Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 íþróttir Stórsigur Strákarnir í 21 árs landsliðinu í fótbolta áfram á sigurbraut. Skoruðu sex mörk í San Marínó og eru efstir ásamt Tékkum. Fjórir sigurleikir í röð í Evrópukeppninni 4 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Golli Vörn KR-ingurinn Finnur Magnússon er einbeittur á svip þegar hann reynir að stöðva Fjölnismanninn Ingvald Magna Hafsteinsson. KR vann öruggan sigur á Fjölni í úrvalsdeildinni í gærkvöld og er með 10 stig eftir 6 leiki. | 2-3 „ÞESSI leikur snýst fyrst og fremst um hugarfar. Þegar bæði Lúx- emborg og Ísland spila sinn besta leik eigum við að sigra. Okkur hef- ur stundum gengið illa að stjórna leikjum sem við eigum að vinna samkvæmt bókinni, og þá kemur hugarfarið til sögunnar. Við höfum undirbúið leikinn út frá því,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gærkvöld. Gunnleifur ekki með Ísland mætir Lúxemborg í vin- áttulandsleik á Josy-Barthel- leikvanginum í Lúxemborg í dag klukkan 18. Að þessu sinni teflir Ólafur fram sínu sterkasta liði. Þó er ljóst að Gunn- leifur Gunn- leifsson markvörður getur ekki spilað og Árni Gautur Arason verð- ur í markinu. „Gunnleifur fékk slink á ökklann og getur ekki sparkað frá marki. Hann verður þó til taks á bekknum. Allir aðrir eru leikfærir,“ sagði Ólafur Jóhann- esson. vs@mbl.is „Leikurinn snýst um hugarfarið“ Gunnleifur Gunnleifsson Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG fór strax með liðið á æfingu. Henni var að ljúka og mér leist vel á það sem ég sá,“ sagði Ásgrímur Helgi Einarsson sem síðdegis í gær var ráðinn þjálfari kvennaliðs Aft- ureldingar í knattspyrnu. Hann tekur við af Guðrúnu Jónu Krist- jánsdóttur sem náði samkomulagi í hádeginu í gær um starfslok sín í Mosfellsbæ eftir eins árs veru. Hermt er að hún taki nú við þjálf- un kvennaliðs KR en það fékkst ekki staðfest í gærkvöldi. Fari svo verður þetta annað árið í röð sem þjálfari kvennaliðs Aftureldingar segir upp hjá félaginu til þess að gerast þjálfari hjá KR. „Ráðning mín átti sér skamman aðdraganda. Mér leist hins vegar vel á verkið strax og það var nefnt við mig. Það er vel haldið á málum í Mosfellsbænum. Aðstaða sú sem leikmönnum og þjálfara er sköpuð er hreint til fyrirmyndar,“ sagði Ásgrímur Helgi sem skrifaði undir tveggja ára samning við Aftureld- ingu sem leikur á næsta sumri þriðja keppnistímabilið í röð í úr- valsdeild kvenna. Honum til að- stoðar verður Bjarki Már Sverr- isson. Ásgrímur Helgi er fertugur. Hann þjálfaði þriðjudeildarlið karla á Álftanesi á síðustu leiktíð en hætti þar í september. Ásgrímur Helgi hefur áður þjálfað kvennalið hjá FH og Þrótti Neskaupstað. Afturelding varð í 8. sæti af tíu í Pepsi-deildinni í sumar og stillti þá upp liði í samvinnu við Fjölni. Ekki verður framhald á samvinnu félag- anna. „Þótt mér hafi litist vel á þann hóp sem er fyrir hjá Aftur- eldingu tel ég að það verði eitthvað að styrkja hann fyrir næsta keppn- istímabil. Við munum fara í að skoða þau mál á næstu vikum,“ sagði Ásgrímur Helgi, spurður hvort hann væri farinn að spá í að styrkja leikmannahóp Aftureld- ingar. Óttinn var á rökum reistur Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu fyrir nokkru ólu forráða- menn kvennaliðs Aftureldingar þann ótta í brjósti að þeir væru að missa þjálfara sinn, Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þótt hún væri bundin félaginu í báða skó með óuppsegjanlegan samning til eins árs til viðbótar. Þegar á hólminn var komið reyndist ótti Mosfellinga á rökum reistur og síðustu dagar hafa farið í að koma til móts við óskir Guðrúnar Jónu um að losna undan samningi sínum. Heimildir Morgunblaðsins herma að forráðamenn Aftureldingar hafi viljað hafa klásúlu í starfsloka- samningi sínum við Guðrúnu Jónu um að hún hvorki gerðist þjálfari KR né tæki með sér leikmenn frá Aftureldingu yfir til KR, gerðist hún þjálfari hjá Vesturbæjarliðinu. Guðrún Jóna mun hafa verið með öllu ófáanleg til þess að ganga að slíkum kostum. Stóð lengi vel í þrefi á milli hennar og Afturelding- armanna. Lausn fannst loks í há- deginu í gær. Rúmt ár er liðið frá því að þá- verandi þjálfari Aftureldingar, Ga- reth O’Sullivan, yfirgaf Aftureld- ingu í þeim tilgangi að taka við kvennaliði KR. Hann staldraði stutt við í Vesturbænum og var lát- inn taka pokann sinn áður en keppni í Pepsi-deildinni hófst í maí. Ásgrímur í stað Jónu Allt bendir til að annað árið í röð fari þjálfari frá Aftureldingu til KR JOHN Davis, bandaríska körfu- knattleiksmanninum sem hefur spilað með Breiðabliki í haust, var í gærkvöld sagt upp störfum. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Blika, stað- festi við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að breyta til eftir erfiða byrjun hjá liðinu í úrvalsdeildinni en þar hefur Breiðablik tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Blikar hafa krækt í tvo leikmenn í staðinn fyrir Davis. Það eru serb- neski miðherjinn Bojan Popovich, sem er 2,09 metrar á hæð og er frá Bosníu en lék fyrir tveimur árum með KFÍ á Ísafirði, og bandaríski skotbakvörðurinn Josh Porter, sem er 1,88 m á hæð og lék síðast með þýsku 2. deildar liði. Tveir ódýrari en einn „Okkur vantaði tilfinnanlega há- vaxinn leikmann og þegar okkur bauðst að fá tvo leikmenn fyrir minni upphæð en það kostaði okkur að vera með Davis ákváðum við að breyta til,“ sagði Hrafn við Morg- unblaðið. Nýju mennirnir verða ekki komnir fyrir leik Breiðabliks í Njarðvík næsta föstudag og spila væntanlega fyrsta leikinn gegn KR hinn 23. nóvember. vs@mbl.is Blikar ráku Davis og fá tvo í staðinn ÍSLANDSMEISTURUM KR í körfuknattleik karla hefur verið boð- ið til Chengdu í Kína. Þeir spila þar tvo sýningarleiki gegn liði Beijing Aoshen dagana 19. og 20. desember. Leikirnir eru liðir í styrktarmóti sem sett er upp af kínverska körfu- knattleikssambandinu, íþróttaráði Chengdu og atvinnuliðinu Beijing Aoshen. Það er haldið til styrktar íbúum í Sichuan héraði í nágrenni Chengdu, sem urðu afar illa úti í hörðum jarðskjálfta á síðasta ári. Um 80 þúsund manns létust og fjór- ar milljónir misstu heimili sín en skjálftinn var átta stig á Richter- skala. Mikið tjón varð í útborgum Chengdu, Dujiangyan og Pengzhou. Átján liðum er boðið til Chengdu af þessu tilefni og koma þau hvert í sínu lagi á tímabilinu frá 28. nóv- ember til 18. apríl. Auk KR-inga mun mæta þangað lið frá Dan- mörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Portú- gal, Ungverjalandi, Tékklandi og Bandaríkjunum, og öll munu þau leika tvívegis við áðurnefnt lið. Beijing Aoshen hefur orðið As- íumeistari og hefur haft aðsetur ut- an Kína. Það leikur nú í ABA- deildinni í Bandaríkjunum og hefur aðsetur í Kaliforníu. Vegna Kínaferðarinnar hefur leik KR við Snæfell í úrvalsdeildinni ver- ið flýtt um tvo daga, til 16. desem- ber. Um það bil tveir sólarhringar fara í ferðalögin fram og til baka en KR-ingar eru væntanlegir aftur heim þriðjudagskvöldið 22. desem- ber. vs@mbl.is KR-ingum boðið til Kína  Spila sýningarleiki við Beijing Aoshen  Til styrktar vegna jarðskjálfta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.