Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009
Atli Guðna-son, sókn-
armaður FH og
leikmaður ársins í
fótboltanum í
sumar, er á förum
til reynslu hjá
norska úrvals-
deildarliðinu
Start. Atli er
væntanlegur til félagsins á mánudag-
inn og mun æfa með því í næstu viku
en frá því var skýrt á vef Start í gær.
Atli er 25 ára og lék sinn fyrsta
landsleik á þriðjudag þegar Ísland
mætti Íran í Teheran. Matthías Vil-
hjálmsson, félagi Atla í FH, var við
æfingar hjá Start fyrr í haust.
Flensburg, liðið sem AlexanderPetersson leikur með, fór lang-
leiðina með að tryggja sér sæti í 16-
liða úrslitum EHF-keppninnar í
handknattleik í gær þegar það vann
stórsigur á Maccabi Rishon Le Zion,
43:22, í fyrri viðureign liðanna í 32-
liða úrslitum. Leikið var í Ísrael og
skoraði Alexander þrjú mörk í leikn-
um.
Einar Ingi Hrafnsson skoraði tvömörk og var einu sinn vísað af
leikvelli í tvær mínútur þegar lið
hans, Nordhorn, vann HSV Hann-
over, 29:26, á útivelli í norðurriðli
þýsku 2. deildarinnar í handknattleik
í gærkvöldi.
Tiger Woodser efstur
þegar keppni er
hálfnuð á opna
ástralska meist-
aramótinu í golfi
sem fram fer í
Melbourne í Ástr-
alíu. Ástralskir
skattgreiðendur
sáu til þess að Woods mætti á svæðið
en hann fékk 370 milljónir kr. fyrir
það eitt að mæta og hann er líklegur
til þess að hirða verðlaunafé upp á
rúmlega 30 milljónir kr. Woods lék á
68 höggum eða fjórum höggum undir
pari og er hann með þriggja högga
forskot á 10 höggum samtals undir
pari. Þetta er fjórða mótið í röð þar
sem Woods er efstur þegar keppni er
hálfnuð en hann náði aðeins að sigra
á einu þeirra, á BMW-meist-
aramótinu í Chicago í september.
Jason Dufner frá Bandaríkjunum er
annar á sjö höggum undir pari.
Byron Scott, fyrrverandi leik-maður LA Lakers, var á
fimmtudag rekinn úr starfi sínu sem
aðalþjálfari NBA-liðsins New Or-
leans Hornets. Liðið hefur byrjað illa
á keppnistímabilinu en Scott hefur
þjálfað liðið undanfarin fimm ár og á
þeim tíma vann liðið 203 leiki en tap-
aði 216. Fyrir tveimur árum var
Scott valinn þjálfari ársins í NBA-
deildinni. Jeff Bower, fram-
kvæmdastjóri liðsins, mun taka við
þjálfun þess.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Skúla Sigurðsson
sport@mbl.is
ÞAÐ var fátt um fína drætti í Kefla-
víkinni í gær þegar heimamenn
mættu ÍR í Iceland Express-deild
karla í körfuknattleik. Heimamenn
voru þónokkuð sterkari aðilinn í leikn-
um en mikil deyfð var yfir gestunum.
Fór svo að heimamenn fóru með stór-
sigur af hólmi, 107:81, í leik sem seint
verður minnst fyrir tilþrif.
Jafnt var á með liðunum á fyrstu
mínútum leiksins en þegar síga fór á
seinni hluta fyrri hálfleiks gáfu heima-
menn í og voru 19 stigum yfir í hálf-
leik. Ekki er hægt að segja að varn-
arleikur hafi verið í hávegum hafður
þar sem að mikið var skorað en Kefl-
víkingar skoruðu 67 stig strax í fyrri
hálfleik.
ÍR liði sá aldrei til sólar í þessum
leik og voru það minni spámenn sem
fengu að spreyta sig hjá liðunum í
seinni hálfleik þar sem úrslit leiksins
voru löngu ráðin. Hörður Axel Vil-
hjálmsson átti fínan leik fyrir heima-
menn. Eini leikmaður ÍR sem lét eitt-
hvað að sér kveða var Nemanja Sovic
sem skoraði 24 stig.
Guðjón Skúlason, þjálfari heima-
manna, var mjög sáttur með sína
menn eftir leik. „Við spilum hér í
kvöld Kanalausir gegn ÍR og ég er
bara nokkuð hrifinn af okkar frammi-
stöðu. Úrslitin réðust í raun og veru í
öðrum og þriðja leikhluta. Nánast all-
ir mínir leikmenn komust á blað með
stig og álaginu var vel dreift þannig að
þetta var bara flottur sigur hjá mér og
mínum mönnum,“ sagði Guðjón
Skúlason kampakátur eftir leikinn.
„Hrifinn af okkar frammistöðu“
Daufir leikmenn ÍR áttu ekkert erindi í Keflvíkinga Suð-
urnesjamenn léku án Bandaríkjamanns Álaginu var dreift
er 35 ára gamall miðvörður, Jeff Strasser, sem á
langan feril að baki í efstu deildum Þýskalands og
Frakklands. Þar lék hann lengst með Mönchen-
gladbach og er nú leikmaður Grasshoppers í Sviss.
Hann er leikjahæsti leikmaður Lúxemborgar frá
upphafi með 90 landsleiki.
Nokkrir aðrir leikmenn liðsins spila í neðri
deildum í Frakklandi, Þýskalandi og Belgíu. Kant-
maðurinn Mutsch spilar með 2. deildar liðinu Metz
í Frakklandi og Joël Pedro, 17 ára piltur sem
reiknað er með að verði í byrjunarliðinu, er á mála
hjá Sedan í sömu deild. Kevin Malget, 18 ára pilt-
ur, er í röðum Alemannia Aachen í þýsku 2. deild-
inni og Massimo Martino, 19 ára, leikur með Wup-
pertal í 3. deild. Flestir aðrir spila með liðum í
efstu deildinni í Lúxemborg. vs@mbl.is
afnið í Lúxemborg
SNÆFELL lagði FSu, 107:74, í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik, Iceland Express-deildinni, í gær-
kvöldi en leikið var í Stykkishólmi. Leikmenn
Snæfells voru með örugga forystu allan leikinn og
voru m.a. 22 stigum yfir í hálfleik, 49:27. Snæfell
er þar með komið með átta stig að loknum sex
leikjum í deildinni en FSu rekur enn lestina í
deildinni án stiga ásamt Fjölni. Athygli vakti að
Brynjar Karl Sigurðsson dró fram keppnisskóna á
nýjan leik eftir að hafa þurft að hreinsa hressilega
til í herbúðum FSu í vikunni.
Brynjar Karl, sem er 36 ára, var stigahæsti
maður liðsins að þessu sinni með 20 stig. Næstur
honum kom Dominoc Baker með 18 stig, Corey
Lewis gerði 12 stig og nýi leikmaðurinn í her-
búðum FSu, Aleksas Zimnickas, gerði 11 stig og
tók níu fráköst. Zimnickas er
203 cm hár Lithái sem kom til
liðsins í byrjun vikunnar. Hann
þótti fara vel af stað.
Stigaskorun heimamanna
dreifðist vel enda fengu allir
leikmenn á leikskýrslu að
spreyta sig. Pálmi Freyr Sig-
urgeirsson var þeirra stigahæst-
ur með 19 stig, þar af 16 í fyrri
hálfleik. Hlynur Bæringsson
gerði 16 stig og þeir Jón Ólafur
Jónsson og Emil Jóhannsson 15 stig hvor.
Þrátt fyrir mikla yfirburði Snæfells í leiknum
skoraði liðið aðeins einu stigi meira en FSu í
fjórða leikhluta, sem endaði 26:25. iben@mbl.is
Brynjar Karl tók fram keppnisskóna
Brynjar Karl
Sigurðsson
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
NÝLIÐAR Fjölnis eru enn án sigurs í
Iceland Express-deild karla í körfu-
knattleik. Þeir fengu Íslandsmeistara
KR í heimsókn í Grafarvoginn í gær-
kvöldi í 6. umferð deildarinnar. KR-
ingar sigruðu örugglega 100:71 en þeir
voru jafnframt yfir í hálfleik 44:32. KR
er í 2.-4. sæti deildarinnar með 10 stig
ásamt Stjörnunni og Keflavík. Fjöln-
ismenn deila hins vegar neðsta sætinu
með FSu en Breiðablik er tveimur
stigum fyrir ofan fallsætin.
Það var einungis í 1. leikhluta sem
Fjölnismenn stóðu uppi í hárinu á
meisturunum. Eftir það voru Vest-
urbæingar alltaf með þægilegt forskot
þó svo að Fjölnismenn legðu sig alla
fram. Gæðamunurinn á leik-
mannahópi liðanna er einfaldlega það
mikill að lykilmenn Fjölnis þyrftu að
eiga toppleik til þess að liðið gæti
skellt KR. Þó svo að þeir hafi ekki
sýnt sitt besta í þessum leik sýnir
stigaleysið ekki rétta mynd af getu
Fjölnis. Innan liðsins eru 5 leikmenn
sem léku með 18 ára landsliðinu í sum-
ar. Þeir búa yfir hæfileikum en þurfa
smátíma til þess að slípast til í efstu
deild. Ingvaldur Magni Hafsteinsson
og Níels Dungal hafa báðir mikla
reynslu og verða liðinu mikilvægir í
vetur. Auk þeirra hefur bandaríski
leikmaðurinn Christopher Smith stað-
ið sig vel en hann leit nú ekkert of vel
út í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni.
Undirritaður á ekki von á öðru en að
Fjölnir haldi sæti sínu í deildinni með
þennan mannskap, svo framarlega
sem þeir verði ekki fyrir skakkaföll-
um.
KR-ingum hefur gengið vel að safna
stigum í upphafi móts, þrátt fyrir að
vera með gerbreytt lið frá því í fyrra,
enda er þjálfari liðsins Páll Kolbeins-
son ánægður með hvernig til hefur
tekist: ,,Við erum mjög ánægðir. Við
áttum ekki von á þessu. Við reikn-
uðum með að byrjunin yrði erfiðari
fyrir okkur. Að koma hingað og vinna
sannfærandi held ég að sé bara mjög
gott. Bæði Grindavík og Njarðvík
lentu í vandamálum hérna en við vor-
um með örugga forystu frá byrjun og
notuðum allan okkar mannskap. Ég er
ánægður með niðurstöðuna. Við ætl-
um að halda áfram á þessari braut og
vera í góðri stöðu um áramót,“ sagði
Páll í samtali við Morgunblaðið að
leiknum loknum.
Leikstjórnandinn Semaj Inge hefur
vakið athygli fyrir háloftasýningar
sínar í upphafi móts. Inge var ekki
fenginn til félagsins til að sjá um lang-
skotin en er með frábærar hreyfingar
og hefur gefið rúmlega 7 stoðsend-
ingar að meðaltali í leik. Tommy John-
son virðist hins vegar ekki vera með
mikið sjálfstraust og slök skotnýting
hans vekur athygli: „Tommy er í smá-
erfiðleikum. Það er líkamlegt vanda-
mál og við erum að taka á því. Það er
þrekþjálfari að vinna með honum.
Tommy á mikið inni en við erum sann-
færðir um að hann sé góður leik-
maður,“ sagði Páll.
Morgunblaðið/Golli
Slagur Tommy Johnson reynir að brjóta sér leið að körfu Fjölnis.
Tommy Johnson í einkaþjálfun
Páll á réttri
leið með
meistarana
N1 Deildin
KONUR
Laugardagur
Mýrinni
Framhús
Víkinni
Stjarnan - Haukar
Fram - FH
Víkingur - KA/Þór
13:00
15:00
16:00
2009 - 2010