið sinn síðasta leik með lið-
inu þar sem hún er á leið í banda-
rísku atvinnumannadeildina.
Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla
Steina Arnardóttir verða um kyrrt
en óvíst er hvað verður um Margréti
Láru Viðarsdóttur. Nokkur félög
hafa rætt við hana og boðið henni
samning, félög í Svíþjóð, Þýskalandi
og Bandaríkjunum.
Elísabet var innt eftir viðbrögðum
við komu landsliðsmarkvarðarins
Þóru B. Helgadóttur í sænsku úr-
valsdeildina en eins og Morgun-
blaðið greindi frá fyrr í vikunni hef-
ur hún gert þriggja ára samning við
LdB Malmö.
,,Þetta eru frábær skipti hjá Þóru.
Hún er að fara í virkilega gott lið og
með hana innanborðs þá held ég að
Malmö vinni deildina á næsta ári,“
sagði Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet sem-
ur á ný við
Kristianstad
Skrifar undir nýjan tveggja ára
samning Guðný og Erla áfram
Morgunblaðið/hag
Kyrr Elísabet Gunnarsdóttir verður
áfram hjá Kristianstad.
LJÓST er að Fram-
arar geta ekki stillt
upp sínu sterkasta
liði þegar þeir sækja
Val heim í N1-deild
karla í handknattleik
á sunnudag. Línu-
maðurinn Haraldur
Þorvarðarson og
hornamaðurinn efni-
legi, Einar Hrafn
Eiðsson, verða frá
keppni næstu fimm vikurnar
hið minnsta vegna meiðsla
sem þeir urðu fyrir í við-
ureign Fram og HK í síðustu
viku. Haraldur reif
vöðva í öðrum kálf-
anum og Einar
Hrafn er hand-
arbrotinn. Ósenni-
legt er talið að þeir
verði meira með
Fram fyrr en á
nýju ári gangi þetta
eftir.
Magnús Stef-
ánsson rotaðist í
leiknum við HK og fékk
heilahristing. Hann hefur
ekkert mátt æfa síðan en
getur hugsanlega verið með
á æfingu á föstudag, að sögn
Viggós Sigurðssonar, þjálf-
ara Fram. Óvíst er um þátt-
töku Magnúsar í fyrr-
greindum leik við Val.
Rúmeninn er farinn
Þá hafa forsvarsmenn
Fram leyst rúmenska mark-
vörðinn Zoltán Majeri undan
samningi. Hann kom til liðs-
ins í september en hefur
ekki reynst sá liðsauki sem
vænst var. Majeri mun vera
á leið til liðs á Spáni.
iben@mbl.is
Lið Framara hefur orðið
fyrir talsverðri blóðtöku
Magnús
Stefánsson
LJÓST er að körfuknatt-
leikslið FSu teflir ekki fram
öflugum leikmannahópi gegn
Snæfelli í úrvalsdeild karla
annað kvöld. Nokkrir leik-
menn eru horfnir á brott
vegna agabrota en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
um 5-6 leikmenn að ræða og
þar á meðal munu vera allir
fjórir Englendingarnir sem
hafa spilað með því. Einn
bandarískur leikmaður spilar
með FSu og hann mun vera
áfram hjá félaginu.
Brynjar Karl Sigurðsson,
forsvarsmaður FSu og mað-
urinn á bak við körfubolta-
akademíuna á Selfossi sem
leggur grunninn að liðinu, vildi
ekki láta hafa neitt eftir sér
um málið þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gær. Brynjar
sagði að gefin yrði út yfirlýs-
ing þegar allir málavextir
væru endanlega á hreinu,
væntanlega í dag eða kvöld.
FSu, sem leikur undir
merkjum Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi, tekur
nú þátt í Íslandsmóti meist-
araflokks í fjórða sinn. Liðið
var stofnað árið 2006 og fékk
þá strax inngöngu í 1. deildina.
Þar lék það í tvö ár og vann sér
úrvalsdeildarsæti vorið 2008.
FSu endaði í 10. sæti úrvals-
deildarinnar í fyrra og er því
áfram þar í vetur.
Í haust hefur lítið gengið hjá
liðinu. Það hefur tapað fyrstu
fimm leikjunum og virtist eiga
afar erfiðan vetur framundan,
áður en agamálið kom upp.
Reikna má með því að ungir
piltar úr körfuboltaakademíu
FSu fylli í skörðin, a.m.k. til að
byrja með. vs@mbl.is
Kjarni úr liði FSu horfinn
á braut vegna agabrota
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Slagur Keppnin í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik er gríðarlega jöfn, að öðru leyti en því að KR náði fjögurra
stiga forystu í gærkvöld. Aðeins fjögur stig skilja að hin sjö liðin í deildinni. Grindavík lagði Val, 60:48, að Hlíð-
arenda og hér fær Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindvíkingur, óblíðar móttökur hjá Hrund Jóhannsdóttur í Val. | 2-3