Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Ekkert lát erá sig-
urgöngu Björg-
vins Páls Gúst-
avssonar og
félaga í Kadet-
ten í svissnesku
A-deildinni í
handknattleik. Í
gær unnu þeir
Suhr, 38:26, á útivelli og sitja í
efsta sæti með fullt hús stiga eftir
11 umferðir.
Arnór Atlaason skoraði tvö afmörkum FCK þegar liðið
vann öruggan sigur á Team Tvis
Holstebro, 34:26, á heimavelli í
dönsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik í gær. FCK er í fjórða
sæti.
GOG, liðið sem Guðmundur Þ.Guðmundsson þjálfar, tapaði
í gærkvöldi fyrir Århus GF, 24:23,
á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði
þrjú af mörkum GOG.
Vignir Svav-arsson
skoraði þrjú
marka Lemgo og
var einu sinni
vísað af leikvelli
þegar liðið vann
Melsungen,
31:28, á útivelli í
þýsku 1. deildinni í handknattleik í
gærkvöld. Logi Geirsson er enn
fjarri góðu gamni vegna meiðsla í
öxl og lék því ekki með Lemgo að
þessu sinni. Lemgo stökk upp í
fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar
með sigrinum.
KA/Þór er komið í átta liða úr-slitin í bikarkeppni kvenna í
handknattleik eftir stórsigur á
Víkingi, 36:13, á Akureyri í gær-
kvöld. Unnur Ómarsdóttir skoraði
7 mörk fyrir KA/Þór, Martha Her-
mannsdóttir og Ásdís Sigurð-
ardóttir 6 hvor. Anna María
Björnsdóttir skoraði 7 mörk fyrir
Víking.
Sindri Þór Jakobsson sundmað-ur úr ÍRB, varð í 32. sæti af
51 sem lauk keppni í 100 m flug-
sundi á heimsbikarmóti í 25 m
laug í Stokkhólmi í gær. Sindri
kom í mark á 53,59 sekúndum. Ís-
landsmet Arnar Arnarsonar í
greininni er 52,53 sekúndur. Mich-
ael Phelps varð 11. í greininni og
komst ekki áfram.
Bandaríska sundkonan JessicaHardy bætti í gær eigið
heimsmet í 50 metra bringusundi
á mótinu í Stokkhólmi. Hardy
synti á 28,96 sekúndum en gamla
metið, sem hún setti í Moskvu síð-
astliðinn laugardag var 29,36 sek.
Fólk sport@mbl.is
„MITT lið sýndi mikinn styrk með því
að knýja fram sigur. Við unnum þetta
á vörninni eins og oft áður, ef okkur
tekst að halda mótherjunum í 50 stig-
um höfum við efni á að sóknarleik-
urinn sé kaflaskiptur og þannig var
þetta í kvöld,“ sagði Benedikt Guð-
mundsson, þjálfari kvennaliðs KR í
körfuknattleik, við Morgunblaðið í
gærkvöld.
KR lagði Hamar að velli, 62:51, í
uppgjöri tveggja efstu liðanna í
Hveragerði og náði fjögurra stiga for-
ystu í deildinni. KR er eina liðið með
fullt hús stiga en Hamar er áfram í
öðru sæti þrátt fyrir tapið.
„Okkur vantaði bæði Jenny Pfeif-
fer-Finora, og Heiðrúnu Kristmunds-
dóttur. Þar með þurfti Hildur Sigurð-
ardóttir að spila allan leikinn en það
gekk upp og stúlkurnar kláruðu þetta
með sóma,“ sagði Benedikt.
Margrét Kara Sturludóttir skoraði
23 stig fyrir KR og Hildur 15, og
Signý Hermannsdóttir tók 15 fráköst.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var at-
kvæðamikil gegn sínum gömlu fé-
lögum í KR en hún skoraði 13 stig fyr-
ir Hamar og tók 14 fráköst.
Njarðvík vann í framlengingu
Njarðvík lagði Hauka að velli,
95:80, í framlengdum leik eftir að hafa
átt undir högg að sækja allan tímann.
Haukar náðu mest 14 stiga forskoti í
seinni hálfleik en Njarðvíkingar, með
Shantrell Moss í aðalhlutverki, söx-
uðu á það jafnt og þétt og Ólöf Helga
Pálsdóttir náði að jafna metin, 76:76,
með þriggja stiga skoti þegar hálf
mínúta var eftir af leiknum.
Þegar framlengingin var hálfnuð
stóð 80:79 fyrir Njarðvíkurkonur, sem
tóku síðan öll völd á vellinum og skor-
uðu 15 stig gegn aðeins einu á loka-
kaflanum. Moss skoraði 45 stig í leikn-
um, tók 17 fráköst og hitti úr 17 af 18
vítaskotum sínum. Hún vann einvígið
við hina öflugu Heather Ezell í liði
Hauka, sem skoraði 36 stig og tók 11
fráköst.
Grindavík komst að hlið Hauka í
þriðja til fjórða sæti með því að vinna
Val, 60:48, á Hlíðarenda. vs@mbl.is
„Unnum þetta á vörninni“
marka-
n með sjö
elenje frá
vrópu í
ð var í Eu-
um aðeins
Ólafur
N Löwen
st-
loknum
kki á með-
m skor-
vísað af
síðustu
viku voru leikmenn RN Löwen ákveðnir í
að sækja tvö stig úr leiknum Velenje í gær.
Þeir tóku forystu snemma leiks og héldu
ekki allt til leiksloka, m.a. munaði tveimur
mörkum á liðunum að loknum fyrri hálf-
leik, 17:15.
Næsti leikur RN Löwen í meistaradeild-
inni verður 22. nóvember. Þá sækja Guðjón,
Ólafur og Snorri leikmenn Gorenje Velenje
heim til Slóveníu. Það verður jafnframt síð-
asti leikur liðanna í meistaradeildinni. Eftir
sjöttu umferð riðlakeppninnar, sem lýkur
sunndaginn 22. nóvember, verður gert hlé
á henni fram í miðjan febrúar vegna Evr-
ópumeistaramóts landsliða sem fram fer í
Austurríki í janúar. iben@mbl.is
kahæstur í Karlsruhe
BALDUR Bett knattspyrnumaður skrifaði í gær-
kvöld undir tveggja ára samning við Fylkismenn.
Baldur, sem er 29 ára gamall miðjumaður, kemur til
Árbæjarliðsins frá Valsmönnum sem hann hefur
leikið með frá árinu 2007 en þar áður var hann í her-
búðum FH-inga og lék með þeim á árunum 2000-
2006. Alls hefur Baldur leikið 142 leiki í efstu deild og
skorað í þeim 5 mörk.
Samningur Baldurs við Hlíðarendaliðið var út-
runninn og er honum ætlað að fylla skarð Ólafs
Stígssonar sem ákvað að leggja skóna á hilluna eftir
tímabilið.
Baldur Bett er sonur James Bett, fyrrverandi
landsliðsmanns Skota sem lék með Val og KR á árum
áður, en James Bett hefur einmitt verið ráðinn að-
stoðarmaður Gunnlaugs Jónssonar, þjálfara Vals.
Baldur er annar leikmað-
urinn sem Fylkismenn fá til
liðs við sig í haust en nýlega
gekk Oddur Ingi Guðmunds-
son til liðs við Árbæinga frá
Þrótti Reykjavík en Oddur
lék með öllum yngri flokkum
Fylkis. Fleiri leikmenn munu
bætast í hóp Fylkismanna á
næstu vikum en þeir hyggjast
fá tvo leikmenn til viðbótar
fyrir baráttuna á næsta tíma-
bili. Fylkismenn höfnuðu í 3. sæti í Pepsi-
deildinni í sumar og unnu sér keppnisréttinn í
Evrópudeild UEFA, ásamt KR og Breiðabliki.
gummih@mbl.is
Baldur yfirgefur pabba og fer í Fylki
Baldur
Bett
Ljósmynd/Skúli Sigurðsson
Lítil og lipur Kristi Smith er ekki há í loftinu en sýndi strax að hún styrkir Keflavíkurliðið umtalsvert.
Hér skorar hún í leiknum gegn Snæfelli í gærkvöld án þess að Hólmarar nái að hindra hana.
Kristi Smith small inn í lið
Keflavíkur í fyrsta leiknum
„Ég bjóst
við kulda
á Íslandi“
Eftir Skúla Sigurðsson
sport@mbl.is
ÞAÐ var eins og nýtt Keflavíkurlið væri mætt til
leiks í gær þegar það tók á móti Snæfelli í Iceland
Express-deild kvenna. Lokastaðan í Toyotahöllinni
var 83:56 og mátti augljóslega sjá á heimastúlkum að
liðið hefur öðlast nýtt líf með tilkomu Kristi Smith
sem spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld.
Frá fyrstu mínútu voru heimastúlkur með yfir-
höndina og staðan eftir fyrsta leikhluta var 23:5, þeim
í vil. Sigurinn var aldrei í hættu og Keflavíkurstúlkur
eru líkast til komnar á beinu brautina eftir verstu
byrjun í sögu félagsins. Forráðamenn Keflavíkurliðs-
ins ákváðu eftir leikinn gegn Njarðvík á dögunum að
skipta um erlendan leikmann, leystu Violu Beybeyah
undan samningi sínum og fengu í staðinn Kristi
Smith.
Munurinn á þessum leikmönnum getur varla verið
meiri. Kristi er rétt um 160 cm á hæð og gríðarlega
snöggur bakvörður sem spilaði prýðilega vel í gær-
kvöldi. Stúlkan skilaði 21 stigi og stal 6 boltum. Þessi
skipti hjá Jóni Halldóri voru svo sannarlega liðinu til
góðs því sjálfstraust og leikgleði liðsins er gjörbreytt
frá fyrri leikjum.
Kristi var að vonum sátt með sinn fyrsta leik á Ís-
landi. „Fram að þessu hefur þetta verið fínt. Ég bjóst
við kulda þegar ég heyrði nafnið Ísland og það stóðst
væntingar ef svo má að orði komast. Ég náði að setja
niður nokkur skot og er bara nokkuð ánægð með
minn leik í kvöld. Ég er enn að komast inn í sóknar-
leik liðsins og það tekur smá tíma en þetta byrjar vel
og ég er gríðarlega sátt við allt hér í Keflavík,“ sagði
Kristi við Morgunblaðið.
„Þessi stúlka smellpassar inn í okkar hóp. Hún er
mjög góður leikmaður og gerði nákvæmlega það sem
hún var beðin um að gera hér í kvöld. Hún er leiðtogi
og smitar út frá sér. Það sást í kvöld að sjálfstraustið
í mínu liði var allt annað en það er búið að vera hing-
að til. Einnig var leikur okkar hraðari þannig að nú
er bara allt upp á við.“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson,
þjálfari Keflavíkur.
N1 Deildin
KARLAR
Fimmtudagur
Höllin Akureyri
Kaplakriki
Akureyri - Stjarnan
FH - Grótta
19:00
19:30
2009 - 2010