Morgunblaðið - 12.11.2009, Side 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Martin Sjög-ren, þjálf-
ari Malmö, er
hæstánægður
með að hafa feng-
ið Þóru B. Helga-
dóttur, landsliðs-
markvörð Íslands
í knattspyrnu, í
sínar raðir. Þóra
hefur samið við sænska félagið til
þriggja ára eins og áður hefur komið
fram. „Þóra er nútímamarkvörður
og er mjög snjöll í að spila boltanum
með fótunum. Hún er jafnframt
mjög grimm og ákveðin á sínu
svæði. Það segir sitt um getu hennar
að leikmennirnir í norsku úrvals-
deildinni skyldu velja hana besta
leikmanninn þar,“ sagði Sjögren á
vef félagsins.
Garðar Gunnlaugsson, knatt-spyrnumaður frá Akranesi, er
á leið til skoska úrvalsdeildarfélags-
ins Falkirk til reynslu. Hann hætti
fyrir skömmu hjá CSKA Sofia í
Búlgaríu en þangað fór Garðar frá
Norrköping í Svíþjóð sumarið 2008.
Garðar, sem er 26 ára framherji,
kannast við sig í Skotlandi en hann
var um skeið á mála hjá Dunferml-
ine fyrir hálfu fjórða ári, en liðið var
þá í úrvalsdeildinni. Með Falkirk
leikur Kjartan Henry Finnbogason,
sem er þar í láni frá Sandefjord í
Noregi en liðið situr á botni úrvals-
deildarinnar.
Ian Ashbee, fyrirliði enska knatt-spyrnuliðsins Hull City og fyrr-
verandi leikmaður ÍR, hefur gert
nýjan samning við félagið til vorsins
2011. Ashbee, sem er 32 ára gamall
miðjumaður eða miðvörður, slas-
aðist á hné í vor, sleit krossband, og
fór í uppskurð en vonast til þess að
geta tekið þátt í lokaslagnum með
liðinu á komandi vori. Hann hefur
spilað með félaginu í sjö ár og farið
með því úr neðstu deild upp í þá
efstu á þeim tíma. Ashbee, sem þá
var leikmaður Derby County, kom
til ÍR-inga sem lánsmaður sumarið
1996. Hann spilaði 9 leiki með þeim í
1. deildinni og skoraði í þeim 3 mörk.
GuðlaugurBaldursson
hefur skrifað
undir nýjan
samning við ÍR
um að þjálfa
meistaraflokkslið
karla í knatt-
spyrnu hjá félag-
inu næstu tvö ár-
in. Undir stjórn Guðlaugs unnu
ÍR-ingar öruggan sigur í 2. deildinni
í fyrra og héldu sæti sínu í 1. deild án
teljandi vandræða í ár.
Finnski skíðamaðurinn Kalle Pa-lander verður ekki á meðal
keppenda á Ólympíuleikunum í Van-
couver í Kanada vegna meiðsla.
Pallander, sem er 32 ára gamall,
íhugar að hætta í alpagreinum vegna
meiðsla sem hann hefur glímt við í
rúmlega eitt og hálft ár. Pallender
hefur tekið þátt á þrennum vetr-
arleikum og unnið 14 heimsbikarmót
á ferlinum þar af 10 svigmót og 4
risasvigmót.
Doug Barron, fertugur banda-rískur atvinnukylfingur, skrif-
aði nafn sitt í golfsögubækurnar á
dögunum þegar hann var úrskurð-
aður í eins árs keppnisbann vegna
lyfjanotkunar. Barron er fyrsti at-
vinnukylfingurinn sem fellur á lyfja-
prófi frá því að PGA og R&A hertu
lyfjaeftirlit á atvinnumótaröðum í
Bandaríkjunum og Evrópu í júlí á
síðasta ári. Í tilkynningu PGA kom
ekki fram hvaða lyf Barron notaði
áður en hann fór í lyfjaprófið. Bar-
ron hefur leikið sem atvinnumaður
frá árinu 1992 og þar af í átta tímabil
á PGA-mótaröðinni. Besti árangur
hans er þriðja sæti á Byron Nelson-
meistaramótinu árið 2005.
Fólk sport@mbl.is
ENKE, sem var 32 ára gamall og
fyrirliði þýska liðsins Hannover, var
búinn að stimpla sig inn sem mark-
vörður númer eitt hjá Þjóðverjum
og þótti líklegur til að verja mark
þeirra á heimsmeistaramótinu í Suð-
ur-Afríku næsta sumar.
Enke lætur eftir sig eiginkonu og
átta mánaða gamla dóttur, Leilu,
sem þau ættleiddu í maí, þremur ár-
um eftir að tveggja ára dóttir þeirra,
Lara, lést en hún var hjartveik.
Teresa Enke, ekkja hans, sagði á
fréttamannafundi í gær að eig-
inmaður hennar hefði glímt við
þunglyndi síðan árið 2003. Hún sagði
að hann hefði óttast að hin ættleidda
dóttir þeirra yrði tekin af þeim ef
veikindi hans yrðu gerð opinber.
Teresa sagði að Enke hefði átt mjög
erfitt með að yfirstíga missinn þegar
dóttir þeirra lést.
Vildi ekki opinbera veikindin
,,Ég reyndi að vera hér fyrir hann,
sagði að fótboltinn væri ekki allt
saman. Það eru margir fallegir hlut-
ir í lífinu. Við áttum Laru, við höfð-
um Leilu. Ég vildi alltaf reyna að
hjálpa honum í gegnum þetta. Hann
vildi ekki opinbera veikindi sín af
ótta við að missa Leilu,“ sagði Ter-
esa.
Læknir markvarðarsins, Valentin
Markser, upplýsti að Enke hefði
verið í meðferð vegna þunglyndis
síðan árið 2003 í kjölfar erfiðara
vistaskipta til Barcelona og síðan til
Fernabache. Læknirinn sagði að
Enke hefði heimsótt sig fyrir sex
vikum en þá var hann í þunglynd-
iskasti á þeim tíma sem hann missti
sæti sitt í þýska landsliðinu vegna
veikinda.
Skildi eftir sig bréf
,,Hann kastaði sér fyrir lestina og
lést af sárum sínum. Um sjálfsvíg
var að ræða,“ sagði Martina Stern,
talsmaður lögreglunnar, við AFP-
fréttastofuna og það staðfesti einnig
vinur hans og ráðgjafi, Jörg Ne-
blung. Fjölmiðlar greindu frá því að
Enke hefði skilið eftir sig bréf og
staðfesti lögreglan það en vildi ekki
greina frá innihaldi þess.
Enke, sem var fæddur í Jena í þá-
verandi Austur-Þýskalandi árið
1977, var útnefndur besti markvörð-
ur þýsku 1. deildarinnar á síðustu
leiktíð og eftir að Jens Lehmann
ákvað að segja skilið við landsliðið í
ágúst í fyrra tók Enke við keflinu
sem aðalmarkvörður landsliðsins.
Enke varð að draga sig út úr
landsliðshópnum í september tveim-
ur dögum fyrir leikinn gegn Aserba-
ídsjan vegna veikinda og tók Rene
Adler stöðu hans á milli stanganna.
Adler varði mark Þjóðverja í leikn-
um á móti Rússum í síðasta mánuði
þegar Þjóðverjar tryggðu sér far-
seðilinn á HM.
Sagðist ánægður að vera
kominn aftur í baráttuna
Enke sneri aftur inn á völlinn þeg-
ar hann stóð á milli stanganna í 2:2
jafntefli gegn Hamburg um síðustu
helgi. Hann mætti til leiks krúnu-
rakaður og sagði eftir leikinn að
hann væri ánægður að vera kominn
aftur í baráttuna.
,,Þetta er búinn að vera langur
tími, næstum því einn fjórði af tíma-
bilinu. Hinsvegar, þegar ég byrjaði
aftur að æfa þá leið mér vel,“ sagði
Enke við fréttamenn eftir leikin við
Hamburg á sunnudaginn.
Aflýstu leiknum við Chile
Dauði hans kom því eins og þruma
úr heiðskíru lofti fyrir þá sem voru
honum nánastir í einkalífinu og í lið-
inu.
,,Við erum í áfalli. Ég veit ekki
hvað ég á að segja,“ sagði Oliver
Bierhoff, framkvæmdastjóri þýska
knattspyrnusambandsins. Þjóð-
verjar ákváðu að fella niður æfingu
landsliðsins í gærmorgun og síðar
um daginn var tekin ákvörðun um að
aflýsa vináttulandsleiknum gegn
Chile sem fram átti að fara í Köln á
laugardaginn.
Of snemmt fyrir kveðjuleik
,,Við hugleiddum að spila leikinn
og gera hann að kveðjuleik fyrir Ro-
bert en það er á hreinu að það er oft
snemmt eftir þessi hræðilegu tíðindi
sem okkur bárust í gær,“ sagði Bier-
hoff við fréttamenn í gær þar sem
hann féll saman og grét.
Leikmenn þýska landsliðsins eru í
miklu andlegu áfalli og eins og
reyndar öll þýska þjóðin.
,,Ég er agndofa og get hreinlega
ekki komið upp orði,“ sagði Michael
Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins,
við fréttamenn í gær.
Þúsundir stuðningsmanna Hann-
over gerðu sér ferð á leikvang fé-
lagsins, Niedersachsen Stadium,
til að heiðra minningu Enke með
því að leggja blóm við leikvanginn
eða kveikja á kertum en Enke var í
miklum metum hjá stuðnings-
mönnum liðsins.
Mikill missir fyrir
knattspyrnuheiminn
,,Það er erfitt að trúa því að hann
sé dáinn. Þetta er mikill missir fyrir
knattspyrnuheiminn og eru hræði-
lega sorglegar fréttir,“ sagði portú-
galski landsliðsmaðurinn Nuno Go-
mes sem var samherji Enke hjá
Benfica.
,,Ég hreinlega get ekki trúað
þessu og þetta á ekki að vera satt.
Robert var svo frábær persóna. Ég
veit ekki hvernig ég á að segja konu
minni frá þessu, hún er góð vinkona
eiginkonu Roberts,“ sagði Kevin
Kuranyi, framherji þýska landsliðs-
ins og leikmaður Schalke, við þýska
blaðið Bild.
Reuters
Góður Robert Enke á æfingu þýska landsliðsins en hann þótti líklegur til að verja mark þess á HM í Suður-Afríku.
Þjóðverjar harmi slegnir
vegna markvarðarins
Þjóðverjar eru harmi slegnir eftir frá-
fall Roberts Enke landsliðsmarkv-
arðar síns í knattspyrnu. Lögregla
staðfesti í gær að Enke hefði stytt
sér aldur í fyrrakvöld þegar hann
kastaði sér fyrir járnbrautarlest í
bænum Neustadt am Rübenberge.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Robert Enke glímdi við þunglyndi frá 2003 Óttaðist að missa
ættleidda dóttur sína Líklegur sem aðalmarkvörður Þjóðverja á HM
Í HNOTSKURN
»Robert Enke var fæddur í borginni Jena í Austur-Þýskalandi 24.ágúst 1977. Hann var kvæntur og átti 8 mánaða ættleidda dóttur.
»Enke hóf sinn atvinnumannsferil tímabilið 1995-96.»Enke lék fyrst með Carl Zeiss Jena og síðan var hann hjá BorussiaMönchengladbach, Benfica í Portúgal, Barcelona á Spáni, Fener-
bahce í Tyrklandi, Tenerife á Spáni og Hannover.
»Enke var valinn besti markvörður þýsku 1. deildarinnar í fyrra.Hann átti að baki 8 leiki með þýska A-landsliðinu.
Minning Mynd af Robert Enke og logandi kertaljós
skammt frá járnbrautarteinunum umræddu.
Sorg Það var að vonum flaggað í hálfa stöng í her-
búðum knattspyrnufélagsins Hannover 96 í gær.